Alþýðublaðið - 11.04.1985, Page 3
Fimmtudagur 11. apríl 1985
3
Norræn listamið-
stöð í Helsinki
Amnesty International:
Samviskufangar
aprílmánaðar
Eftir sjö ára bið er aðalbygging
Norrænu listamiðstöðvarinnar á
Svíavígi (Sveaborg) í Helsinki tilbú-
in. Hún verður tekin í notkun í sum-
ar og auk skrifstofu verða þar einn-
ig til húsa skjalasafn, bókasafn,
vinnustofur fyrir listamenn,
geymslur og sýningasalir. Aðal-
bygging þessi verður opnuð hátíð-
lega 10. ágúst n.k. af hennar kon-
unglegu hátign Sonju, krónprins-
essu Noregs, og í allt sumar mun
Norræna listamiðstöðin halda upp
á þennan áfanga með sýningum,
Bæklingar um
vímuefni
í samvinnu Æskulýðsráðs og Fé-
lagsmálaráðs Reykjavíkur eru
komnir út tveir upplýsingabækling-
ar um vímuefni. Annar er ætlaður
unglingum og hinn foreldrum.
I bæklingunum er að finna ítar-
legar upplýsingar um kannabisefni,
róandi vímuefni, verkjadeyfandi
vímuefni, örvandi vímuefni, skyn-
villuefni, lífræn leysiefni og áfengi.
Fjallað er um helstu einkenni
þessara efna, áhrif þeirra, skaðsemi
og neysluvenjur.
Þá eru í bæklingunum tilgreindir
þeir aðilar sem veita fræðslu og að-
stoð þeim sem lenda í erfiðleikum
vegna eigin neyslu eða annarra.
Bæklingunum verður komið á
framfæri við grunnskólana í borg-
inni, félagsmiðstöðvar Æskulýðs-
ráðs, Félagsmálastofnun og aðra þá
aðila sem sinna ungu fólki og fé-
lagslegri þjónustu.
Fyrir leiðbeinendur í æskulýðs-
starfi og kennara verður komið upp
stuðnings og ítarefni og haldin
námskeið um notkun þess með
bæklingunum.
tónleikum, uppákomum o.fl.
Aðalbyggingin nýja, sem áður
var herskáli í virkinu Svíavígi, er af-
langt ljósrautt hús frá rússneska
keisaratímabilinu, byggt 1868. Það
hefur verið endurbyggt af mikilli
vandvirkni á vegum finnsku hús-
næðismálastjórnarinnar. Arki-
tektastofan Helin & Siitonen sá um
verkið, en það kostaði 10,8 milljón-
ir marka og árangurinn er í sam-
ræmi við það. Tekist hefur að varð-
veita sérkenni hússins með meters-
þykkum veggjum sínum og hvelf-
ingum og hinn fornlega þokka sem
fylgir háum bogagluggum og gróf-
um fjalagólfum, en um leið skapa
hentugt húsnæði fyrir Norrænu
listamiðstöðina. Hún er eina menn-
ingarstofnunin af þeim 40 sem
Norðurlandaráð rekur, sem ein-
göngu fjallar um sjónlist. Musteri
norrænnar myndlistarsamvinnu, ef
svo má segja.
Sonja krónprinsessa
10. ágúst n. k. verður nýja aðal-
byggingin tekin formlega í notkun
og þá athöfn fremur Sonja, krón-
prinsessa Noregs, og í tenglsum við
það verður ýmislegt gert til hátíða-
brigða. Meðal annars verður opnuð
stór sýning í Herskálanum (Garni-
sonskasernen) á verkum úr norræn-
um myndlistar- og listaverkasöfn-
um. Þar verða verk eftir Asger
Jorn, Siri Derkert, Per Kirkeby, Jó-
hann Briem, Lars Tiller o.fl. meiri-
háttar norræna myndlistarmenn og
hafa verk eftir marga þeirra ekki
áður verið sýnd í Finnlandi. Ásamt
öðrum mun hinn frægi safnfræð-
ingur Carlo Derkert gæða verkin
lífi fyrir sýningargestum með
myndasýningum og fyrirlestrum.
Ný norræn iist
Fyrsta sýning sumarsins á Svía-
vígi verður raunar opnuð þegar 24.
maí, en það er sýning ungra nor-
rænna myndlistarmanna, Aurora. í
henni taka þátt margir áhugaverð-
ustu nýliðarnir, t.d. Nina Sten-
Knudsen, Max M. Book, Bente
Stokke, Silja Rantanen og Halldór
Ásgeirsson.
