Alþýðublaðið - 20.06.1985, Qupperneq 1
Sjómenn semja:
Fimmtudagur 20. júní 1985
114. tbl. 66. árg.
Frumvarpið um viðskiptabankana:
Tryggingasjóð-
urinn fór inn
Starfsaldur-
inn í gegn
Stjórnarliðar vilja
ekki starfsmanna-
ráð, en cetla að setja
upplýsingaskyld-
una í reglugerð.
Frumvarp ríkisstjórnarmnar uin
vióskiptabanka er nú í höndum efri
deildar og verður þar afgreitt fyrir
þinglok. Ncðri deild afgreiddi
fruntvarpið frá sér og gerðist þá það
meðal annars að tekinn var inn i
frumvarpið að tillögu Alþýðu-
flokksins nýr kafli um Trygginga-
sjóð viðskiptabanka, sem liafi það
markmið að tryggja full skil á inn-
lánsfé þegar skipti á búi viðskipta-
banka ber að.
„Ég er mjög ánægður með að
meirihlutinn skuli hafa tekið upp
þessa tillögu mína og reyndar fleiri,
en þetta var einn af stærstu punkt-
unurn sem vantaði í frumvarpið.
Hins vegar treysti meirihlutinn sér
ekki til að samþykkja ákvæði um
starfsmannaráð og taldi upplýs-
ingaskylduna ekki eiga heima í lög-
um. Varðandi þetta siðast talda
liggur þó fyrir loforð um að upplýs-
ingaskyldan — um risnu, ferða-
kostnað, bifreiðakostnað, launa-
kostnað og fleira — verði tekin inn
í reglugerð. Þá er þess að geta að
felld var tillaga mín um sameiningu
Útvegsbankans og Búnaðarbank-
ans” sagði Kjartan.
Lögin eiga að taka gildi 1. janúar
1986. Sú grundvallarbreyting sem
lögin hafa í för með sér er, að við
gildistökuna verða ein lög fyrir alla
viðskiptabanka. Stigið er frjáls-
ræðisskref i vaxtamálum og varð-
andi stofnun útibúa, sett eru skil-
yrði um hlutabréfaeign. í frurrr-
varpinu er skilyrði unr að fasteignir
sem notaðar eru undir starfsemi
bankanna nemi ekki meir en 65%
af eigin fé. Nú uppfyllir aðeins einn
banki slíkt skilyrði, en það þýðír
t.d. að aðrir bankar geta ekki stofn-
að ný útibú nema til komi bætt eig-
infjárstaða.
Eyjólfur og Eiður:
Sjónvarpið ei
í útvarpshúsið
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta fara frain atluig-
un á því hvcrnig hagfelldast sé að
nýta þann lilufa hins nýja útvarps-
húss við Hvassaleiti sem ætlaður
hefur verið sjónvarpsdeild Ríkisút-
varpsins. Skal athuguninni hraðað
svo sem kostur er. Gengið er út frá
því að starfsemi sjónvarps verði
áfram í núverandi húsakynnum við
Laugaveg.”
Þannig hljóðar þingsályktunar-
tillaga, sem þeir Eyjólfur Konráð
Jónsson (D) og Eiður Guðnason
Framh. á bls. 2
Á hádegi í gær var verkfalli Sjó-
mannafélags Kcykjavikur aflýst,
eftir að félagsfundur liafði sam-
þykkt samhljóða það samkomulag
sein undirritað hafði v.erið við út-
vegsmenn kvöldið áður. Er þar með
lokið mánaðarverkfalli sjómanna í
Reykjavík.
Sanrningarnir tókust mjög
snöggt og mun Ásmundur Stefáns-
son forseti ASÍ .hal'a miðlað mál-
um. Þó telja sjómenn að það hafi
haft úrslitaáhrif að hótað hafði ver-
ið vinnustöðvun á fraktskipunum.
Taldi heimildarmaður Alþýðu-
blaðsins hjá Sjómannafélaginu
öruggt, að VSÍ hefði rekið Kristján
Ragnarsson til að senrja. Sagði
hann það augljóst mál, þar sent
þessir samningar koma strax í kjöl-
far á boðun vinnustöðvunar á
fraktskipum.
Einsog mönnum er kunnugt
strönduðu samningar fyrst og
fremst á því hvort starfsaidur yrði
metinn til launa. Lögðust útvegs-
mcnn alfarið gegn því og töldu sig
þar vera að verja prinsipp, sent
reyndar var búið að brjóta nteð
samningunt á Vestfjörðum. Sjó-
mannafélag Reykjavikur fór l'ram á
að starfsaldurshækkanirnar yrðu
5% eftir fimm ára starf hjá sarna
útgerðarfyrirtæki. Fengu þeir l'jög-
ur prósent, og er jafnframt í santn-
ingnum ákvæði unt aðeftir tveggja
ára starf hjá sömu útgerð fái við-
komandi 2% hækkun.
