Alþýðublaðið - 25.09.1985, Síða 1

Alþýðublaðið - 25.09.1985, Síða 1
Jón Baldvin um fjárlagagerðina: r Urelt vinnubrögð í engu samrœmi við yfirlýsta aðhaldsstefnu Bréffrá Þórði frœnda:______________ Utvarpsmenn ákærðir — Aðför að frjálsri verkalýðshreyfingu, segja starfsmennirnir sem telja sig hafa beitt löglegum aðgerðum gegn lögleysu „Stjórnarliðar eru nú að hæla sér af því að hafa náð samkomulagi um að loka fjárlögum 1986 á þeim for- sendum að ekki verði aflað nýrra erlendra lána fyrir vöxtum, þ.e. að þeir ætli að afla nýrra lána fyrir af- Stefán Júlíusson 70 ára Sjötugsafmœli á í dag Stefán Júlíusson rithöfundur. Stefán hef- ur gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrír Alþýðuflokkinn og þá sérstaklega í Hafnarfirði, þar sem hann hefur búið mest alla æ\i. Hann var varaþingmaður flokksins um skeið og blaðamaður við Al- þýðublaðið 1957—1958. Sjá nánar afmœlisgreinar bls. 3. borgunum en greiða sjálfir vextina. Þeir láta sem svo að þetta sér meiri- háttar árangur. Þeir láta eins og rík- isstjórnin hafi verið að setjast að völdum í gær. Hún tók hins vegar við völdum fyrir rúmlega tveimur árum. Kjarni málsins er sá að sam- kvæmt eigin stefnuyfirlýsingu átti hún að snúa sér að stöðvun erlendr- ar skuldasöfnunar strax fyrir tveimur árum um leið og hún tók gamla vísitölukerfi launa úr sam- bandi,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson formaður Alþýðuflokksins í gær í samtali við Alþýðublaðið um fjárlagagerð ríkisstjórnarinnar. Jón benti á að forsendan fyrir ár- angri af þeim ráðstöfunum hefði verið að þá þegar yrði innstreymi er- lendra lána stöðvað og ríkisútgjöld- in skorin niður til að mæta skatta- lækkunum, sem þá var eina leiðin til að létta á kjarahruni launafólks. „Nú tveimur árum síðar er þetta of seint. Meginforsenduna fyrir verðbólgu, þenslu, launaskriði og misræmi í kjörum starfsstétta og hópa má rekja beint til sívaxandi er- Iendrar lántöku ríkisstjórnarinnar, hins linnulausa fjárlagahalla og sí- vaxandi seðlaprentunar í Seðla- bankanum. Áhrifin eru keðjuverk- andi: Verulegur verðbólguþrýsting- ur og þrýstingur á gengið. Verð- bólgan er að festast í 35—40% fari á meðan verðbólgan í viðskipta- löndunum er um 4% og það gefur auga leið að það þola útflutnings- greinarnar ekki til lengdar. Þetta þýðir sívaxandi viðskiptahalla og er skýring á því hvers vegna ríkis- stjórnin stóð ekki við forsendur kjarasamninga fyrir sitt leyti og er ástæðan fyrir launaskriði í hinum Framh. á bls. 2 í gær voru fimm starfsmenn Rík- isútvarpsins kvaddir fyrir Sakadóm Reykjavíkur og þeim birt opinber ákæra saksóknara ríkisins, fyrir aö leggja niður störf sín 1. október á síðasta ári, eftir að Ijóst var að ríkið hugðist ekki standa skil á umsömd- um launum þeirra og annarra starfsmanna Útvarpsins. Fimm starfsmenn til viðbótar verða ákærðir næstu daga. Starfs- mennirnir segjast munu leggja áherslu á það við réttarhöldin að hér sé um pólitískt mál að ræða og aðför að frjálsri verkalýðshreyf- ingu. Skoðun starfsmannanna er sú, að þeir hafi gripið til fullkom- lega löglegra aðgerða til að mót- mæia lögleysu fjármálaráðuneytis- ins. Þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem ákærðir verða, eru stjórnar- menn starfsmannafélaganna tveggja. Þeir starfsmenn hljóð- varpsins sem hljóta ákæru eru: Halldóra Árndís Ingvadóttir, Ævar Kjartansson, Ragnheiður Þórðar- dóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Stefán Karl Linnet. Fimm stjórnar- mönnum í Starfsmannafélagi Sjón- varpsins verður einnig birt ákæra á næstu dögum. Það eru Ögmundur Jónasson, Hannes Jóhannsson, Ragnheiður Valdemarsdóttir, Gunnar Halldór Baldursson og Guðrún Pálsdóttir. I ákærunni segir m.a. orðrétt: „Öllum ákærðu er gefið að sök að hafa haft forgöngu í nafni starfs- mannafélaga Ríkisútvarpsins um að starfsmenn Ríkisútvarpsins stöðvuðu með ólögmætum hætti útsendingar hljóðvarps frá kl. 13:00 mánudaginn 1. október 1984 og hæfu ekki útsendingar sjónvarps- ins samkvæmt dagskrá þá um kvöldið og síðan valdið verulegri truflun á öllum útvarpsrekstri með því að koma í veg fyrir nær allar út- sendingar hljóðvarps og ailar út- sendingar sjónvarps fram til mið- nættis miðvikudagsins 3. október 1984, að verkfall opinberra starfs- manna innan Bandalags starfs- manna ríkis og bæja hófst. Framanlýst atferli ákærðu telst varða við 176. gr., sbr. 138. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar." Hin opinbera ákæra, sem nú hef- ur verið gefin út af hálfu saksókn- ara, Þórðar Björnssonar, er til komin vegna kæru sem honum barst frá aðstandendum Frjálsrar fjölmiðlunar annars vegar og hins vegar frá Félagi frjálshyggju- manna. Það voru einmitt þessir að- ilar sem stóðu að rekstri tveggja ólöglegra útvarpsstöðva meðan stóð á verkfalli opinberra starfs- manna á síðastliðnu hausti. Eins og flestum mun í fersku minni hafði verkfall verið boðað m.a. á rikisfjölmiðlunum frá og með 4. október og ákvað fjármála- ráðherra að bregðast við verkfalls- boðuninni með því að greiða ein- ungis út laun fyrir fyrstu þrjá dag- ana í mánuðinum. Þegar þessi þriggja daga laun höfðu verið greidd út hinn 1. októ- ber, héldu starfsmannafélög beggja stofnananna fundi, þar sem ein- róma var tekin sú ákvörðun að leggja þegar niður vinnu. Starfs- mannafélögin skrifuðu útvarps- stjóra bréf þar að lútandi og rituðu stjórnarmenn félaganna nöfn sín undir bréfin, en hin opinbera ákæra, sem nú hefur verið gefin út á hendur þessu fólki, er einmitt byggð á þessum undirskriftum. Verði starfsmennirnir fundnir sekir, geta þeir átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisvist, en talið er líklegt að dómur verði kveðinn upp i málinu einhvern tíma í nóvem- ber. Neyðarástand meðal aldraðra:___ 3000 á biðlista hjúkrunar- og dvalar- heimila á höfuðborgarsvœðinu „Á Reykjavikursvæðinu eru nærri 3000 manns á biölista eftir rými á hjúkrunar- og dvalarheimil- um. Aðstæður sumra sem ekki hafa fengið úrlausn vegna skorts á hjúkrunaraðstöðu er svo slæm að því verður varla með orðum lýst“. Þetta er niðurstaða Magnúsar L. Sveinssonar, formanns Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, í rit- stjórnargrein sem hann ritar í ný- útkomnu VR-blaði. Segir Magnús að ekki fari mikið fyrir umræðu um afkomu og aðstæður aldraðs fólks, fólks sem lokið hefur sínu dags- verki. Með hækkandi aldri þurfi fólk á frekari