Alþýðublaðið - 23.01.1985, Side 4

Alþýðublaðið - 23.01.1985, Side 4
alþýðu- u mim Þriöjudagur 22. janúar 1985 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Áimúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Aiprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Hungurvofan grúfir yfir Afríku Astandið slæmt í Súdan og Mósambik Það er ekki bara i Eþíópiu, sem þurrkarnir hafa tekið sinn toll. Nu berast fréttir af milljónutn Súdana, sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Er áætlað að um 3 milljónir manna í Súdan hafi þannig flosnað upp af jörðum sínum á sl. ári. Að sögn kunnugra er ekki langt í að ástandið verði jafn alvarlegt og í Eþíópíu. í sl.viku sagði heilbrigðismála- ráðherra landsins, Abdel-Salem Saleh Isa í viðtali, að 2,8 milljónir manna í norðurhéröðum landsins, Darfur og Kordofan héröðunum og meðfram ströndum Rauðahafsins, hafi flúið þurrkana og búi nú í flóttamannabúðum. Sagði hann að vandamál þessa fólks yrði jafn al- varlegt og fórnarlamba hungursins í Eþíópiu, innan fjögurra mánaða, ef ekki færi að rigna. Ástandið er mjög alvarlegt fyrir alla hirðingja- þjóðflokkana, sem búa við strend- ur Rauðahafsins. Mjög stórar flóttamannabúðir hafa risið í úthverfi borgarinnar Omdurman á sl. tveim mánuðum. Þar hafast við flóttamenn frá Dafur og Kordofan. Isa staðfesti þá sögu að daglega sendi rikisstjórnin vörubíla hlaðna af fólki, aftur til átthaganna, um 2-300 manns daglega. Þar hefðu verið reistar flóttamannabúðir og taldi hann betra að fólkið hefðist við þar, en í þessum risabúðum. En fréttir af slæmu ástandi berast víðar að úr Afríku. í Mosambik er nú mjög alvarleg kornvöntun vegna þurrkanna. Er álitið að um 2 mill- jónir manna líði nú fyrir þurrkana Til að fæða íbúana fyrstu fjóra um 90þúsund tonn svo tryggt sé að þar. Þar hafa nú um 200.000 manns mánuði ársins þarf 339 þúsund íbúarnir verði ekki hungrinu að látið lífið vegna þeirra. tonn erlendis frá. Enn vantar því bráð. Magnús Marísson skrifar;_ Hugleiðingar um efnahagsmál Við erum skuldug þjóð, islenska þjóðin nú í byrjun nýs árs. Erlendar skuldir okkar eru nú hærri á hvern íbúa en í nokkru öðru landi. Einnig er hlutfall erlendra skulda af þjóðarframleiðslu hærra en nokkru sinni fyrr. Öllum ábyrgum mönnum ætti að vera Ijós hættan af þessu. Með sama áframhaldi lítur ekki út fyrir annað en að yfirstjórn peninga- mála hér lendi í höndum Álþjóða- bankans. En samt heldur hinn pólitíski farsi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Alla tíð frá upphafi fimmta ára- tugarins höfum við búið við stór- kostleg áhrif frá erlendu fjármagni í mynd setuliðsviðskipta, varnar- liðsviðskipta ásamt gífurlegum er- Iendum styrkjum (Marshall fé) og að ógleymdu öllu erlenda Iánsfénu sem nú er farið að ógna okkar efna- hagslega sjálfstæði vegna óvarlegr- ar notkunar þess. Tímabilinu frá upphafi fimmta áratugarins fylgir svo eins og skugginn verðbólga, miklar gengis- fellingar, ásamt því að búseta í landinu raskaðist meira og minna og hagstærðir allar gengu úr skorð- um. Þetta leiddi síðan til þess ástands sem nú ríkir. Auðvitað spiluðu fleiri þættir inn í, svo