Alþýðublaðið - 11.04.1985, Qupperneq 2
2
Fimmtudagur 11. apríl 1385
'RITSTJÓRNARGREIN'
Hryllingssagan í
húsnæðismálunum
*
Mstandið í húsnæðismálunum er hræðilegt.
Þúsundir og aftur þúsundir manna í landinu,
sem hafa lent í ómældum erfiðleikum vegna
fjárskuldbindinga við húsnæðiskaup, finna
ekki einu sinni stundarfrið; áhyggjurnar hvlla
sem maraáfólki. Það sérenga leið út úrógöng-
unum. Vanskilin hlaðast upp. Vonir hrynja til
grunna. Áætlanir sem fólk hefur gert í fjármál-
um heimilanna verða á örfáum mánuðum
marklausar vegna uppsveiflu á lánskjaravísi-
tölu og rýrnandi kaupmáttar samhliða. Fólk í
þúsundatali sem hefur á liðnum árum lagt I
kaup íbúða eöa byggt sér þak yfir höfuðið, sér
ekkert nema myrkur framundan miðað við
óbreytt ástand. Það hefur þrælað myrkranna á
milli til að komasérog sínum í húsaskjól, spar-
að við sig til að láta enda ná saman, lagt fram
fleiri hundruð þúsund krónur eða jafnvel
nokkrar milljónir af tekjum sínum til að borga
fyrir íbúðirnar eða til að standa skil af lánum
sem það varð að taka. En allt kemur fyrir ekki.
Ekki stendur steinn yfir steini. Fólk sem í uþp-
hafi leit með bjartsýni fram á veg og hafði gert
sínar áætlanir af nákvæmni fær ekki rönd viö
reist; vextirnir hækka með hverjum mánuðin-
um, verðtryggðu lánin æða upp með ógnar-
hraða. Allt fer í vanskil. Gluggabréfin hellast
inn um bréfalúguna í þykkum bunkum á degi
hverjum. Fólk fær ekki ráðið við neitt. Grund-
vellinum hefur verið kippt undan.
Þetta er ófögur mynd sem dregin er upp
af ástandi mála. En myndin er þvl miður sönn.
Það er ekki aðeins að stórfeildar beinar kjara-
skerðingar núverandi stjórnvalda hafi leitt til
fátæktarástands á heimilum í landinu heldur
og hafa aðrir þættir efnahagsmálanna ýtt þar
frekar undir, s.s. eins og misgengi kaugmáttar
og lánskjaravísitölunnar. Þeir launamenn sem
hafa orðið að taka verðtryggð ián síðustu fjög-
ur árin vegna húsnæðisöflunar eru með heng-
ingaról um háls. Fólk hefur hreiniega tapað
fleiri hundruð þúsund krónum út um gluggann.
Verðmæti þeirra fasteigna sem það hefur fjár-
fest í, hefur ekki aukist í neinum samjöfnuði
við aukna skuldabyrði af verðtryggðum lánum
yfir sama tfmabil. Húsnæðiskaupendur og
húsbyggjendur hafa með öðrum orðum verið
að tapa peningum.
Það þarf vitaniega ekki að fara mörgum orð-
um um það sálarástand sem ríkir hjá fólki í
þessari stöðu. Margir missa hreinlega lífsvon-
ina og sjá lítið annað en svartnættið; gefast
upp. Aðrir reyna eftir fremsta megni að klóra i
bakkann, þótt baráttan sé vonlítil. Og heimilis-
líf fer úr skorðum. Önnur smávandamál sem
ævinlega koma uþþ í hinu daglega lífi og eru
við venjulegaraðstæðureinföld úrlausnarefni,
magnast í hugskoti fólks og virðast illyfirstig-
anleg. Öll hugsun snýst um fjárhagsvandann,
vanskilin, lögfræðikostnað, fyrirsjáanlegar til-
kynningar um nauðungaruppboð o.s.frv.
Er ekki tími til þess kominn að stjórnvöld
taki sér tak og rétti þessu fólki hjálparhönd?
Hefurekki verið nóg um vandann talað? Erekki
fyrir löngu kominn timi á bjargráð þessu fólki
tii handa? Tfmabil athugana, umræðna og
skoðanaskipta hefur verið langt. Nú viil fólk
framkvæmdir. Raunveruiegar aðgerðir.
—GÁS.
Stjórnin 1
I stjórn Framkvæmdastofnunar,
sem í þessu máli virðist hafa verið
hundsuð í skjóli 13 ára gamallar
stjórnarsamþykktar sitja þeir
Stefán Guðmundsson, formaður
(Framsóknarflokki), Eggert Hauk-
dal varaformaður (Sjálfstæðis-
flokki), Ólafur G. Einarsson (Sjálf-
stæðisflokki), Ólafur Þ. Þórðarson
(Framsóknarflokki), Halldór Blön-
dal (Sjálfstæðisflokki), Ólafur
Björnsson (Alþýðuflokki) og Geir
Gunnarsson (Alþýðubandalagi).
Jóhanna 1
herrum strangt aðhald, svo yfirlýs-
ingum þingsins yrði fylgt eftir.
