Alþýðublaðið - 03.04.1985, Side 2

Alþýðublaðið - 03.04.1985, Side 2
2 Miðvikudagur 3. apríl 1985 'RITSTJORNARGREIN.i Sigurgangan heldur áfram Nútfminn og Dagblaðið-Vísir hafa birt niður- stöður skoðanakannana, sem framkvæmdar voru um og fyrir slðustu helgi. í þessum skoðanakönnunum koma fram vlsbendingar um að dregið hafi úr hinni mikiu fylgisaukn- ingu sem Alþýðuflokkurinn hefur notið slð- ustu mánuði. Miðað við hóflega ákvörðuð skekkjumörk stendur þó eftir að Alþýðuflokk- urinn njóti nú fylgis 20—25% kjósenda. Það þarf ekki að koma neinum áóvart að dreg- ið hafi úr fylgisaukningu Alþýðuflokksins nú undir það síðasta. Flokkurinn hefur tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og hátt I fjór- faldað fylgi sitt frá þvf það virtist minnst. Þetta er út af fyrir sig næsta ótrúlegur árangur og varla við þvl að búast að hraöinn á fylgisaukn- ingunni haldist hinn sami mánuðum saman. Sú staðreynd situreftirað Alþýðuflokkurinn er nú ótvfrætt næst stærsti sjórnmálaflokkur landsins og jafnaðarmenn eru staðráðnir I því að auka enn fylgi Alþýðuflokksins, þó ferðin hægist eitthvað um stund. N iðurstöður skoðanakannana undanfarið hjá þremur aðilum hafa verið mjög ólíkar, en þetta undirstrikar þann fyrirvara sem ávallt þarf að hafa I huga. Þannig tekst t. d. Nútlmanum furðu vel að finna stuðningsmenn Framsókn- arflokksins yfirleitt, en Hagvandur finnur hins vegar fáa sllka, en aftur á móti þvl fleiri sjálf- stæðismenn. Sveiflurnar eru miklar hvað fylgi Kvennalistans varðarog fieira mætti nefna. Til aö rúnna af þessar miklu sveiflur er kannski fróðlegast og trúverðugast að skoða niður- stöðurnar í 5 síöustu skoðanakönnunum og at- huga meðaltaiið í þeim. Þá kemur i Ijós að meöalfylgi Alþýðuflokksins er 21,3%, fylgi Framsóknarflokksins 14,6%, fylgi Bandalags Jafnaðarmanna 5,5%, fylgi Sjálfstæðisflokks- ins 36,2%, fylgi Alþýðubandalagsins 13,4% og fylgi Samtaka um kvennalista 8,4%. Þetta þýðir ( grófum dráttum að frá síöustu kosningum hefur Alþýðuflokkurinn bætt við sig 9—10%, Framsóknarfiokkurinn tapað 4—5%, Bandalag jafnaðarmanna tapaö um 2%, Sjálfstæðisflokkurinn tapað um 3%, Al- þýðubandalagið tapað um 4% og Kvennalist- inn bætt við sig um 3%. Sigurganga Aiþýðuflokksins hefur nú verið staöfest i sjö skoðanakönnunum fjögurra aðila á þessu ári. Andstæðingar flokksins segja nú að sigurganga þessi hafi verið stöðvuð. Og þeir andavafalaust iéttarog teljasig nú hafafundið höggstað á flokknum og formanni hans með linnulausum árásum og fúkyrðum i hans garð. En um þessar mundir er mikiö starf unnið að þvi að gerbreyta skipulagi og vinnubrögðum Alþýðuflokksins til að treystafylgi hans í sessi og halda fylgisaukningunni áfram. Síðasta skrefið í þessu efni var glæsilegt átak i starfi flokksins á Austurlandi. Eftir páskaefnir flokk- urinn til fundaherferða í Vestfjarðakjördæmi og þannig mætti áfram telja. Nú reynir á undir- stöðurnarog með samstilltu átaki mun jafnað- armönnum takast að halda sigurgöngunni áfram. - FÞG. Kaupmáttartrygging sett á oddinn Enn á ný undirbýr launþegahreyfingin gagn- sókn gegn þeim kjaraskerðingum, sem hún hefurorðið að þola i tíð núverandi rfkisstjórnar. í harðoröri áiyktun fráaðalfundi Starfsmanna- félags rikisins segir, að ríkisstjórnin hafi kast- að stri,ðshanskanum, það hafi hún gert með harkalegum viðbrögöum sfnum að loknum samningunum sl. haust, þegar hún gerði að engu þær kjarabætur sem um hafði samist. í ályktuninni segir einnig að lögfest kjararán ríkisstjórnarinnar 1983 hafi fært fjármagnseig- endum og atvinnurekendum ómældan feng úr pyngju launafólks. Stórlækkaðir kauptaxtar hafi gert atvinnurekendum fært að byggja upp launakerfi að