Alþýðublaðið - 12.03.1985, Qupperneq 2
2
Þriðjudagur 12. mars 1985
■RITSTJQRNARGREIN
Almenningur og hið
norræna samstarf
Norðurlandaráðsþingi, þvi 33. í röðinni, lauk í
Reykjavík fyrir slðustu helgi. Þinginu var gerð
góð skil í íslenskum fjölmiðlum og almenning-
ur hér á landi því fengið allítarlegar fréttir af
gangi mála á þinginu. Á hinn bóginn er hætt
við að fólk hafi ekki fengið nægilega glögga
mynd af andanum á þinginu, tilganginum með
öllum fundarhöldunum og þeirri umræðu sem
þar átti sér stað. Fjölmiðlamyndin af Norður-
la'ndaráðsþin'ginu var nefnilega dálltið yfir-
boröskennd, enda þetta þing eins og fyrri þing
dálítið i þeim stílnum. Mörg mál á dagskrá,
mörg hundruð beinir og óbeinir þátttakendur
'og hverja ræðuna rak aðra um ólíkustu mál.
Þetta verður vitaniega til þess aó hratt er farið
yfirsögu, ágreiningsmál ekki krufin til mergjar
heldur sópað undir teppið, en meira talað um
jákvæðu hliðar hins norræna samstarfs.
Það er hugsaniega bæði styrkur og veikleiki
hins norræna samstarfs, að um ákveðin við-
kvæm en mikilvæg mál er farið silkihönskum á
þingum Norðurlandanna. Öryggismál, efna-
hagsmál og fleiri stórpólitísk deilumál koma
öliu jöfnu ekki til afgreiðsiu eða ítarlegrar um-
fjöllunar vegna ótta viö að þau kunni að
sprengja þingin í loft upp, skapa óeiningu og
úlfúð og stofna I hættu tiltölulega áferðar-
mjúku samstarfi þjóðanna. Þessi hefðbundnu
vinnubrögð verða til þess að klofningshættan
og möguieikarádeildum og óeiningu um aðal-
atriði eru hverfandi. Á hinn bóginn verður þetta
einnig til þess að umræður eru oft innihalds-
rýrar; farið I kringum kjarnaatriði eins og köttur
I kringum heitan graut. Ytri áferð verður aðal-
atriði en inniþaldið veigaminna. Alþýðublaðið
er þeirrar skoðunar að hið norræna samstarf
eigi vel að þola það, þótt vindar hvessi og menn
séu ekki endilegaeinhugaum allahluti. Svona
samstarf verður að þola mótlæti og skoðana-
skipti, ef það á aö verða til einhvers. Þess
vegna væri æskilegt að tekið yrði á fleiri grund-
vallarmálum i hinu norræna samstarfi, þótt
þau kunni að vekja deildur. Rætur hins
norræna samstarfs eru vel fastar og þola vel
veðrabrigði.
/Eskilegt er einnig að Norðurlandaráðsþing-
in verði opnari og nærri fólkinu en verið hefur.
Sannleikurinn er sá að íslenskur almenningur
finnur á engan hátt til þess að mörg hundruð
erlendir gestir eru staddir á landinu til um-
ræðna og ákvarðana I samnorrænum málefn-
um. Fólk les aðeins I blöðum og hlýðir á ríkis-
fjölmiðlana að þetta þing hafi farið hér fram.
Það ber að leita leiða til þess að Norðurlanda-
ráðsþingin megi færa út til fólksins I ríkari
mæli en ekki að þingfulltrúum og öðrum er-
lendum gestum sé haldið einöngruðum á
hótelum og á þingstað. Efna mætti til lítilia
funda vlða um land með hinum norrænu gest-
um og gefa þannig almenningi kost á því að
komast í návígi við vini okkar og frændur. Vel
mætti hugsa sér að einn þingdagur á Norður-
landaráðsþinginu væri eingöngu helgaður
upplýsingamiðlun og samskiptum við íbúa
þeirrar þjóðar þar sem þingið er haidið I það og
það skiptið.
M ikilvægast er að sífelld umræða eigi sér
stað um hið norræna samstarf, möguleika
þess, kosti og galla. Norrænasamstarfið hefur
stundum haft tilhneigingu til að festast I kerf-
um, verða stofnun. Gegn slíkri þróun verður að
standa. Samstarf Norðurlandaþjóðanna á að
vera lifandj og virkt.
