Alþýðublaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 2
Laugardagur 4. maí 1985 l-SUNNUDAGSLEIÐARI' Sumarkoman Það er komið vor. Sumarið er á næsta leiti. Og enda þótt árstíðaskil séu stundum óljós mjög hér Norður í Atlantshafi og glöggan og afdrátt- arlausan mun sé ekki að finna á vetri, vori, sumri og hausti hvað veöurfarið varðar, þáfinn- ur fólk altént fyrir þeim birtuauka sem kemur meó hækkandi sól, vori og gróanda. Og viö íslendingar kunnum að meta vorið. Eftir langt tímabil, myrkurs, kulda, ófærðar og alls þess sem íslenskum fipnbulvetri fylgir, þá tekur sálartötriö rækilega við sér, þegar hlýna tekur I veðri, gróður fer að láta á sér kræla og vorboðans — lóunnar — verður vart. Ekki þar fyrir, að veturinn að þessu sinni, hef- urverið landsmönnum mildari en oft áður. Það breytir þó ekkj þeirri staðreynd, að vetur er vet- ur, dimman og drunginn sem þeirri árstíð fylgir eru ævinlega til staðar, enda þótt veðrabrigði kunni að vera breytileg frá einu ári til annars. Því hefur verið haldið fram, að hið langa ttmabil rökkurs hérlendis frarpkalli þau skap^ gerðareinkenni íslendinga, að þeir séu öllu jöfnu, þungbúnir, seinteknir og húmorslausir. Vissulega eru alhæfingar af þessu tagi var- hugaverðar; tæþast er gerlegt eða verjandi að gera heilli þjóð upp tiltekna skapgerð eða^t- ferlisvenjur. Svo margt er sinnið sem skinnið. Hinu verður þó ekki á móti mæit, að ákveðnar samskiptavenjur, ákveðið mannlffsmynstur verður til hjá hinum ýmsu þjóðum. Hvernig þær venjur verða til er ekki auðvelt að segja til um. Þar geta komiö inn I þættir eins og stjórn- arfar, efnahagsástand og annað fleira. Og veðr- ið er ekki lítill örlagaþáttur I þeim efnum. Veðr- ið spinnur verulegan hlut I samskiptavef og — venjum fólks. Kuldi og myrkur gera það að verk- um að fólk heidursig innandyraáeigin heimil- um; félagsleg samskipti verða minni en ella. En þegarsólin gægist fram með birtu og yl ereins og fjötrum sé létt af mannskepnunni; bros gægjast fram, fólk gefur sér tíma til að stpldra við á götum úti og spjalia við náungann; fólk verður jákvæðara og opnara gagnvart umhverfi sínu og samborgurum. Vorkoman er langþráður gleðigjafi. Henni fagna íslendingar nú sem fyrr á tfmum. En hringrás hins eilifa tíma heldur áfram; það kemur vetur á ný. í llfinu er ekkert varanlegt. Síst af öllu veðrið. Og árstfðir koma og fara. Þess vegna verður fólki að lærast að njóta augnabliksins; veratil og lifa Iffinu lifandi með- an tækifærin gefast. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fögnum því sumri og sól meö gleði f hjarta og notum til hins ftrasta þau tækifæri sem birta sumarsólarinnar gefur. Sumarið staldrar stutt við. En er á meðan er. Lærum að njóta þeirra lifsins gæðaer náttúran af örlæti miðlar. —GÁS. Mótmœlt 1 firðinga hf. Segir Fulltrúaráðið að hér sé ómaklega að mönnum vegið, hið rétta sé, að formaður Hlífar hefði sagt að hann persónulega myndi ekki beita sér fyrir því að fólk keypti bréf og sé á þessu veru- legur munur. „Forystumenn verka- lýðsfélaganna óska Ú.H. besta gengis í hlutafjársöfnun og hverj- um þeim aðgerðum er mega verða til þess að fyrirtækið fari hið bráð- asta í gang”. Itreka verkalýðsfélögin áskorun sína um að viðræður verði teknar upp um virka atvinnumála- nefnd sem hafi það að markmiði að móta atvinnustefnu