Alþýðublaðið - 20.06.1985, Side 2

Alþýðublaðið - 20.06.1985, Side 2
2 Fimmtudagur 20. júní 1985 RITSTJÓRNARGREINl. ..................... Tveir molar á tímann rlestir launþegar innan Alþýöusambands ís- lands fá 12,4—15,1% launahækkun í kjölfar samninganna sem ASÍ og VSÍ skrifuóu undir á laugardag. Þrátt fyrir mikla tregðu Alþýöu- bandalagsmanna innan verkalýðshreyfingar- innar, en þeirvoru í raun búnirað sigla hugsan- legum samningum í strand og boðuðu koll- steypu og hörð átök í haust, tókst mönnum á borð við Karl Steinar Guðnason varaformanni Verkamannasambandsinsog Karvel Pálmason í stjórn ASI að knýja á um að samningar yrðu gerðir. Grundvallaratriðið var að annað hvort yrði samningur á þeim nótum sem gerður var, með þeim skilyrðum að vísitala framfærslu- kostnaðarfæri ekki yfirákveðið mark, eðaeng- inn samningur. Kjarasamningar voru ekki laus- ir nú. Það var því skynsamlegt í því kaupmáttar- hrapi sem nú eraö geraskammtímasamning til áramóta. Gildi hans fer mest eftir þvi, hvernig til tekst að tryggja þann litla kaupmátt sem nú er. Um það atriði sagði Jón Baldvin Hannibals- son m.a.: „Vitaskuld erekki ástæðatil bjartsýni hvað þetta varðar því mikil verðbólguundiralda eríþjóðfélaginu. Þaðermikill halli áfjárlögum, innstreymi erlends lánsfjár, dúndrandi við- skiptahalli og erfiðleikum sjávarútvegsins mætt með hröðu gengissigi, sem hefur í för með sér verðhækkun. Af þessum ástæðum var skynsamlegt að ganga til skammtímasamn- inga og hafa verðlagsviðmiðanir í þeim”. Því miður léði forysta Vinnuveitendasam- bandsins ekki máls á því að ræða málefni fisk- verkunarfólks sérstaklega. Hins vegar fékkst það í gegn aó úm þau mál verði fjallað nú á gild- istíma samningsins til áramóta. Því fer víðs fjarri, að forysta ASÍ sé með samningi þessum að viðurkennaog festa í sessi láglaunastefnu ríkisstjórnarinnar svo sem ýmsir vilja halda fram. Þaó var einfaldlega valinn skárri kostur- inn. Þrátt fyrir þennan samning eru lágmarks- laun i landinu og réttindaleysi fiskverkafólks fyrirneðan allarhellur. Það verðurþví ekki sleg- ið af heidur sótt stíft fram. Umræður um alvar- lega stöðu fiskverkafólks fóru fram á Alþingi nú í vikunni. Það gekk meiraað segjasvo langt, að Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi þar sem eru stórar ver- stöðvar, lýsti yfir áhyggjum sínum af því að fiskverkafólk gæti ekki keypt nema sirka 2 svissneska konfektmola fyrir tímakaupið sitt. Hann stendur hins vegar að því að svæfa það réttlætismál að uppsagnarfrestur þessa sama fólks lengist og atvinnuöryggi þess aukist þar með. Sunnlenskt verkafólk getur síðan spáð í það hvort þingmaðurinn hafi meiri áhyggjur af of litlu sælgætisáti þess eða of lítilli sölu inn- flytjandans. r Vmsireru þeirsem töldu það getaverið freist- andi, ef erfiðleikar í kjarasamningum hefðu hugsanlega leitt til stjórnarslita, kosninga og væntanlega sigurs Alþýðuflokksins. Alþýðu- flokksmenn eru þó þeirrar skoðunar að kjara- bætur, þó smáar séu og til bráðabirgða ráði meiru en eigin hagur. Líf ríkisstjórnarinnar á heldurekki að ráðast í kjarasamningum. Ríkis- stjórnin mun dæmast af verkum sínum og sá dómur mun upp kveðinn annars staðar. Hver veit líka hve lengi hin leiðitama forysta Sjálf- stæóisflokksins unir því að vera bandingi Framsóknar? — B.P. Textíl í Langbrók Hópferð Fáks á Evrópumeistaramót lna Salóme heldur einkasýningu á textílverkum í Gallerí