Alþýðublaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 4
alþýðu- Laugardagur 4. maí 1985 Útgefandi: Blað h.f. Stjórnniálaritstjóri og ábm.: Guðmundur Árni Stefánsson. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson og Sigurður Á. Friðþjófsson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson og Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Eva Guðmundsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Rvík, 3. hæð. Sími:81866. Setning og umbrot: Alprent h.f., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Siðumúla 12. r Askriftarsíminn er 81866 í lausasölu 20 kr. Vigfús Ingvarsson: Vonlaust getur það verið Þú átt að vernda og verja, þótt virðist það ekki fært, allt, sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. Þetta ljóð eftir Guðmund Inga Kristjánsson, kom upp í mínum huga þegar ég var að hugsa sem mest um að flýja land. Flýja þetta land þar sem auðvald- ið ræður öllu, og vegur yfirstéttar er greiddur í öllu. Verkamannastéttin berst fyrir því að eiga ofan í sig og á. Hún er að reyna að eignast þak yfir höfuðið, og tekur þar af leiðandi lán, sem hækka stöðugt eftir hverja greiðslu. Húsnæðisstjórn hefur átt í örð- ugleikum með að veita sín lán, þannig að menn treysta á bankana. Bankastjórarnir segjast ekki geta lánað svo háa upphæð sem lán hús- næðisstjórnar er, en þeir eru reiðu- búnir til að lána tæplega helming- inn. Hver hefur séð þann árangur sem ríkisstjórnin stærir sig af að hafa náð; að lækka verðbólguna niður í 20%? Hvaðan koma peningarnir sem greiða allar nýbyggingar bankanna? Er þetta ekki alltaf sama sagan? Þeir sem peningana hafa sjá til þess að stéttaskipting í landinu aukist fremur en hitt. Hvers á þá láglaunafólkið að gjalda? Ég er a.m.k. orðinn hundleiður á að borga fyrir þessa yfirstétt sem kemst hjá því að borga skatta. Svo er fólk að segja að Jón Bald- vin sé ekkert annað en loftbóla, þegar hann er að segja sannleikann, á því máli sem fólkið skilur. Jón Baldvin er mikill ræðumað- ur, það dyist engum. Það virðist fara í taugarnar á andstæðingunum að Jón Baldvin skuli fara til fólks- ins og sannfæra það um, að árangur ríkisstjórnarinnar sé aukið at- vinnuleysi, aukin stéttaskipting, dýrari heilsugæsla og þannig mætti lengi telja. Verkamenn eru verr sett- ir nú, en þegar þessi árangursríka ríkisstjórn tók við völdum, og sem er nú að stæra sig af öllum sínum glæsilegu sigrum. En virðist samt ekki geta leyst eitt minniháttar vandamál, sem er stóll handa Þor- steini Pálssyni, formanni Sjálf- stæðisflokksins. í gegnum árin hefur verið talið að Alþýðubandalagið hafi verið eini verkamannaflokkurinn, en annað hefur komið í ljós. Hvar er Alþýðubandalagið nú? Þeir sem segjast ekki vilja her í landinu, og lofa verkamönnum gulli og grænum skógum við hverj- ar kosningar, og hóta Kapítalistum öllu illu. Ég tel að Alþýðubandalagið sé ekki annað en loftbóla sem hefur sniðgengið öll sín kosningaloforð í gegnum árin. Sjáum bara afstöðu þeirra til fríðinda bankastjóra. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins semur ályktun til að semja eitt- hvað. Mótmælir bílastyrkjum til bankastjóra, og vill að kaup og kjör bankastjóra verði ákveðin af Kjara- dómi og afgreiðsla þeirra mála tek- in frá bankaráðum. Þarna eru þeir að bjarga sínu eigin skinni. En lítum svo á ályktun þing- flokks Alþýðuflokksins. Þar er það skýrt tekið fram að bankaráðsmenn eigi að taka afleiðingum gerða sinna. Því það eina rétta er að bankaráðsmenn eiga að segja af sér þar sem þeir hafa ekki virt sam- þykkt Alþingis. Alþýðubandalagið er ekkert betra en hinir kerfisflokkarnir. Það er fyrir Iöngu orðið ljóst að ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar er í slæmum háska. Henni verður ekki bjargað Ríkisstjórnin heldur, og treystir því enn að henni verði bjargað með gömlum yfirlýsingum og slæmri samvisku. En öllum öðrum en ríkis- stjórninni er orðið ljóst að henni verði ekki bjargað með þeim hætti, nema hún leggi sjálf sitt af mörk- um, sem virðist útilokað eins og málum er háttað í dag. Ríkisstjórninni verður ekki bjargað nema þeir, sem notið hafa hylli ríkisstjórnarinnar, axli þær byrðar sem verkamenn eru að kikna undan, og ekki heldur verður henni bjargað ef hún ætlar að halda á- fram að breikka bilið milli ríkra og fátækra. Ef það er staðfastur vilji ríkis- stjórnarinnar, að láta misréttið af- skiptalaust, skulu þá þeir hinir sömu taka afleiðingunum, sem er landflótti, eins og átti sér stað 1968 —1972, sem þegar er hafinn á ný. Ríkisstjórnin og stjórnarflokk- arnir settu allt sitt traust á útsjónar- semi og þolinmæði verkafólks, þeg- ar gengið var frá hallalausu fjár- lagafrumvarpi 1985. Á sama tíma settu skattsvikarar allt sitt traust á ríkisstjórnina að standa vörð um löghelgað og ólög- legt skattfrelsi. Alþýðuflokkurinn hefur þurft að sætta sig við marga ósigra. En nú er hann á uppleið með Jón Baldvin í broddi fylkingar. Þegar alþýðuflokksmenn komast í valdastólana, mun hugsjónin um velferðarþjóðfélag fá byr undir báða vængi. Sumum finnst þetta kannski bjartsýni, og segja að það þýði ekki að hafa Alþýðuflokkinn með í stjórn vegna þess að þeir muni slíta stjórnarsamstarfinu og efna til kosninga líkt og áður. Af hverju hefur Alþýðuflokkur- inn þennan leiðinlega stimpil? Eða ætti maður frekar að spyrja, hvers vegna hafa þingmenn Al- þýðuflokksins viljað ganga úr stjórn? Er það kannski vegna þess að samstarfsflokkar hafa búið þannig um hnútana, að þingmenn Alþýðuflokksins hafa ekki fengið færi á að standa við sín kosninga- loforð? Hvað segja hinir? Áður en menn gefa þennan óþarfa stimpil, skulu þeir líta á hina flokkana. Kvennalistinn berst fyrir auknu jafnrétti. Sömu laun fyrir sömu vinnu. Þetta er og hefur verið eitt af helstu baráttumálum Alþýðu- flokksins undanfarin ár. Bandalag jafnaðarmanna vill ekki að einir stjórni öðrum, en eru duglegir að semja frumvörp sem fólkið í landinu á að hlýða. Alþýðubandalagið er stefnulaus flokkur sem fer í stjórn með hverj- um sem er, bara ef alþýðubanda- lagsmenn fá valdastöður. Við höfum heldur betur séð vilja Framsóknarflokksins og Sjálf-’ stæðisflokksins; troða á verkalýðn- um eins og hægt er. Samkvæmt skoðanakönnunum dagblaðanna er Alþýðuflokkurinn næst stærsti stjórnmálaflokkurinn. Það er vissulega mikill sigur, og þá sérstaklega fyrir Jón Baldvin, því þetta er árangur dugnaðar og erfið- is. En Alþýðuflokkurinn á ekki að vera næst stærsti flokkurinn, hann á að vera lang stærsti flokkurinn. Þegar jafnaðarmenn sem hafa verið í heimsókn í Sjálfstæðis- flokknum koma heim, eru engir eftir í