Alþýðublaðið - 16.10.1985, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 16.10.1985, Qupperneq 3
Miðvikudagur 16. október 1985 3 Trúnaðarmálin hans Steingríms: Stefnan lak í Moggann „Þingmönnum Sjálfstœðisflokksins er ekki treystandi fyrir neinu plaggi“ sagði forsætisráð- herra síðast. Fundurinn 4 og hvetur stjórnvöld til aö aðhafast eitthvað í málinu áður en það verð- ur um seinan. Aðalfundur FUJ í Reykjavík tel- ur að með þessum aðgerðum megi bæta kjör þeirra bænda sem stunda sinn búskap af myndarskap og jafnframt megi líta björtum augum til framtíðarinnar í landbúnaði ef gripið verði til þessara löngu tíma- bæru og sjálfsögðu aðgerða. Menntamál: í ljósi breyttra tíma og vaxandi mikilvægis tölvunnar leggur Aðal- fundur FUJ í Reykjavík áherslu á aukna uppbyggingu og aðlögun skólakerfisins á þessu sviði. í fyrsta lagi þarf að bæta launakjör og að stöðu kennara til þess að laða i þau störf sem hæfustu einstaklinga. í öðru lagi þarf skólakerfið að fylgj- ast meira með þeim miklu breyting- um sem nú eiga sér stað úti í heimi í sambandi við menntamál. Skal þar bent á aukna tölvufræði- kennslu og notkun tölva í námi. Einnig skal bent á endurskoðun námsins í ljósi breyttra tíma þannig að þau fög sem telja verður ekki eins mikilvæg og þótti áður verði gerð að valgreinum í stað skyldu- náms eða hreinlega felld niður. Fundurinn hafnar þeirri leið sem felst í stofnun svo kallaðra „einka- skólaþ þar sem hið opinbera greiðir öli laun, gögn og aðstöðu, en skóla- gjöld lögð á til þess eins að yfir- bjóða launakjör kennara og mis- muna nemendum. Jafnréttismál Aðalfundur FUJ'í Reykjavík 12. október 1985 minnir á, nú í lok kvennaáratugarins, að enn er langt í land þegar jafnrétti kynjanna er annars vegar. Því miður er það staðreynd, að á fjölmörgum sviðum hefur baráttan ekki einasta borið lítinn árangur, heldur afturför orðið. Þannig blasir við að bilið milli launakjara karla og kvenna er hætt að minnka og í sumum atvinnugreinum farið að aukast til muna á ný. Þannig staðfestir t.d. Kjararann- sóknarnefnd að á meðan tímakaup verkakarla, skrifstofu- og af- greiðslukarla hafi frá vori 1984 til vors 1985 hækkað um 31—47%, hækkaði tímakaup kvenna í sömu störfum um 26—40%. Þannig jókst munurinn á tímakaupi karla og kvenna í skrifstofustörfum á þessu tímabili úr 32.5% í 38.5%. Fundurinn telur einsýnt, að þessa þróun megi rekja fyrst og fremst til kjararánsstefnu ríkisstjórnarinnar og atvinnurekenda. Aðskilnaður ríkis og kirkju Aðalfundur Félags ungrajafnað- armanna í Reykjavík 12. október 1985 bendir á, að ríkissjóður getur sparað sér hátt á annað hundrað milljónir króna á ári með aðskiln- aði ríkis og kirkju. Fundurinn telur einsýnt, að þá fyrst reynir á trúhneigð lands- manna, að þjóðkirkjan standi á eig- in fótum. Fundurinn leggur því til að kirkjan verði aðskilin frá ríkinu, verði gerð að sjálfstæðri stofnun og skapi sér eigin rekstrargrundvöll. Aldurstakmörk Aðalfundur F.U.J. í Reykjavík, haldinn 12. október 1985, leggur til, að samhliða lækkun á kosninga- aldri úr 20 árum í 18 ár lækki sömu- leiðis aldurstakmörk til afgreiðslu i áfengissölum ríkisins og veitinga- húsum í 18 ár og að fermingaaldur- inn sé miðaður við sjálfræðismörk- in, sem eru 16 ár. Hægri bylgja á