Og 15. júní verður næsta sýning
opnuð, þ.e. utanhússsýningin Play-
wood í Hamilton-víginu. Nemar í
myndlistar-; arkitektúr- og listiðn-
aðarháskólum . á Norðurlöndum
hafa varið nokkrum vikum á Svía-
vígi til að sýna fram á hvernig gera
megi myndir úr krossviði. í ágúst
mun hópur finnskra ljósmyndara
og myndlistarmanna standa fyrir
hópverkefni, sem þeir kalla Saga
Pater Noster-nafnsins. Það snýst
um neon, það er það eina sem víst
er. . .
Miðstöð
Norræna listamiðstöðin tók til
starfa 1978, framar öðru sem árang-
ur af ötulu starfi Norræna mynd-
listarbandalagsins við að byggja
brýr milli norrænna myndlistar-
manna. Miðstöðin hefur byggst
upp í áföngum á Svíavígi. Fyrst var
sýningarsalurinn í Strandkasernen
tekinn í notkun, 1981 fimm vinnu-
stofur fyrir norræna myndlistar-
menn í Palmstierna-byggingunni,
1984 var opnuð lítil bóksala, sem
seldi listaverkabækur, og hafin
voru útlán á listaverkum og nú er
sem sagt komið að síðasta áfangan-
um. Auk þess hefur miðstöðin um-
sjón með gistivinnustofum í Sví-
þjóð, Danmörku og á Grænlandi.
Norræna listamiðstöðin stendur
fyrir farandsýningum á Norður-
löndum og miðlar á annan hátt
upplýsingum um norræna mynd-
Iist.
Hjörtur 4
honum hafi borist fréttatilkynning-
in varðandi uppsögn sína eftir að
færeyska útvarpið hafði fjallað um
hana í fréttatíma sínum. Þá segir
Hjörtur orðrétt: „Eftir því sem ég
veit best er það næsta óvenjulegt að
maður sem af frjálsum vilja hefur
sagt upp stöðu sinni með lögmæt-
um fyrirvara fái svipuð boð og mér
hafa nú borist frá stjórn Norður-
landahússins í Færeyjum. Þau fá að
jafnaði þeir einir, sem sakaðir eru
um mjög alvarleg eða refsiverð lög-
brot. Af þeim sökum áskil ég mér
allan rétt til þess að ráðgast um það
við sérfróða menn, til hvaða að-
gerða ég kann að grípa samkvæmt
eðli málsins.”
Restin af greinargerð Hjartar eru
svo athugasemdir við fyrrnefnda
fréttatilkynningu.
í fyrsta lagi segir Hjörtur það
rangt að ágreiningurinn hafi jafn-
gilt deilu við alla stjórnina og
starfsliðið. Agreiningurinn hafi
verið við stjórnarformann, varafor-
mann og fyrrverandi forstjóra húss-
ins. Þá segist hann ekki þekkja þær
leiðbeiningareglur um rekstur húss-
ins sem haldið er fram að hann hafi
ekki viljað hlíta.
Ekki vinnst rúm til að gera nánari
grein fyrir öllum atriðum málsins
hér og verður þetta því að nægja að
sinni.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International vilja vekja athygli al-
mennings á máli eftirtalinna sam-
viskufanga í apríl. Jafnframt von-
ast samtökin til að fólk sjái sér fært
að skrifa bréf til hjálpar þessum
föngum og sýna þannig í verki and-
stöðu við að slík mannréttindabrot
eru framin.
Ismail Besikci
er tyrkneskur félagsfræðingur.
Hann afplánar nú 10 ára fangelsis-
vist sem hann hlaut í mars 1982.
Dóminn fékk hann fyrir að hafa
„skaðað álit tyrkneska ríkisins út á
við“, í bréfi sem hann sendi til sviss-
neska rithöfundasambandsins, þar
sem hann talar um Kúrda sem sér-
stakan þjóðflokk. Þó Ismail Bes-
ikci sé ekki Kúrdi, er þetta í þriðja
sinn sem hann er dæmdur í fangelsi
(áður 1971—74 og 1979—81) fyrir
að viðurkenna Kúrda sem sérstakan
þjóðflokk í skrifum sínum, en því
var hafnað opinberlega í Tyrklandi.
Samkvæmt þarlendum lögum er
bannað að kenna kúrdísku og nota
hana opinberlega. Eftir handtök-
una var Ismail Besikci í einangrun í
42 daga. Hann á yfir höfði sér fimm
ára útlegð í borginni Edirne þegar
hann losnar úr fangelsinu.
Tshisekedi wa
Mulumba
er lögfræðingur, fyrrum ráð-
herra, og fulltrúi á þjóðþingi Zaire.
