Alþýðublaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 4
alþýðu- Miðvikudagur 3. apríl 1985 Útgefandi: Blart h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Kitstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstol'a: Helgi Gunntaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvik, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Hækkanir 1983: Kauptaxtar 48,4% framfærsla 84,3% Arið 1983, á fyrsta ári núsitj- andi ríkisstjórnar, hækkuðu kauptaxtar um 48,4%, en fram- færsluvísitalan hins vegar um 84,3%. Þetta árið hækkuðu meðallaun launþega fyrir ársverk um 55,9% (að landbúnaði slepptum), en at- hygli vekur, að í riti Framkvæmda- stofnunar ríkisins, „Vinnumarkað- urinn 1983“, kemur fram, að sam- kvæmt framtölum eigenda hækk- uðu reiknuð laun þeirra (utan land- búnaðar) um 53,3%, eða minna en hjá launþegum. Samtals hækkuðu meðallaunin í landinu fyrir ársverk úr 172 þúsund krónum árið 1982 í 265 þúsund krónur árið 1983 eða um 54,1%. Hækkunin eftir vinnustéttum var nokkuð misjöfn, en Framkvæmda- stofnunin skiptir vinnustéttunum í 5 hluta: Eigendur, faglærðir, ófag- lærðir, skrifstofufólk og sérfræð- ingar/stjórnendur. Þessi skipting er annmörkum háð, því t. d. er bænd- um (eigendur í landbúnaði) skellt með öðrum eigendum og lækkar það verulega meðallaun eigenda. Sömuleiðis verða há meðallaun sjó- manna (ófaglærðir í fiskveiðum) til að hækka verulega meðallaun ófag- lærðra og enn má nefna að í flokkn- um sérfræðingar og stjórnendur skera slíkir í opinberri þjónustu og stjórnsýslu sig verulega úr miðað við aðra slíka þar sem meðallaun hinna fyrrnefndu eru mun Iægri. Alþýðublaðið hefur því umreiknað nokkrar tölur og fengið út vinnu- stéttaskiptingu sem kemur fram í meðfylgjandi töflu. Á töflunni sést að meðallaunin voru hæst hjá sérfræðingum og stjórnendum (utan hins opinbera) eða 474 þúsund kr. og höfðu hækk- að um 55,9% frá 1982. Meðallaun sjómanna voru 432 þúsund kr. og höfðu hækkað um 61,2% frá 1982. Meðallaun faglærðra voru 315 þús- stofustörfum (utan verslunar) voru 278 þúsund kr. og höfðu hækkað um 52,7%. Meðallaun sérfræðinga og stjórnenda í opinberri þjónustu Atvinnustéttir: Ársverk: Hlutfall: Meöallaun Sérfr/stjórnun A 4.716 4,1% 474 þús. kr. Sjómenn 3.509 3,1% 432 þús. kr. Faglærðir 9.892 8,7% 315 þús. kr. Eigendur A 9.733 8,6% 282 þús. kr. Alm. skrifst. st 23.359 20,6% 278 þús. kr. Sérfr/stjórnun B 5.083 4,5% 272 þús. kr. Ófaglærðir 30.711 34,8% 235 þús. kr. Skrifst/verslun 9.994 8,8% 227 þús. kr. Bændur 7.717 6,8% 137 þús. kr. Alls: 113.574 100,0% 265 þús. kr. und kr. og höfðu hækkað um 54,4%. Meðallaun eigenda (utan landbúnaðar) voru 282 þúsund kr. og höfðu hækkað um 53,3%. Með- allaun launþega í almennum skrif- Vinnumarkaðurinn 1983: Launamunur kynja jókst! Meðallaun karla 1983 á hvert árs- verk reyndist vera 308 þúsund krón- ur, en kvenna hins vegar 200 þús- und krónur og voru meðallaun karla því 54% hærri þetta árið. Árið 1982 voru meðallaun karla fyrir ársverk hins vegar 199 þúsund krónur, en kvenna 131 þúsund krónur og var mismunurinn því 51,9%. Samkvæmt þessu hefur því launamismunur kynja á milli aukist á þessu þriðja síðasta ári kvenna- áratugarins. Þessar upplýsingar koma fram í opinberum tölum Framkvæmda- stofnunar ríkisins, nánar tiltekið í heftinu „Vinnumarkaðurinn 1983“, en sú ritröð hófst með árinu 1980. Atvinnuþátttaka karla 15—74 ára lækkaði 1983 úr 88,6% í 87,9%, en atvinnuþátttaka kvenna hækk- aði úr 67,6% í 69,3% árið 1983. At- vinnuþátttaka í þessu tilliti miðast við að unnið sé meira en 13 vikur á árinu. Atvinnuþátttaka hér á landi er mun meiri en í nágrannalöndum okkar. Samtals var atvinnuþátttak- an hér á