Alþýðublaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 2
2
Þriðjudagur 19. mars 1985
RITSTJÓRNARGREIN
Stjórnarsamstarf
Fyrir skömmu birtist í fjölmiðlum harðorð
ályktun Framsóknarfélags Reykjavíkur, þar
sem ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins var skömmuð rækiiega.
Skömmu áður höfðu ungliðarnir f Sambandi
ungra framsóknarmanna opinberað megna
óánægju sina með stjórnarsamstarfið. Reiðin
og óánægjan innan Framsóknarflokksins, sér-
staklega í Reykjavík, kristallaðist síðan á ótví-
ræðan hátt á fundi Framsóknarfélags Reykja-
víkur nú um helgina.
Á fundinum stóó upp hver framsóknarmað-
urinn á fætur öðrum til að tjá þessa miklu
óánægju. Aðgerðir rikisstjórnarinnar voru
gagnrýndar harkalega, sérstaklega í vaxtamál-
um og launamálum. Þingmaður Framsóknar-
flokksins úr Reykjavík, Haraldur Ólafsson,
hafði uppi verulegar efasemdir um stjórnar-
samstarfið og sagði auk pess slíkar efasemdir
vera útbreiddar meðal flokksmanna. Taldi hann
að samstarfsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur-
inn, biði nú eftir tækifæri til að rjúfa stjórnar-
samstarfið. Meðal annarra þeirra fjölmörgu er
lýstu andúð sinni á stjórnarsamstarfinu var
Eysteinn Jónsson, sem um áratuga skeið var
forystumaður í Framsóknarflokknum. Gagn-
rýndi hann forsætisráðherra fyrir að hafa gefið
vextinafrjálsaog sagði að vaxtahækkunin I lok
júlí hefði „rotað traust þúsunda1' á ríkisstjórn-
inni.
m
I málgagni Framsóknarflokksins, NT, er frá
því sagt að auk óánægjunnar með stjórnar-
samstarfið hafi komið fram miklar áhyggjur út
af framtíð Framsóknarflokksins. Þessar
áhyggjureru mjög skiljanlegar, því samkvæmt
skoðanakönnunum að undanförnu hefurfylgi
flokksins ekki verið minna frá upphafi. í sið-
ustu kosningum hlaut flokkurinn alls 24.754
atkvæði eða 19% atkvæða. ( skoðanakönnun
Hagvangs nýverið kom fram visbending um að
fylgi flokksins væri nú innan við 10%,eðasem
svarar um 13 þúsund atkvæðum. Bendir þetta
til þess að stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðis-
flokkinn hafi kostað Framsóknarflokkinn ná-
lægt 12 þúsund atkvæðum og að flokkurinn
standi nú frammi fyrirhrikalegustu útreið sinni
frá upphafi, ef gengið yrði nú til kosninga. Og
von er að framsóknarmenn í Reykjavík séu allra
framsóknarmanna óánægðastir, því sam-
kvæmt könnunum er flokkurinn hreinlega að
hverfa í borginni. Einn fundarmanna hjá Fram-
sóknarfélagi Reykjavíkur sagði í þessu sam-
bandi, að eftir vinnudeilurnar í haust hafi fylgi
flokksins hlaupið í felurog hafi verið þarsíðan.
En sjálfstæðismenn eru líka óánægðir. Leita
nú leiða til að komast út úr stjórninni. Innan
Sjálfstæðisflokksins hafa verið uppi taisverðir
samskiptaerfiðleikar milli einstakra manna,
þar sem formaðurinn hefur orðið að draga sig
til baka úr fremstu vígllnu eftir misheppnaða
tilraun til að komast í ráðherrastól. Það vildi
enginn standa upp fyrir honum í þessari bar-
í molum
áttu, sem sjálfstæðismenn telja að hafi skað-
að flokkinn mjög. Út af þessum málum hefur
landsfundi Sjálfstæðisflokksins verið flýtt og
búast má við heitum landsfundi í vor. Þar ætlar
formaðurinn að leggja allt í sölurnar. Nema þá
að flokknum hafi tekist áður að finna heppilegt
tilefni til stjórnarslita.
Óánægðastir allra eru þó hinir aimennu
kjósendur. Yfir 58% kjósenda Ijáðu stjórnar-
flokkunum fylgi sitt (síðustu alþingiskonsing-
um. Þegar verðbólgan fór hratt niður á við á
fyrstu mánuðum ríkisstjórnarsamstarfsins
varð stjórnin vinsæl mjög og bentu skoðana-
kannanir til þess að stjórnarflokkarnir hafi fyrir
ári síðan notið stuðnings 70% kjósenda. Síðan
hafa aðgerðir stjórnarinnar í sumum málum og
aðgerðaleysi í öðrum oröið til þess að stuðn-
ingurinn hefur hrapað svo mjög, að um þessar
mundir benda kannanir til þess að stjórnar-
flokkarnir njóti nú ekki stuðnings meirihluta
kjósenda. Stjórnarflokkarnir hafa samkvæmt
þessu kastað frá sér 25—-26 þúsund atkvæð-
um á aðeins einu ári.