En hvað geta þá þingmenn gert til
að fylgja þessum málum eftir?
Jóhanna svaraði því til að algengt
væri að þingmenn spyrðust fyrir
um framkvæmd tillagnanna en það
nægði því miður ekki alltaf. Þá er
einnig sú leið til að flytja frumvarp
sama eðlis og þingsályktunartillag-
an var og væri oft gripið til þess
þegar séð er að viljayfirlýsing AI-
þingis er að engu höfð. Sagðist Jó-
hanna sjálf hafa farið þá leið. T.d.
hefði verið samþykkt þingsályktun-
artillaga árið 1980, sem hún hefði
borið fram, um að gerð yrði úttekt
á launakjörum og tekjuskiptingu í
þjóðfélaginu. Þar sem að þessi sam-
þykkt Alþingis var að engu höfð,
lagði hún fram frumvarp sama eðlis
í fyrra og aftur núna í ár.
„Ég tel að það ætti að vera föst
hefð í þingsköpum, að forsætisráð-
herra gerði grein fyrir framkvæmd-
um þingsályktunartillagna, sem
samþykktar voru á þinginu árið á
undan”
Þá sagði Jóhanna, að bílakaupa-
friðindi bankastjóranna væru mjög
skýrt dæmi um hvernig fram-
kvæmdavaldið hundsar vilja AI-
Námsstyrkur við
Kielarháskóla
Borgarstjórnin I Kiel mun veita íslenskum stúdent
styrktil námsdvalarvið háskólann þar I borg næsta vet-
ur, að upphæö 830 þýsk mörk á mánuði 110 mánuði, frá
1. okt. 1985 til 31. júll 1986, auk þess sem kennslugjöld
eru gefin eftir.
Um styrk þennan geta sótt stúdentar, sem hafa
stundað háskólanám I a.m.k. 2 ár. Umsækjendur verða
að hafa góða kunnáttu I þýsku.
Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla íslands eigi
slðar en 31. maí 1985. Umsóknum skulu fylgja náms-
vottorö, ásamt vottorðum a.m.k. tveggja manna um
námsástundun og námsárangurog eins manns, sem er
persónulega kunnugur umsækjanda. Umsókn og með-
mæli skulu vera á þýsku.
þingis.
„Sú ákvörðun, sem bankaráðin
taka er allt í senn; lögbrot, siðleysi
og gróf ögrun við launafólk. Þarna
er skýrt dæmi um það hvernig
framkvæmdavaldið hefur í blóra
við vilja Alþingis ákveðið að greiða
bankastjórum ígildi bílakaupafríð-
indanna, sem Alþingi hefur sam-
þykkt afnám á”
Nú hefur DV það eftir Stefáni
Valgeirssyni, formanni bankaráðs
Búnaðarbankans, að bankastjórar
Búnaðarbankans hafi ákveðið að
velja þann kostinn að láta bankann
útvega sér bíla, í stað þess að þiggja
450 þúsund árlega í bílakaupafríð-
indi. Er þetta ekki bara enn ein leið-
in til að komast framhjá vilja Al-
þingis?
„Jú þetta er ekkert annað. Al-
þingi hefur lýst vilja sínum í þessu
máli, að það beri að afnema þessi
bílafríðindi og ég tel að ef þessi leið
er farin, þá sé verið að reyna að fara
á bak við vilja Alþingis. Annars skil
ég ekki til hvers bankastjórarnir
þurfa svona mikið bíla. Bankarnir
eiga sjálfir bíla, já meira að segja
fína jeppa, til að skreppa með
bankastjóra og gesti þeirra í veiði-
túra og aðrar skemmtiferðir. Til og
frá vinnu ættu þeir að geta notað
einkabíla sína eins og aðrir þegnar
þjóðfélagsinsl’
Að lokum sagði Jóhanna, að
þegar frumvarp Alþýðuflokksins
um afnám bílakaupafríðinda til
ráðherranna kemur úr nefnd til
annarrar umræðu, sem hún vonað-
ist að yrði áður en langt um liði, þá
hljóti þetta sérstaka mál að koma til
umræðu. Þá sagðist hún ætla að
vekja máls á þessu utandagskrár í
dag.
Haukur 1
eindreginna mótmæla Hauks
Helgasonar, sem situr þar í banka-
ráðinu fyrir hönd Alþýðuflokksins.
Hann lagði fram eftirfarandi
bókun á fundi bankaráðs Búnaðar-
bankans vegna þessa máls:
„Breyting sú er hér er lagt til að
gerð verði á greiðslum vegna bíla-
kaupa bankastjóra tel ég að orki
tvímælis er varðar viðmiðunarupp-
hæð, en þar sem hér er upplýst að
allir hinir ríkisbankarnir hafi nú
þegar samþykkt þessa upphæð og
að ég tel að bankastjórar Búnaðar-
bankans eigi ekki að vera verr laun-
aðir en bankastjórar annarra banka
geri ég ekki ágreining á þessu stigi
um upphæðina.
