Tíminn - 21.06.1967, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 21. júní 1967
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
B’ramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Askriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Friðurinn og stórveldin
Einhverjum kann aS þykja það hljóma eins og öfug-
mæli, að styrjöldin milli ísraelsmanna og Araba hafi
sýnt, að heimsfriðurinn standi traustari fótum en áður.
Þetta er þó niðurstaða margra hinna fróðustu manna,
sem hafa rætt og ritað um þessi mál seinustu dagana.
Þessi ályktun er byggð á þeirri staðreynd, að átökin
milli ísraelsmanna og Araba leiddu í ljós, að jafnt Banda-
ríkin og Sovétríkin leituðust strax við að haga þannig
málum, að styrjöldin færðist ekki út, heldur yrði stöðvuð.
Vopnahlé komst á vegna þessa sameiginlega vilja tveggja
raestu stórvelda heimsins.
Við því mátti búast, að 1 íramhaldi af vopnahléinu
byrjaði áróðursstríð milli þessara stórvelda,. þar sem
hvort um sig styddi þann aðilann, er þau stóðu með
í styrjöldinni. Þetta áróðursstríð fer nú fram á auka-
þingi Sameinuðu þjóðanna. En þótt þar séu nú fluttar
snarpar áróðursræður, er tónninn í þeim allt annar en
á dögum kalda stríðsins fyrir 10—20 árum. Þetta ber
því ótvírætt vitni, að sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna er komin í friðvænlegra horf en þá var
Á sama tíma og þetta áróðursstríð er háð á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna, halda áfram að tjaldabaki
samningar milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um
ýmis mikilvæg framtíðarmál, m.a. um sáttmála til að
koma í veg fyrir, að fleiri þjóðir hefji framleiðslu kjarn-
orkuvopna.
Slík er nú aðstaða Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
í dag, að sameiginlega geta þau komið í veg fyrir, að
til stórstyrjaldar komi, þótt bau geti ekki hindrað að
takmörkuð hernaðarleg átök óðru hverju. Meðan tvö
helztu stórveldi heims standa saman um það þrátt fyrir
ágreining um annað, að hindra stórstvrjöld. þá er það
betri friðartrygging en flest annað.
Þess vegna hefur það aukið trú manna á friðinn, að
þessi stórveldi skyldu sameiginíega beita sér fyrir því,
að vopnahlé kæmist á í styrjöld ísraelsmanna og Araba.
Gylfi og Magnús
og kartöflurnar
Eins og kunnugt er, heíur vísitala framfærslu-
kostnaðarins haldist óbreytt í n ikkra mánuði Það hefur
verið hlutverk þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar sem viðskipta-
málaráðherra og Magnúsar Jónssonar sem fjármálaráð-
herra, að sjá um að niðurborgunum úr ríkissjóði yæri
hagað þannig. að visitalan hækkaði ekki. Við hlið sér
hafa þeir haft sérfræðinga til að finna út, hvernig þetta
yrði gert ódýrast fyrii ríkissjöð
í nýútkomnu hefti Hagtíðincia er að finna nokkurt
dæmi um, hvernig þessum vinnubrögðum Gylfa og
Magnúsar hefur verið háttað f maí s.l. atti vísitalan
að hækka um 0,6 stig, vegna nækkunar á húsnæðiskostn-
aði. En Gylfi og Magnús sáu ráð ^ið þessu. Annars flokks
kartöflur voru ófáanlegar á o^ssum tíma Ráð þeirra
Gylfa og Magnúsar var að auky niðurborgun á annars
flokks kartöflum. þannig, að skráð útsöluverð þeirra
lækkaði úr kr. 9,80 í kr 7 65 kg Með þessu fékkst hvorki
nieira né minna en iækkun á framíærsluvísitölunni
um 0,7 stig.
Þannig tokst þeim Gylfa oí Magnúsi að halda vísi-
tölunni óbreyttri í þetta sinn.
