Alþýðublaðið - 12.03.1985, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 12.03.1985, Qupperneq 4
1 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmúlaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefúnsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúlav38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. I alþýóu- I blaðió Áskriftarsíminn pr ÖlflRR Þriöjudagur 12. mars 1985 Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Cl OIOUU ÚR EINU íANNAÐ Hrakfarir stjórnarflokkanna ,Hiklaust“ var svar Kirstin Flyg- enring hjá Hagvangi, þegar blaða- maður Alþýðublaðsins spurði hana í síðustu viku hvort hún teldi skoð- anakannanir fyrirtækisins traustari en skoðanakannanir dagblaðanna. Úrtakið enda stærra en gengur og gerist hjá blöðunum og auk þess valið á réttmætari hátt, þ. e. tölvu- valið úr þjóðskrá, á meðan blöðin láta símaskrána duga. Ef við tökum það sem gefið, að niðurstöður Hagvangs séu áreiðan- legri en niðurstöður blaðanna í þessum skoðanakönnunum, þá blasir sú mynd við stjórnarflokkun- um að tugþúsundir kjósenda hafa flúið þá — gefist upp. í síðustu alþingiskosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 50.251 atkvæði (38,7%), plús 639 atkvæði sérframboðsins á Vestfjörðum, alls 50.890 atkvæði (39,2%). Fram- sóknarflokkurinn hlaut 24.095 at- kvæði (18,5%), plús 659 atkvæði sérframboðsins i Norðurlandi vestra, alls 24.754 atkvæði (19%). Til samans höfðu því stjórnar- flokkarnir fylgi 58,2% hinna tæp- lega 130.000 kjósenda, en stjórnar- andstöðuflokkarnir því fylgi 41,8% þeirra. Staða stjórnarflokkanna var því sterk og hélst áfram sterk þrátt fyrir kjararán og réttindabrot í upphafi stjórnartímabilsins, því verðbólgan lækkaði og það fór vel í menn. Þeg- ar síðan Hagvangur gerði skoðana- könnun ári eftir kosningarnar, í apríl 1984, gátu stjórnarflokkarnir ekki beinlínis kvartað. Sjálfstæðis- flokkurinn var kominn aíla leið upp í 52,1% atkvæða og því fylgi um 68.800 kjósenda — miðað við heildarfjölgun kjósenda frá kosn- ingunum um ca. 2000. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði með öðrum orð- um fjölgað stuðningsmönnum sín- um um tæplega 18 þúsun d, á einu ári, eða um rúmlega þriðjung — 35%. Og hann var kominn með fylgi meirihluta kjósenda. Fram- sóknarflokkurinn hafði heldur ekki ástæðu til að kvarta — mikið. Hann hafði orðið fyrir óverulegu fylgistapi, kominn úr 19% í 17,1%. Fylgið með öðrum orðum úr 24.754 atkvæðum í ca. 22.600 miðað við áðurnefnda fjölgun kjósenda. Fylgishlutfall stjórnarflokkanna til samans var því komið upp í 69,2% — sem þýðir að þeir nutu stuðnings um 91.300 kjósenda af áætluðum 132.000. Þremur mánuðum síðar kom síð- an önnur skoðanakönnun frá Hag- vangi, í júlí 1984. Sjálfstæðisflokk- urinn fór þá í 48,8% fylgi, hafði því tapað 3,3 prósentustigum og því ca. 4300 kjósendum. Enn var fylgið þó 26,6% meira en í kosningunum og ekki ástæða til að örvænta. Fylgi Framsóknarflokksins hafði haldið áfram að síga og fór í 14,7% og kjósendurnir því niður fyrir 20 þús- und. Samtals voru stjórnarflokk- arnir í júlí því með um 63,5% fylgi og það því enn talsvert meira en í kosningunum. Miðað við allt gátu stjórnarflokkarnir vel við unað, að minnsta kosti Sjálfstæðisflokkur- inn. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn hafa niðurstöður könnunar Hagvangs nú um mánaðamótin verið blendn- ar. Annars vegar kemur í ljós að fylgið hafi hrapað frá könnun tæp- lega ári fyrr úr 52,1% í 40,4%. Hins vegar var þessi hlutfallstala þó hærri en almennt í skoðanakönn- unum blaðanna í janúar og febrúar, t. d. könnun Nútímans um sama leyti sem sýndi fylgið vera rúmlega 33%. En eftir stendur, að sé miðað við 40,4% fylgi flokksins hafði stuðningsmönnum flokksins fækk- að úr ca. 68.800 þegar mest var, í apríl 1984, í ca. 53.300 nú, sam- kvæmt Hagvangi (43.800 sam- kvæmt NT). Hin „hiklaust" trausta könnun Hagvangs hf. sýndi því, að flokkurinn hafði