Alþýðublaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. mars 1985 3 Búseti 1 séu byggðar upp á félagslegum forsendum, heldur verður einstakl- ingsframtakið að fá að njóta sín, ekki bara óheft, heldur líka eitt og sér“ Þegar við spurðum Reyni að því, hvað væri á döfinni hjá Búseta um þessar mundir, sagði hann, að þeir væru í biðstöðu. Þeir væru að bíða eftir því að eitthvað gerðist. Sagðist hann vonast eftir því að Davíð gæfi svar í dag í borgarráði um það hvort Búseta yrðu úhlutaðar lóðir í Grafarvogi eður ei. Reynir sagði að minnihlutaflokkarnir hefðu Iagt fram fyrirspurn þess eðlis og væri búist við svari í dag. Forsaga þess er að í fyrrasumar fóru forsvarsmenn Búseta á fund borgarstjóra og inntu hann að því hvort þeir fengju lóð hjá borginni ef þeir myndu sækja um. Borgarstjóri var brattur og kvað já við. Síðan þegar ljóst var að Búseti fengi út- hlutað úr Byggingasjóðunum sóttu þeir um lóðir undir 56 íbúðir í fjöl- býli og raðhúsum. Það gerðist i byrjun janúar. Davíð hafði lofað svari i byrjun febrúar en enn hefur ekki heyrst frá honum. Er vonast til að hann segi af eða á á morgun. Strax og Búseta verður úthlutað lóðum verður farið af stað með hönnun á íbúðunum. Sagði Reynir að ýmsir aðilar hefðu sýnt þessu áhuga, bæði verktakar og arkitekt- ar. Það er ekki eingöngu peningur- inn sem þessir aðilar virðast hafa áhuga á heldur, virðist mikill áhugi á að fá að glíma við svona byggð. Að lokum sagði Reynir Ingi- bjartsson að bráðlega yrði farið af stað með Búsparnað jafnt fyrir unga sem aldna. Er félagsmönnum boðið upp á að leggja fyrir peninga inn á reikning og ráða sjálfir hversu mikið lagt er fyrir. Þessi upphæð mun síðan koma þeim til góða þeg- ar þeim verður úthlutuð íbúð. / Neytendasam tökin: Abyrgðartíminn er 1 ár Að gefnu tilefni vilja Neytenda- samtökin vekja athygli á því að ábyrgðartími vegna galla á vöru og þjónustu er samkvæmt lögum eitt ár, hið minnsta. Samtökunum hafa borist afrit af kaupsamningunt og kvittunum þar sem kveðið er á um allt niður í þriggja mánaða ábyrgð- artíma. Slíkir skilmálar standast að sjálfsögðu ekki fyrir lögum og það er seljendum til hnjóðs að blekkja neytendur með slíkum yfirlýsing- um. Neytendasamtökin hvetja neyt- endur til þess að mótmæla við selj- endur, verði þeir varir við slíka skil- mála á kaupsamningum eða sölu- nótum. Ef seljendur standa fast á slikum skilmálum eiga kaupendur að sjálfsögðu að hætta við kaupin. Neytendasam tökin: Endurskinsmerkin á réttan stað Komið hefur í ljós, að slys á gangandi vegfarendum eru hlut- fallslega langtum fleiri á íslandi en hinum norðurlöndunum. Það því nauðsynlegt að leita ieiða til þess að fækka slíkunr slysum hér á landi. Á hinunt norðurlöndunum er lögð mikil áhersla á að útvega fólki endurskinsmerki, og fá það til þess að nota þau. Mjög áríðandi er að merkin séu rétt notuð, t. d. hangandi í 30 senti- metra spottum úr vösunr beggja megin. Ekki fest hátt á bakinu. Ekki síður nauðsynlegt að merk- in séu gædd góðum endurskinseig- inleikum. Sáralítið hefur verið gert til þess að prófa nægilega þau merki sem eru til sölu hérlendis. Neytendasamtökin hafa því sent sýnishorn af endurskinsmerkjum til prófunar hjá Statens Provn- ingsanstalt í Svíþjóð. Niðurstöðurnar verða kynntar almenningi þegar þær liggja fyrir. Leiðrétting frá Verðlagsstofnun í verðkönnun á bifreiðavarahlut- um sem birt var nýverið, var sagt að strokklokspakkning (headpakkn- ing) í Subaru bifreið fáist í tveimur verslunum, hjá viðkomandi bif- reiðaumboði á 462 kr. og hjá NP varahlutum á 65 kr. í Ijós hefur