landi 78,7% árið 1983, sem samsvarandi tölur fyrir Danmörku, Noreg, Svíþjóð og Finnland eru um 63—69%, en í þeim tölum er að vísu ekki tekið tillit til atvinnuleysis, sem var 2—8% í þessum löndum, en innan við 1% á íslandi. Launamismunur kynja á milli var afar misjafn eftir atvinnugrein- um. Sem dæmi má nefna með hlið- sjón af meðaltalinu 54%, að mis- munurinn í fiskveiðum var 113,7%, í „þjónustu við atvinnurekstur“ 82,8%, hjá veitum 85,2% og hjá varnarliðinu 80,2%. Hins vegar var launamismunur í landbúnaði 15,5%, 30,9% í fiskvinnslu og 46 —48% í verslunargreinunum. og stjórnsýslu voru 272 þúsund kr. og höfðu hækkað um 55,4%. Með- allaun ófaglærðra (utan sjómanna) voru 235 þúsund krónur og höfðu hækkað um 52,3%. Meðallaun launþega í skrifstofustörfum í verslunargreinunum (afgreiðsla fyrst og fremst) voru 227 þúsund kr. og höfðu hækkað um 56,5%. Með- allaun bænda (eigendur í landbún- aði) voru 137 þúsund kr. og höfðu hækkað um aðeins 35,6%. Miðað við ársverk voru sérfræð- ingar og stjórnendur (utan hins op- inbera) með 4,1% ársverka, sjó- menn með 3,1%, faglærðir með 8,7%, eigendur (utan landbúnaðar) með 8,6%, almennt skrifstofufólk (utan verslunar) með 20,6%, sér- fræðingar og stjórnendur hins op- inbera með 4,5%, ófaglærðir (utan sjómanna) með 34,8%, skrifstofu- stofu(afgreiðslu)fólk í verslunar- greinum með 8,8% og bændur með 6,8%. Meðallaun 1983 hækkuðu eftir atvinnugreinum mest í tryggingum eða um 64,4%, í fiskveiðum um 60,7%, í efnaiðnaði um 59,4% og í heildverslun um 58%, en meðal- launin hækkuðu minnst í landbún- aði eða alls um 41%, í menningar- starfsemi um 43%, í byggingum í eigin þágu um 44,8% og í götu- og sorphreinsun um 45,9%. Arið 1983 fjölgaði starfandi ís- lendingum (miðað við 13 vikur eða meir á árinu) úr 128.485 í 130.956 eða um 1,9%, en ársverkum fjölg- aði hins vegar um 2,1%. Þróunin var afar misjöfn eftir atvinnugrein- um, þannig fjölgaði ársverkum í þjónustu um 6%, í fiskvinnslu um 5,2%, í verslunargreinum um 3,7% og um 3% í veitum og viðskiptum, en ársverkum fækkaði hins vegar í landbúnaði um 3,5%, í samgöngum um 2% og í iðnaði um 1,2%. Fækkun ársverka í iðnaði kemur fyrst og fremst til vegna fækkunar ársverka í ál- og járnblendiiðnaði um 9,7% og í mál- og skipasmíði um 4,3%. Ársverkin í „byggingum í eiginþágu" urðu 1983 alls 310 en voru árið áður 409 og var samdrátt- ur ársverka því 24,2%. I trygginga- starfsemi, þar sem meðallaunin hækkuðu mest, drógust ársverkin saman um 11%. í ritinu „Vinnumarkaðurinn 1983“, sem Karl Björnsson hag- fræðingur hefur tekið saman, kem- ur fram hvað meðallaunin varðar, að „eigendur" séu þeir taldir sem skila launaframtali, þar sem launin eru reiknuð en ekki „raunverulega greidd laun eins og hjá hinum stétt- unum fjórum sem eru launþegar. Reiknuð laun eigenda sýna ekki raunverulegar tekjur þeirra sem ein- staklinga, þar sem í rekstrinum get- ur mismunurinn á heildartekjum og heildargjöldum að meðtöldum reiknuðum launum verið jákvæður eða neikvæður". Samkvæmt þess- ari formúlu, sem gefin er upp til skatts, eru meðallaun eigenda (utan landbúnaðar) sem áður segir 282 þúsund krónur eða 2,2% yfir lands- meðaltali og 20% hærri en meðal- laun ófaglærðs verkafólks. Hins vegar eru í hópi eigenda svokallaðir eigendur í flutningastarfsemi, sem eru að mestum hluta vörubílstjórar og aðrir bílstjórar sem eiga bíla sína sjálfir en hafa lág meðallaun. Að þeim slepptum og bændunum hækka meðallaun annarra eigenda úr 282 þús. kr. í 299 þús. kr. Raunar má nefna fleiri fyrirvara þegar samanburður er ge'ður. Þannig má nefna að flokkurinn „skrifstofustörf“ er sjálfsagt of- reiknaður í ársverkum, þar sem t. d. hjá veitum, Pósti og síma