Langbrók, Amtmannsstíg I, frá 22. júní til 7. júlí. ína útskrifaðist frá MHÍ 1978 og hélt síðan í framhaldsnám til Sví- þjóðar og Danmerkur. Síðastliðin tvö ár hefur ína dvalist í Finnlandi og eru verkin sem nú eru sýnd unnin þar. Þetta er fyrsta einkasýning Inu Salóme en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og er- lendis. Galleríið er opið daglega, virka daga 12.00—18.00, um helgar 14.00—18.00. Aðgangur erókeypis. Hestamannafélgið Fákur efnir í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Útsýn til hópferðar á Evrópumeist- aramót íslenskra hesta í Svíþjóð i sumar. Boðið er uppá tvær ferðir og verður flogið beint til Gautaborgar í upphafi beggja ferðanna þann 15. ágúst. Þar verður gist í fjórar nætur á glæsihótelinu Hotel Rubinen meðan á mótinu stendur. Verða daglega ferðir frá hótelinu á móts- stað og til baka um kvöldið eins og óskað er, auk þess sem morgunverð- ur á hótelinu er innifalinn í verðinu. Eftir mótið skiptast leióir. Þeir sem fara í styttri ferðina lá far til Kaupmannahafnar og geta þeir Sjónvarpið 1 (A) hafa lagt fyrir efri deild. Þetta eru hinir sömu menn og stóðu að samþykktri tillögu um könnun á möguleikanum á annarri nýtingu Seðlabankahússins en ráð er fyrir gert. í greinargerð með tillögunni um nýtingu útvarpshússins segir: „Gert er ráð fyrir að bæði hljóð- varps- og sjónvarpsdeild Ríkisút- varpsins verði til húsa í nýbyggingu Ríkisútvarpsins sem nú er að rísa við Hvassaleiti í Reykjavík. Hljóð- varpið hefur búið við afar þröngan húsakost í leiguhúsnæði um langt skeið. Hluti hins nýja stórhýsis nægir fyrir útvarpið, og er þá vel fyrir öllum húsnæðisþörfum séð. Upphaflega var nýbyggingin ætl- uð hljóðvarpinu einu og kom það seinna til að ætla sjónvarpinu þar rými líka. Sjónvarpið er hins vegar ágæt- lega sett í eigin húsnæði þar sem nokkrir stækkunarmöguleikar eru fyrir hendi. Ætlunin er að selja fast- eign Rikisútvarpsins að Laugavegi 176 og á andvirðið að ganga upp í kostnað við nýja húsið. Síðan á að flytja starfsemina í nýbygginguna við Hvassaleiti. Þetta telja flutn- ingsmenn þessarar tillögu afar óskynsamlega ráðstöfun þar sem kostnaðurinn við að flytja sjón- varpsstarfsemina mun éta upp all- verulegan hluta þess sem fæst fyrir húsið að Laugavegi 176. Þess vegna sé eðlilegt að kanna til hlítar hve mikið megi spara af opinberu fé með því að láta sjónvarpið vera kyrrt á sama stað og nýta þann hluta Hvassaleitishússins, sem því hefur verið ætlaður, með öðrum hætti. Þannig mætti spara stórfé og ná fram meiri hagkvæmni í rekstri þessarar ríkisstofnunar.” dvalið þar eða hvar sem er í Evrópu i allt að mánuð og flogið síðan heim. Mun Ferðaskrifstofan Útsýn veita alla frekari ráðgjöf um áfram- haldandi sumarfrí í Evrópu. Þeir sem óska geta svo flogið beint heim frá Kaupmannahöfn 21. ágúst og Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á almennum fundi á vegum Samtaka kvenna á vinnumarkaði þann 10. júní. „Opinn fundur, haldinn að Hall- veigarstöðum 10. júní 1985, á veg- um Samtaka kvenna á vinnumark- aði ályktar: Skefjalausar árásir atvinnurek- enda og ríkisstjórnar á verkafólk sl. tvö ár hafa komið mörgum á vonar- völ, bæði efnahagslega og félags- lega. Þar hafa konur orðið harðast úti, einfaldlega vegna þess að þær fylla lægstu launaflokkana. Á meðan dyllibörn auðvaldsins iðka munað og óhóf, reynist verka- fólki sífellt erfiðara að njóta brýn- ustu lífsnauðsynja. Á meðan stór- iðjubitlingakóngar raka til sín milljónum í aukavinnu, er fiskverk- unarfólki miskunnarlaust kastað útaf launaskrá, síðast í dag 400 manns í Reykjavík. 