Alþýðublaðið - 06.07.1985, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 06.07.1985, Qupperneq 1
Valdimar L. Gíslason, Bolungarvík: Ekki sérréttindi efnaðra Laugardagur 6. júlí 1985 126. tbl. 66. árg. „Þegar tölurnar eru lágar verður prósentan há. Staðreyndin er sú að það voru að verða sérréttindi hinna efnaðri að geta staðið í því að vera i bæjarstjórninni. Menn verða að Borgarstjórnarmeirihlutinn um einkaskólann: Gegn anda fræðslu- löggíafarinnar Sigurður E. Guð- mundsson: Grundvöll- ur fyrir misrétti og mismunun. Á fundi borgarstjórnar á fimmtudag lögðu fulltrúar Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags, Fram- sóknarflokks og Kvennaframboðs fram tillögu vegna tilkomu Tjarn- areinkaskólans, þar sem alvarlega er varað við þessum hugmyndum. Tillagan er svohljóðandi: „Borg- arstjórn varar alvarlega við fram- komnum hugmyndum um nýja teg- und einkaskóla á grunnskólastigi í Reykjavík, svonefndan Tjarnar- skóla. Allar upplýsingar, sem fengist hafa um skóla þennan, benda til þess að hugmyndin að stofnun hans sé í fullkominni mótsögn við þann anda framfara, frelsis og jafnréttis, sem einkennt hefur mótun og fram- kvæmd fræðslulöggjafar Islend- inga á þessari öld. Borgarstjórn ályktar að ekkert húsnæði skuli lát- ið af hendi við Tjarnarskóla að sinni. Borgarstjórn beinir þeirri ein- dregnu áskorun til menntamála- ráðuneytisins að það láti ekki slíkt frumhlaup henda sig öðru sinni, að heimila nýja tegund grunnskóla í fræðsluumdæminu án þess að leita eftir áliti fræðsluráðs“. Tillagan var felld með 12 atkvæðum íhaldsins gegn 9. Á fundinum lagði Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Al- þýðublaðsins, fram svohljóðandi bókun: „Ég er andvígur sérstökum stuðningi Reykjavíkurborgar við stofnun Tjarnarskólans — í öllu falli umfram aðra — vegna þess, að ég tel, að með honum kunni að skapast grundvöllur fyrir mismun- un og misrétti varðandi menntun barna í Reykjavík. Fari svo, virðist mér, að starfsemi hans muni ekki verða í samræmi við þá jafnréttis- hugsjón, sem mótað hefur stefnuna og ráðið ferðinni í skólamálum ís- lendinga áratugum saman. Ég ótt- ast, að starfsemin geti orðið til þess, að nemendur skólans fái forskot fram yfir aðra, þegar i upphafi og njóti þess síðan alla tíð á kostnað þeirra, sem við lakari efni búa í- uppvexti sínum. Slík þróun gengur í berhögg við grundvallarsjónarmið í fræðsluráði var fundur sl. þriðjudag fögnuðu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins stofnun skólans og það gerði einnig Bragi Jósepsson, sem var í upphafi kjörinn í ráðið fyrir Alþýðuflokkinn, en hefur síð- an sagt skilið við flokkinn og situr í ráðinu sem fulltrúi sjálfs síns. Aðr- ir bókuðu mótmæli sín og Þor- björn Broddason lagði fram eftir- farandi spurningar: 1. Verður foreldrum barna í Tjarnarskóla veittur árlegur viðbótarstyrkur í formi skatta- afsláttar upp á rúmlega eina milljón króna, svo sem eigend- ur skólans virðast hafa farið fram á? 2. Af hvaða gjaldliðum fjárlaga og fjárhagsáætlunar Reykja- víkurborgar verður reksturs- kostnaður Tjarnarskóla tekinn á komandi hausti? 3. Hversu mikið rými í Miðbæjar- skólahúsi kemur í hlut Tjarnar- skóla? 4. Hvar verður nemendum Tjarn- arskóla kennd leikfimi, handa- vinna og matreiðsla? 