Það atriði að þessi launaauki
fylgi lánskjaravísitölu á sama tíma
og bannað er með lögum að greiða
vísitöluuppbætur á umsamin laun
almenns launafólks, get ég ekki
fallist á. Því greiði ég atkvæði gegn
tillögunni.”
Þannig hljóðaði bókun, Hauks
Helgasonar, fulltrúa Alþýðu-
flokksins í bankaráði Búnaðar-
bankans, sem hann lagði fram á
fundi bankaráðsins fyrir rúmri viku
síðan, þegar hinr. umtalaði banka-
stjórabónus kom til afgreiðslu í
Búnaðarbankaráðinu. Þegar
Haukur hafði lagt fram ofan-
greinda bókun, þá breytti ráðið
fyrri tillögum sínum í málinu, sem
voru á sama veg og í öðrum ríkis-
bönkum, og tóku af verðtrygging-
una og jafnframt gefið til kynna að
athugað sé hvort réttara sé að bank-
inn eigi sjálfur þá bíla sem banka-
stjórar hafa til afnota, þannig að
forsendur hlunninda af þessu tagi
væru ekki lengur fyrir hendi.
Úthlutað úr
Kvikmyndasj óði
Uthlutun úr Kvikmyndasjóði
1985 hefur farið fram. í úthlutunar-
nefnd áttu sæti: Friðbert Pálsson
forstjóri Háskólabíós, Sveinn Ein-
arsson fyrrv. þjóðleikhússtjóri og
Jón Þórarinsson fyrrv. dagskrár-
stjóri sjónvarps, en hann var jafn-
framt formaður nefndarinnar.
Svohljóðandi greinargerð fylgdi
úthlutun nefndarinnar:
Sjóðnum bárust að þessu
sinni alls um 60 erindi, en beinar
styrkumsóknir voru 52 og munu
aldrei hafa verið fleiri. Ljóst er
að nýju lögin um kvikmynda-
mál (nr. 94/1984) sem samþykkt
voru samhljóða á Alþingi vorið
1984, hafa aukið kvikmynda-
gerðarmönnum bjartsýni. En
því miður hefur fjárþörf sjóðs-
ins, skv. lögunum enn ekki verið
fullnægt á þessu ári og vantar
þar mikið á.
Nú þegar úthlutað var þeim
18 rnillj. króna sem til ráðstöf-
unar eru að sinni, urðu upphæð-
irnar því færri og lægri en vænst
hafði verið. Nefndin hefur
neyðst til að hafna a. m. k. í bili,
mjög álitlegum umsóknum
vegna fjárskorts. Má þar sér-
staklega nefna umsókn Ágústs
Guðmundssonar eins reyndasta
kvikmyndaleikstjóra okkar, um
styrk vegna myndarinnar
„Skáldsögu”, en þar er um að
ræða stórmynd á íslenskan
mælikvarða.
Þess er fastlega vænst að
stjórnvöld standi við þær skuld-
bindingar við kvikmyndagerð í
landinu sem felast í lögunum frá
1984, þannig að unnt reynist,
þótt síðar verði á árinu, að veita
eðlilegan stuðning m. a. við gerð
fyrrnefndrar kvikmyndar
Ágústs Guðmundssonar.
Skrá um úthlutanir úr Kvik-
myndasjóði í apríl 1985 fylgir
hér með:
Leiknar myndir:
Kvikmyndafélagið Óðinn (Atómstöðin) Kr.
Völuspá sf. (Á hjara veraldar) —
F.I.L.M. (Hrafninn flýgur) —
Skínandi hf. (Hvítir mávar) —
Hilmar Oddsson (Eins og skepnan deyr) —
Eyvindur Erlendsson (Erindisleysan mikla) —
Handrit og undirbúningur:
Guðný Halldórsdóttir (Stella í orlofi) Kr.
Þorsteinn Jónsson (Ljósbrot) —
Ásgeir Bjarnason o. É. (Sólarlandaferðin) —
Þorsteinn Marelsson o. fl. (Línudans) —
Valgeir Guðjónsson (Maðurinn sem fékk högg á höfuðið) —
Hrafn Gunnlaugsson (Tristan og ísóld, handr.) —
sami (sama, undirbúningur) —
Heimildarmyndir:
Kvik sf. (Saga hvalveiða við ísland) Kr.
Magnús Magnússon (Lífríki Mývatns) —
ísl. kvikmyndasamsteypan (Hringurinn) —
ísmynd (Louisa Matthíasdóttir) —
Baldur Hrafnkell Jónsson (Tryggvi Ólafsson) —
Sýn hf. (Flóttamenn frá fjarlægu landi) —
Kristín Jóhannesdóttir (Pourquoi-pas-slysið) —
Kynningarstarfsemi:
Til kynningar og útbreiðslu ísl. kvikmynda
Kr.
Alls. kr.
2.500.000
2.500.000
2.500.000
2.500.000
2.000.000
2.000.000
150.000
150.000
150.000
150.000
150.000
150.000
400.000
500.000
100.000
200.000
400.000
200.000
200.000
100.000
1.000.000
18.000.000