umönnun og þjón- ustu að halda og þá séu það hjúkr- unarheimilin sem verði að taka við. „Að þessum þætti hefur ekki verið hugað sem skyldii' Fagnar Magnús frumkvæði sjómannasamtakanna og aðiia þeirra er standa að hjúkr- unarheimilinu Skjól, en bendir á að framtak þessara aðila leysi aðeins brot af þeim vanda sem blasi við og brýnna sé að leysa en flest annað. Frelsi blaðamannastéttarinnar Forsætisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, hefur nú að lok- um neyðst til að viðurkenna, að það var franska leyniþjónustan sem stóð á bak við sprenginguna sem sökkti skipi Grænfriðunga, Rainbow Warrior, í höfninni í Auckland á Nýja-Sjálandi í sum- ar. Grunsemdir vöknuðu raunar snemma um að Frakkar stæðu á bak við tilræðið, sem auk þess að granda skipinu varð einum manni að bana. En það var einkum fyrir atbeina og harðfylgi franskra blaða, og þá kannski fyrst og frernst Le Monde, sem þáttur frönsku leyniþjónustunnar kom í ljós. Víða í heiminum er litið á það sem eitt meginhlutverk blaða, og reyndar einnig annarra fjölmiðla, að veita stjórnvöldum aðhald. Uppljóstranir franskra blaða í þessu máli eru gott dæmi um þetta hlutverk blaðanna. Allra frægasta dæmi síðari ára af þessum toga er þó Watergate- hneykslið í Bandaríkjunum, sem á sínum tíma leiddi til afsagnar Nixons forseta. Þá tókst blaða- mönnum að rekja yfirhylmingar- tilraunir í málinu alla leið til for- setans sjálfs. Frumskilyrði þess að fjölmiðl- ar geti sinnt þessu hlutverki sínu er þó að þeir hafi óbundnar hend- ur af hálfu stjórnvalda eða stjórn- málaafla. Öfugt við það sem gerist í flest- um öðrum vestrænum löndum, hafa blöð á íslandi lengst af verið bundin í báða skó í þessum efnum og hlutverk þeirra var lengi fyrst og fremst að vera málpípa flokk- anna, eigenda sinna, túlka sjónar- mið þeirra og flytja flokkspóli- tískan áróður. Það er fyrst á allra síðustu ár- um sem þessi viðhorf hafa farið að breytast að einhverju marki og nú orðið fjölgar þeim íslensku blaðamönnum ár frá ári sem vilja líta á sig sem fréttamenn, fremur en pólitíska áróðursskríbenta. Nú er ekki lengur í tísku á ís- landi að flokkarnir standi sjálfir að blaðaútgáfu, heldur hafa í flestum tilvikum verið stofnuð hlutafélög um útgáfuna og í haus íslensku dagblaðanna er ýmist ekkert tilgreint um ritstjórnar- stefnu eða þá að hún er skilgreind með orðum sem talin eru liggja nálægt almennri stefnu þess flokks sem að baki útgáfunnar stendur. I opinberum skilningi eiga íslenskir stjórnmálaflokkar sér þannig ekki lengur málgögn. Og það verður reyndar að við- urkennast, að þessi breyting er ekki einungis í orði kveðnu, held- ur gætir hins breytta ástands einn- ig nokkuð í skrifum blaðanna. Þannig er nú mun fátíðara en áð- ur var að skrif á fréttasíðum séu beinlínis villandi frásagnir af at- burðum, þar sem einungis er talað við annan málsaðila og málstaður hans tíundaður á kostnað annars. Hin pólitísku vígaferli eru þannig að stórum hluta horfin af fréttasíðum, en hefur í staðinn verið valinn staður í ýmsum grein- um sem oftast eru skrifaðar undir nafni, kallaðar ritstjórnargreinar eða auðkenndar þannig á annan hátt að lesendur eiga tiltölulega auðvelt með