Tíminn - 25.06.1967, Síða 5

Tíminn - 25.06.1967, Síða 5
I SUNNUDAGUR 25. júní 1967 TÍMINN HÚS OG HE1M1L1 Appelsínu- terta með núggamylsnu SYKURKAKA: 2 egg, 2 dl sylcur, rifinn bíirkur af einni appelsínu, 2Vz dl hveiti, 1 tsk. lylftáduft, 75 gr brætt smjör eða smjörliki, 1 dl vatn. Fyllingin, smjörkrem: 200 gr simjör eða smjörlíki, 4 ól fl'órsykur, 3 tsk vanillusykur, 3—4 eggjarauður, rifinn börk- ur af 1 appelsínu, 2 msk app- elsínumanmelaði, 1—2 msk koojak eða appelsínulíkjör. SKREYTING — NÚGGA: 3'dl.sykur, ty2 dl-gróft hakkað ar möndlur. Sykurkakan er búin þannig til, að eggin eru þeýtt og app elsínubeirkmum er blandað út í síðan hveitinu og lyiftiduftinu og smjörinu blandað út í til skiptis og einnig vatninu. Hell ið deiginu í velsmurt form og bakið kökuna við meðal- sterkan hita (176 stig) og lát ið hana síðan kólna. Smjörkremið er búið til með því að hræra saman smjöri og flórsykri, og vatni þangað til það er orðið létt.1 Eggjarauð- urnar síðan settar út í og hrært rösklega í. Til bragðbæris er appelsiníuberkinum, marmel- aðinu og síðast konjakinu í dropatali hrært út í. Núggað búið þið til með því að bræða sykurinn á pönnu. Setja möndlurnar út í og hella núgganu á smurða plötu. Þegar það hefur kólnað er það mulið niður. Þekið kö'k una með kreminu og stráið núgganu yfir. Þvotfatöflur í sfað þvottaefnis Þvottatöflur sem innihalda þvottaefni og bleikiefni, eru nú að koma á markaðinn í Bandaríkjunum. Töflurnar hafa tvö lög, það ytna er búið til úr þvottaefni, en þegar það er 'horfið, er eftir bleiki efnið. Það tekur nokkrar mín útur fyrir ytra lagið að leys- ast upp, og er þvottahæl'm töfl unnar þar af leiðandi meiri, þvi að efnin fá-þá lengri t.íma til að vinna á óhreinindunum í þvottinum. Nægilegt er að setja eina töflu í venjulegar þvottavél ar. Þvottaefni í töfluformi hafa verið á markaðinum i Banda ríkjunum um alllangt skeið — hingað til þó án bleikieín- anna. Töflurnar hafa samt ekki náð miklum vinsældum, lík legast vegna þess, að þær eru mun dýrari heldur en venju- legt þvottaefni. Skilja konur síöur7 sem vinna utan heimilisins? Margir eru þeir, sem teíja, að giftum konum bed 's'ð halda sig heiman við og gæta bús, svo að ekki sé nú taiaií um börnin, ef þau eru einhver. Þessi skoðun er ríkjandi jafn vel hjá þeim, sem annars pré dika jafnrétti kynjanna bæði á vinnumarkaðinum og ann- ars staðar. Þegar norska blaðið Nation en birti nýlega nokkrar tal- fræðilegar upplýsingar varð- andi gifitar konur á Norðurlönd um, ' sem vinna utan heimilis datt mér í hug, að einhver kynni að hafa gaman af að sjá þær, enda þótt ísland sé þarna ekki talið með. Blaðið segir m.a. að það virð ist svo sem almenningur vilji kenna konum þeim, sem vinna utan heimils um það, hve hjónaskilnuðum fari ört fjölg- andi og ekki síður um aukn- ingu á afbrotum unglinga en eklkert sérstakt hafi þó verið lagt fra, sem sanni, að þess- ar skoðanir séu réttar. Til sönnunar þessu segir blaðið, að í Noregi vinni að- eins tíu prósent giftra kvenna utan heimilis, og sé bað mjög iág tala. í Banmörku er hlut fallstalan 27 og í Svíþjóð rúm- lega 23, en í Finnlandi næst- um 26. Af þessum 10% giftu konum í Noregi, sem vinna utan heim- ilis á tæplega helmingur börn, ☆ sem enn eru á heimilunum. Þess má ennfremur geta, að auk þessara 10% giftra kvenna í Noregi, eru 