Alþýðublaðið - 27.09.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.09.1985, Blaðsíða 4
Föstudagur 27. september 1985 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 3. hæð, 108 Reykjavík., Sími: 81866 Útgefandi: Blað lif. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson (ábm.) og Jón Danielsson Kramkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Ilelgi Gunnlaugsson, llalldóra Jónsdóttir og Kva Guðmundsd. Sctning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf, Siðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 N ák væmnin má ekki minni vera — Fáeinar athugasemdir við leiðara Alþýðu- blaðsins 7. sept. eftir Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóra á Húsavík Heiðraði ritstjóri. Ekki verður hjá því komist að gera fáeinar athugasemdir við leið- ara Alþýðublaðsins 7. sept. sl., þar eð hann er með nokkrum ólíkind- um, svo ekki sé meira sagt. Ljósa hliðin á þeim pistli er þó viðurkenning á samtökum sauð- fjárbænda og viðleitni þeirra til markaðsöflunar vestan hafs fyrir dilkakjöt. Þess er einnig getið, að sú sölustarfsemi „muni auðvitað taka nokkur ár“ og þar hefur blaðamað- urinn væntanlega heyrt rétt. Þegar lengra kemur, fer að minnka um skilninginn eða heim- ildir gerast valtar, og er þar rætt um sláturkostnað 1983 hjá Kf. Þingey- inga á Húsavík. Hér þarf nokkuð að leiðrétta. Höfundur gleymir því, að það sem hann kallar „sláturkostnað" er i raun slátrunar^ frysti-, meðferða- og heildsölukostnaður. í öðru lagi eru tilvitnaðar tölur hans um vinnulaun og umbúðir frá 1982 en ekki 1983, og má sú ná- kvæmni ekki minni vera. í þriðja lagi er mismunartalan 16,5 millj. hreint ekki óljós þeim sem eitthvað vilja vita eða skilja, en í henni felst m.a. frystikostnaður, vextir, flutningar, verðútjöfnun og dreifingarkostnaður. í fjórða lagi er því haldið fram, að kaupfélagið hafi fengið 10,5 milljónir í geymslugjald og 6 millj- Hversu kostnaðarsöm er slátrunin eiginlega? 'íM* K '' ý'' ^ I i ónir hafi runnið til búvörudeildar SÍS. Þessar tölur eru rugl, hvort sem ruglið er frá blaðamanni komið eða einhverjum fundarmanna. Loks er það hugarburður, að greiðslur geymslugjalda séu slátur- húsum gróðalind, því að þau hafa aldrei dugað til að greiða raunveru- legan geymslukostnað. Þarna birt- ist ámóta reikningssnilld og hjá þeim stjórmálamönnum, sem framreiknuðu slátur- og heildsölu- kostnaðinn í 1.500 kr. á lamb, þegar hin raunverulega ákvörðun varð innan við 800 kr. Það væri trúlega hyggilegt fyrir leiðarahöfundinn að heimsækja eins og eitt sláturhús, ef hann mætti öðlast ofurlitla nasasjón af þessu vel valda umræðuefni. Hann gæti t.d. skroppið til Húsavíkur í þessu skyni. Það er líka umhugsunarvert fyrir Iesendur, hvaða tilgangi slíkur pist- ill á að þjóna — en varla er hann skrifaður af tómum kærleik til sauðfjárbænda, eða hvað? Hreiðar Karlsson, kfstj., Húsavík. Hugbúnaðarf y rirt ækin — í samkeppni við erlend hugbúnaðarfyrir- tœki ef söluskattur verður lagður á fram- leiðslu þeirra, að áliti Skýrslutœknifélagsins Svo sem von er, eru ekki allir sammála um ágaeti þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst grípa til í þeim tilgangi að ná fram hallalaus- um fjárlögum fyrir árið 1986, án þess að auka erlenda skuldabyrði landsmanna. Þótt enn hafi ckki neinar opin- berar yfirlýsingar séð dagsins Ijós, hvað varðar þessar aðgerðir, og þannig sé í rauninni ekki Ijóst í smá- atriðum hverjar þær verða, virðist þó nokkuð öruggt að undanþágum frá söluskatti muni fækka verulega frá því sem nú er. Meðal annars er talið fullvíst að söluskattur verði nú aftur inn- heimtur af tölvum og tölvubúnaði hvers konar, en þessi varningur hef- ur verið undanþeginn söluskatti frá því 1983. Skýrslutæknifélag íslands hefur nýlega sent frá sér yfirlýsingu vegna þessarar væntanlegu söluskattsinn- heimtu þar sem varað er við afleið- ingum þeim sem þvílíkar aðgerðir muni hafa fyrir tölvuvæðingu hér- lendis. