Alþýðublaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.10.1985, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. október 1985 3 Hallgrímur Sigurðsson, framkvœmdastjórí Samvinnutrygginga, og Einar I. Halldórsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirrituðu samninginn. Rauði krossinn: Endurskinsmerki Minning: Ingibjörg Örnólfsdóttir Hafnfirð- ingar eru samvinnu- tryggðir — gerðu fimm ára samning um brunatryggingar húsa í Hafnarfirði Á þriðjudaginn i síðustu viku var undirritaður samningur milli Hafn- arfjarðarbæjar og Samvinnutrygg- inga um brunatryggingar húsa í Hafnarfirði. Þessi samningur er gerður í kjölfar útboðs á bruna- tryggingum bæjarins og gildir til fimm ára, eða fram til 15. október 1990. Að því er segir í fréttatilkynningu frá Samvinnutryggingum mun þessi samningur spara íbúum Hafnar- fjarðar um fjórar milljónir króna. Eins og lesendur rekur ugglaust minni til voru brunatryggingar einnig boðnar út í Garðabæ en þar var hins vegar samið við Bruna- bótafélag íslands. Samkvæmt lögum eru allir hús- eigendur skyldugir til að bruna- tryggja húseignir sínar en auk þess gildir sú regla að stjórn hvers sveit- arfélags fyrir sig ákveður hjá hvaða tryggingarfélagi húseignir skuli vera tryggðar. Að því er fram kemur í fréttatil- kynningunni frá Samvinnutrygg- ingum fóru á bilinu 25—30% af ið- gjöldum brunatrygginga á höfuð- borgarsvæðinu í bótagreiðslur vegna brunatjóna á sl. fimm árum. Stjórn Rauða Kross íslands hef- ur ákveðið að festa kaup á eitt hundrað þúsund endurskinsmerkj- um og verður mestum hluta þeirra dreift ókeypis til skólabarna. Þessi endurskinsmerki, sem væntanleg eru til landsins á næstu dögum, eru talin þau bestu sem völ er á og þau fullnægja að sjálfsögðu öllum þeim skilyrðum sem umferð- aryfirvöld gera til slíkra merkja. Endurskin þessara merkja er meira en þekkst hefur hér á landi til þessa. . Rauði Krossinn og Umferðaráð munu hafa samvinnu um dreifingu merkjanna og ennfremur verða gefnir út bæklingar með upplýsing- um um rétta notkun þeirra og hafð- ur verður uppi áróður um notkun þeirra. Konur, hvað nú? Jafnréttisráð og ’85- nefndin gefa út bók í tilefni af 10 ára afmœli kvennafrídagsins Hinn 24. október nk. veröur 10 ára afmæli kvennafridagsins og hafa Jafnréttisráð og ’85-nefndin sameinast um útgáfu bókar af því tilefni, en hún nefnist „Konur, hvað nú?“. Er megintilgangurinn með útgáfu bókarinnar sá, að afla vitn- eskju og staöreynda um stöðu kvenna í samtímanum til að betur sé hægt að átta sig á hvar helst er þörf fyrir átak í jafnréttisbarátt- unni í nánustu framtíð. Er hér á ferð yfirlitsrit um stöðu íslenskra kvenna frá því á kvenna- árinu 1975 til loka kvennaáratugar S,Þ. á þessu ári. Þar er að finna út- tekt á því hvort, og þá hvernig, kon- um hefur miðað áleiðis til jafnréttis og jafnrar stöðu á margvíslegum sviðum þjóðfélagsins á síðustu tiu árum. Bókin er nálægt 300 bls. að stærð og skiptist í 14 kafla. Sérfróðir höf- undar — allt konur — skrifa hver sinn kaflann um lagalega stöðu kvenna, menntun, atvinnu- og launamál, félagslega stöðu, konur í forystustörfum og heilbrigði kvenna og heilsufar. Ennfremur er í bókinni kafli þar sem raktir eru helstu viðburðir í sögu kvenna og- kvennhreyfinga á tímabilinu 1975 —1985. Þá er fjallað um listsköpun kvenna og dregin upp fróðleg og ýt- arleg mynd af hlut þeirra í bók- menntum, tónlist, myndlist, leik- list, byggingarlist, ballett og kvik- myndagerð. Ritstjóri bókarinnar er Jónína Margrét Guðnadóttir cand. mag. Um 30 myndlistarverk eftir kon- ur, aðallega frá síðasta áratugi, prýða bókina auk ljósmynda. Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. Síðbúin minningargrein um Ingi- björgu Örnólfsdóttur fædda 17. júní 1911. 