Alþýðublaðið - 25.09.1985, Side 2

Alþýðublaðið - 25.09.1985, Side 2
2 Miðvikudagur 25. september 1985 RITSTJORNARGREIN .. .. —.... Fámennisstjórn og miðstýring A ágætu og vel heppnuðu kjördæmisþingi, sem Fulltrúaráð Alþýðuflokksins í Reykjavlk efndi til um miðjan september sl., var fjallað ít- arlega um bæði landsmál og borgarmál eins og þau horfa nú við reykvískum alþýðuflokks- mönnum.Gerðarvoru (tarlegarsamþykktir, þar sem dregin er upp mynd af því ófremdar- ástandi, sem við er að etja á mörgum sviðum þessara málaflokka, þar sem sjónarmið frjáls- hyggjunnar móta stefnuna f rfkum mæli. Um leið og þeim var harðlega mótmælt var minnt á sjónarmið jafnaðarmanna til lausnar á þeim vandamálum, sem við er að fást. Þingið taldi, að þótt núverandi rfkisstjórn hafi búið Reykvíkingum harða kosti hafi borgar- stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins f Reykjavlk gert erfið kjörenn verri. Það benti á, að meðan landsmönnum var bannað með lög- um að hækka laun sín hækkaði borgarstjórnin látlaust öll þjónustugjöld borgarstofnana og jafnframt var kné látið fylgja kviði með stór- felldri raunhækkun útsvara. Taldi þingið,'Stð þær þungu byrðar, sem vegna þessa hafa verið lagðará Reykvíkinga, hafi fyrst og fremst bitn- að áfólki með meöalhá laun og þaðan af lægri. Þessi skoðun er ótvíræð og styðst við stað- reyndir, sem ekki er unnt að hrekja. Annað einkenni borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins er að mati þingsins sú sterka árátta til fámennisstjórnar og miðstýr- ingar, sem er svo afar áberandi. Það benti rétti- lega á, að þær breytingar, sem fyrir nokkru voru samþykktar á stjórnkerfi borgarinnar, ganga allar f þá átt, jafnframt þvf, sem tilgangurinn er augljóslega sá að bola burt og eyða áhrifum þeirra borgarstjórnarflokka, sem fæsta hafa borgarfulltrúa f slnum röðum. Sem dæmi um þessastefnu er minnt á þá ákvörðun meirihlut- ans, að einungis 5 manna menningarmálaráð, að sovézkri fyrirmynd, skuli eftir næstu kosn- ingar fara með alla stjórn á menningarstofnun- um borgarbúa Annað dæmi er hið lokaða fjöl- miðlunarfyrirtæki ísfilm, myndaó af örfáum hægrisinnuðum hluthöfum, sem ætla sér að drottnayfirskoðanamyndun almennings. Kjör- dæmisþingið varaði alvarlega við öllum þess- um fyrirætlunum hinna hægrisinnuðu kultur- kommissara i Sjálfstæðisflokknum og for- dæmdi þær harðlega. í ályktun kjördæmis- þingsins er lögð þung áherzla á, að Aiþýðu- flokkurinn sé alfarið andvígur miðstýringu og fámennisstjórn menningarmála og muni berj- ast gegn henni af fremsta megni. I ályktunum þingsins er ennfremur vikið að stefnu Sjálfstæðisflokksins f velferðarmálum borgarbúa. Þarer minnt á, að frjálshyggjusjón- armið flokksins hafi komið afar glöggt fram. í húsnæóismálum aldraðra er fátt eitt gert og það seint og um sfðir, enda búa á annað þús- und Reykvfkinga við sára neyð á þvf sviði, eins og alkunna er og verið hefur nokkur undanfarin ár. í dagvistarmálum barna hefur algjört ófremdarástand verið ríkjandi til skamms tfma, þótt nú sé loks að rofa til, a. m. k. um stundar- sakir. Fóstrum á barnaheimilum hefur hríð- fækkað og ekki hefur reynzt unnt að halda öll- um deildum heimilanna opnum, þótt það hafi gengið ágætlega I öllum öðrum byggðarlögum I landinu. Að því er varðar húsnæðismál unga fólksins hefur Sjálfstæðisflokkurinn fátt gert til að greiða götu þess. Hann hóf starf sitt á kjörtímabilinu með þvf að leggja niður Bygg- ingarsjóð Reykjavfkurborgar, sem stofnaður hafði verið til að létta undir með þvf og styðja á alla lund. Þá hafa lóðaúthlutanir f ríkum mæli verið á þann veg, að þær greiða fyrst og fremst göru þeirra, sem vilja byggja mjög stór sérbýl- ishús. Þarfir og möguleikar unga fólksins f húsnæðismálunum hafa hins vegar verið látn- ar mæta afgangi, enda stendur það nú hallari fæti en nokkru sinni fyrr í húsnæðismálunum. Oft var þó þörf en nú brýn nauösyn að greiöa götu fjölmennustu árganga íslandssögunnar. En á það hefur Sjálfstæðisflokkurinn horft sljóum augum og lítt hafzt að. Það er dæmigert viðhorf