að gera sér grein fyrir að þarna er verið að setja fram skoðanir en ekki að segja fréttir af atburðum. Ekki ber þó að skilja þetta sem svo að pólitískur boðskapur sé með öilu horfinn af fréttasíðum dagblaðanna. Því fer víðs fjarri. En í stað hinna beinu lýsingarorða sem áður einkenndu fréttatexta blaðanna og höfð voru til að lýsa ágæti eigin flokksmanna og níða niður andstæðinga, eru komnar aðrar aðferðir, sem reyndar eru ekki heldur samboðnar fjölmiðl- um sem af einhverri alvöru vildu standa undir nafngiftinni „hlutlausir fréttamiðlar". Hér er fyrst og fremst átt við fréttaval og röðun frétta á fréttasíður. Einkum er þetta áberandi hjá þeim blöðum sem pólitískt standa yst til hægri og vinstri, Morgun- blaðinu og Þjóðviljanum. Hverjum þeim sem reglulega les þessi blöð má vera ljóst að það er engin tilviljun sem ræður því að á forsíðu Morgunblaðsins veljast helst daglega fréttir af mannrétt- indabrotum í Sovétríkjunum eða öðrum ríkjum Austur-Evrópu, en Þjóðviljinn leggur hins vegar áherslu á fréttir af því sem aflaga fer á vinnustöðum og málefnum verkalýðshreyfingarinnar. Sem langstærsta dagblaðið birtir Morgunblaðið líka yfirleitt fréttir af flestu því sem gerist í þjóðlífinu og neitar tiltölulega sjaldan að birta greinar sem ein- stakiingar vilja koma á framfæri, þótt þeir séu ekki sömu skoðunar og ritstjórar blaðsiris. Fréttir sem ekki eru málstað blaðsins til framdráttar, eru hins vegar birtar undir litið áberandi fyrirsögnum einhvers staðar inn- arlega í blaðinu og greinar höf- unda, sem ekki eiga upp á pall- borðið, eru einnig gerðar eins litið áberandi og kostur er, auk þess sem iðulega dregst að birta þær þar til þær eru orðnar úreltar. Það er líka mjög áberandi að ís- lensk dagblöð birta ekki fréttir sem á einhvern hátt eru neikvæð- ar fyrir þann stjórnmálaflokk sem stendur á bak við útgáfu blaðsins, eða einstaka stjórn- málamenn innan hans. Það er öðrum blöðum látið eftir. I þessu sambandi má minnast atviks sem gerðist í Svíþjóð fyrir réttum tveimur árum, þegar Öve Rainer, dómsmálaráðherra í stjórn Olofs Palme, neyddist til að segja af sér embætti eftir blaða- skrif um vafasöm bankaviðskipti hans. Aftonbladet, sem gefið er út í Stokkhólmi, komst á snoðir um að Rainer hafði hagnýtt sér að- stöðu sína sem stjórnarmaður í PK-bankanum til að taka sjálfur lán sem nam 15 milljónum sænskra króna. Það sem er athyglisvert við þetta mál út frá sjónarhóli ís- Ienskrar blaðamennsku er fyrst og fremst að Aftonbladet er gefið út af sænska Alþýðusambandinu og styður flokk jafnaðarmanna í pólitískum skrifum. Á ritstjórn Aftonblaðsins kom þó aldrei annað til greina en að birta fréttina um þetta misferli ráðherrans. Stuðningur blaðsins við stefnu jafnaðarmanna var einungis almennur stuðningur, en náði ekki svo langt að tekið væri minnsta tillit til pólitískra áhrifa fréttaskrifa í blaðinu. Þróunin í átt til frjálsrar blaða- mennsku af þessu tagi er vissulega hafin á íslandi en þó virðist enn langt í það að skrif fréttamanna verði óháð pólitiskum hagsmun- um stjórnmálaflokkanna. Og það er ekki vansalaust fyrir stétt ís- lenskra blaðamanna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.