- GÁS.
Jón Baldvin 1
Hins vegar skipti ég mér ekkert at
því hvort Anker Jörgensen talaði á
þessunt fundi eða ekki, það væri
ákvörðun Dananna sjálfra. Símtal
Dananna við mig var í því skyni að
forða karlinum frá slysi.
Önnur rangfærslan var sú, að
Anker hefði ekki vitað að ég hefði
breytt stefnu Alþýðuflokksins í
utanríkis- og öryggismálum. Eins
og ég sýndi fram á í greininni, þá er
stefna Alþýðuflokksins óbreytt.
Það átti Anker reyndar að vera ljóst
eftir fundi forystumanna jafnaðar-
flokkanna í Osló í janúar. Stefna
Ankers virðist hins vegar vera breytt
frá 1979.
Þriðja rangfærslan var sú, að
hann hefði lesið það sem ég hef
skrifað um íslensk utanríkis- og
öryggismál og að hann væri því
ósammála. í viðtali við Þjóðviljann
nú um helgina viðurkennir hann
hins vegar að hann hefði ekki einu
sinni lesið hina víðfrægu grein, sem
ég skrifaði til að svara honum.
Engu að síður lætur harin hafa sig
út í viðtal — til að svara grein sem
hann hefur ekki lesið!
Loks klikkti Anker út með þeim
nýmælum, í samskiptum jafnaðar-
manna, að vera með persónulegan
skæting í garð formanns Alþýðu-
flokksins. Það segir allt um Anker
— ekkert um mig. En sá veldur
miklu sem upphafinu veldur.
Hitt málið, sem ég á að hafa til
sakar unnið, var mótmælafundur
okkar gegn ríkisstyrkjum og undir-
boðum Norðmanna á fiskmörkuð-
unum — fundur sem að vísu var
ekki haldinn vegna óveðurs. Að
undirlagi þingflokks Alþýðu-
flokksins var þetta mál tekið upp á
þingi hinn 12. febrúar. Það gerði
fyrir okkar hönd Karl Steinar
Guðnason. Þar kröfðum við ríkis-
stjórnina svara. Krafan var um
beinar viðræður við Norðmenn eða
— ef það dygði ekki — að Norð-
menn yrðu kærðir hjá EFTA og
málið tekið upp á Norðurlanda-
ráðsþingi.
Auglýsing
um nám í sérkennslufræðum við
Kennaraháskóla íslands.
Haustið 1985 gefst kennurum í grunnskólum og sér-
skólum kosturáað hefja nám í sérskennslufræðum við
Kennaraháskóla íslands sem hér segir:
a) Fyrsti áfangi sérkennslunáms til 30 námseininga.
Þettanám erætlað kennurum í grunnskólum og sér-
skólum sem lokið hafa almennu kennaraprófi eða
B.Ed. prófi og hafa a. m. k. tveggja ára starfsreynslu.
b) Annar áfangi sérkennslunáms (sérhæfing) til 30
námseininga, ætlað kennurum sem nú þegar hafa
lokið 30 námseiningum I sérkennslu (fyrsta áfanga).
Að þessu sinni verður boðið upp ásérhæft nám fyrir
þá sem kenna eða hyggjast kenna nemendum sem
eiga af ýmsum ástæðum við alvarlega námsörðug-
leika að stríða.
Námi í hvorum áfanga fyrir sig verður dreift á u. þ. b.
tveggjaáratímabil, áárlegum starfstímaskólaog utan.
Kennarar munu því stunda námið samhliða kennslu i
grunnskólum og sérskólum sem mynda eins konar
starfsvettvang námsins.
Óskaðereftirumsóknum fráeinstaklingum og skólum
sem hefðu áhuga á og aðstæður til að mynda slíkan
náms- og kennsluvettvang fyrir hópa starfandi kennara
er hygðust stunda ofangreint nám.
Varðandi fyrsta áfanga námsins (30 ein.) er hugsanlegt
að boðið verði upp á þennan áfanga sem fullt eins vetr-
ar nám. Þetta er þó háð þeim skilyrðum að nemenda-
fjöldi reynist nægur.
Umsækjendur þurfa að búa yfir staðgóðri kunnáttu I
ensku og norðurlandamálum.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans.
