Alþýðublaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.04.1985, Blaðsíða 4
alþýóu- ■ n et.tTiM Fimmtudagur 11. apríl 1985 Úlgefandi: Blað h.f. Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Arni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn sr 81866 Áhugamenn um úrbœtur í húsnœöismálum: Umframgreiðslurnar verði leiðréttar Ahugamenn um úrbætur í hús- næðismálum hafa ítrekað bent á að vegna misgengis launa og láns- kjara hafa mörg hundruð milljón- ir króna verið lagðar aukalega á lántakendur á undanförnum ár- um og er með öllu óréttlætanlegt að vísitölubinda lánskjör en ekki laun. Með stórhækkun vaxta hafa húsnæðiskaupendur jafnframt verið neyddir til þess að reiða af hendi mörg hundruð milljónir króna umfram það sem eðlilegt getur talist. Þær ráðstafanir sem nú verði gripiö til miði að því að leiðrétta þessar óréttmætu um- framgreiðslur. Jafnframt verði tryggt að misgengi af þessu tagi skapist ekki í framtíðinni og að raunvextir af lánum til húsnæðis- kaupa verði aldrei hærri en 2%. Ahugamenn um úrbætur í hús- næðismálum benda á eftirfarandi leið til lausnar þeim vanda sem þegar hefur skapast. Líta ber á hvern lið sem hluta af einni lausn. a) Leiðrétting á umframgreiðsl- um undanfarinna ára. Veittur verði sérstakur skattaafsláttur (verðtryggður) þegar á þessu ári og á næstu árum til að mæta þeim umframgreiðslum sem þegar hafa átt sér stað. Af- sláttur þessi geti komið til út- borgunar hjá tekjulágum ein- stakíingum. Honum skal jafna niður á jafnlangan tíma og umframgreiðslur mynduðust hjá viðkomandi einstaklingi. í lánakerfi Húsnæðisstofnunar væri og möguleiki á að láta umframgreiðslur síðustu ára ganga upp í greiðslur næstu ára. b) Viðbólarlán frá Húsnæðis- stofnun. Gefinn verði kostur á viðbótarlánum á sömu kjörum og til jafn langs tíma og hag- stæðustu lán stofnunarinnar eru veitt, til greiðslu lausa- skulda vegna húsnæðisöflun- ar, þ. e. a. s. skammtímalán við banka, byggingavöruversl- anir, byggingafyrirtæki og þ. h. svo og til að greiða upp önn- ur óhagstæð lán sem fólk hef- ur neyðst til að taka í vandræð- um sínum. c) Skuldbreyting og lenging lána. Gefinn verði kostur á skuld- breytingu lána til að minnsta kosti 8 ára á hagstæðustu mögulegu lánskjörum og án lántökukostnaðar. Fyrsti gjalddagi þessara lána verði 6—10 mán. eftir skuldbreyt- ingu, þannig að fólki gefist svigrúm til að greiða gjald- fallna heimilisreikninga. Að síðustu er lögð áhersla á nauðsyn þess að endurskipu- leggja allt húsnæðislánakerfið. M. a. verði séð til þess að láns- hlutfall hækki, kaupendur gam- als og nýs húsnæðis sitji við sama borð og endurgreiðslukerfi taki mið af þróun kauptaxta. Hjörtur Pálsson um uppsögn sína: Óeðlilega staðið að málum Hjörtur Pálsson hefur sent frá sér ítarlega greinargerð um uppsögn sína á forstjórastarfi við Norður- landahúsiö í Færeyjum. 27. mars birti stjórn Norðurlandahússins í Færeyjum fréttatilkynningu vegna uppsagnar Hjartar, en hann sagði upp stöðu sinni 6. mars, með Þr'ggja mánaða fyrirvara eins og heimilt er samkvæmt ráðningar- samningnum. I fréttatilkynning- unni er uppsögn Hjartar tekin til greina og hann beðinn að láta tafar- laust af störfum. I greinargerð sinni, segir Hjörtur, að í fréttatii- kynningunni komi fram ásakanir af hálfu stjórnarinnar, sem hann geti ekki látið ósvarað undir núverandi kringumstæðum. í fréttatilkynningunni frá stjórn- inni er Hjörtur sakaður um að hafa leitað til fjölmiðla með ásakanir á hendur starfsfólki og stjórn húss- ins. Hjörtur segist aldrei hafa haft samband við fjölmiðla að fyrra bragði og að hann hafi ekki ætlað sér að véita þeim upplýsingar um það sem að baki bjó fyrr en stjórnin hefði fengið um það- meiri vitn- eskju. Afturámóti hafi uppsögnin Nýlega kom út Tölfræðihandbók Norðurlanda 1984 — Yearbook of Nordic statistics. Þar er meðal ann- ars að finna fróðlegar tölur um fóstureyðingar í þessum löndum og má þar sjá að Grænlendingar eru hvað fóstureyöingar varðar efstir á blaði, en íslendingar neðstir. Tölurnar yfir fóstureyðingar á Grænlandi eru reyndar all hrikaleg- ar. Árið 1978 voru þar framkvæmd- vakið svo mikla athygli að hann vildi ekki neita með öllu að svara ákveðnum spurningum, sem fyrir hann voru lagðar um ástæður upp- sagnarinnar, allra síst eftir að vara- ar rúmlega 435 fóstureyðingar á móti hverjum 1000 lifandi fæddum börnum, en 1983 var sú tala komin upp í 584.8. Með öðrum orðum: Á meðan 10 börn fæddust lifandi fóru fram nálægt 6 