sfnum geðþótta, hækkað þá hæstlaunuðu, en stærsti hlutinn sitji eftir með stórskert kjör. Starfsmannafélagiö hvetur þvl launafólk að sameinast ( órofa baráttu gegn því ófremdar- ástandi sem hér rfkir. Höfuðkrafa launþegahreyfingarinnar nú er kaupmáttartrygging ( einhverju formi. Reynsl- an frá siðustu samningum hefur kennt mönn- um að það er til lltils að semja upp á hækkanir, sem teknar eru af mönnum áður en til útborg- unar kemur. Þegar ríkisstjórnin afnam verðbætur á laun vorið 1983, var það gert án allra hliðarráðstaf- ana. Afleiðingar þess eru velþekktar. Stóran hluta þess vanda, sem fbúðarkaupendur eiga við að glfma nif, má rekja til þessarar ráðstöf- unar rlkisstjórnarinnar. Þó kaupgjaldsvlsitöl- unni væri kippt úr sambandi var ekki reynt að hamla gegn öðrum hækkunum i þjóðfélaginu. Lánskjaravfsitalan hélt slnu striki. Strax á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar hækkaði fram- færsluvisitalan um rúm 84%, en hún myndar lánskjaravfsitölunaaðtveimurþriðju hlutum. Á sama tima hækkuðu kauptaxtar um 48%. Strax þarnatekurað hallamjög áógæfuhlið- ina, en þó keyrir um þverbak þegar frjáls- hyggjuklíkunni f Sjálfstæðisflokknum tókst að draga Steingrim og ríkisstjórn hans á asnaeyr- unum til að gefa frjálsa vexti. Afleiðing þess voru okurvextir sem enginn venjulegur laun- þegi ræður við. Samtök áhugamanna um úrbætur í húsnæð- ismálum líkja þessu við rán og undrar engan. En ræningjarnir sitja sem fastast, ekki á bak við lás 09 slá, heldur í æðstu stöðum þjóðfé- lagsins. Á meðan þessir menn eru ekki dregnir fyrir dóm kjósenda heldur hrun islenska vel- ferðarþjóðfélagsins áfram. Húsnæöiskerfið er þegar hrunið og harðar atlögur verið gerðar að flestum hornsteinum velferðar á íslandi. Það er við þessar aðstæður sem launþega- hreyfingin setur kaupmáttartryggingu á odd- inn. Án slikrar tryggingar, f hvaða formi sem hún verður, nást aldrei varanlegar kjarabætur. Það sýndu samningarnir sl. haust. Sáf Málþing í Háskólanum um siðfræði, pyntingar og þjáningu Á páskum 1985 gengst Félag áhugamanna um heimspeki fyrir málþingi um siðfræði, pyntingar og þjáningu Til þingsins koma Inge Kemp Genefke, læknir við Reha- biliteringscenter for torturofre í Kaupmannahöfn, og Peter Kemp, heimspekingur frá Kaupmanna- hafnarháskóla. Dagskrá þingsins verður sem hér segir: Föstudaginn langa, 5. apríl: Kl.15.00: Hjördís Hákonardóttir: „Pyntingar— hvar liggja mörkin?“ Kl.15.30: Inge Kemp Genefke: „Rehabilitation of torture victims". Laugargaginn, 6. apríl: Kl.14.00: Peter Kemp: „Ethics and the unjustifyability of torture" Kl.15.30: Páll Skúlason: „Siðfræði, trú og þjáning“ Málþingið verður haldið í Lög- bergi stofu 101 og er öllum heimill aðgangur. Námsstefna Almannavarna Almannavarnir ríkisins gengust fyrir námsstefnu á Akureyri, dag- ana 20. til 22. mars sl. fyrir menn úr almannavarnanefndum. Náms- stefnuna sóttu yfir 40 fulltrúar 19 almannavarnanefnda víðs vegar að af landinu, en fyrirlesarar voru sér- fræðingar frá Raunvísindastofnun Háskólans, Geislavörnum ríkisins, Lögreglunni í Reykjavík og Al- mannavörnum ríkisins. Var náms- stefnan liður í fræðslu- og þjálf- unaráætlun almannavarna og fjall- aði um: — Heildarskipulag Almanna- varna á lands- og héraðsvísu. — Náttúruhamfarir s. s. eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð. — Áhættumat. — Hugsanleg áhrif nútímahern- aðar á ísland, hefðbundinn hernað, gas- og sýklahernað og varnir. — Áhrif og eðli atómvopna, geislamælingar og skýlingu gegn geislavirku úrfelli. — Stjórn og samræmingu neyð- araðgerða, stjórnstöðvar og vettvangsstjórn á skaða- svæði. — Brottflutning fólks af hættu- svæðum. — Skipulag hópslysaaðgerða. Auk