og í pen- ingastofnunum, eru engir flokkaðir undir „sérfræðinga og stjórnend- ur“, heldur öllum dembt undir „skrifstofustörf" eða annað og því eru þar saman forstjórar og banka- stjórar með riturum og afgreiðslu- fólki. Má reikna með því að ef flokkun þessi yrði leiðrétt kæmi það til hækkunar meðallauna hjá sérfræðingum og stjórnendum, en til lækkunar hjá almennu skrif- stofufólki. Framh. á bls. 2 MOLAR Guðfinnsismi í nýjasta hefti Vesturlands, sem vestfirskir íhaldsmenn gefa út, opinberast enn einu sinni ótti íhaldsmanna við stefnu Alþýðu- flokksins í skattamálum. íhalds- menn eru sem sé að pissa á sig vegna hugmynda um að leggja á eignarskattsauka á stóreignafyrir- tæki og stóreignamenn. í grein í blaðinu, sem Einar K. Guðfinnsson ritar, er reynt að blekkja fólk með því að segja sem svo að um aukinn skatt á „al- menning“ sé að ræða. Og þá tekið undir blekkingar sjálfs formanns íhaldsflokksins, Þorsteins stól- lausa Pálssonar, þegar sá talaði drúgt um „venjulega" fjölskyldu í skattadæmi sínu. Virðist ljóst að „almenningur" og „venjulegt fólk“ er að mati Einars og Þor- steins stóreignamenn eins og þeir sjálfir. Þeim virðist um megn að geta á nokkurn hátt hugsað sér að hinir efnaðri í þjóðfélaginu — t. d. vinir þeirra sem eru að byggja yfir sig ellihallir — færi fórnir, svo hægt sé að draga úr skattheimtu einmitt á hinum efnaminni, t. d. með afnámi tekjuskatts á tekjum undir 400 þúsund kr. Þetta eru menn sem búa í allt öðrum heimi en hið raunverulega „venjulega fólk“, sem nú er að kikna undir hatrammri árás vina þeirra í ríkis- stjórninni á kjör þess og afkomu. • ' Dýrafræði á Keflavíkurflugvelli: Eftirfarandi frásögn rákumst við á í Víkurfréttum: „Hlægilegt atvik átti sér stað á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. Tilkynning barst um að mörgæs, — já, að mörgæs væri við eitt flugskýlið. Nú, það var allt sett á fullt og haft samband við myndatökumann Sjónvarps og hann beðinn að koma og mynda gripinn. Forvitnir íslendingar hópuðust að flugskýlinu til að sjá undrið, sem ekki er alla jafna að sjá nema á suðurskautinu, en ekki á eyju í Norður-Atlantshafi. Þar var einn sem var vel að sér í fuglafræði (þótt ekki hafi þurft mikið til) og upplýsti hann forvitna áhorfend- ur um að hér væri skarfur á ferð en ekki mörgæs. Hvernig skarfurinn hafði bor- ist þangað er aftur á móti ekki vit- að, en alla vega þurfti ekki að flytja hann til suðurskautsins“ • Umdeild bygging Keflavíkurflugvöllur tilheyrir Miðneshreppi og sveitarstjórn hreppsins telur að úthlutun bygg- ingarleyfa á flugvellinum og annað varðandi byggingar á svæðinu, tilheyri byggingarnefnd hreppsins. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum er á sama máli en hinsvegar er utanríkisráðuneytið annarrar skoðunar. Telur það að sveitarfélögunum sé þetta óvið- komandi og byggingar á flugvall- arsvæðinu heyri undir varnar- máladeild. Sveitarfélögin segja hinsvegar að byggingar þarna séu undir sama ráðuneyti og aðrar byggingar í landinu, þ.e.a.s. fjár- málaráðuneytinu. Málið snýst m. a. um greiðslu byggingaleyfisgjalda og af- greiðslu bygginganefnda á mál- efnum nýju flugstöðvarinnar, sem er í Miðneslandi. í viðtali við Jón K. Ólafsson, sveitarstjóra Miðneshrepps, í Víkur-fréttum, segir hann að hreppurinn krefjist byggingaleyfisgjalda af þessari byggingu eins og öðrum bygging- um í sveitarfélaginu. Munu þeir tilbúnir að sýna fyllstu hörku í þessu máli og tilbúnir að fara með það í málsókn, ef með þarf. Jón sagði einnig að málið snérist um að sama stjórnsýsluskipulag gildi þarna sem og annars staðar í sveit- arfélaginu, því annað sé óeðlilegt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.