Þá var deilt um uppsagnar-
ákvæðin, en fram til þessa hefur
Frumvarp Kjartans Jóhannssonar sambykkt
Lagfærmg á húsnæðislögum
Neðri deild Alþingis sainþykkti á
þriðjudaginn frumvarp Kjartans
Jóhannssonar um sölu á íbúðum,
sem byggðar voru til útrýmingar á
heilsuspillandi húsnæði fyrir 1980.
í viðtali við Alþýðublaðið í gær
sagði Kjartan, að frumvarp þetta,
sem samþykkt var samhljóma, væri
lagfæring á húsnæðisstjórnarlög-
unum. Lögin sem gilda nú eru orðin
úrelt og ekki hægt að fara eftir
þeim. Fólk sat orðið uppi með þess-
ar íbúðir, og gat ekki selt íbúðirnar
vegna þess að lögin voru úrelt.
Sú skipan sem hefur verið á þess-
um málunt hefur skapað vand-
ræðaástand og þar sem ekki er vit-
að hver eigi að meta þessar íbúðir né
heldur hvort sveitarfélögin hafi for-
kaupsrétt á þeim, situr allt fast í
kerfinu.
í frumvarpi Kjartans er lagt til að
hið sama gildi um þessar íbúðir og
um verkamannabústaði og að
stjórn verkamannabústaða fari
með stjórn þessara mála. Munu
sveitarfélögin fá forkaupsrétt á
þessum íbúðum en er heimill að af-
sala sér honum. Síðan er sveitarfé-
lögunum í sjálfsvald sett að selja
þessar íbúðir aftur á sömu kjörum
og verkamannabústaði.
Bjóst Kjartan Jóhannsson við að
frumvarpið yrði tekið strax fyrir í
efri deild og verði það samþykkt
þar, sem allar likur benda til, þá
verður það að lögum.
verið hægt að segja undirmönnum
upp með viku fyrirvara. Fóru sjó-
menn fram á að uppsa'gnarfrestur-
inn yrði lengdur í mánuð. Fengu
þeir hann lengdan í tvær til þrjár
vikur eftir starfsaldri. Auk þess var
samið um að fatapeningar hækk-
uðu í 1536 kr. á nránuði. Hjá Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur var okkur
tjáð að menn væru sæmilega sáttir
við santninginn. Aðal ntálið hefði
verið að fá starfsaldurshækkanirn-
ar viðurkenndar og það hefði tek-
ist, þó prósenturnar væru lágar.
Kópavogur:
Guðmundur
formaður
bæjarráðs
Guóimindiir Oddsson, formaður
framkvæmdastjórnar Alþýðu-
flokksins, var kjörinn formaður
bæjarráðs Kópavogskaupstaðar i
kosningum til eins árs í lok síðustu
viku.
Guðntundur tekur við af Ragnari
Snorra Magnússyni, Framsóknar-
flokki, sem forinaður, en Ragnar
var kjörinn forseti bæjarstjórnar
og tekur við af Birni Ólafssyni, Al-
þýðubandalagi. Nýtt bæjarráð er
skipað Guðmundi Oddssyni, for-
manni, Skúla Sigurgrímssyni, vara-
formanni, Birni Ólafssyni og frá
minnihlutanum þau Richard Björg-
vinsson og Ásthildur Pétursdóttir.
Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar er
nú Heiðrún Sverrisdóttir og annar
varaforseti Rannveig Guðmunds-
dóttir.
Hugað að virðingu
Nú virðist loksins sjá fyrir end-
ann á lengsta þinghaldi Islands-
sögunnar. Er stefnt að því að því
Ijúki á morgun.
Á síðustu stundu tókst að keyra
lánsfjárlögin i gegn en samkvæmt
lögum hefði átt að gera það um
mánuði áður en þingmenn fóru í
jólafri. En betra er seint en aldrci.
Víxlar voru slegnir grimmt á hin-
um alþjóðlega lánamarkaði og
þjóðinni sökkt enn dýpra í
skuldafenið.
í þjóðhátíðarræðu sinni varar
forsætisráðherra við þessari þró-
un, þróun sem óneitanlega getur
orðið þess valdandi að við glötum
því sjálfstæði, sem við öðluðumst
fyrir 41 ári.
Eftir að forsætisráðherra hefur
þánið háfleygt flug um ægifagra
náttúru íslands og hrikaleg kletta-
belti Alpanná, með hæfilegum til-
vitnunum í Jónas og Ómar Ragn-
ars, lendir hann í lokaorðunum í
skuldafeninu. Með dúandi land
undir fæti, varar hann launamenn
við þeirri vá að krefjast of hárra
launa. Því er sú viðvörun gefin, að
þjóðarbúið er svo ofhlaðið er-
lendum skuldunt að engin leið er
til að bæta lífskjörin. Svo mælir
sá ntaður, sem manna ötulast hef-
ur unnið að því að sökkva þjóð-
inni í fenið undanfarinn áratug.
Það er engin ástæða fyrir for-
sætisráðherra að hafa áhyggjur.