fóstureyðingar árið 1983. Samsvarandi tölur fyrir ís- Iand eru: Árið 1978 fóru fram 109.3 fóstureyðingar á móti hverjum 1000 lifandi börnum fæddum, en 1983 var talan komin upp í 157.1, þannig að á meðan 100 börn fæddust lif- formaður stjórnarinnar þóttist ekkert vita um þær í viðtali í Sosi- alnum, en tæpri viku áður hafði hann og tveir aðrir stjórnarmenn úr Færeyjum átt fund með Hirti og andi fóru fram tæplega 16 fóstur- eyðingar. í Danmörku fóru fram 1983 409.1 fóstureyðingar fyrir hverjar 1000 lifandi fædd börn, en sam- svarandi tala fyrir Finnland var 199.7, fyrir Noreg 273.3 og fyrir Svíþjóð 337. Meðaltalið fyrir þessi 6 lönd árið 1983 var því 326 fóstur- eyðingar á móti hverjum 1000 lif- andi fæddum, eða nánast 1 fóstur- eyðing á móti hverjum 3 lifandi öðru starfsfólki hússins, þar sem ástæðurnar voru ræddar. Þá segist Hjörtur standa við allt sem haft er eftir honum beint í blöðum en þar með segist hann ekki taka ábyrgð á öllu sem staðið hefur í blöðunum. Hann neitaði því að taka til baka ummæli sín í blöðum þegar stjórnarformaðurinn fór fram á það. Hjörtur greinir frá því hvernig Framh. á bls. 3 fæddum. Hvað aldur kvenna sem ganga í gegnum fóstureyðingu er Grænland einnig með sérstöðu. Á meðan fóst- ureyðingar voru hlutfallslega al- gengastar í aldursflokknum 20—24 ára á öðrum Norðurlöndum var tíðnin hlutfallslega mest í aldurs- flokknum 15—19 ára á Grænlandi, þar sem t. d. árið 1983 gengu 6.5% kvenna í þessum aldursflokki í gegnum fóstureyðingu. Fóstureyðingar á Norðurlöndunum: 1 á móti 3 lifandi fæddum MOLAR Þingmál Rétt fyrir páskahlé stóðu mál þannig að yfir 400 þingmál höfðu verið flutt á Alþingi. Þar af voru 156 fyrirspurnir, 111 þingmannatillögur, 65 stjórn- arfrumvörp, 62 þingmannafrum- vörp, 4 stjórnartillögur og 2 beiðnir um skýrslur. Nýskráningar Það er alltaf verið að stofna ný fyrirtæki og vonandi að menn haldi áfram að vera bjartsýnir. Eins og þeir sem hafa stofnað út- gerðafyrirtæki og nefna það AKKUR með varnarþing á Djúpavogi. Enda eiga þrír af sex stofnendum fyrirtækisins heima að SIGURHÆÐ þar í bæ, svo það lítur allt vel út þar. O, Guð Guðrún Asmundsdóttir Iætur að sér kveða á leiklistarsviðinu og hefur nú stofnað einkafyrirtæki undir nafninu Leikhús kirkjunn- ar. Tilgangur: Leiksýningar um trúarleg efni í kirkjum landsins. Bankar Það er alltaf verið að tala um fjölgun banka og útibúa þeirra og gera þó molar ráð fyrir því að eft- irtalin ný fyrirtæki séu ekki í þeim hópi: íslenski frímerkjabankinn, þar sem Steinþór Ingvarsson er „bankastjóri” og svo Vaxtabanki íslands, þar sem ku eiga sér stað fasteignaviðskipti og skyldur rekstur. Hið þríeina fyrirtæki Hinn 20. febrúar síðastliðinn gerðu Wilhelm Wessman og Magnús Kjartansson það gott, er þeir tilkynntu firmaskrá Reykja- víkur um rekstur þriggja fyrir- tækja sem þeir standa að um sama hlutinn: að standa fyrir söngva- og/eða dægurlaga- keppni. Af hverju stofna þurfti þrjú sameignarfélög vitum við ekki, en þau heita Islenska söngvakeppnin sf, Dægurlaga- keppni íslands sf. og Söngva- keppni íslands sf. Hrein mey í Lögbirtingablaðinu er greint frá því að þess hafi verið óskað við firmaskrár Reykjavíkur, „að firmað VIRGO sf verði afskráð. Af starfsemi hefur ekki orðið”. Virgo þýðir sem öllum er kunnugt hrein mey eða jómfrú. Það lítur sem sé út fyrir að meyjarhaftið hafi fokið og því ekkert orðið úr starfsemi. . . • Of mikið basl Annað fyrirtæki sem óskað hefur eftir því að vera afmáð er fyrir- tækið PÚL OG BASL, sem átti heima í Kópavogi. Það lítur sem sé út fyrir að það hafi verið allt of mikið vesen að reka fyrirtækið, eins og mönnum virðist hafa verið ljóst frá byrjun, eftir nafngiftinni að dæma. . . Ameríka númer eitt. Tímarit í Bandaríkjunum hefur staðið að skoðanakönnun í 200 þjóðlöndum um í hvaða landi væri best að búa. Dæmt var eftir 10 flokkum; efnahagsleg afkoma, stjórnmálalegur stöðugleiki, skattbyrði, menningarlíf, efna- hagsástand, heilbrigði, frístund- armöguleikar, þjónusta, umhverfi og stjórnmálalegt/borgarlegt frelsi. Gefa átti stig frá 1 upp í 10. Sigurvegarinn? Bandaríkin auð- vitað, með 87 stig af 100 möguleg- um. Næstu lönd voru: Sviss (86 stig), Lictenstein (85), Monaco (83), Andorra (81), Bermuda, Frakkland (80), Bretland, Ítalía (79), Kanada (78). Mexíkó náði 60 stigum, Sovét- ríkin 58, Kína 51. En fæstu stigin komu í hlut Eþíópíu (14), Chad (16), Angola, Afganistan (17) og Sómalía (18).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.