TIMINN
ERLENT YFIRLIT
Kiesinger er orðinn „sterki
maöurinn" í Vestur-Þýzkalandi
Jafnaðarmenn tapa fylgi vegna vinsælda hans
ÞVÍ VAR SPÁÐ, þegar Kurt
Kiesinger varð kanzlari Vestur-
Þýzkalands á síðastl. hiausti, að
hiann yrði bráðahirgðamaður í
I kanzlarasætinu. Hann þótti
ekki líklegur til þess, þrátt
fyrir marga góða kosti, að
verða hinn sferki maður, sem
Þjóðverjar hiafa sérstaikar mæt
ur á. Því viar talið, að hann
myndi aðeins gegna kanzlara-
emlbættinu þarngað til Josef
Strauss teldi sinn tírna kominn
til að taka forustuna, en 'iann
hefur um alllangt skeið verið
álitinn hinn sferki fnamtíðar-
maður kristUegra demókrata.
Það ýtti undir þetta álit, að
Strauss átti manna mestan
þátt í því að fella Erhard og
að Kiesiniger var velinn eftir-
maður hans. Það var álitdð, að
Strauss hefði beitt sór fyrir út
nefningu Kiesingers vegna
þess, að hann óttaðist hann
ekki sem keppinaut, en teldi
hann hinsvegar heppilegan
bráðabirgðamann
ÞEIR SPÁDÓMAR virðast
nú hrundir til grunna, að Kies
inger verði aðeins bráðabirgða
maður í kanzlaraembættinu.
Hann hefur á flestan hátt
reynzt triaustari foringi en
menn áittu von á. Hann hefur
sem kanzlari náð traustum tök
um á stjórninni og þykir í senn
laginn og öruggur. í nýlegri
skoðanakönnun kom í ljós, að
um 65% kjósenda telja Kies-
inger góðan leiðtoga og lýsa
sig ánægða með forusitu hans-
Kiesinger hefur þegar sýnt
í verki, að stjórnarforusta
hans hefur markað þáttaskil
bæði í innanlandsmálum og ut
anríkisímálum. Einkum eru
breytingarnar augljósar í ut-
anrikismálum. Undir forustu
Erhards, fór sambúðin við de
Gtaulle versniandi, en fylgispekt
við Biandaríkin varð áberandi.
Kiesiniger hefur gerbreytt
þessu. Sambúðin við de Gaulle
hefur mjög batnað, en heldur
kólnað milli Vestur-Þýzkalands
og Bandaríkjanna a. m. k. á yf-
irborðinu. Þá hefur verið hafin
ný sókn til að reyna að bæta
sambúðina við Austur-Evrópu
ríkin. Helzti árangurinn á því
sviði er sá, að Vestur-Þýzka-
land og Rúmenia hiafa skipzt á
sendiherrum.
í innanlandsmálum hefur
eiinnig orðið veruleg breyting.