5. Hvar verður bókasafn Tjarnar- skóla til húsa? Framh. á bls. 2. Hafnarbúðir: Laumuspil Davíðs Davíð Oddsson borgarstjóri virt- ist ætla sér að knýja í gegn sölu Hafnarbúða til ríkisins eftir að borgarstjórn væri farin í sumárfrí, enda honum Ijóst að innan borgar- stjórnar væri ekki meirihluti fyrir sölunni. ^ minnsta kosti tveir sjúlfstæðismenn eru andvígir söl- unni, Páll Gíslason læknir og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson. Á borgarstjórnarfundinum fyrir sumarfrí sl. fimmtudag knúðu minnihlutaflokkarnir á um að mál- ið yrði tekið á dagskrá og lögðu fram tillögu um að ekki yrði farið út í sölu Hafnarbúða. Þeirri tillögu geta verið i þessu án þess að skaðast á því fjárhagslega. Það er alvarlegt mál ef aðeins ör- fáir efnaðir menn treysta sér til slíkra starfa, þá getum við ekki tal- að um lýðræði. Það má ekki koma fyrir að verkafólk eða sjómenn úti- lokist frá slíkum trúnaðarstörfum af því það hefur ekki efni á þvi að gegna þeim. Það verður að skoða málið frá þessum sónarhóli“ sagði Valdimar Lúðvík Gíslason, annar bæjarfulltrúi óháðra og jafnaðar- manna í Bolungarvík, er Alþýðu- blaðið ræddi við hann í gær. DV greindi frá því í vikunni að í bæjarstjórn hefði verið samþykkt með 7 atkvæðum gegn 2 að hækka duglega laun og þóknanir bæjar- fulltrúanna, alls um 328^0. Valdi- mar sagði að launin fyrir störf í bæjarstjórninni hefðu verið hækk- uðúr 800krónumi 1300 krónurfyr- ir hvern fund, en auk þess er greitt fyrir útlagðan kostnað og störf í nefndum. Hann sagði að síma- kostnaður bæjarfulltrúanna væri mjög mikill, þannig að þegar þeir reikningar væru greiddir hefði lítið verið eftir. Fyrri suma hefði þetta verið þungur baggi, þó aðrir geti hringt á kostnað fyrirtækja sinna. Núverandi kjör og fyrirkomulag væri svipað og hefði verið tekið upp á Akranesi. „Það verður auðvitað að gæta þess að greiðslur fyrir útlagðan kostnað séu ekki misnotaðar, en aðalatriðið í þessu að mínu mati er, að koma í veg fyrir að bæjarstjórn- arstörf verði sérréttindi hinna efn- uðu í bæjarfélaginu, eins og þróun- in var að leiða af sér“ sagði Valdi - Eggert G. 60 ára var vísað til borgarráðs. Þá lögðu minnihlutaflokkarnir fram bókun þar sem krafist yrði aukafundar borgarstjórnar í sumar ef salan yrði keyrð í gegn í borgarráði, til að tryggja að vilji meirihluta borgar- stjómar verði virtur og forða þann- ig frá þeirri valdníðslu af hálfu borgarstjóra sem lá í loftinu. Sextíu ára er í dag Eggert G. Þor- steinsson, forstjóri Tryggingastofn- unar ríkisins, fyrrum alþingismað- ur og ráðherra. Eggert er fæddur 6. júlí 1925 í Keflavík. Hann tók sveinspróf í múrsmíðum 1947 og var múrari í Reykjavík næstu árin. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir Alþýðu- flokkinn 1953 og gegndi alþingis- störfum til 1978. Sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra var Eggert í Viðreisnarstjórninni 31. ágúst 1965 til 1. janúar 1970, er hann varð sjáv- arútvegs-; heilbrigðis- og trygginga- ráðherra, þar til 14. júlí 1971 að stjórnarskipti urðu. Eggert hefur gegnt fjölda ann- arra trúnaðarstarfa fyrir Alþýðu- flokkinn, verkalýðshreyfinguna og þjóðina. Eggert hefur átt sæti í miðstjórn Alþýðuflokksins frá 1948. Hann gegndi auk þess ýmsum trúnaðar- störfum fyrir verkalýðshreyfinguna og var meðal annars varaforseti ASÍ 1958—1960. Hann var skrif- stofustjóri Húsnæðismálastofnun- ar ríkisins 1961—1965, í húsnæðis- málastjórn 1957—1968 og formað- ur hennar frá 1960. Eggert var framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1971—1979, er hann tók við starfi sínu sem for- stjóri Tryggingastofnunarinnar. Alþýðublaðið sendir Eggerti hugheilar ámaðaróskir á þessum stóra degi. Eggert verður að heiman í dag, hann dvelst á Akureyri, að Furulundi 10M þar í bæ. — Sjá einnig bls. 4. RITSTJORNARGREIN . Skuggaráðuneyti Þorsteins Er Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæöis- flokksins í stjórnarandstöðu innan flokksins? Ef ræða formannsins í Varóarferöinni á dögun- um er skoðuð ofan í kjölinn má sjá, að ráðherra- liðog forystaSjálfstæðisflokksins undanfarin árhefurekki lengi hiotiðannaneinsáfellisdóm og þar. Hann telur obbann af ráðherraliði flokksins duglltinn hóp afturhaldsseggja, sem staðið hafi frelsi og framförum fyrir þrifum allt frádögum viðreisnaráranna. Engarveigamiklar breytingar og frjálsræðisaðgerðir hafi orðið á fastmótuðu þjóðfélagskerfi okkar frá þeim tlma. Ástæðan er augijós. Stöðug stjórnarsam- vinna við Framsóknarflokkinn, en hann er sá flokkur sem Þorsteinn Pálsson telur að hafi veitt viðreisnaráformunum á sínum tíma harð- asta andspyrnu. Tii þess að formaður Sjálf- stæðisflokksins komi hugmyndum sínum um frelsi til framfara I framkvæmd verður hann því að losa flokkinn sinn undan herleiðingu fram- sóknarmanna. Hann vill því stjórnarsamstarfið feigt. Augu hans hafaopnast fyrirþví að stjórn- arsamstarf við Framsóknarflokkinn I tíð ríkis- stjórnar Geirs Hallgrlmssonar, ríkisstjórnar GunnarsThoroddsen og I núverandi ríkisstjórn er tími stöðnunar. Þetta sést vel á því, að viö ís- lendingar höfum dregist aftur úr I tæknivæð- ingu og nýtískuuppbyggingu frystihúsa. Meðal annars eru Danirkomnirlangt fram úrokkurog ^eturdanskursjávarútvegurþvígreitt um 70% hærri laun en sá fslenski. En Þorsteinn Pálsson á við ramman reip að draga. Ráðherralið Sjálfstæðisflokksins er ekkert á förum. Það fólk unir sér vel í ráðherra- stólunum og kúrir makrátt undir stjórnarsæng- inni hjá Steingrlmi. í timaritsviðtali, sem birtist við Þorstein Pálsson nú f vor lýsti hann frati á núverandi ráð- herra f lokksins. Hann sagði þar, að hann myndi taka upp ný vinnubrögð' við val á ráðherrum flokksins, ef flokkurinn ætti aðild að næstu rík- isstjórn. Hann myndi sjáifur setja fram tillögur um ráðherrasem þingflokkurinn greiddi síðan atkvæði um. Hann tiitók síðan hvaða menn hann hefði I huga. Enginn núverandi ráðherra nefndur á nafn. Fyrir utan hann sjálfan tiltók formaðurinn Davið Oddsson, Friðrik Sóphus- son og Birgi ísleif Gunnarsson. Það má þvl ætla, að þarna sé þegar myndað nokkurs konar skuggaráðuneyti Sjálfstæðis- flokksins. Þetta trompútspil Þorsteins hefur þó orðið til þess að núverandi ráðherrar flokksins hugsa honum þegjan'di þörfina og sitja sem fastast. Þeir staðfesta orð formannsins um stöðnun. Þannig hafnarviðskiptaráðherrafrelsi til fram- fara I oKuviðskiptum. Einokunin og okrið skal viögangast I skjóli stjórnvalda. Og samgöngu- ráðherrann boðar stórkostlegar erlendar lán- tökur hvað svo sem Þorsteinn Pálsson segi.r um skuldastöðu þjóðarbúsins gagnvart út- lendingum. Valdataflið ( Valhöll Sjálfstæðis- flokksins heldur þv( áfram á fuilri ferð og gömlu stöðnunarráðherrarniK vita það fyrir víst, að þeim verður sparkað um leið og skuggaráðuneytið nær yfirhöndinni. Þeirsitja því meðan sætt er. —b.p:

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.