sem sveiflur í sjávarútvegi og aflabrestir sent illa gekk að jafna ásamt fleiri uppákomum. Að sjálfsögðu voru margir góðir hlutir gerðir á þessu tímabili, að því búum við nú þegar harðnar á daln- um. Hóflegt erlent fjármagn sem slíkt er alls ekki slæmt, heldur er það slæmt þegar ekki tekst að stýra því til bráðnauðsynlegra og arðbærra framkvæmda en i stað þess látið fara í óþarfa og þenslu. Við sjáum nú þessa dagana hvernig röng notkun á erlendu fjár- magni sem skapaði þenslu hefur Ieitt til þess að sá árangur sem þjóð- in var að ná í baráttunni gegn verð- bólgunni glataðist vegna hins þensluskapandi erlenda fjármagns sem dælt var inn í landið af litilli fyrirhyggju. Tíminn líður, veislunni er lokið og við dyrnar standa kröfuhafarnir, þeir munu ekki láta eftir sinn hlut. Ekki er ástæða til að harma það að veislunni er lokið. Hún var nefni- lega kostuð af þeim sem ekki voru boðnir en eru látnir greiða veislu- kostnaðinn. Farsinn er að snúast upp í harm- leik. Harmleik þjóðar sem er að dragast aftur úr öðrum sambæri- legum þjóðfélögum. Allt vegna þess að þeir sem áttu að rækta garð- inn létu það ógert en fóru I stað þess að byggja loftkastala. Við eigum engra kosta völ, okkur er nauðugur einn kostur og sá er að lifa í jöfnuði og sátt af því sem skynsamleg nýting landkosta leyfir. Sama hvað reiknimeistarar reikna og reikna verður því ekki breytt. Samhliða þessu verðum við að grynnka á okkar gífurlegu erlendu skuldum og sjá til þess að til slíkra verði ekki stofnað framar. Óteljandi verkefni bíða þeirra sem heiðarleika og djörfung hafa til að taka á þeim vandamálum efna- hagskerfisins sem nú hafa hrannast upp. Brýnust þessara vandamála eru: Gera úttekt á peningamálastefnu miðbankans ásamt bankastarfsemi almennt og lagfæra augljósa van- kanta. Allar breytingar þar verður að gera af ýtrustu varkárni, starf- semi æðakerfis peningamálanna er svo viðkvæm og samvirkandi að breytingar upp á brot úr prósenti hafa feiknaáhrif. Hvað þá þegar menn eru að tala um breytingar upp Framhald á bls. 3 MOLAR Hvað varð um gömlu stjörnurnar? Heldur dey ég en syng Satisfac- tion þegar ég er orðinn 45 ára, sagði Mick Jagger fyrir nokkrum árum. Ekki er samt ýkja langt síð- an hann söng þennan gamla smell Steinanna við jafn góðar undir- tektir áheyrenda og fyrir 20 árum. En enn á hann nokkur ár í að verða 45 ára, hann er bara rúm- lega fertugur. Allir sem fylgjast með rokktónlist vita hvað Jagger- inn hefur haft fyrir stafni undan- farin ár, en ætli ekki fleirum sé líkt farið og molahöfundi, að velta því fyrir sér hvað varð um allar hinar stjörnurnar frá sjötta áratugnum. Hvað skyldi Dave Clark í Dave Clark five vera að gera þessa stundina? Allir sem komnir eru á fertugsaldurinn muna eftir iaginu Glad all over með þeim. Ykkur að segja þá situr nú Dave karlinn umkringdur vídeótækjum og að sögn er hann enn í besta skapi, því myndbanda- fyrirtækið sem hann rekur blómstrar. En muniði eftir Spencer Davis group. Það er vissulega kominn einn og hálfur áratugur síðan hver smellurinn á fætur öðrum kom frá þeim, Keep on running og Somebody help me, verða að telj- ast til sígildra