Hann var handtekinn í nóvember
1983 fyrir að ógna öryggi ríkisins,
án frekari útskýringa. Hann var
sendur í útlegð ásamt konu sinni og
sex börnum til Mupompa sem er
þorp í rúmlega 800 km fjarlægð frá
heimili hans í Kinshasa. Konan og
börnin fengu að snúa heim að níu
mánuðum liðnum en Tshisekedi wa
Mulumba er enn í útlegð og má
hann hvorki senda né taka á móti
bréfum eða heimsóknum. Þetta var
í þriðja sinn sem hann var handtek-
inn síðan í janúar 1981. í fyrsta
skipti(jan. 1981—des. 1981)varþað
fyrir að hafa undirritað „opið bréf“
sem gagnrýndi stefnu forsetans. í
annað skiptið (mars 1982—maí
1983) var það fyrir að hafa tekið
þátt í umræðum um myndun nýs
stjórnmálaflokks, en samkvæmt
stjórnarskrá Zaire er aðeins einn
stjórnmálaflokkur leyfður í land-
inu. Auk þess var hann settur í varð-
hald og barinn illa í ágúst árið 1983.
Nguyen Chi Thien
er Ijóðskáld frá Hanoi. Hann
hefur verið í varðhaldi án þess að
hafa hlotið dóm frá 2. apríl 1979.
Ástæðan fyrir því er að hann af-
henti erlendum sendiráðsstarfs-
manni handrit af ljóðum sínum
ásamt bréfi þar sem hann biður um
að ljóðin séu gefin út. Nguyen Chi
Thien sem verður 53 ára í júní nk.
hefur eytt 23 árum í varðhaldi síðan
árið 1958. Amnesty International
telur ástæðuna fyrir handtökum
hans vera gagnrýni á stjórn Viet
Nam, sem kemur fram í ljóðum
hans. Ljóð hans hafa margsinnis
verið birt í erlendum ritum síðan
1980 og lög hafa verið samin við 20
ljóða hans.
Þeir sem vilja leggja málum þess-
ara fanga lið, og þá um leið mann-
réttindabaráttu almennt, eru vin-
samlegast beðnir um að hafa sam-
band við skrifstofu íslandsdeildar
Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykja-
vík, sími 16940. Þar fást nánari
upplýsingar sem og heimilisföng
þeirra aðila sem skrifa skal til.
Skrifstofan eropin frá 16.00—18.00
alla virka daga.
Steingrímur
í Feneyjum
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra er farinn til Ítalíu, þar
sem hann mun sitja ráðstefnu í Fen-
eyjum dagana 10. og 11. þ.m. um
nýsköpun í atvinnulífi sem B. Craxi
forsætisráðherra Ítalíu býður til.
i— • —— - - — ■ " ——• - •• - — - • ■— • ■— - —|
j Hvad er aö gerast í Alþýðuflokknum? j
Hvaö vilja jafnaöarmenn?
j Allt um það í |
| Alþýðublaðinu i
• l
j Fylgstu með þróuninni frá fyrstu hendi. j
| Vertu áskrifandi að Alþýðublaöinu. j
Áskriftarsíminn er 81866.
I_____________________________I
ST. JÓSEFSSPÍTALI
Landakoti
HJÚKRUNARFRÆÐINGA vantar til sumarafleysinga.
Boðið er upp á aðlögunarkennslu. Umsóknir ásamt
upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunar-
forstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 frá
kl. 11—12 og 13—14 alla virka daga.
Reykjavík 10.04.1985.
skrifstofa hjúkrunarforstjóra.
NÁMSGAGNASTOFNUN
Lausar stöður
Námsgagnastofnun óskar að ráða 2—3 starfsmenn til
að hafa umsjón með verkefnum á sviði námsefnisgerð-
ar. Kennaramenntun er tilskilin og reynsla af námsefn-
isgerð æskileg. Nánari upplýsingar gefur Sigurður
Pálsson deildarstjóri. Umsóknum ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störfsé skilað til Námsgagna-
stofnunar fyrir 1. mai.
Q| ÚTBOÐ
Tilboð óskast í heildarinnanhús frágang ( 1. hæð B-
álmu Borgarspítalans, þ.e. smlði og uppsetningu
veggja, hurða, lofta og handriða ásamt málun, dúka-
lögn o.fl. allt innanhúss ( B-álmu Borgarspltalans. Svo
og raflagnir hreinlætis- og gaslagnir og loftræstilagnir
fyrir byggingadeild. Útboðsgögn eru afhent á skrif-
stofu vorri Frlkirkjuvegi 3, Reykjavfk gegn kr. 5000 skila-
tryggingu.Tilboðin verðaopnuðásamastað þriðjudag-
inn 16. aprll n.k. kl. 14.00 e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800