6,6%, sem vinna einhvers konar vinnu, kannski sumarvinnu, eða smáauka vinnu aðeins um stundarsakir. Af þessum konum átti rúmlega helmingur börn innan 15 ára aldurs, en hinn helmingur- Framhald á bls. 23. Skoðið blóm- in oft og vel Stundum vill brenna við, þegar við fáum ný blóm, að á þeim séu einhver óþrif, sem síðan breiðast fljótlega út til allra annarra blóma á heimil- inu. Af þessum sökum er ráð- legt að láta nýju blómin standa svolítið afsíðis fyrst til að byrja með, svo þið getið full- vissað ykkur um, að þau séu fullkomlega heilbrigð, og eigi ekki eftir að gera usla í blóma- safninu. Þið ættuð að skoða blómin ykkar oft og vel, og ef þið takið eftir, að blöð fara að falla óvenju mikið af gelur það stafað af einhverjum blómasjúkdómi, en mörg eru snýkjudýrin, sem leggjast á blómin. í flestum blóm'ibúðum fást þrýslibrúsar með efnum, til þess að vinna bug á blað- lú&um og öðru slíku, en farið varlega, þegar þið úð;ð þessum vökva yfir blómin, bað er ekki gott að fá hann í augun. Lesið leiðarvísana vcl, áður en þið byrjið. HáBffl erbarasvona falleg Karnabær, tízkuverzlun ung fólksins, hefur opnað nýja verzlun á Klapparstígnum, þar sem seldar verða snyrtivörur, skór og hártoppar. Karnabær hefur fengið nýtt snyrtivöruum boð, — Mary Qant — cn snyrtivörur þessai’ verða ekki seldar í öðrum verzlunum hér í Reykjavík. Mary Quant er frægásti tízkufræðing'ur Englands í dag os var kosin ein af tíu b.vðins Hérna sjáið þið sumt af því, sem á boðstólum er í Karnabæ. armestu konum heims fyrir árið 1967, en auk hennar voru m.a. í þeim hópi Elizabeth Eng landsdrottning, Jackie Kenne- dy og Eliza'beth Teylor. Snyrtivörur lary Quant hafa náð miklum vinsældum, en þær eru sagðar bylting á snyrtivörumarkaðinum, þar sem Quant leggur aðal- áherzlu á eðlilegan blæ húðar innar þannig að konur spm nota þessar vörur eiga ekki að sýnast farðaðar, heldur ein ungis hafa „svona fallega húð“ eins og forstöðumenn Karna bæjair koms-t aið orði. Augna umbúnaðurinn á aftur ‘ á móti að skera sig úr, og eru augr. farðarnir skemmtilegir og vandaðir. í snyrtivöruverzluninRi í Karnabæ verður boðið upp á nýja þjónustu. Viðskiptavinirn ir geta fengið tilsögn og snyrt- ingu í sérstökum klefa en frú Dagmar Guðnadóttir hetur yfirumsjón með snyrtideild- inni, og veitir alla aðstoð og leiðbeiningar, sem óskað "r eft ir. í snyrtivörudeildinni sru einnig seldir hártoppar frá Batoli, en hártoppar njóta mik illa vinsælda um þessar mund- ir. Batoli hefur náð langt á þessari brau-t, og er sagður varðveita formúluna um gerð hártoppanna jafnvel betur en stórveldin varðveita hernað- arleyndarmál sín. í skódeildinni verða aðal- lega seldir skór frá Ravel í Englandi, sem hefur hvorki meira né minna en 60 verzlan ir í London einni saman, og verksmiðjur hefur þetta fyrir tæki á Ítalíu, Spáni Hollandi og svo auðvitað í Englandi líka. Raivelskór verða ekki seldir annars staðar en í Karna bæ. Skór frá fleiri fyrirtækj- um verða þarna á boðstólum éins og t.d. Lilly & Skinner í Englandi, Bata, Reno og fleiri. Þá munu verða seld þarna veski, hanzkar og slæð- ur. Skemmtilegt getur verið að grípa til lausra hártoppa, ef eitthvað á að bregða sér út að kvöldlagi. Hérna sjáið þið tvenns konar greiðslur, þar sem toppar cru notaðir. 11 m I ) J ) sw

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.