Erhard hafði reynt að draga úr
vaxandi verðbólgu með lánsfjár
höftum og vaxtahækkun- Þetta
leiddi til samdráttar í atvinnu-
lífinu og atvinnuieysis. Stjórn
Kiesingers hefur dregið úr
lánsfjárhöftum og lækkað vext
ina. Efnahagsástandið hefur
því heldur batnað aftur, en það
getur tekið langan tíma að
vinna upp það tjón, láns-
fjárhöftin og háu vextimir
höfðu orsakiað-
í LOK seinasta mánaðax var
haldið flokksþing kristilegra
demókrafa. Þar átti að velja
formann flokksins í stað Er-
hards. f fyrstu var talað um að
kjósa einhver n annan en Kies
inger, en eftir að vinsældir hans
sem kanslara ukuist, þótti ekki
emnar koma til greina. Gömlu
forustuimennimir I flokknum
hugðust tryggja sér nokkur
völd áfram og vildu því koma
á þeiirri skipun , að ráðin yrði
framkvæmdastjóri, er heyrði
undir miðstjómina. Þetta var
gert til að reyna að takmarka
völd Kiesinigers. Hann setti þá
hneflann í borðið og krafðist
þess, að náimn vinur hams,
Bruno Heek fjölskyldumálaráð
herra, yrði framkvæmdastjóri
flokksins. Eftir allmikið þóf,
beygði flokksstjórnin sig fyrir
því. Kiesinger var síðan kos-
inn fonmaður flokksins með
nær ölluim atkvæðum. Hamn
þykir hafa náð traustum tök-
um á flokknum og það ekki
sízt vegnia þeimar einbeitni, er
hann sýndi á flokksþinginu-
AF hálfu jaínaðarmanna er
fylgzt með því með takmiark-
aðri gleði, hve skjótt vinsæld-
ir Kiesingerrs hafa vaxið. Trú
þeirra var sú, þegar þeir fóru
í stjórn með kristilega flokkn-
um, að það yrði til að styrkja
aðstöðu þeirra í næstu þing-
kosningum. Ekki sízt byggðu
þeir þessar vonir á því, að
stjórnarþátttakan yrði aug-
lýsing fyrir forustumenn þeirra
og þá sérstaklega fyrir Willy
Brandt, sem varð bæði utan
ríkisráðhema og varakanzlari.
Þetta átti að gefa Brandt gott
tækifæri til að láta bera á sér
og ná mun betur til þjóðarimn-
ar en ella-,
Brandt hefur á margan hátt
dugað vel, en samt hefur farið
svo, að hann hefur horfið í
skugga Kiesingers. Kiesinger
vekur meiri athygli með fram
komu simni og vinnur sér meiri
hylli. Hann hefur líka haft lag
á því, án þess að móðga sam
starfsmenn sína, að fá þakkir
fyrir ýmsar stjórmanaðgerðir,
sem jafnaðarmenn hafa beitt
sér fyrir. Þannig er það t. d.
varðandi bætta sambúð við
Austur-Evrópu og ráðstafanir
til eflingar efniaihagslífinu.
Jafnaðarmenn hafa þegar orð
ið fyrir barðinu á vinsældum
Kiesingers. í vor hafia íarið
fram kosningar til þriggja fylk
isþinga. Jafnaðarmen n hafa tap
að í þeim öllum, en kristilegir
demókratar unnið á. Áður en
samsteypustjórnin var mynduð,
voru allar horfur á, að jafrnað
armenn fengju meirihlutia í
næstu þingkosningum. Nú
virðist það ekki líklegt.
'PaiLsvert ber því orðið á
óánægju innan flokks jafnaðar-
manna. Hún beinist ekki sízt
gegn Herbert Wehner, sem
hafði forustu um stjórnanþátt-
töku jafnaðarmanna og er al-
mennt talinn þróttmesti leið-
togi þeirra- Óánægjia þessi hef
ur leitt til þess, að næsta flokks
þing jafnaðarmianna hefur nú
verið hvatt saman misseri jfyrr
en ákveðið bafði verið. Ólík-
legt er þó talið, að jafnaðar-
menn rjúfi stjórnarsamstarfið
fyrir kosningar úr þessu. Senni
lega myndi það aðeins gera
stöðu þeirra lakari úr þvi, sem
komið er.
Kiesiuger gerir sér vel ljósa
hima örðugu aðstöðu jafnaðar-
manna. Hann gerir sér því far
um að hafa góða samvinnu við
þá a. m. k. á yfirborðinu, Hann
ræðir t. d. daglega við Wehn
er og ber allar meiriháttar á-
kvarðanir sínar undir hann.
Jafnaðarmenn geta þvi ekki
borið neinar sakir á Kiesing-
er aðrar en þær, að hanm vinn
ur fylgi frá þeim með persónu
sinni og framkomu. Þ.Þ.