Alþýðublaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 2. aprll 1985 3 Jafnréttisnefndir á höfuðborgarsvœðinu Samstarf í lok kyennaáratugs Jafnréttisnefndir Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar vinna sameiginlega að gerð fræðsluefnis um jafnréttismál fyrir grunnskóla í tilefni loka Kvennaáratugsins. Nefndirnar gangast fyrir samn- ingu fræðsluefnis um náms- og starfsval fyrir nemendur á grunn- skólastigi með tilliti til jafnréttis kynjanna. Höfundar texta eru Gerður G. Óskarsdóttir, æfinga- stjóri í uppeldis- og kennslufræð- um í Félagsvísindadeild Háskóla ís- lands og Sigríður Jónsdóttir, náms- í skrifstofu Jafnréttisráðs að Laugavegi 116 við undirritun samnings um gerð fræðsluefnis um jafnréttismál. Frá vinstri talið: Hjálmdís Hafsteinsdóttir, for- maður Jafnréttisnefndar Kópa- vogs, Valgerður Sigurðardóttir, formaður Jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar og Ásthildur Ól- afsdóttir, fulltrúi þeirrar nefndar, Björg Einarsdóttir, formaður Jafnréttisnefndar Reykjavikur, Sigríður Jónsdóttir og Gerður G. Óskarsdóttir, höfundar fræðslu- efnisins. Ljósm — Jóhannes Long. stjóri í yngri barnakennslu í Skóla- þróunardeild menntamálaráðu- neytis. Af hálfu jafnréttisnefndanna sáu um undirbúning að tillögum um gerð fræðsluéfnisins þær Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir, þjóð- félagsfræðingur og Kristín H. Tryggvadóttir, námsstjóri í Fræðsluskrifstofu Reykjanessum- dæmis. Námsgagnastofnun og Jafnrétt- isráð eru samstarfsaðilar jafnréttis- nefndanna að þessu verkefni og skal ráðið láta yfirfara handrit áður en það fer til frekari úrvinnslu hjá Námsgagnastofnun. Þeir sem kunna að hafa áhuga á að fylgjast með efni fræðslubæklingsins á undirbúningsstigi geta haft sam- band við skrifstofu Jafnréttisráðs í því skyni. Háskólinn: Rektorskjör í dag Kjör rektors Háskóla íslands fer fram í dag en nýkjörinn rektor tek- ur við störfum með byrjun næsta háskólaárs. Rektor er kjörinn til þriggja ára í senn, og eru skipaðir prófessorar einir kjörgengir. Atkvæðisrétt eiga prófessorar, dósentar og lektorar og allir þeir, sem fastráðnir eru eða settir til fulls starfs við háskólann og stofnanir hans og hafa háskólapróf. Þá eiga allir stúdentar, sem skrá- settir eru í Háskóla íslands tveim mánuðum á undan rektorskjöri, at- kvæðisrétt. Greidd atkvæði stúd- enta gilda sem einn þriðji hluti greiddra atkvæða alls. Á kjörskrá verða því um 330 kennarar og aðrir starfsmenn en um 4.370 stúdentar, eða samtals um 4.700 manns. Kosningarnar fara fram í aðal- byggingu Háskóla íslands (hátíðar- sal) og stendur kjörfundur kl. 9—18. Barðstrendingar: Skírdagsskemmtun Kvennadeild Barðstrendingafé- lagsins vill minna á skírdags- skemmtunina sem haldin verður fyrir eldri Barðstrendinga í Domus Medica á skírdag og hefst hún kl. 14. Könnun 1 fylgi flokksins vera undir 10%. Að öðru leyti eru niðurstöðurnar nú mjög líkar niðurstöðunum í síðustu skoðanakönnun NT, Bandalag jafnaðarmanna og Alþýðubanda- lag örlítið á niðurleið, en Sjálfstæð- isflokkur og Kvennalisti örlítið á uppleið eftir þessum vísbendingum að dæma. Enn sem fyrr er megin niðurstaðan því sú, að Alþýðu- flokkurinn er næst stærsti stjórn- málaflokkurinn, með fylgi einhvers staðar á bilinu 20—25%. AðaEindur Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1985 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14:00, föstudaginn 12. apríl 1985. Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt ákvæðum 18. gr. samþykkta bankans. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í aðalbanka að Lækjargötu 12, 3. hæð, dagana 3.,9.,10. og 11. apríl. Reikningar bankans fyrir árið 1984, ásamt tillögurri þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavík 25. febrúar 1985. Bankaráð IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF. Iðnaðarbankinn Frá menntamátaráðuneytinu Lausar stöður Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Staða skólameistara er laus til umsóknar og veitist frá 1. ágúst næstkomandi. Fjölbrautaskólinn í Garöabæ. Við nýstofnaðan fjölbrautaskóla f Garðabæ eru lausar til umsóknar kennarastöður I eftirtöldum greinum: íslensku, dönsku, ensku, frönsku, þýsku, stæðrfræði, efnafræði, Kffræði, sögu og félagsfræði, viðskipta- greinum og (þróttum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. maf næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 29. mars 1985. Verðkönnun Innkaupastofnun Reykjavfkurborgar f. h. íþróttaráðs Reykjavfkur, óskar eftir tilboðum f eftirtalin áhöld og tæki fyrir frjálsfþróttavöllinn f Laugardal: Stangarstökks-uppistöður. Grindur 64 stk. Kringlur 2 kg, 1,75 kg, 1,5 kg og 1 kg. Kúlur 7,26 kg, 6,25 kg, 5,5 kg og 4 kg. Sleggjur 7,26 kg, 6,25 kg, 5,5 kg og 4 kg. 3—4 gerðir af sleggjuhandföngum. Rásblokkir 12 stk. og vagna undir hlaupagrindur. Tilkynningatöflur. Hástökkspúða 3x5 metrar. Stökkrár fyrir há- og stangarstökk 10x10 stk. Hindrunarhlaupsbúkka 4 stk. Kastbúr fyrir sleggju. Nánari upplýsingargefurBaldur Jónsson I slma33527. Tilboðin þurfa að hafa borist á skrifstofu Innkaupa- stofnunar Reykjavfkurborgar fyrir 12. aprll nk. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Listskreytingasjóður ríkisins Listskreytingasjóöur rfkisins starfar samkvæmt lögum nr. 34/1982 og er ætlað að stuðla að fegrun opinberra bygginga með listaverkum. Verksvið sjóðsins tekur til bygginga, sem rikissjóður fjármagnar að nokkru eða öllu leyti. Með listskreytingu erátt við hvers konar fasta og lausa listmuni, svo sem veggskreytingar innan húss og utan, höggmyndir, málverk, veggábreiður og hvers konar listræna fegrun. Skal leitast við að dreifa verkefn- um miili listgreina, þannig að f hverri byggingu séu fleiri en ein tegund listskreytinga. Þegarákveðið hefur verið að reisa mannvirki sem lögin um Listskreytingasjóð rfkisins taka til, ber arkitekt mannvirkisins og bygginganefnd sem hlut á að máli að hafa samband við stjórn Listskreytingasjóðs, þannig að byggingin verði frá öndverðu hönnuð með þær list- skreytingarf hugasem ráðlegarteljast. Heimilt ereinn- ig að verja fé úr sjóðnum til listskreytingar bygginga sem þegar eru fullbyggðar. Umsóknum um framlög úr Listskreytingasjóði skal beint til stjórnar Listskreytingasjóðs rlkisins, mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavfk. Æski- legt er, að umsóknir vegna framlaga 1985 berist fyrir 1. september nk. Reykjavfk, 27. mars 1985. Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga við heilsugæslu- stöðvar eru lausar til umsóknar: 1. Við Heilsugæslustöð Þórshafnar. Staðan er laus nú þegar. 2. Hálf staða við Heilsugæslustöðina á Hofsósi. Staðan er laus nú þegar. 3. Við HeilsugæslustöðinaáHellu. Staöanerveitt frá 1. júnf 1985. 4. Við Heilsugæslustöð Suðurnesja, Keflavfk. Staöan er veitt frá 1. júní 1985. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis-og tryggingamála- ráðuneytinu fyrir 1. maf 1985. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 25. mars 1985.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.