Þessi þróun á sjálfsagt eftir að halda áfram,
því ekkert bendirtil þess að stjómin muni vitk-
ast og breyta um stefnu. Hins vegar hafa kjós-
endur svo þúsundum skiptir fylkt sér í raðir
stuðningsmanna Alþýðuflokksins. Um allt
land hafa kjósendur hlýtt á stefnu og tillögur
Alþýðuflokksins. Og líkað vel.
FÞG.
Yfirbyggð torg
og göngugötur
A vegum Arkitektafélags Islands
eru væntanlegir hingað til lands nú
i mars tveir Kandamenn, þau
prófessor Norman Pressman og frú
Xenia Zepic, bæði frá samtökum er
Um þessar mundir standa yfir
umfangsmiklar rannsóknir á helstu
botnfiskategundum hér við land.
Rannsóknirnar fara fram á 5 togur-
um sem Hafnrannsóknastofnun
hefur leigt í þessu skyni. Togað
verður á 600 stöðum umhverfis
landið frá grunnslóð og út á 500 m
dýpi.
Undirbúningsvinna hófst í októ-
ber sl. Þá var skipuð sérstök verk-
efnisstjórn á Hafrannsóknastofn-
un undir forystu Ólafs K. Pálssonar
fiskifræðings. Auk verkefnisstjórn-
arinnar hafa margir skipstjórar úr
öllum landshlutum unnið að undir-
búningi rannsóknanna. Hann hef-
ur m. a. falist í því að velja þá 600
staði sem togað verður á. Skipstjór-
arnir völdu helming þeirra en fiski-
fræðingar hinn helminginn. Mikil
og góð samvinna tókst milli sjó-
manna og hafrannsóknamanna um
allan undirbúning leiðangranna.
Togari
Arnar HU 1
Drangey SK 1
Hoffell SU 80
Páll Pálsson IS 102
Vestmannaey VE 54
Rannsóknasvæðinu er þannig
skipt að Páll Pálsson verður á svæð-
inu frá Snæfellsnesi norður að
Strandagrunni. Arnar rannsakar
Norðurlandsmið austur á móts við
Melrakkasléttu, Drangey verður út
nefna sig „The Liveable Winter
City Association“ eða LWCA.
Auk fundar með arkitektum
munu þau halda opinberan fyrir-
lestur í boði endurmenntunar-
Um borð í hverjum togara eru 5
starfsmenn Hafnrannsóknastofn-
unar sem annast gagnasöfnun. All-
ar upplýsingar eru jafnharðan sett-
ar inn á tölvu til að flýta fyrir úr-
vinnslu þegar leiðöngrum Iýkur.
Tilgangurinn með þessu átaki er
meðal annars að fá meiri vitneskju
um þorskstofninn og aðrar botn-
fiskategundir en nú er fyrir hendi.
Gefa slík vinnubrögð sjómönnum
og útvegsmönnum kost á að fylgj-
ast með og taka beinan þátt í rann-
sóknastarfseminni.
Ef vel tekst til verða þessar rann-
sóknir endurteknar árlega með
stöðluðum veiðarfærum. Er þá
vonast til þess að breytingar í afla
þessara fimm togara endurspegli
breytingar á stærð fiskstofnanna.
Gildi rannsóknanna eykst, því oftar
sem þær eru gerðar.
Allir fimm togararnir eru eins,
smíðaðir í Japan fyrir rúmum ára-
tug. Þeir eru:
Leiðangursstjóri
Viðar Helgason
Sigfús A. Schopka
Guðni Þorsteinsson
Ólafur K. Pálsson
Einar Jónsson
af norðausturverðu landinu, Hof-
fell rannsakar miðin út af sunnan-
verðum Austfjörðum og suðaustur-
landi en Vestmannaey út af suðvest-
urlandi.
nefndar Háskóla íslands og nokk-
urra sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu um aðferðir til að gera
miðborgir á norðurslóðum aðlað-
andi allan ársins hring. Fjallað
verður annars' vegar um fræðilega
um hegðun manna í svölu loftslagi
og hins vegar sýnd dæmi frá ýmsum
löndum um aðferðir til að laga
byggt umhverfi eftir óblíðu veður-
fari.
Norman Pressman er prófessor
við Háskólann í Waterloo. Hann er
einn af stofnendum fyrrgreindra
samtaka og starfar mikið með
þeim. M. a. átti hann árið 1984
frumkvæði að samkeppni meðal
kanadískra námsmanna undir heit-
inu „Liveable Winter Cities". Hann
hefur haldið fyrirlestra víða um
heim meðal annars á Norðurlönd-
um. Auk þess hefur hann skrifað og
gefið út fjölda rita um sérsvið sitt.
