Alþýðublaðið - 27.09.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.09.1985, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 27. september 1985 RITSTJORNARGREIN Hverful dægrastytting Hrátt fyrir einhvern vilja og ýmsa tilburði í þá átt að gera þetta herrans ár, 1985, að ári æsk- unnar, þá bendir ekkert til þess, aö þetta ár eigi eftir að marka tímamót I málefnum æskunnar og unga fólksins, hvorki hér á landi né úti í hin- um stóra heimi. Ekki hefur a. m. k. heyrst, að neitt markvert standi þar uþþ úr — eitthvað sem æskan og unga fólkið geti t. d. skoðað sem fyrirheit hinna fullorðnu um bjartari og betri framtlð en nú gefur að ilta I okkar viösjálu veröld. Otalmargir hafa eflaust brotiö um það heil- ann, hvað helst mætti nú gera „fyrir“ æskuna á hennar ári. Og hafi svo einhvers staðar eitt- hvað verið aðhafst, þáervlsast að þrautalend- ingin hafi oröið einhver hverful dægrastytting. Hér hefðu þó átt leik á borði þær kynslóðir hinna fullorðnu, sem ráðskast með allt líf á þessari jörðu ásamt auðlindum hennarog hafa þar af leiðandi heill og framtíð æskunnar I hendi sér. Við fulloröna fólkið hefðum ekkert betur gert fyrir æskuna á þessu ári hennar en að setjast niður og hlusta á hana, reyna að kynna okkur viðhorf hennar og heilbrigðar lífsskoöanir. Sjálf hefðum við margt nytsamt að læra á þeim skólabekk. Æskan og unga fólkið hefur sérstaklega allt frá stríðslokum átt fagran boðskap að flytja — boðskapinn um bræðralag og samhjálp, um réttlæti og frið með öliu mannkyni. Við heyrum kannski þennan boðskap oftast I mörgum dægurlagatextum, bæði erlendum og innlend- um. Þar má oft heyra hjartaslög æskunnar og rödd hennar túlka tilfinningar hennar, vonir og þrár með einföldum orðum, sem hitta I mark. Hessa rödd er þó reynt að kæfa I vopnaskaki um vlða veröld og milljónir ungmenna I ein- ræðisrlkjunum fá ekki svo mikið sem að hefja upp raust slna. Fleiri reyna þó að þagga niður I æskunni og telja henni trú um, að boðskapur hennar sé hjáróma og að hún eigi að tilbiðja aðra guöi. Frjálshyggjutrúboðarnir segja henni, að fé- lagshyggjaog samhjálp sé bara rugl úr jafnað- armönnum. Allireigi að berjast, hversem betur getur og olnboga sig áfram. Og það reyndu llka unglingarnir I Birmingham, þegar rlkisstjórn járnfrúarinnar I Bretlandi var búin að skenkja þeim nóg af ávöxtum frjálshyggjunnar, at- vinnuleysi, fátækt og örvæntingu. Þessir unglingar fóru hins vegar hamförum f uppreisn gegn þvl þjóðfélagi, sem reynst hafði því fjandsamlegt, — þjóðfélagi frjálshyggjunn- ar, sem þjösnast eins og skriðdreki þvert á fé- lagshyggju æskunnarog hugsjónir unga fólks- ins um samhjálp og bræðralag. N ú líður senn að þvl að ungt fólk á íslandi, allt frá 18 ára aldri, fái að ráða nokkru um íslenska þjóðfélagsgerö um næstu framtfð með at- kvæðisrétti sínum I kosningum til sveita- stjórna og Alþingis. Þá kemur það I Ijós, hvort þyngra verður á metunum, rödd unga fólksins sjálfs eða fagurgali frjálshyggjutrúboðanna. Haldi unga fólkið vöku sinni og hlusti það á slna eigin rödd og samvisku, þá velur það slna leið, — ieiö jafnaðarstefnunnar. Þvl að þær leiöir liggja saman. Hugsjónir æskunnar og jafnaðarstefnunnar eru þær sömu. Einn virtasti talsmaður jafnaðarstefnunnar á Vesturlöndum, dr. Gylfi Þ. Glslason, sagði I fyr- irlestri fyrir 20 árum: „Frá upphafi hefur kjarni jafnaðarstefnunnar verið hugsjón, sú hugsjón, að það sé réttur sér- hvers manns að lifa lifi, sem samrýmist sjálfs- virðingu hans, Iffi, sem gerir honum kleift að vera frjáls, þroska hæfileika slna og njóta rétt- mæts árangurs af iðju sinni. Sá, sem vill keppa að þessu marki og gerirsér Ijóst, að þvf verður ekki náð nema með skipulegu samstarfi og samhjálp, er jafnaðarmaður“. Og erindi sinu lauk dr. Gylfi þannig: „Þessi boðskapur á nú brýnna erindi til sér- hvers hugsandi manns en nokkru sinni fyrr". Þau orð dr. Gyifa eru sfgild, af þvl að boðskap- ur jafnaðarstefnunnar er sígildur og eina von æskunnarog alls mannkyns um betri og rétt- látari heim. J. H. G. Alþýðuflokkurinn getur orðið öflugt stjórnmálaafl M haffli samband: Á sínum tíma komu Alþýðu- flokkurinn, Ólafur Thors og fleiri á stofn Almannatryggingunum með skeleggri