Launamenn eru hófsamir. Tveim
dögum fyrir fjörutíu og einsárs
afmælið sýndu þeir það dreng-
lyndi og þann skilning á erfiðri
stöðu Steingríms, sem er ekki bara
búinn að glata trausti erlendra
lánadrottna, heldur og íslenskra
kjósenda, að semja upp á nokkur
prósent. Nú getur Steingrímur
andað léttara því kollsteypan
margumtalaða í haust er úr sög-
unni og þar með sá blóraböggull,
sem átti að ríða stirðri stjórnar-
sambúðinni að fullu. En fleiri
geta andað léttara. Vinnuveitend-
ur eru ef að líkum lætur í sjöunda
himni yfir þessum samningum og
ekki þurfa launþegar að óttast að
níðþung launaumslög sligi þá í
vikulokin. Fljótt á litið virðast því
ailir eiga að geta sætt sig við sitt
hlutskipti.
Forsætisráðherra var heldur
ekki seinn að gefa út yfirlýsingu,
um að reynt yrði að stemma stigu
við óhóflegum verðlagshækkun-
um í kjöifar samninganna, enda
nýbúið að hækka flest allar vörur,
nokkrum vikum fyrir samning-
ana. En hækkanir, aðrar en
launahækkanir, koma svo ótt og
títt, að landsmenn eru löngu
hættir að taka eftir þeim. Þó ein-
staka blaðamenn reyni að þyrla
upp moldviðri daginn eftir hækk-
un, þá er verðbólguþjóðin löngu
orðin ónærn fyrir slíku.
Fyrst talið hefur borist að fjöl-
miðlafólki, en sjálfur telst ég tii
þess óöfundsverða hóps, get ég
ekki látið hjá líða, að minnast á
þann atvinnuróg, sem stétt mín
hefur orðið að þola að undan-
förnu. Reyndar hefur rógurinn
komið úr hörðustu átt, því að
honum hafa staðið þingmenn.
Hafa ásakanirnar gengið svo
langt að blaðamenn og ljósvaka-
menn hafa verið sakaðir um
mútuþægni af Ólafi þinghelga.
Aðrir þingmenn hafa látið sér
nægja að segja blaðamenn gefa
ranga mynd af störfum þingsins.
Nú efast ég um að neinsstaðar á
byggðu bóli sé jafn vel fylgst með
störfum þjóðþings af pressunni
og hér á Islandi. Astæðan er ein-
faldlega fréttaskortur í landinu.
Ekki er endalaust hægt að skrifa
um veðrið þó rysjótt sé né gæftir
þó þær séu svona upp og ofan.
Hér hefur bara verið framið eitt
bankarán og óupplýst morð eru
sem betur fer sjaldgæf. Svo er bú-
ið að gera kollsteypuna í haust að
engu, svo það er fátt urn fina
drætti. Þá er fátt annað til ráða en
að kíkja við niðri á Alþingi og
fylgjast með hvernig þessum
kjörnu fulltrúum okkar tekst að
klúðra bjórfrumvörpum og út-
varpslögum.
Þó þingmennirnir virðist ekki
bera hag blaðamanna mjög fyrir
brjósti þá verður ekki það sama
sagt um biaðamennina. Ekki alls
fyrir Iöngu hrukkuðu blaðamenn
ennið og settu upp áhyggjusvip.
Óttuðust þeir að virðingu Aiþing-
is hefði hrakað í augum þjóðar-
innar. Voru þingflokksformenn-
irnir spurðir spjörunum úr og
reyndust þeir flestir sammála,
aldrei þessu vant. Það var fjöl-
miðlafólkinu að kenna að virð-
ingu Alþingis hafði hrakað. Sann-
ast þar hið fornkveðna, að árinni
kennir illur ræðari.
En afhverju að hafa áhyggjur
þó virðingu Alþingis hraki? Er
einhver ástæða til að bera sérstaka
virðingu fyrir þeirri stofnun? Er
Alþingi virðingarmeiri vinnustað-
ur en aðrir vinnustaðir? Á Alþingi
skilið meiri virðingu en fisk-
vinnsluhúsin í kringum landið?
Og þá alþingismennirnir meiri
virðingu en fiskverkunarkonurn-
ar? Ja mér er bara spurn.
Báðar þessar stéttir búa við það
óöryggi, að hægt er að segja þeim
upp með tiltölulega litlum fyrir-
vara. Fiskverkunarkonunum
reyndar hvenær sem er en alþing-
i.smönnum með reglulegu milli-
bili. Önnur stéttin aflar þess fjár
sem hin eyðir. Og hver á þá skilið
meiri virðingu?
Reyndar vantar nú fólk i fisk-
vinnu í flest frystihús landsbyggð-
arinnar og allt bendir til að al-
þingismenn fari í' nokkurra mán-
aða sumarfrí í lok þessarar viku.
Væri ekki ráð að þeir drifu sig i
fiskinn og öfluðu þannig hluta
þess fjár, senr þeir hafa þegar eytt
fyrirfram. Síðan getuni vi<5 farið
að huga að virðingunni. Sáf