1. sept. nk. geta öll aðildarfélög ASÍ og BSRB haft lausa launaliði kjarasamninga. Þá er lag að knýja sameiginlega fram raunverulegar og varanlegar kjarabætur. Við höfnum alfarið samningstil- boði atvinnurekenda, sem mætir á engan hátt þörfum verkafólks og eykur kjararánið fremur en hitt. Við höfnum samningstilraunum við atvinnurekendur án þess að skýrar kröfur nafi verið settar fram til að fylkja félögunum á bakvið. Eftirfarandi kröfur teljum við grundvallaratriði kjarasamninga: — Sama krónutöluhækkun komi á öll laun — 6 þúsund krónur — þannig að lág- markslaun verði 20 þúsund krónur og engir taxtar þar fyrir neðan. — Burt með tvöfalda kerfið. — Óskerta vísitölutryggingu, mánaðarlega. — Atvinnuöryggi fiskverkunar- fólks verði sama og annars verkafólks. Þessum kröfum verður ekki náð síðar. Þessi styttri ferð kostar kr. 18.900; Þeir sem kjósa lengri ferðina fara strax að Evrópumeistaramótinu loknu á Hótel Marienlyst í Helsingör og dvelja þar dagana 19.- —25. ágúst. Hótel Marienlyst er eitt af glæsilegri hótelum á Norður- löndum, staðsett við eina bestu baðströnd Danmerkur. Síðustu dagana, eða 25.-27. ágúst verður svo dvalið í Kaupmannahöfn á Hótel Cosmopol. Þessi tólf daga lengri ferð kostar frá kr. 28.500; fram nema með sameiginlegri sókn heildarsamtaka verkafólks — ASÍ og BSRB. Við skorum á verkafólk að hefja nú þegar umræður og áróður fyrir þessum kröfum, þannig að ekki verði hlaupið til ógrundaðra skyndisamninga við atvinnurek- endur. Sókn er besta vörnin gegn ófyrir- leitnu atvinnurekendavaldi. Brýnum sóknarhnífana — beit- um þeim sameiginlega" Ný bók Benóní Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér skáldsög- una Benoni eftir Knut Hamsun. Þýðendur eru Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi og Andrés Björnsson. Þetta er 2. prentun bókarinnar á ís- lensku. Þessi skemmtilega saga gerist á bernskuslóðum Hamsuns í Norður- Noregi. Hún fjallar um hinn menntunarsnauða fiskimann Benoní Hartvigsen sem hvorki er hátt settur né gæddur miklu sjálfs- trausti. En til þess að reyna að upp- hefja sjálfan sig skrökvar hann í öl- æði á sig, velgengni í kvennamálum með Rósu prestsdóttur. En það verður honum dýrkeypt — hlýtur fyrir það háð, fyrirlitningu og hneykslun þorpsbúa, Þá var ekki hátt á Benoní risið. Samt reynir hann að klóra í bakk- ann og fjallar sagan um það hvernig honum tekst að brjótast úr niður- lægingunni, ekki fyrir heppni, heldur meðfædda mannkosti og eðlisgreind. Benoní er kímin saga og auk þess fræg fyrir sinn dýrðlega hamsunska frásagnarstíl sem hvergi nýtur sín betur en í frásögnum höfundar af bernskuslóðum sínum. Umsóknir um framlög úr framkvæmdasjóði aldraöra: Samstarfsnefnd um málefni aldraðra auglýsir eftir um- sóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra ár- ið 1986. í umsókn skal vera ítarleg lýsing á húsnæði, fjölda vistrýma, sameiginlegu rými, byggingakostnaði, fjármögnun og verkstöðu. Eldri umsóknir óskast end- urnýjaðar. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 15. sept. nk., Laugavegi 116, 105 Reykjavík. 20. júní 1985. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra. Samtök kvenna á vinnumarkaði Sókn er besta vörnin

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.