Umsóknarfrestur er til 12. apríl 1985. Rektor.
Hver sá sem hefur kynnt sér svör
ráðherranna við þessum kröfum
hlaut að álykta að þetta mál yrði
tekið upp einarðlega á Norður-
landaráðsþinginu. Halldór Ás-
grímsson hafði enda sagt, að ef
norsku ríkisstyrkirnir héldu áfram
væri borin von að lífskjörin gætu
hér skánað. Og Kjartan Jóhanns-
son spurði hvort það væri til mikils
að vinna þrjú landhelgisstríð við
Breta, ef við yrðum síðan að velli
lagðir i viðskiptastríði við Norð-
menn, þar sem þeir beittu óheiðar-
legum aðferðum.
En svo þögðu ráðherrarnir á
Norðurlandaráðsþinginu! Um það
er aðeins eitt að segja: Ef ég telst
vera dóni fyrir að halda uppi málst-
að íslendinga í þessu máli — þá eru
þeir aumingjar. Það eru þeir sem
skulda þjóðinni afsökunarbeiðni,
þeir íslendingar sem þarna sátu —
ekki bara Poul Pedersen frá
Hallested — og þögðu um stærsta
og brýnasta hagsmunamál íslands
á vettvangi Norðurlandaráðsþ
sagði Jón Baldvin.
Lygi 4
Þótt sífelldur áróður blaða hafi
sjálfsagt mikil áhrif á skoðana-
myndun í landinu er margt þar sem
fer fyrir ofan garð og neðan hjá
almenningi. Blöðin eru meira keypt
en lesin. En það gildir öðru máli um
útvarp og sjóvarp. Það er öllum
ljóst hver áhrif það muni hafa, þeg-
ar inn á svo til hvert heimili verður
innan um alls kyns skemmtiefni,
Iéttri músik, kvikmyndum, auglýs-
ingum, efni sem bæði höfðar til
yngri og eldri, lætt áróðri, rangtúlk-
un mála og lituðum fréttum. Og
auðvitað verður þetta borið fram
undir fölsku flaggi: Frjáls og óháð
fjölmiðlun.
SH.
Kennarar í Iðn-
skólanum
styðja HÍK
Á kennarafundi í Iðnskólanum í
Reykjavík sem haldinn var í dag var
svohljóðandi tillaga samþykkt:
„Fundur kennara við Iðnskólann
í Reykjavík haldinn 08/03 1985
samþykkir að lýsa yfir fyllsta
stuðningi við launakröfur HÍK. og
baráttu þeirra fyrir kröfum sínum!‘
IAUSAR STÖÐUR HJÁ
_____I REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
• Röntgentæknir á lungna og berklavarnardeild
Heilsuverndarstöövar Reykjavíkurborgar. —
Fullt starf.
• Deildarfulltrúi á Heilsuverndarstöð Reykjavík-
ur. Starfið er meöal annars fólgiö í gjaldkera-
störfum launaútreikningum framkvæmd
kjarasamningao. þ. h. Æskileg erstarfsreynsla
á þessu sviði.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Heilsu-
gæslustöðva í síma 22400 alla virka daga frá
kl. 10—11.
• Forstöðumenn viö dagheimilin Völvuborg
Völvufelli 7 dagh./leikskóli löuborg Iðufelli 16
og leikskólann Leikfell Æsufelli 4.
• Fóstrurvið löuborg og Hálsaborg. Upplýsing-
ar veita framkvæmdastjóri og umsjónarfóstr-
ur á skrifstofu dagvistar í síma 27277.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9. 6. hæö á
sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar
fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 18. mars 1985.
FÉLAGSSTARF
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Alþýðuflokksfélag
Reykjavíkur
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur fund laug-
ardaginn 16. mars n.k. kl. 13:15 í Félagsmiðstöð
jafnaðarmanna v/Hverfisgötu.
Gestur fundarins verður Helgi Skúli Kjartansson
og mun hann fjalla um: Alþýðuflokkinn og sam-
vinnuhreyfinguna. á eftir verða fyrirspurnir og
frjálsar umræður.
Stjórnin.
Borgarmálaráð
Alþýðuflokksins
Áður auglýstur fundur er átti að vera í dag kl. 5,
fellur niður af óviðráðanlegum orsökum.
Formaður.