undan- haldi Aðalfundur Félags ungra jafnað- armanna í Reykjavík, haldinn 12. október 1985, fagnar undanhaldi hægri aflanna í Evrópu. Yfir 20 milljónir manna eru nú atvinnulausar í Evrópu. Flægri öfl stjórnmálanna hafa víða verið við völd í þessari heimsálfu, og stefna þeirra hefur stóraukið atvinnuleysi og breikkað bilið á milli ríkra og fá- tækra. Fjöldi atvinnulausra jafn- gildir því, að 11 af hundraði vinnu- færra karla og kvenna fær ekki störf. Meðal ungs fólks er hlutfallið 20 prósent. Hin svokallaða frjálshyggju- stefna náði talsverðum áhrifum á tímabili, en er nú á undanhaldi. Þann flótta verður að reka. Jafnað- armenn og verkalýðshreyfingin gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn ný-íhaldsstefnunni, hinu óhefta markaðsherfi. Það verður að gera lýðum ljóst, að frjálshyggj- an er ekki hið sama og frjálslyndi. Hægri sveiflan, sem farið hefur um meginland Evrópu, hefur borist hingað til lands. Gegn henni verður að berjast með öllum ráðum. Hvar- vetna hefur hún skilið þjóðfélög eftir í sárum. Hún byggir baráttu sína á „frelsi“ peninga- og mark- aðsaflanna á kostnað hins vinnandi manns. Fylgifiskurinn er atvinnu- leysi og vinnuþrældómur þeirra, sem eru svo heppnir af hafa at- vinnu. Menning og menntun og fé- lagslegar framfarir hafa staðnað i ríkjum, þar sem fulltrúar frjáls- hyggjunnar hafa farið með stjórn. Nú eru hægri öflin á undanhaldi. Því til sönnunar má benda á Grikk- land, Ítalíu, Noreg, Svíþjóð og Portúgal. Þannig mun einnig fara í Vestur-Þýskalandi og Bretlandi í kosningum 1987 og ’88. Þessari þróun verður að fylgja eftir hér á landi. Valkosturinn er samstaða jafnaðarmanna og launþegahreyf- ingarinnar um þjóðfélag réttlátrar tekjuskiptingar, efnalegra framfara og félagslegs réttlætis. Félag ungra jafnaðarmenna í Reykjavík skorar á allt ungt fólk að athuga gaumgæfilega þá valkosti, sem fyrir hendi eru í íslenskum stjórnmálum og huga að reynslu nágrannaþjóðanna af markaðs- og frjálshyggju. Sérstaklega ætti ungt fólk að kynna sér áhrif stefnu breska íhaldsflokksins á breskt þjóðlíf og hag ungs fólks. Þar hefur formúla Miltons Friedmans fengið að njóta sín í útgáfu Margaretar Thatcher. Og þar hefur þessi stefna dæmt sjálfa sig — til dauða. Að lokum skal þess getið, að um- fjöllun um borgarmál var frestað og vísað til sérstaks félagsfundar um borgarmál og borgarstjórnar- kosningar, en sá fundur er á dag- skrá 24. október nk. Ný bókmennta- verðlaun Sænska akademían hyggst stofna til nýrra bókmenntaverólauna í til- efni af 200 ára afmæli akademiunn- ar í apríl á næsta ári. Verðlaunin verða að upphæð 100.000 sænskar krónur og verða reyndar ekki ein- skorðuð við bókmenntir. Að því er segir í yfirlýsingu frá Akademíunni verða þau veitt árlega, norrænum rithöfundi eða öðrum sem starfi innan áhugasviðs akademíunnar. Sænska akademían var á sínum tíma sköpunarverk Gústafs III og var stofnuð 5. apríl 1786. Hlutverk hennar var i öndverðu hugsað það að halda uppi heiðri Svía á sviði bókmennta og vísinda. Mikil hátíðahöld eru nú í undir- búningi vegna 200 ára afmælisins og verður Grímudansleikur Verdis m.a. sýndur í Óperunni í Stokk- hólmi af þessu tilefni. Þessi ópera, sem nú er reyndar á fjölunum í Þjóðleikhúsinu, fjallar sem kunn- ugt er einmitt um morðið á Gústaf ifl, stofnanda akademíunnar. Svarti listinn 1 fleiru, fer aðeins í hendur áhrifa- manna innan bankakerfisins. Hinn listinn, án upplýsinga úr banka- kerfinu, er hins vegar til sölu á al- mennum markaði og getur hver sem er keypt hann fyrir 2.800 krónur. Fyrir starfsleyfinu, sem Reikni- stofu Hafnarfjarðar var veitt á sín- um tíma, voru hins vegar sett ákveðin skilyrði, m.a. að „aðgang- ur að upplýsingum sé aðeins heimill þeim starfsmönnum sem þörf hafa á“. Ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir því í hversu mörgum eintökum reiknistofan selur svarta listann en þær tölur sem Alþýðublaðið hefur heyrt nefndar í þeSsu samhengi eru frá 200 og upp í „þónokkur hundr- uð, en þó undir þúsund“. Við þetta bætast svo hátt í tvöhundruð eintök af listanum sem unninn er af Reiknistofu bankanna. Hver lak trúnaðarmálinu „Stefnuræða forsætisráðherra" í Morgunblaðið? Morgunblaðið birti í gær efnis- atriði úr stefnuræðu Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra — sem forsætisráðherra hefur af- hent þingmönnum einum, stimpl- aðri sem trúnaðarmál. Litlar líkur eru á því að lekinn sé ættaður úr herbúðum annarra en Sjálfstæðis- manna, beint eða óbeint. Einhver þingmanna flokksins hefur ekki virt trúnaðinn. Eða er kannski alls ekki litið á stefnuræðuna sem trúnaðarmál eftir allt? Og því engin ástæða til að gera nokkuð í málinu? „Þetta er afhent sem trúnaðar- mál, merkt sem slíkt og gilda engar sérreglur. Forsætisráðhera verður sjálfur að meta hvort ástæða sé til að gera eitthvað í málinu, en það getur nú verið að ýmsir aðrir en þingmenn viti um stefnuræðuna" sagði Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti Sameinaðs þings er Al- þýðublaðið bar málið undir hann. Á hinn bóginn er það staðreynd, að forsætisráðherra afhendir aðeins þingmönnum stefnuræðuna. Það varð eitt síðasta verk Matthí- asar Bjarnasonar sem heilbrigðis- ráðherra að veita heilsugæslustöð- inni væntanlcgu við Drápuhlíð starfsleyfi og heita því að gera sitt til þess að stöðuheimildir næðu í gegn við afgreiðslu fjárlaga. Ekkert kemur fram í samþykkt heilbrigðis- ráðherra um rekstrarfyrirkomulag stöðvarinnar, en sem kunnugt er lagði Heilbrigðisráð Reykjavíkur til að reksturinn yrði í höndum einka- aðila. Að sögn Katrínar Fjeldsted, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins og formanns heilbrigðisráðsins, má reikna með því að rekstur Drápuhlíðarstöðvarinnar verði eftir hefðbundnum leiðum, þó hug- mynd heilbrigðisráðs borgarinnar um breytt rekstrarfyrirkomulag væri ekki úr sögunni. „Það var einmitt vegna þess að við fengum ekki stöðuheimildir að heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar lagði til að heilsugæslustöðin við Drápuhlíð yrði rekin eftir öðrum leiðum en hinum hefðbundnu. Út- boð er ekki rétta orðið, við vildum reyna rekstrarfyrirkomulag, þar sem einkaaðilar nota fjármuni ríkis og borgar, en bera ábyrgð á rekstr- inum. Það kemur vel til greina að reyna þessa leið í einhverri heilsu- gæslustöð sem fyrir er, þannig að þeir aðilar sem þar starfa beri ábyrgð á rekstrinum," sagði Katrín. Þess má geta, að Björn Frið- finnsson, framkvæmdastjóri lög- Bókasafnsvikan í Eins og kunnugt er, hafa íslensk almenningsbókasöfn kynningar- viku frá 