glatað fylgi um 15.500 kjósenda á um 10 mánuðum eða 30% af fylgi sínu. Með saman- burði við aðrar kannanir má sjá, að fylgi flokksins hefur nokkuð stöð- ugt verið að minnka síðasta árið. Og könnun Hagvangs var gerð á 2 vikum síðari hluta febrúar. Könnun NT í lok febrúar gefur vísbendingu um að á þessum tíma hafi fylgið farið hratt niður á við. Framsóknarmenn hafa þó tilefni til að svitna ef könnun Hagvangs er jafn traust og aðstandendur hennar vilja meina. Því samkvæmt niður- stöðum hennar er fylgi flokksins komið niður í 9,9% og hefur flokk- urinn aldrei á ævi sinni hafi svo lítið fylgi. Þetta hlutfall samsvarar því að kjósendur flokksins séu nú um 13.100 af 132 þúsund. Fyrir 10 mán- uðum var hlutfallið 17,1% og má því áætla að kjósendafjöldinn sé kominn úr 22.600 í 13.100, þeim hefur því fækkað um 9.500, eða um 42%. Næstum annar hver fylgis- maður er horfinn á braut. Miðað við kosningaúrslitin hefur flokkur- inn glatað stuðningi um 47% sinna kjósenda. Verri dóm er vart hægt að fá fyrir frammistöðuna. Sameiginlegt fylgi stjórnarflokk- anna nú rétt skreið yfir 50% — eftir að hafa verið tæplega 70% aðeins 10 mánuðum fyrr — samkvæmt hinum „hiklaust“ traustu könnun- um hlutafélagsins Hagvangs. Með sama áframhaldi má áætla að næst þegar gengið verður til atkvæða verði fylgi stjórnarflokkanna sam- tals komið niður fyrir 40%, allt nið- ur í 35%. Ef til vill fremur ólíklegt — en þó að óbreyttu síður en svo ótrúlegt. þagnarinnar Lygi í Dagblaðinu sl. föstudag má sem jafnan áður lesa efst á forsíðu þessi orð: Frjálst og óháð dagblað. Sé blaðinu velt við svo baksíða snúi upp gefur að lita þessa fyrir- sögn um þvera síðu: Þeir ríku í rekstri eru verndaðir skattleysingj- ar. Þeir sem skulda eru hins vegar skattpíndir. í greininni kemur síðan fram það sem fyrirsögnin höfðar til og er það útskýrt með dæmum á fleiri en einn veg og um þetta er kennt gildandi skattalögum. Um þetta verður ekki fjallað hér, en eitt atriði í greininni stakk þó í augu. Þar er sagt um þessi skattalög: „Lögin voru sett í tíð „vinstri stjórnar“ Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags“. Nú er spurt: Hver var þessi vinstri stjórn Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags? Flestum sem greinina lesa mun verða ljóst við hvaða ríkisstjórn er átt. En vita blaðamenn hins frjálsa og óháða blaðs ekki hverjir það voru sem stóðu að þeirri stjórn sem bjó okkur þessi, að þeirra áliti, óréttlátu skattalög. Er þeim ekki ljóst að forsæti þeirrar stjórnar skipaði þáverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrar í þeirri stjórn voru meðal annarra Friðjón Þórðarson og Pálmi Jóns- son, sem enn sitja á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gegna þar háum embættum. Og stuðnings- menn þessarar stjórnar og haldreipi voru þeir Albert Guðmundsson og Eggert Haukdal og var þeim í lófa lagið að stöðva hverja aðgerð stjórnarinnar. Þetta var því langt í frá að vera vinstri stjórn. Sjö ráð- herrar af tíu voru úr flokki íhalds- ins, Framsóknar og Sjálfstæðis- flokki. Víst er blaðamönnum allt þetta Ijóst. Hér er aðeins verið að fela staðreyndir, þegja um þátt sjálf- stæðismanna í stjórnaraðgerðum. Þetta er lygi þagnarinnar, lævísasti áróður sem hægt er að beita. Og við þetta má bæta. Hvers vegna hvarfl- ar það ekki að blaðamönnunum, þegar þessum, að þeirra dómi hin- um óréttlátu og öfugsnúnu lögum er lýst, að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar með Albert Guð- mundsson sem yfirmann skatta- mála virðist hafa lagt blessun sína yfir óskapnaðinn. Þótt þetta dæmi sé tekið úr blaðamennsku DV er ekki, svo að skilja að hér sé um neitt einsdæmi að ræða, sem öðrum fremur sé at- hyglisvert, heldur er hér um daglega mistúlkun að ræða. En frjáls og áháð blaðamennska getur þetta vart kallast. Það er sem sagt daglegur við- burður í íslenskum stjórnmálum að ábyrgð á gerðum ríkisstjórnar er velt á herðar eins ráðherra þótt