lang stærsta flokki landsins aðrir en hörðustu frjálshyggju- menn sem hafa það eitt fyrir sér, að græða á þeim sem minna mega sín. Hvað viljum við? Við jafnaðarmenn hljótum að mótmæla þessari þjóðarskiptingu ríkra og fátækra. Við jafnaðarmenn hljótum að krefjast þess að ekki sé okrað á heil- brigðiskerfinu eins og nú er gert. Við jafnaðarmenn hljótum að krefjast þess að hert verði á skatta- eftirliti. Við jafnaðarmenn hljótum að krefjast þess að komið verði til móts við unga fólkið, sem er að reyna að eignast þak yfir höfuðið. Við jafnaðarmenn hljótum að beita okkur fyrir því að jafnrétti karla og kvenna náist í reynd, og að konur verði ekki sniðgengnar við ráðningu í störf og við stöðuhækk- anir. Við unga fólkið, erum að krefjast þess að komið verði til móts við okkur. Það gerum við best með því að taka þátt í starfi félaga ungra jafnaðarmanna, til að móta okkar kröfur sjálf, en ekki láta aðra taka ákvarðanir fyrir okkur. Ég vil hvetja allt ungt fólk til að taka þátt í starfi ungra jafnaðar- manna. Að lokum; Jón Baldvin Hanni- balsson er maður unga fólksins. Vigfús Ingvarsson FUJ í Reykjavík. MOLAR Heilsudrykkur Þá hefur loksins fengist staðfest- ing á því, sem bjórvinir vissu. Bjór er hinn mesti heilsudrykkur. Svo segir að minnsta kosti þýskur matvæladoktor, sem heitir dr. Letz. Samkvæmt honum er öl gott fyrir hjarta og taugar, það hefur góð áhrif á streitu og síðast en ekki síst er það gott fyrir húðina, hreinsar hana og gefur henni fall- egt litarraft. Annar þýskur vís- indamaður, prófessor Piendl, sem starfar við háskólann í Múnchen, hefur sannað að í bjórnum eru yf- ir 300 holl efni, sem eru mikilvæg fyrir vöðva og vefjauppbyggingu líkamans. • Svæðin skipulögð Skipulagsstofa höfuðborgar- svæðisins hefur sent frá sér drög að greinargerð um svæðisskipulag svæðisins 1985—2000, og hafa margir beðið spenntir eftir verk- inu, því í inngangi segir: „Nokkuð hefur gætt óþolinmæði sumra sveitarstjórnarmanna með fram- vindu skipulagsvinnunnar". En í greinargerðinni kemur það fram í orðum Júlíusar Sólnes, að merkilegur áfangi í skipulagsmál- um svæðisins hafi átt sér stað með starfi og samvinnu hinna níu að- ildarsveitarfélaga. Svæðið spann- ar frá Hafnarfjarðarsvæðinu í suðri til marka Kjósarhrepps í Hvalfjarðarbotni í norðri. Á þessu svæði bjuggu í lok síðasta árs um 130.000 manns, sem gera 54% landsmanna. í íbúaspá Framkvæmdastofnunar er gert ráð fyrir því að íbúarnir verði orðnir 141.000 árið 1995 og síðan orðnir 152.000 árið 2005 og að þá verði hlutfall svæðisins komið niður í 52%. Einnig er gert ráð fyrir möguleikanum á örari íbúa- fjölgun, þannig að árið 2005 gætu íbúarnir orðið allt að 170.000 og þá um 60% landsmanna. Dósavín Það nýjasta í alkóhólmenningu veraldarinnar er vín á dósum. Það er hin mikla vínþjóð.Frakkar, sem ríða á vaðið með þessar víndósir. Er búist við að dósir þessar muni njóta mikilla vinsælda einkum og sér í lagi meðal ferðamanna. Aft- ur á móti eru náttúruverndar- menn ekkert yfir sig hrifnir af uppátækinu, segja sem satt er, að nóg sé af ruslinu sem ferðamenn skilja eftir sig, þó þessar víndósir bætist ekki ofan á bjórdósir, nið- ursuðudósir, gosdósir og aðrar dósir sem liggja tvist og bast í guðsgrænni náttúrunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.