Hafnarfjarðar á þann veg, að slys á borð við þaö. sem nú er orðið varðandi B.U.H. endurtaki sig ekki. Á aðalfundinum var Grétar Þor- leifsson kjörinn formaður Fulltrúa- ráðsins og Sigurður T. Sigurðsson varaformaður. Réttarstaða 1 tímanum geta risið upp mikil vandamál við sambúðarslit þegar aðeins annar aðilinn er skráður eig- andi fasteigna. í hæstaréttardóm- um má sjá að oft hefur verið farin sú leið, til að draga úr mesta órétt- Iætinu, að dæma konunni þóknun fyrir störf hennar í þágu heimilis- ins. Það liggur þó í augum uppi, ef eignamyndun hefur verið mikil á sambúðartímanum, að slík þóknun getur verið hverfandi í samanburði við eignirnar. Hin síðari ár hefur þó niðurstaða dómstóla um slit óvígðr- ar sambúðar í auknum mæli verið sú til að koma í veg fyrir ósann- gjarna niðurstöðu, að farið er að dæma um hlutdeild í eignamyndun á sambúðartímanum eða viður- kenna sameign aðila. Með þeirri stefnubreytingu er að nokkru leyti tekið tillit til framlags beggja til eignamyndunar sem orðið hefur á sambúðartímanum. Ljóst er þó að dómstólaleiðin er bæði erfið, dýr og oft seinvirk. Það getur því tekið nokkur ár að fá niðurstöðu um fjárskipti við slit á óvígðri sambúð. Með þeirri Ieið, sem hér er lögð til í þessu frumvarpi — að skiptarétti verði heimilt að skipta búi sambúð- arfólks, — yrði komið í veg fyrir löng og erfið málaferli fyrir al- mennum dómstólum" Sameiginlegt 1 framboð virka sem raunverulegur og öflugur valkostur gegn borgar- stjórnarmeirihluta Sjálfstæðis- flokksins og kasta fyrir róða þeim Vegna þeirrar umræðu, sem nú á sér stað í þjóðfélaginu um full- vinnslu sjávarafurða, vill aðalfund- ur Sölustofnunar lagmetis vekja at- áróðri sjálfstæðismanna, að vinstri flokkarnir geti ekki stjórnað borg- inni í sameiningu vegna innri óein- ingar og samstöðuleysis. Glund- roðakenning íhaldsins yrði þannig dauð og ómerk. I félagshyggjuflokkunum eru skoðanir um ágæti þessara hug- mynda að vonum skiptar, en ítar- legar umræður hafa ekki farið fram innan flokkanna um þessi mál, eftir því sem Alþýðublaðið kemst næst. Flestir munu þó sammála um, að ástæða sé til að skoða hugmyndir af þessu tagi, þótt þær geti virst óraunhæfar við fyrstu sín. Ýmsir erfiðleikar eru á framkvæmd og áhugi að vonum mismikill á ein- staklingum í flokkunum fjórum. Málfundafélag félagshyggju- fólks hefur afráðið að hleypa af stokkunum umræðu um þessi mál og verður opinn fundur haldinn að Hótel Hofi þann 7. maí næstkom- andi, næsta þriðjudag kl. 20.30. Þar munu einstaklingar frá félags- hyggjuflokkunum ræða þessi mál vítt og breitt og almennar umræður fara fram. hygli á, að lagmetisiðnaðurinn hef- ur þá sérstöðu, að innan hans er einungis um að ræða fullvinnslu sjávarafla sem tilbúinnar neytenda- vöru. Ýmsir möguleikar eru enn ekki fullnýttir og enn fleiri ókannaðir. Aðalfundur SL beinir því til stjórnvalda, að þau geri tafarlaust ráðstafanir til að búa þannig að lag- metisiðnaðinum að aðstaða hans til samkeppni á erlendum mörkuðum verði hin sama og keppinautarnir búa við. í þessum tilgangi skorar aðal- fundur SL á stjórnvöld að beita sér fyrir eftirfarandi: a) Unnið verði að niðurfellingu verndartolla á EBE-mörkuð- um og í Bandaríkjunum, en dæmi eru um að greiða þurfi lOVo toll af íslensku lagmeti til EBE-landa á sama tíma og lag- meti