komið að starfsmaður NP vara- hluta gaf upp verð á ventlaloks- pakkningu í stað strokklokspakkn- ingar. Jafnframt var sagt að vinstra frambretti í Lada 2105 (1300) hefði kostað hjá untboði 2822 kr. en 1654 kr. hjá Bílnum hf. Upplýsingar starfsmanns hjá Bílnunt hf. reynd- ust hins vegar ekki réttar, þar sem frambrettið passar ekki á þessa gerð Lada bifreiðar, heldur á ódýrari gerð (Lada 1200). Verðlagsstofnun biðst velvirðing- ar á fyrrgreindum sökum sem voru ófyrirsjáanleg mistök þess að við- komandi fyrirtæki veittu rangar upplýsingar. Full ábyrgð stjórnvalda Launamálaráð BHMR skorar á stjórnvöld að ganga nú þegar til samninga við Hið íslenska kennara- félag.Að vísa launadeilum til Kjara- dóms nú, án raunhæfra viðræðna, er engin lausn á því ófremdar- ástandi, sem ríkir í skólunum.Allar efnislegar forsendur fyrir samn- ingsgerð liggja þegar fyrir, eins og fram kom á fundi fulltrúa launa- málaráðs með forsætisráðherra 14. þessa mánaða. Launamálaráð lýsir á hendur stjórnvöldum fullri ábyrgð á því tjóni, sem yfirstandandi kjaradeila kann að valda, þar sem hún er fyrst og fremst til komin vegna óbil- gjarnrar afstöðu fjármálaráðuneyt- isins. Banka 1 stærstu innlánsstofnana (kaup um- fram sölu á varanlegum rekstrar- fjármunum), sem hlutfall af bók- færðu eigin fé í lok síðasta árs kem- ur í ljós að fjármunamyndunin minnkaði í flestum tilfellum frá ár- inu áður. Hjá viðskiptabönkunum að meðaltali úr 16,7% 1983 í 12,4% í lok síðasta árs. Tilkynning Þeir sem telja sig eiga bíla á geymslu- svæöi „Vöku“ á Ártúnshöföa þurfa aö gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 1. apríl n.k. Hlutaðeigendur hafi samband viö af- greiöslumann „Vöku“ aö Stórhöföa 3 og greiði áfallinn kostnaö. Aö áöurnefndum fresti liðnum veröur svæöið hreinsaö og bílgarmar fluttir á sorphauga á kostnað og ábyrgö eigenda, án frekari viövörunar. Reykjavík, 14. mars 1985 Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild. Útboð Tilboð óskast í eftirfarandi fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur: 1. Ductile iron pipes. Tilboðin verða opnuð 18. apríl n.k. kl. 14. 2. Ductile iron fittings. Tilboðin verða opnuð 18. apríl n.k. kl. 14. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Utboð Tilboð óskast í að byggja sundlaug 2. áfanga við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í Reykjavík fyrir Byggingardeild Borgarverkfræðings. Byggingin er útisundlaug og eru helstu magntölur sam- kvæmt eftirfarandi: Steypa 88 m3 Járn 8100 kg. Mót 383 m2 Gröftur 620 m3 Fylling 555 m3 Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 5000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verðaopnuð ásamastað þriðjudaginn 2. apríl n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Útboð Tilboð óskast í jarðvegsskipti og fyllingar í lóð og stíga, jöfnun á jarðvegsyfirborði, malbikun, hellu- lögn og grasþakningu, gerð gróðurbeða og úti- plöntun í þau, smíði og uppsetningu á girðingum og leiktækjum, lagningu kantao.fl. viðdagheimil- ið og leikskólann Grandaborg við Boðagranda, fyrir Byggingadeild Borgarverkfræðings. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 5000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 3. apríl n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 18. april 1985, kl. 14:00. DAGSKRA 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14.gr. samþykkta félagsins. 2. Onnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 12. apríl. Reykjavík, 16. mars 1985 STJÓRNIN EIMSKIP *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.