Tíminn - 21.06.1967, Blaðsíða 1
136. tbl. — Miðyikudagur 21. júní 1967.‘— 51. árg.
Miklir fjárhagsörðugleikar hjá Síldarverksmiðjum ríkisins:
Geta ekki greitt bát-
unum fyrir landaða síld
E.I-Reykjavík, þriðjudag.
Vegna mjög takmarka'ðra
lána Seðlabankans eiga sfldar-
verksmiðjurnar nv í miklum
greiðsluerfiðleikum. Og það
svo, að Svldarverksmiðjui Rík-
isins geta nú ekki, í fyrsta
skipti, greitt útgerðarmönnum
fyrir sfldina. Eru margir bát-
ar þegar búnir að leggja upp
talsvert af síld, cn hafa ekki
fengið eyri greiddan fyrir
hana. Hefur þetta skapað mjög
alvarlegt ástand fyrir síldveiði
flotann, og getur leitt til stöðv
unar, ef ekki fæst Iausn á fjár-
skorti verksmiðjanna. Eru for-
ystumenn SR farnir utan.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem blaðinu hafa borizt
frá öruggum hcimildum, haía
síldarverksmiðjurnar undanfar
ið staðið í mikilli glímu við
Seðlabankann í því skyni, að
reyna að fá aukið lánsfé. Kom
framkvæmdastjóri SR, Sigurð-
ur Jónsson, hingað suð-
ur til viðræðna um málið, en
ekki haggaðist afstaða Seðla-
bankans, að því er blaðið vissi
bezt. Nú fyrir helgina hélt
hann erlendis ásamt nokkrum
öðrum forystumönnum SR.
Ástandið mun nú þannig, að
síldarverksmiðjurnar hafa ekki
fengið loforð fyrir nema svo
taikmörkuðu lánsfé út á fram-
leiðsluna, að það nægir ekki
einu sinni fyrir hráefnisöflun-
Framhald á bls. 15.
Brandt
kemur á
föstudag
FB-Reykjavík, þriðjudag.
Síðdegis á föstudag kemur
Willy Brandt utanríkisráðherra
Vestur Þýzkalands í opinbera
heimsókn til íslands. Flugvél ráð-
herrans á að lenda á Keflavíkur-
flugveUi kl. 17.10, en hingað
kemur Brandt frá Stokkhólmi. Á
föstudagskvöldið hefur EmU Jóns-
son utanrfldsráðherra boð inni
fyrir fyrir þýzka utanríkisráðherr-
ann, en á laugardaginn mun
Brandt ræða við ýmsa stjóm-
málamenn. Hádegisverð snæðir
hann á Bessastöðum í boði Ás-
Framhald á bls. 15.
KJ-Reykjavík, þriðjaiilag.
Laugardaginn 1. júlí n. k. koma bandarísku geimfararnir 23
hingað til lands, en þeir munu fara í Öskju og síðar suður Sprengi-
saudsleið til Veiðivatna, og er þetta í annað sinn sem bandarískir
geimfarar koma liingað til lands til jarðfræðiathugana.
Upphaflega var ráð fyrir gert að geimfararnir sem hingað kæmu
yrðu 24 talsins, en einn þeirra fórst í bílslysi fyrir nokkru síðan.
Geimfararnir koma með Loftleiðaflugvé] að morgni 1. júlí, og
halda beint þaðan í flugvélum til Akureyrar eða beimt á flugvöll-
inn í Herðubreiðarlindum, ef mögulegt neynist að lenda þar.
Á Akureyri eða í Herðubreiðarlindum
tekur Guðmuindur Jónasson fjallabílstjóri
við og ekur þeim á bifreiðum sínum um
óbyggðir. Verður fyrst farið í Öskju, en síð-
am til baka og- niður í Mývatnssveit og
Bárðardal, suður Sprengisand og í Veiði-
vötn, en í Öskju og Veiðivötnum munu
geimfararnir aðiallega skoða sig um og
kynna sér jarðfræði staðanna. fslenzku
jarðfræðingarnir Guð- (Framhald á bls 14).
F. v. Schmitt, Duke, Kerwin, Garriott, MeCandless, Pogue, Mitchell.
U Thant gagnrýnir Ebans í Allsherjarþinginu:
(srael neitaði að
taka við gæzluliði
NTB-New York, þriðjudag.
U Thant, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, varði
dag á Allsherjarþinginu þá
ákvörðun sína, að kalla heim
gæzlulið S.þ. fyrir botni Mið-
jarðarhafs, og upplýsti, að
fsrael neitaði að verða við
áskorun um ,að gæzluliðið feng
ist staðsett ísraelsmegin ianda-
mæranna.
Hann gagnrýndi harðlega full
yrðingar, sem Abba Eban, utan
ríkisráðherra ísrael, lagði fram
í ræðu sinni á Allsherjarþing-
inu í gær. og lagði áherzlu á,
að þetta væri í fyrsta sinn síðan
hann varð framkvæmdastjóri,
sem hann sæi sig tilneyddan að
gera athugasemdir við fullyrð-
ingar fulltrúa aðildarríkis. U
Thant sagðist ekkert hafa á
móti gagnrýni, ef hún væri
byggð á staðreyndum.
— Ástæða þess, að ég tek
til máls nú, er, að þau orð,
sem Eban lét falla á mánudag-
inn geta orðið til stórskaða
fyrir Sameinuðu þjóðirnar og
íriðargæzlu samtakanna. Hann
kvaðst hafa skýrt Eban frá
ástæðum þess, að gæzluliðið var
Kallað heim, á fundi nýlega, og
hefði Eban ekki látið í ljósi það
álit sem hann útmálaði í ræðu
sinni í gæi. en sú afstaða utan-
rÍKisráðherrans, sem þá kom
fram. hefði komið sér mjög
á óvart. Framhald á bls. 15,
Willy Brandt
Geimfararnir koma 1. júlí
Engle, Irwin, Carr, Lousma, Brand, Evans, Mattingly, Weltz, Worden, Bull.
Gerizt áskrifendur að
Timanum.
Hringið í sima 12323
Auglýsing i Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.