frá EBE-löndum er flutt inn til íslands án tolla. b) Afurðalánum verði breytt í það horf að fjármagnskostnaður íslenskra lagmetisverksmiðja verði sambærilegur og hjá keppinautum okkar í Evrópu. c) íslenskum lagmetisiðjum er höfuðnauðsyn að stöðugleika verði komið á í íslenskum efna- hagsmálum, eigi þær að geta staðist hina hörðu samkeppni á erlendum mörkuðum. Því skorar fundurinn á stjórnvöld að treysta stöðu íslensks efna- hagslífs og tryggja þannig starfsemi atvinnuveganna í landinu. Útboð Tilboð óskast I prentun kennslubóka fyrir Námsgagnastofn- un. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavik. Tilboð verða opnuð á sama staö kl. 11:00 f.h. 15. mai n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Boraartúni 7. sin S.344 Kaupfélagsstjóra vantar Kaupfélag ísfirðinga óskar að ráða kaupfélags- stjóratil félagsins. Umsóknir sendist til kaupfé- lagsstjórans fyrir 25. maí n.k. Kaupfélag ísfirðinga Austurvegi 2 400 ísafirði Laus staða Bændaskólinn á Hólum óskar að ráða kennara I almennum búfræðigreinum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneytinu fyrir 25. mal n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 30. apríl 1985. Stjórnvöld geri lagmetis- iðnað samkeppnishæfan ÆL'X ; * Wb ■- Nýkjörin stjórn S.L.: Fremri röð frá vinstri: Böðvar Sveinbjarnarson, Kristján Jonsson Rafn A. Sigurðsson formaður, Þorsteinn Jónsson vara- formaður og Einar Sigurjónsson. Aftari röð f.v.: Theódór S. Halldórsson framkv.stjóriS.L., Gunnar Skaptason, Jón Kristjánsson, Jon Guðl. Magn- ússon, Magnús Tryggvason og Stefán Melsteð. Aðalfundur Sölustofnunar lagmetis Útflutningur tvö- faldast á $ árum Aðalfundur Sölustofnunar lag- metis var haldinn í Reykjavík 19. apríl sl. og sátu hann fulltrúar að- ildarverksmiðja víðsvegar af land- inu. Rafn A. Sigurðsson, formaður stjórnar SL, og Theódór S. Hall- dórsson, framkvæmdastjóri SL, gerðu grein fyrir skýrslu stjórnar og reikningum, sem voru lagðir fram. Þráinn Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins og dr. Grímur Valdimarsson, forstjóri Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins, fluttu erindi um sölu- og markaðs- mál og rannsóknir og vöruþróun í þágu lagmetisiðnaðarins. Útflutningur á vegum Sölustofn- unar lagmetis á árinu 1984 jókst frá árinu áður. Út voru flutt tæplega 3000 nettó tonn, sem var um 9% aukning frá árinu 1983, og er verð- mætishækkunin 26% frá fyrra ári í ísl. krónum. Heiidarútflutningur ársins 1984 er sá mesti, sem verið hefur frá upp- hafi SL. Árið 1977 flutti SL út 1300 nettó tonn og hefur útflutningurinn því rúmlega tvöfaldast síðan. Helsu tegundir, sem voru fluttar út voru rækja, gaffalbitar, kippers (léttreykt síldarflök), kavíar og þorskalifur. Stærstu viðskiptalöndin eru Efnahagsbandalagslöndin, Sovét- ríkin og Bandaríkin. Á fundinum voru eftirtaldir menn kjörnir í stjórn SL: Aðalmenn: Kristján Jónsson, Rafn A. Sigurðsson, Þorsteinn Jónsson, Einar Sigurjónsson, Böðvar Sveinbjarnarson. Vara- menn: Magnús Tryggvason, Jón Kristjánsson, Gunnar Skaptason, Jón Guðlaugur Magnússon, Stefán Melsted. FÉLAGSSTARF ALt?ÝÐUFLOKKSINS Alþýöuflokkskonur Fundur starfshópa um skattamál verður haldinn f fé- lagsmiðstööinni þriðjudaginn 7. maf kl. 20. Mætum allar Hópstjórar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.