13. september sl. fór fram jarðar- för vinkonu okkar í Verkakvenna- félaginu Framsókn. Náttúran skartaði sínum feg- urstu haustlitum og féll það vel við fagran söng sem hljómaði í kirkj- unni við útför hennar. Ingibjörg var sú manngerð, sem aldrei lét sér falla verk úr hendi og var ætíð reiðubúin er til hennar var leitað hvort sem um var að ræða fé- lagsstörf, árleg sumarferðalög fé- lagsins eða vinna fyrir basar sem og fleira, alltaf var jafngott að leita til hennar og samstarfið Iærdómsríkt og gott. í sumarferðalögum Verka- kvennafélagsins Framsóknar naut hún sín vel með léttri kímni og ekki var síður gaman þegar um söng var að ræða í rútum, þá smitaði hún vel útfrá sér enda kunni hún mikið af ættjarðarlögum og þekktum dæg- urlögum. Ingibjörg var með afbrigðum sannur verkalýðssinni og var sæti hennar vel skipað í stjórn Verka- kvennafélagsins Framsóknar. Sér- staka tryggð tók hún við basar fé- lagsins og var framlag hennar höfð- inglegt. Hún naut þess hjartanlega að fara með glaðning fyrir jól til eldri félagskvenna, komu þá vel í Ijós mannkostir hennar og um- hyggja fyrir þeim sem minna máttu sín. Eftir að Ingibjörg missti heilsuna vorið 1980 höfðum við oft sam- band hvor við aðra og rifjuðum upp góðar stundir frá sameiginlegum gleðistundum innan og utan stjórn- arinnar. Hér vil ég nota tækifærið og færa þér þakklæti fyrir samstarfið í stjórn félagsins og kærar kveðjur frá okkur sem með þér voru. Sem þakklæti og virðingu við Ingi- björgu var hún ásamt 7 konum gerð að heiðursfélaga á 70 ára afmæli Verkakvennafélagsins Framsóknar í október 1984. Að endingu sendi ég börnum hennar og ættingjum sam- úðarkveðjur. Helgu minni sendi ég vinarkveðjur og gleymi ekki tryggð hennar og góðu samstarfi sem ég átti með henni á skrifstofu félags- ins. Stjórn og félagskonur Verka- kvennafélagsins Framsóknar senda börnum lngibjargar og ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Minningin uni þig lengi lifi. Þórunn Valdimarsdóttir FÉLAG$STARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Sveitarstjórnarráðstefna Alþýðuflokksins Stjórn Sveitarstjórnarráðs Alþýðuflokksins boðar til ráðstefnu sveitarstjómarmanna og annarra trúnaðarmanna Alþýðuflokksins I sveitarstjórnar- málum Iaugardaginn16. nóvember nk. Ráðstefnan verður haldin i félagsheimili Kópa- vogs (2. hæð). Hún hefst kl. 10 að morgni og lýkur kl. 4 siðdegis. Dagskrá ráðstefnunnar er undir- búningur að sveitarstjórnarkosningum í júní 1986. Dagskrá verður nánar auglýst síðar. Stjórnin. Borgarmálaráð Alþýðuflokksins í Reykjavík Fundur kl. 17 nk. þriöjudag 15. okt. f félagsmiðstöðinni í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Vinsamlegast fjölmennið sundvíslega. Formaður. Mótaðu stefnuna með okkur Fiskveiðistjórnun Kvótakerfi eða aðrir valkostir. Starfshópur um sjávarút- vegsmál heldurfund um fiskveiðistjórnun miðvikudag- inn 16. okt. kl. 17 i félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Hverfisgötu 8—10. Allt áhugafólk velkomið. @!6!£SSSÍh Tilkynning um brunatryggtryggingar húsa í Hafnarfirði Þriðjudaginn 15. október 1985 taka Samvinnu- tryggingar við lögboðnum brunatryggingum húsa í Hafnarfirði. Endurnýjun trygginganna fer fram 1. janúar 1986 fyrir tímabilið 15. október 1985 til 31. desember 1986. Umboðsskrifstofa félagsins í Samvinnu- bankanum að Strandgötu 33, Hafnarfirði, annast alla þjónustu varðandi vátryggingar þessar. PÓST- OG SÍMA- MÁLASTOFNUNIN óskar aö ráöa PÓSTAFGREIÐSLUMENN, SENDIMENN og BRÉFBERA til starfa viö póst og símstööina í HAFNARFIRÐI. Nánari upplýsingar veitir stöövar- stjórinn í Hafnarfiröi. Orkustofnun erlendis hf. framkvæmdastjóri Orkustofnun erlendis hf., hlutafélag sem stofnað er með lögum nr. 53/1985 til að markaðsfæra erlendis þá þekkingu, sem Orkustofnun ræður yfir á sviði rann- sókna, vinnslu og notkunar jarðhita, vatnsorkurann- sókna og áætlanagerðar í orkumálum, auglýsir starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Umsóknarfrest- ur er til 7. des. 1985. Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólapróf í verk- fræði, eöa sambærilega menntun, og reynslu í erlend- um samskiptum er varða markaðsfærslu erlendis á þeim sviðum sem að ofan eru tilgreind. Hlutastarf kem- ur til greina fyrst um sinn. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu stílaðar á stjórn Orkustofnunar erlendis hf., en sendarstarfsmannastjóraOrkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. Með umsóknir verður farið sem trún- aðarmál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.