ábyrgðin sé stjórnarinnar í heild. Það á að vera aðall hvers blaða- manns sem vill skýra frá gangi mála og gagnrýna mál að heiðarlega og undanbragðalaust sé sagt hverjir hlut eiga að máli. Lög sem mismuna og eru óréttlát, eins og að er vikið í DV í ofangreindu máli, eru á ábyrgð allra sem þar hafa að unnið frá upp- hafi, en engu síður þeirra, sem hafa látið óréttlætið viðgangast. Þessar vangaveltur um rang- færslu blaðaummæla verða til þess að leiða hugann að því að nú eru til umræðu á Alþingi lög um útvarp og sjónvarp. Þessi lög og nýtt laga- frumvarp eru mjög til umræðu meðal stjórnmálamanna svo og alls almennings. Hvernig þau munu koma frá Alþingi ef afgreidd verða er allt enn á huldu. Sjálfstæðis- menn margir hverjir hafa lagt ofur- kapp á að þessum lögum yrði flýtt sem mest og þar ríki sem mest frelsi í fjölmiðlun samkvæmt þeirra túlk- un. Það frelsi sem mundi leiða til þess að þeir sem mestu fjármagni hafa úr að spila og greiðastan að- gang að auglýsingamarkaðinum gætu skapað sér besta tækifærið til fjölmiðlunar og þar með náð aug- um og eyrum flestra landsmanna. Framh. á bls. 2 MOLAR Óboðinn gestur Það gerðist víst um daginn í fisk- eldisstöð Grundartangamanna, eins og Skagablaðið kallar þá, að óvæntan gest bar að garði hjá Bergmanni Þorleifssyni, aðaleld- ismanni: „Einn var samt sá gestur sem kærði sig kollóttan um skort á rannsóknum á hollustu seiðanna, enda fór illa fyrir honum, því dag- inn áður en Skagablaðið bar að, var Bergmann að slæða greyið uppúr einu kerinu. Óboðni gest- urinn var köttur sem hefur ætlað af fá sér góðan bita en með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum" Friðarhjólreiðartúr I ár eru 40 ár síðan bombunni var varpað á Hirosima og hafa ýmis samtök ákveðið að vera með að- gerðir í tilefni af því og minna fólk á að slíkur harmleikur má aldrei endurtaka sig. Hópur fólks á Norðurlöndunum hefur ákveðið að hjóla frá Stokkhólmi til Hirosima. Verður hópurinn tví- skiptur og hjólar annar í austur- átt, yfir Sovétríkin í áttina til Japan, en hinn hópurinn flýgur vestur til Bandaríkjanna og hjólar yfir þau þver. Hóparnir munu svo mætast í Hirosima. Hóruhús til sölu Til sölu: 109 herbergja hóruhús, fullfrágengið með tveim „hóp- reiðsölum“, sundlaug og tennis- velli. Söluverðið er 25 milljón dollarar eða rúmur 1 milljarður króna. Nei, við á Molum erum ekki byrjaðir með fasteignaaug- lýsingar en hafi hinsvegar einhver áhuga á að kaupa pútnahúsið, þá er það til sölu i Nevada. Húsið kallast „Mustang Ranch“ og er stærsta hóruhúsið í fylkinu. Vændiskonurnar fylgja með í kaupunum, þær munu halda áfram sinni iðju hjá nýja eigand- anum. Nevada er eina fylkið í Bandaríkjunum þar sem vændi er leyft. Fyrirtækið kann að þykja dýrt, en þeir sem hafa það til sölu segja, að það taki ekki langan tíma að borga sig upp. Áætlaðar mánaðartekjur af hóruhúsinu eru reiknaðar í kringum 4 milljónir ís- lenskra króna. Veiðileyfi hækka Nú eru menn í óða önn að undir- búa sumarleyfi sín. Sumir eru ef- laust að íhuga að skreppa yfir Atlantsála og njóta sólarinnar á suðrænum ströndum. Aðrir halda tryggð við blessað landið sitt og eru að hugsa um að leita sér að andlegri upplyftingu í íslenskri náttúru, vongóðir um að vel muni viðra í sumar eftir þá einmuna veðurblíðu sem verið hefur í vet- ur. Margir eru þeir þó sem sjá sér ekki fært að slappa af í sumarleyf- inu því pyngjan leyfir það ekki. Þeim er bent á Hringinn hans Friðriks Þórs. Þar geta þeir notið landsins fyrir lítinn pening og án þess að þurfa að setja sig á haus- inn. Sumir eru svo óheppnir að vera haldnir rándýrum kvillum einsog t. d. veiðiáhuga. Þeir sem einusinni hafa ánetjast slíkum dellum losna aldrei úr ánauðinni, það vitum við á Molum manna best. Nú hafa okkur borist til eyrna hryllilegar fréttir, því búast má við miklum hækkunum á veiðileyfum. Það má búast við að þau hækki frá 30—50%.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.