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Að undanförnu hefur komið fram í fréttum, að stjórnvöld hafi í hyggju að afla ríkinu aukinna tekna með því að leggja söluskatt á tölvur og tölvuþjónustu. Stjórn Skýrslu- tæknifélags íslands vill koma á framfæri alvarlegri viðvörun vegna þessara áforma. Svo virðist sem ekki hafi af hálfu ríkisstjórnarinn- ar verið hugað að þeim óheillavæn- legu afleiðingum, sem þetta hefði. Núverandi ríkisstjórn felldi 1983 niður söluskatt af tölvum og tölvu- búnaði sem og aðflutningsgjöld á þessu sviði. Áhrif þeirrar skynsam- legu ákvörðunar hafa orðið þau, að nauðsynleg tölvuvæðing hefur orð- ið mun hraðari hér á landi en ella hefði orðið. Það er því einkennileg undir og hættuleg ráðstöfun, ef sölu- skattsundanþágan verður nú úr gildi felld. Afleiðingar þess að setja nú 25% söluskatt á tölvur og tölvubúnað yrðu m.a. þær, að mjög myndi draga úr þróun í tölvumálum. Hætt er við, að þessi vaxtarbroddur ís- lensks atvinnulífs yrði lengi að ná sér eftir slíkt áfall. Aðstaða ís- lenskra hugbúnaðarfyrirtækja í samkeppninni við útlend fyrirtæki myndi versna verulega. Einhver ís- lensku fyrirtækjanna myndu hugs- Framh. á bls. 3 Molar hvers konar bréfapressu. Heilbrigðisyfirvöldin brugðu skjótt við en þó of seint, því smurningin hafði átt sér stað og Lenkiewich falið líkið. Neitaði hann að segja hvar það væri, en sagði það fyrir utan borgarmörk- in, þar sem yfirvöldin hefðu enga lögsögu. Segist Lenkiewicz ekki vera að gera neitt nýtt, smurð lík hefðu varðveist öldum saman. Hann segir að Diogenes hafi í lifanda lífi verið eins og e.k. smá- útgáfa af jólasveini og fullyrðir að sá aldni hafi vitað af fyrirætlan sinni og verið samþykkur. Ullargardínur á mettíma All sérkennilegt heimsmet (og þau eru til mörg sérkennileg) var sett í Kinna (Svíþjóð) sl. vor. Tuttugu og átta manneskjur tóku sig til og náðu i rollu nokkra. Ein mann- eskja rúði rolluna, 22 voru i því að spinna ullina, 1 vatt þræðina á kefli og fjórar manneskjur ófu vefinn og til urðu tvær gardínur, 90 x 150 sentimetrar (þéttleikinn 4 þræðir á sentímetra). Mettíminn: 5 klukkustundir, 51 mínúta og 15 sekúndur. ▼ Ljósmyndari aðalsins Fyrir skömmu kom út í Bretlandi ævisaga Ijósmyndarans Cecil Beaton, sem Hugo Vickers skráði. Breska aðlinum þótti ákaflega mikill heiður að því að láta Bea- ton ljósmynda sig, ef til vill þar sem ljósmyndarinn þótti liðtækur við að snyrta myndirnar til að gera fyrirsæturnar meira aðlaðandi. Dæmi um þetta er að finna á meðfylgjandi myndum af aðals- frú einni og má þar sjá hvernig Beaton hefur fjarlægt óheppilegri hliðar frúarinnar; gert hana form- fegurri og hrukkuminni! Mannleg bréfapressa Fyrir nokkrum árum hitti lista- maðurinn Robert Lenkiewicz í Plymoulh, Englandi, sérkennileg- an lítinn mann að nafni Edward McKenzie, sem bjó í málmhylki sem hann hafði komið fyrir í trjá- greinum. Þeir urðu strax mestu mátar og Lenkiewich kallaði litla manninn aldrei annað en Dioge- nes, í höfuðið á gríska heimspek- ingnum. Ekki alls fyrir löngu dó Dio- genes úr krabbameini, sjötíu og tveggja ára að aldri. Þá gerðist það að útfararstjóri nokkur hringdi í dauðans ofboði í heil- brigðisyfirvöld Plymouthborgar og tilkynnti að Lenkiewich væri að leita að manni sem vildi smyrja lík Diogenesar í því skyni að varð- veita það og forða frá rotnun. Vildi listamaðurinn geyma líkið í stofu sinni og nota það sem ein-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.