þess skoðuðu námsstefnu- gestir stjórnstöð Almannavarna á Akureyri, sem er í lögreglustöðinni þar, og þáðu boð bæjarstjórnar Akureyrar. Aðalfundur Arki- tektafélagsins Grétar 1 sjónarmið á og einhverjir agnúar eru til staðar, sem slípa þarf til, en engin stærri mál ber á milli þessara flokka og því sé ég ekkert því til fyr- irstöðu að nánarasamstarf komi til milli flokkanna. Hvað aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmda- valds, sem BJ hefur sett á oddinn, varðar, þá er hér um langtímamál að ræða, hinsvegar eru ýmis önnur mál sem meira brennur á nú, til dæmis að koma efnahagsmálunum í eðlilegt horf.“ Eitthvað að lokum Grétar? „Lfppá síðkastið hef ég heyrt á mönnum að það verði með ein- hverjum hætti að sameina þessi öfl og ég finn ekki betri leið til þess, en að ganga til liðs við Alþýðuflokk- inný sagði Grétar Jónsson að lok- um. Hœkkun 4 Loks þetta: Hæstu meðallaunin voru að finna hjá eigendum í trygg- ingastarfsemi, 629 þús. kr., hjá sér- fræðingum og stjórnendum í fisk- veiðum, 599 þús. kr. og hjá sérfræð- ingum og stjórnendum hjá varnar- liðinu, 563 þús. kr. Lægstu meðal- launin voru hins vegar hjá ófag- lærðum í viðskiptum (bankar, tryggingar o. fl.), 184 þús. kr., hjá ófaglærðum í opinberri stjórn- sýslu, 174 þús. kr., hjá ófaglærðum í vefjariðnaði, 193 þús. kr. og í land- búnaði almennt, 141 þús. kr. Aðalfundur Arkitektafélags Is- lands var haldinn 23. febrúar sl. Stjórn félagsins skipa nú Jes Ein- ar Þorsteinsson, formaður, Helga Bragadóttir, ritari, Stefán Thors, gjaldkeri og Guðlaugur Gauti Jónsson, meðstjórnandi. Fjöldi félagsmanna er nú 175. Starfssemi félagsins hefur verið blómleg og margt á döfinni. Fyrir- lestrar um ýmis efni tengd arkitek- túr hafa verið haldnir og efnt til umræðu m. a. um störf og stöðu arkitekta í þjóðfélaginu. Haldnar hafa verið sýningar á verkum arki- tekta, sem eru í byggingu (útvarps- húsið, Seðlabanki íslands, Lista- safn ríkisins og Hugvísindadeildar HÍ) og höfundar síðan skýrt verk sín. í tilefni Listahátíðar sl. sumar voru haldnar tvær sýningar á veg- um AÍ. Sýnd voru verk íslenskra arkitekta á sýningu er nefndist Híbýli 1984 og einnig verk arkitekt- anna Corneil og bar sú sýning heit- ið: „Arkitektúr á norðurhjara“. Þá voru einnig sýnd og rædd lokaverk- efni 15 nýútskrifaðra arkitekta. Nú er nýyfirstaðin sýning um endur- bætur gamalla bæjarhluta frá Menningarstofnun Bandaríkjanna. í bígerð er að, fá hingað erlenda fyrirlesara sem eru á leið yfir hafið og voru reyndar þeir fyrstu hér um miðjan marsmánuð. (Kanada- mennirnir Norman Pressman og Xania Zepic)og ræddu um aðferðir til að gera miðborgir á norðurslóð- um aðlaðandi allan ársins hring. Talsverð umræða hefur átt sér stað um það hvort hefja skyldi kennslu hér á landi í arkitektúr. Námsbraut í faginu myndi styrkja verulega starfsgrundvöll arkitekta og efla tengsl við aðrar stéttir, almenning og stjórnvöld í landinu., Aðstaða til rannsókna myndi skap- ast og efla- mætti alla útgáfu- og fræðslustarfsemi. Hugsanleg kennsla í arkitektúr í grunnskólum landsins hefur einnig verið til um- fjöllunar og unnið hefur verið að gerð tillagna um endurmenntunar- námskeið í tengslum við Haskóla íslands. Arkitektafélagið gefur út Arki- tíðindi reglulega, þar sem leitast er við að bregða birtu á starfsemi fé- lagsins hverju sinni. Arkitektar hafa einnig tekið upp samvinnu við verkfræðinga og tæknifræðinga um útgáfu tímaritsins Verktækni, þar sem skapast hefur grundvöllur fyrir fjölþætta kynningu á arkitek- túr. Styrk samvinna þeirra stétta sem vinna að mannvirkjagerð og umhverfismótun leiðir til góðs.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.