Xenia Zepic starfar við áætlana-
og hönnunardeild borgarskipulags
Toronto. Hún var einnig einn stofn-
enda LWCA og er í undirbúnings-
nefnd ráðstefnu um yfirbyggða
miðborgarhluta (Winter Cities
Forum) sem verður haldin í Edmon-
ton í Kanada 1986. Hún var ásamt
Norman Pressman þátttakandi í
Ahugamenn um úrbætur í hús-
næðismálum hafa sent frá sér eftir-
farandi fréttatilkynningu:
Fulltrúar hreyfingarinnar hafa
þegar hafið viðræður við fulltrúa
þingflokkanna þar sem gerð hefur
verið grein fyrir þeim vanda sem
húsnæðiskaupendur og byggjendur
standa frammi fyrir jafnframt þvi
sem lagðar hafa verið frarn hug-
myndirum leiðir til úrbóta. Fulltrú-
um þingflokkanna og fjölmiðlum
hafa verið afhentir ítarlegir útreikn-
ingar þar sem sýnt er fram á um-
fang vandans.
Forsætisráðherra hefur lýst vilja
til að taka upp viðræður við full-
trúa Áhugamanna um úrbætur í
húsnæðismálum. Við fögnum yfir-
lýsingum hans á fundi framsóknar--
fyrirlestra- og kynnisferð um Norð-
ur-Evrópu vorið 1984. Sá hópur
kynnti sér m. a. nýjar framkvæmdir
á þessu sviði og heimsótti t. d. borg-
ina Eslöv í Svíþjóð, sem telja má
einstaka vegna umfangsmikilla
gleryfirbygginga.
Stjórn Félags tækniskólakennara
lýsir fullum og óskoruðum stuðn-
ingi við baráttu Hins islenska kenn-
arafélags fyrir mannsæmandi kjör-
um. Stjórnin lýsir furðu sinni á
tregðu stjórnvalda við að semja við
framhaldsskólakennara um sjálf-
sagða Ieiðréttingu á launakjörum,
sem eru til háborinnar skammar.
Það er ekki nóg að tala fjálglega um
mikilvægi menntunar og fram-
fylgja um leið launastefnu, sem er á
góðri leið með að leggja skólakerfi
landsins í rúst.
Sú barátta, sem nú er háð, snýst
manna í Reykjavík sl. sunnudag,
þar sem fram kom skilningur á
þörfinni fyrir að leiðrétta greiðslur
af húsnæðislánum aftur í timann
og létta á greiðslubyrði af þeim til
frambúðar.
Nauðsynlegt er að hraðað verði
sem kostur er lausn á þeim vanda
sem hér um ræðir, og er lögð
áhersla á að á meðan sé ekki beitt
hörkulegum innheimtuaðgerðum
gegn fólki í greiðsluvanda vegna
íbúðarkaupa.
Greinilegt er að almennur skiln-
ingur ríkir á því ástandi sem hér
hefur skapast. Við fögnunt því hve
margir hafa nú lýst sig reiðubúna að
leggja þessu máli lið enda verður
vandinn einungis leystur með víð-
tækri samstöðu.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
Norræna húsinu þriðjudagirin 19.
mars nk. kl. 16.00.
Hann er öllum opinn og aðgang-
ur ókeypis. Sérstaklega eru þeir sem
láta sig skipulags- og byggingamál
varða, hvattir til að koma.
um það, hvort halda eigi uppi raun-
verulegu skólastarfi í landinu, eða
láta láglaunastefnu þá, sem stjórn-
völd hafa fylgt um allmörg undan-
farin ár eyðileggja það, sem þegar er
unnið.
Barátta HÍK er barátta fyrir
bættum kjörum allra háskóla-
manna í þjónustu ríkisins.
Stjórn Félags tækniskólakennara
skorar á stjórnvöld að ganga nú
þegar til samninga um kjör fram-
haldsskólakennara og tryggja veru-
legar kjarabætur strax.
Ennfremur skorar stjórnin á fé-
Iagsmenn sína að fjölmenna á úti-
fund HÍK þriðjudaginn 19. mars og
sýna þannig samstöðu um þetta
réttlætismál.
EFTIRX/AGN
Með hjólhýsi tjaldvagn
eða kerru í eftirdragi
þurfa ökumenn að sýna
sérstaka aðgát og
prúðmennsku. Hugs-
andi menn tengja aft-
urljósabúnað bílsins i
vagninn, hafa góða
spegla á báðum hlið-
um, og glitmerki áeftir-
vagninum.
yUMFERÐAR
RÁÐ
Rannsóknir
á botnfiski
Skipstjóri
Birgir Þórbjarnarson
Kristján Ragnarsson
Högni Skaftason
Guðjón A. Kristjánsson
Eyjólfur Pétursson
Áhugamenn um úrbœtur í húsnœðismálum:
Ræða við fulltrúa
þingflokkanna
Tækniskólakenn-
r
arar styðja HIK