Alþýðublaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ n rr.rfv Þriðjudagur 2. apríl 1985 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guömundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Siguröur Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guömundsdóttjr. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæö. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. .Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Maríanna Friðjónsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir; Mikið skortir á í réttindamálum heimavinnandi Maríanna Friðjónsdóttir, vara- þingmaður Alþýðuflokksins, hefur ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur lagt fram á Alþingi þingsályktunartil- lögu um réttarstöðu heimavinnandi fólks, sem gerir ráð fyrir þvi að rik- isstjórninni verði falið að skipa sjö manna nefnd sem hafi það verkefni að meta þjóðhagslegt gildi heimilis- starfa og gera úttekt á hvernig fé- lagslegum réttindum og mati á heimilisstörfum er háttað saman- borið við önnur störf í þjóðfélag- inu. Tillagan gerir ráð fyrir því að niðurstöður og tillögur til umbóta liggi fyrir Alþingi eigi síðar en 1. janúar 1986. Maríanna segir í grein- argerð með tillögunni að öllum sé ljóst í orði þjóðhagslegt gildi starfa heimavinnandi fólks. Megi í því sambandi benda á umönnun ungra barna og aldraðra á heimilunum sem ella tækju pláss á stofnunum sem ríki og sveitarfélög reka. Einnig megi benda á uppeldislegt gildi sem ekki verður metið til fjár þegar til lengri tíma sé litið. Störf heima- vinnandi fólks hafi því í för með sér beinan fjárhagslegan sparnað fyrir þjóðfélagið. Er bent á að ýmis félagsleg rétt- indi, sem öðrum þykja sjálfsögð, séu ýmist mjög takmörkuð fyrir heimavinnandi fólk eða alls engin: 1. Ekki liggur ljóst fyrir um hve stóran hóp þjóðfélagsþegna er að ræða sem eingöngu vinnur heimilisstörf, en á árinu 1982 voru 80% kvenna 16 ára og . eldri með einhverja vinnu utan heimilis. 2. Heimavinnandi fólk hefur ekki aðgang að lífeyrissjóði og því mjög takmörkuð lífeyrisrétt- indi. 3. Störf heimavinnandi fólks eru eina vinnuframlagið í þjóðfé- laginu sem ekki eru greidd laun fyrir, og sjálfsögð félagsleg réttindi eins og orlof, lögskip- aður hvíldartími og fleira fyrir- • finnst ekki. ' 4. Heimavinnandi fólk situr ekki við sama borð hvað varðar skattlagningu og aðrir þegnar þjóðfélagsins, og lýsir það sér m. a. í því misrétti að heimili með eina fyrirvinnu ber hærri skatta en þar sem tekjur heimil- isins eru afrakstur vinnu tveggja. 5. Heimavinnandi fólk þarf að tryggja sérstaklega á skatta- skýrslu og er eini hópur þjóðfé- lagsins sem slíkt gildir um. 6. Heimavinnandi fólk hefur ekki sama rétt til sjúkradagpeninga og aðrir. 7. Hafi einstaklingur varið mest- um hluta ævi sinnar til heimilis- starfa en kýs síðan að halda út á vinnumarkaðinn að nýju er fyrra starf mjög lítils metið i launum eða starfsaldurshækk- unum. 8. Heimavinnandi konur sitja ekki við sama borð og útivinn- andi hvað varðar fæðingaror- lof sem greitt er úr almanna- tryggingum. — Hér er hið op- inbera að skipta konum í verð- flokka. 9. Heimavinnandi fólk, sem er í hlutastarfi á vinnumarkaði, missir einnig ýmis félagsleg réttindi. Hér að framan hafa verið nefnd atriði sem sýna ljóslega réttleysi heimavinnandi fólks sem vert væri að hafa í huga við úttekt þessa. Auðvitað kemur margt annað til greina, svo sem menntunarmál heimavinnandi fólks, en staðreynd er að atvinnumöguleikar kvenna eru takmarkaðri en annarra þegar þær koma á vinnumarkaðinn eftir langa fjarveru við heimilisstörf og barnauppeldi. Mikið skortir á að þessu hafi verið mætt með skipu- Íagðri fullorðinsfræðslu, endur- menntun og starfsþjálfun sem opni heimavinnandi fólki fleiri mögu- leika til atvinnu. Það er einlæg von flutnings- manna að mál þetta hljóti skjótan framgang og á því verði tekið af fullri alvöru og skilningi. Sl. fimmtudagskvöld hélt Félag ungra jafnaðarmanna opinn fund að Hótel Borg um málefni unga fólksins, með sérstöku tilliti til húsnæðismálanna, sem í dag er enda mál málanna. Fundurinn tókst með ágætum og sóttu hann um 60 manns. Ræðumenn kvöldsins voru Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins og Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður. Fundarstjóri var Sigurður Guð- mundsson, formaður Félags ungra jafnaðarmanna i Reykjavík. Að fram- söguræðum loknum tóku við fyrirspurnir og almennar umræður og bar þá margt á góma. Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum. HÉ Jm ■ Jg. MOLAR Fyrirspurnir Fyrirspurnir gegna æ mikilvæg- ara hlutverki í störfum þings og þingmanna og er það í sjálfu sér ágætt, því margar fyrirspurnir sem lagðar hafa verið fram hafa snúist um gagnmerka hluti og fært með sér athyglisverðustu upplýsingar. Sumar hverjar hafa vakið upp miklar umræður og deilur, eins og t. d. fyrirspurnir Jóhönnu Sigurðardóttur um starfsemi banka og sparisjóða, þar sem einkabankarnir skýldu sér mjög á bak við bankaleynd. Aðrar fyrirspurnir fjalla um mál- sem ekki eru beinlínis oft til um- fjöllunar á þingi, en fróðlegt fyrir þvr. Framkvæmd tillagna Jóhanna Sigurðardóttir spyr Steingrím forsætisráðherra: Hvaða afgreiðslu hafa þings- ályktanir, bornar fram af einstök- um þingmönnum og samþykktar á Alþingi á tímabilinu frá 1. janú-. ar 1975 til 1. janúar 1985, hlotið hjá stjórnvöldum? Óskað er eftir að fram komi af- greiðsla stjórnvalda á hverri þingsályktun fyrir sig og hve lang- an tíma hver ályktun var til með- ferðar áður en til framkvæmda kom. Kartöfluverksmiðjurnar Eiður Guðnason spyr landbúnað- arráðherra um framleiðslustyrki eða niðurgreiðslur til kartöflu- verksmiðja: 1. Hve hárri upphæð munu nið- urgreiðslur eða framleiðslu- styrkir til kartöfluverksmiðja nema á þessu ári? 2. Hvernig var upphæðin ákveðin og við hvað miðast hún? 3. Er þess að vænta að verð á unnum kartöflum til neyt- enda lækki sem nemur niður- greiðslunni eða framleiðslu- styrknum? Útvegur á Suðurnesjum Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason spyrja sjávar- útvegsráðherra um úrbætur í sjáv- arútvegi á Suðurnesjum: 1. Er sjávarútvegsráðherra reiðubúinn til þess að gera sérstakar ráðstafanir sem verða megi til að endurbæta og endurreisa rekstur sjávar- útvegsgreina á Suðurnesjum með hliðsjón af því uggvæn- lega ástandi sem þar ríkir í þessum efnum? 2. Er ráðherra tilbúinn til að út- hluta, vegna þeirrar óskar sem fram hefur komið, við- bótarkvóta til þeirra skipa sem gerð eru út af svæðinu og hafa þá hliðsjón af þeim sam- drætti í veiðikvóta sem rekja má til sölu margra öflugra fiskiskipa frá Suðurnesjum að undanförnu? 3. Er ráðherra reiðubúinn til þess að leita leiða til að koma á miðlun afla til þessa svæðis frá stöðum sem ekki ráða við þann afla sem á land berst nema fá til erlent vinnuafl? Frá upphafi Miðstjórn Alþýðubandalagsins kom saman um helgina, en ekki er að sjá að endanleg afstaða hafi þar verið tekin til þess hvort flokkurinn ætti að sækja um að- ild að Alþjóðasambandi jafnað- armanna. Hins vegar var mikið ályktað og meðal annars um kjarabaráttu á árinu 1985, þar sem meðal ann- ars segir: „Miðstjórnin hvetur til þess að í komandi viðræðum við ríkisstjórnina geri forysta sam- taka launafólks hinum almenna félaga kleift að fylgjast með gangi mála frá upphafi.“ Var búist við öðru? Aprílgabbið Dagblaðið Nútíminn virðist af einhverjum orsökum hafa gleymt því að viðhafa aprílgabb í 1. apríl- blaði sínu í gær. Og þó, sjálfsagt má flokka eftirfarandi fyrirsögn í blaðinu undir aprílgabb: „Sigur- gangan stöðvuð. Alþýðuflokkur- inn hefur stöðvast við rúm 20%. “ Vegna þess einfaldlega að sóknin heldur áfram . . . Sigurgangan stöðvuð - Alþýðuf lokkurinn hef ur stöðvast við rúm 20% ■ Sigurganga Jóns Bald- að iaka adeins við scr og fær kaus í síðustu alþingiskosn- vins llannibaksonar og Al- nú 34% í stað 33% í síðustu ingum, kcmur í Ijósaðstærsti. þyðudokksins hefur verið könnun. I’cssi munur er hlutinn af fylgisaukningu Al- stöðvuð, a,m,k. íJiili. Svo einnie innan skekkiumarka. þvðuflokksins kemur frá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.