frjálshyggjunnar. Þingið gagnrýndi harðlegaþá afturför, sem nú er f uppsiglingu í skólamálum og Sjálfstæðis- flokkurinn er ábyrgur fyrir, jafnt á landsmála- sviðinu sem ásviði borgarmála. Alþýðuflokkur- ihn er andvfgur stofnun einkaskóla Fþeim til- gangi að styðja við bakið á börnirm hinna bezt settu og gefa þeim þar með sérstakt forskot I lífinu. Og f ályktunum þingsins er jafnframt bent á, að hraksmánarlegur aðbúnaður kenn- ara f launa- og kjaramálum geti ekki á neinn hátt orðið góðu skólastarfi til eflingar, heldur þvert á mótt. Þettaskilja sjálfstæðismenn vafa- laust. Málið er hins vegar það, að þannig vilja þeir hafa hlutina. w I lok ályktunar kjördæmisþings Alþýðu- flokksins f Reykjavfk er fjallað um atvínnumál. Þar er þvf slegið föstu, að f atvinnumálum borg- arbúa hafi ríkt stefna undansláttar og uppgjaf- ar. Allar fyrirætlanir um byggingu skipaverk- stöðvar hafa verið lagðar á hilluna og þar með hefur Reykjavfk öðru sinni, undir forystu Sjálf- stæðisflokksins, misst frá sér möguleika á frumkvæði og forystu. í útgerðarmálum er sömu sorgarsögu að segja. Allt kjörtímabilið hefur Sjálfstæðisflokkurinn unnið ötullega að þvf að leggja Bæjarútgerð Reykjavfkur niður. Það fyrirtæki hefur skapað miklum fjölda Reykvfkingaómetanlegt atvinnuöryggi og haft forystu um tækniþróun allt frá þvf að það var stofnað. Tveir af togurum þess hafa nú verið seldir á gjafverði og tillögum Alþýðuflokksins um breytingu á öðrum þeirra f frystitogara al- farið hafnað. Það eru niðurlagsorð ályktunarínnar, að sú al- varlega þróun, sem lýst hefur verið, megi að sjálfsögðu ekki haldaóhindruð áfram. Þvf verði félagshyggjumenn og aðrir frjálslyndir Reyk- vfkingar að taka höndum saman, forðast frek- ari sundrung f röðum sínum en orðið er og snúa vörn f sókn. Kjördæmisþingið ályktaði, að aukin óeining meðal andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins kæmi honum einum til góða og varaði því eindregið við henni. Það hvatti Reykvfkinga til þess að íhuga betur en áður úr- ræði Alþýðuflokksins og veita þeim stuðning. Það minnti á, að frjálshyggjan beinist gegn fólkinu en félagshyggjan stendur með því. „Og undir merkjum félagshyggjunnar mun Alþýðu- flokkurinn heyja slna baráttu“, eru lokaorð ályktunarinnar. • • / ORUGG SKULDABRÉE /_______í BOÐI_______________ íílafnverð hvers bréfs er 100.000 kr. tSHréfin greiðast upp með einni afborgun. fílréfin eru til 14-64 mánaða. Efvöxtun umfram verðtryggingu er 12%-16,5% IWandshankinn ábyrgist endursölu innan eins mánaðarfrá þvíað honum berst sölubeiðni. SölubréfannaannastFjármálasviðbankans, Laugavegi7, 4. hæð, símarl 77 22og62 12 44. Par eru einnig veittar nánari upplýsingar. L Landsbankinn Banki allra landsmanna Úrelt 1 opinbera geira, verslun og þjónustu — sem veldur gífurlegum þrýstingi á kjaramálin. Það er ljóst að fjárlagaafgreiðsl- an er enn í hefðbundnu formi, ráðuneytin hrúga up,p óskalistum, verðbólgan er framreiknuð og ofur- lítið Iagt á, ráðherrar hæla sér af því að hafa skorið niður óskalistana, en reyndin er ekki niðurskurður, því fjárlögin sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu á að vera hið sama og í ár og hærra en í fyrra. Vegna þess að ríkisstjórnin hefur enga stefnu í ríkisfjármálum varð niðurstaðan 1984 og 1985 auknar erlendar lán- tökur og í ár tveggja milljarða auk- in skattheimta. Stjórnin beitir sömu vísitölufölsunum og fyrri stjórnir: Hún hækkar bensínið og þungaskattinn á almenning veru- lega en strikar áhrifin út með tolla- lækkunum sem koma engum til góða nema þeim sem efni hafa á því að kaupa bíla í þessu ástandi! Það er ljóst að við erum í víta- hring í ríkisfjármálum, sem ekki verður rofinn nema með gerbreytt- um vinnubrögðum við undirbúning fjárlaga, þar sem aðalatriðið er að afnema sjálfvirkni fjárlaganna og að endurskoða frá grunni hag kvæmni ýmissa ríkisstofnana og fyrirtækja með sólarlagsákvæðum. Að öðrum kosti verður fjárlaga- gerðin áfram stefnulaus, ómarkviss og gengur þvert á yfirlýst mark- mið,“ sagði Jón.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.