poppverka. Söngv- arinn og organistinn Steve Win- wood gerir það enn gott við tón- listarsköpun sína, auk þess sem hann hefur sett út fyrir fjölda listamanna og nægir að nefna Marianne Faitful, en sjálfur höf- uðpaurinn Spencer Davis hefur búið í Los Angeles sl. 14 ár og rek- ur umboðsskrifstofu fyrir tónlist- armenn þar. Peter Asher, sem var annar meðlimurinn í söngdúettin- um Peter og Gordon, flutti líka til Ameríku. Þar pródúserar hann hljómplötur og þykir vel liðtækur við það, m.a. er honum þakkaður árangur Lindu Ronstadt. Enn ein stjarna sjöunda áratug- a, ,, Peter Noone úr Herman Hermits, þið munið eftir Missis Brown you got a lovely daughter og No milk to day og fl. lögum með þeim, flutti líka til USA. Fyr- ir nokkru sneri hann aftur til Eng- Iands og tók þátt í uppfærslu á söngleiknum Sjóræningjarnir frá Penzance í London. Frammistaða hans var að sögn þeirra sem sáu hann, ekkert til að hrópa húrra yfir, svo hann hefur horfið aftur til Nýja-heimsins og er að vona að honum vegni betur þar. Klaus Voorman, sem var bassaleikari I hljómsveit Manfred Manns og lék með John Lennon í Plastic Ono band, er nú framkvæmdastjóri fyrir hljómplötufyrirtækið Poly- gram í Hamborg. Mannfred Mann sjálfur er enn á fullu í tón- listinni og hefur sér til fulltingis Jarðarband, en Paul Jones söngv- ari hans frá sjöunda áratugnum er með eigið Biúsband og hefur auk þess getið sér gott orð á söng- Ieikjasviðum í London, núna síð- ast í ameríska söngleiknum Pump boys and Dinettes. Rollan á 2050 Ríkisskattstjóri hefur sent frá sér auglýsingu um skattmat tekju- árið 1984, þar sem meðal annars kemur fram að búfé til eignar i árslok síðasta árs er t. d. sem hér segir: Mjólkurkýr er metin á 18.765 kr., en holdakýr á 7.175 kr. Ær og sauðir eru metnir á 2.050 kr., en hestar á 5—13. vetri á 13.850 kr. Geltir eru metnir á 9.800 kr., en gyltur á 6.380 kr. Kynjamisréttið er greinilegt hjá sumum dýrum: Hestar eru dýrari en hryssur, geltir dýrari en gyltur, karldýrsminkar dýrari en kven- dýrsminkar. Öfugt við þetta eru naut yfirleitt metin minna en kýr/kvígur . . . • Víðar reykingabann Þeir Árni Johnsen og félagar í tóbaksvarnarnefnd eiga sér kollega í Moskvu. Framkvæmda- nefnd Moskvuborgar hefur sem sé afráðið að banna allar reyking- ar á Rauða torginu og við grafreit hins ókunna hermanns þar í borg. Moskvubúar eru að sögn Moscow news himinlifandi yfir þessu, en fyrir hefur verið bannað að reykja í kvikmyndahúsum, listasöfnum, lestum og öðrum opinberum stöðum. Við hér á Fróni erum sem sé að taka upp siði Moskvubúa Orka 2000 í jarðhitaspá Orkuspárnefndar fram til ársins 2000 (nýttur varmi) kemur fram að í gígawattsstund- um talið er reiknað með því að orkunotkun geti milli þre- og fjór- faldast frá 1980 til 2000. í grunn- spá er reyndar aðeins gert ráð fyr- ir um tvöföldun, en þá er ekki reiknað með mikilli uppbyggingu í nýiðnaði ogfiskirækt.En efhins vegar uppbyggingin veróur eins og menn telja þörf sé á, er sem sagt reiknað með því að árið 2000 geti farið nánast jafnmikill jarðhiti i nýiðnað og mun fara í húshitun.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.