baráttu. Nú virðist mér Almannatryggingakerfið ekki vera svipur hjá sjón. Ég er einn af þeim mönnum sem studdu þær aðferðir sem viðhafðar voru við stofnun almannatrygginga- kerfisins. Ég lít svo á að ef Eim- skip eigi að heita óskabarn þjóð- arinnar, þá sé almannatrygginga- kerfið það líka. En því miður verð ég að segja að mér finnst nú svo komið að það sé varla hægt að fá nokkra fyrirgreiðslu hjá þessu kerfi og virðist mér jafnvel reynt að koma í veg fyrir að fólk fái hjálp. A sínum tíma studdi ég Sjálf- stæðisflokkinn, en hef þó alla tíð stutt mikið af því sem Alþýðu- flokkurinn hefur verið að gera um tíðina. Þó ég sé aldraður orðinn þá langar mig til að hafa samstarf við flokkinn og ég veit að við get- um stækkað flokkinn og gert hann að öflugu stjórnmálaafli. I Svíþjóð, þar sem Olof Palme og félagar hafa löngum ráðið ferðinni, er varla svo að maður veikist smávægilega þá fær hann hjálp. Jafnaðarmannaflokkurinn þar hefur ef til vill gengið helst til langt gagnvart atvinnurekendum, það má ekki gera atvinnurekstrin- um of erfitt fyrir, en á hinn bóg- inn þá má í frelsi ekki felast það að menn fái ótakmarkað að raka saman peningum á fárra manna hendur. Ég vil starfa með ykkur í Alþýðuflokknum, þó ég hafi á sínum tíma starfað fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Ég hef ákveðnar hugyndir um það, hvernig Al- þýðuflokkurinn þarf að starfa til þess að sigra. Flokkurinn má ekki Mótorhjólið er orðið hundrað ára. Þýski verkfrœðingurinn Gottlieb Daimler fékk einkaleyfi fyrir þessari upp- finningu sinni i lok ágústmánaðar 1885. Eins og sjá má var þessi fyrsta gerð með tveim litlum stuðningshjólum og auk þess óneitanlega örlítið þunglamaleg að sjá, allavega ef miðað er við útgáfur síðari tíma. halda að hann verði óhjákvæmi- lega alltaf í skugga Alþýðubanda- lagsins innan vinstrihreyfingar- innar. Það er misskilningur. Á sínum tíma studdu smákaup- menn Alþýðuflokkinn í miklum mæli, en í stað þess að hygla þess- ari stétt réðst fíokkurinn á hana. Alþýðuflokkurinn verður að móta stefnu sem er stefna allra vinnandi manna í landinu, ekki stefnu sem höfðar bara til hinna bláfátækustu. Ég hef um ævina unnið í fátækt og basli við verslun og viöskipti og ég veit að Alþýðu- flokkurinn getur með skeleggri baráttu orðið stærri en ykkur grunar i næstu kosningum, sér- staklega nú þegar fólk á í vök að verjast. Það var Alþýðuflokkur- inn sem tók upp hanskann fyrir láglaunafólkið og ég veit að sjúkt fólk verður að fá eitthvað fyrir sinn snúð og fólk sem af ýmsum ástæðum er illa statt. Nú þegar kapítalisminn er í algleymingi og fáeinir forríkir hagnast, þá er kominn tími til að hugsa málin upp á nýtt. Baráttan fyrir bættum kjörum er mikilvæg, en ekki er hitt síður mikilvægt að ganga ekki gegn atvinnuvegunum þannig að útkoman verði sú að fyrirtækin eru alltaf á hausnum. Þetta verður að fylgjast að. M. Lífeyrissjóðir 1 artekjum er í þessu sambandi átt við tekjur sjóðanna eftir að stjórn- unarkostnaður og lífeyrir hefur ver- ið greiddur. Þrátt fyrir þessi auknu kaup líf- eyrissjóðanna vantar enn þó nokk- uð upp á að þeir hafi uppfyllt 40% kröfuna í ár. Samkvæmt lánsfjár- áætlun er gert ráð fyrir að lífeyris- sjóðirnir kaupi skuldabréf fyrir rúman milljarð, og þurfa þeir því að punga út með um 400 milljónir til að markinu sé náð. Nokkuð hefur borið á því að Byggingarsjóður verkamanna njóti takmarkaðri vinsælda en Bygging- arsjóður ríkisins. Af Byggingar- sjóði verkamanna hefur aðeins ver- ið keypt fyrir 145 milljónir af þeim 345 sem ráð var fyrir gert. Borgarstjórn 1 og ræddu þau mál sem væru á dag- skrá, en ekki væri þar með sagt að slíkt leiddi alltaf til sameiginlegrar niðurstöðu. Á samráðsfundi þeim sem hald- inn var í fyrradag var einkum rætt um málefni Bæjarútgerðarinnar og fyrirhugaða sameiningu hennar og ísbjarnarins. Inntökubeiðni Ég undirritaður/undirrituð sæki hérmeð um að gerast meðlimur í Félagi ungra jafnaðarmanna. Nafn Fæddur ................................. Heimili .......................... Sími Atvinna ................................ Vinnustaður........................Sími (Undirskrift umsækjanda)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.