14,—20. október nk. í Borgarbókasafni, bæði aðalsafni og útibúum, verður ýmislegt á döf- inni í tilefni þessarar viku. Má þar t.d. nefna, að sérstök áhersla verður lögð á safnkynningu fyrir þá, sem gerast lánþegar þessa viku, og verða leiðbeiningar um notkun spjald- skrár og safnkosts o.fl. veittar hverjum og einum nýjum lánþega sérstaklega sé þess óskað. Yngstu safngestunum verður ekki heldur Ekki ér hér um einsdæmi að ræða. Fróðlegt er að rifja upp mál sem kom upp í janúar síðastliðn- um, þá var plaggi frá Steingrími lekið í Moggann. í samtali við NT sagðist Geir Hallgrímsson ekkert skilja í því hvernig trúnaðarmálið lak í blað sitt (þar sem hann er stjórnarformaður). Steingrímur sjálfur var harðorður: Þingflokki Sjálfstæðisflokksins er ekki treyst- andi fyrir neinu plaggi (undanskildi hann reyndar formann flokksins og ráðherrana). Augu manna beindust óhjákvæmilega að blaðamanni Moggans í hópi þingmanna Sjálf- stæðisflokksins, Árna Johnsen, en hann neitaði öllu í samtali við Al- þýðublaðið. Það sem heita má grátbroslegast við írúnaðarbrestinn þá, var að um svipað leyti skrifaði Mogginn frétt frá Indlandi, þar sem greindi frá siðferðisskorti manna í æðstu stöð- um þar, að ríkisleyndarmál væru þar seld fyrir allt niður í eina Wisky-flösku! Hvaða þingmaður Sjálfstæðis- flokksins fékk Whisky-flösku að þessu sinni? fræði- og stjórnsýsludeilar borgar- innar tók saman greinargerð um hugmynd heilbrigðisráðs borgar- innar og taldi hana stangast á við gildandi lög. Einnig má geta þess, að á fundi Heimilislæknafélags ís- lands var felld tillaga um að styðja hugmynd ráðsins. Súpermann felldi meirihlutann Samstarf Alþýðubandalags og Framsóknarflokks í Hreppsnefnd Hafnarhrcpps er sprungið, sam- kvæmt því sem fram kemur i sam- tali blaðsins Eystra-horns við Þor- stein Þorsteinsson, Alþýðubanda- lagi. Meirihlutinn þar hefur verið 5 fulltrúar þessara flokka gegn tveimur fulltrúum Sjálfstæðis- flokks. Þorsteinn segir í viðtalinu að málin hafi verið lengi að þróast í þessa átt, meðal annars vegna ráðn- ingar sveitarstjóra á sínum tíma, „Hagvangsævintýris“ um úttekt á sameiginlegum rekstri sveitarfélaga Austurlands, samþykkta um stjórn Hreppsmála og fleira. Ekki síst hef- ur verið rifist að undanförnu um ráðningu eftirlitsmanns fasteigna Hafnarhrepps, en starf þetta er kallað manna á milli „Súpermann". Stöðuna hlaut Hákon Gunnarsson, en Alþýðubandalagið vildi fá Sig- urð Geirsson, húsvörð Heppuskóla. Borgarbókasafni gleymt í þessari viku, þar sem brúðuleikhús verður væntanlega með í „sögustundunum“ og er þar ekki undanskilið Borgarbókasafn- ið í Gerðubergi, þótt starfsemi hefj- ist raunar ekki fyrr en á næsta ári í því útibúi safnsins. Nánar verður tilkynnt um brúðuleikhúsið síðar. Alla vikuna verður heitt á könn- unni fyrir safngesti. Vonast starfs- menn Borgarbókasafns til, að Reykvíkingar fjölmenni í bókasafn sitt. Sjóefnavinnslan hf. Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar hf. verður haldinn í Veitingahúsinu Glóðin, Keflavik, föstudaginn 1. nóvem- ber 1985 og hefst kl. 16. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Sveitarstjórnarráðstefna Alþýðuflokksins Stjóm Sveitarstjórnarráðs Alþýðuflokksins boðar til ráðstefnu sveitarstjórnarmanna og annarra trúnaðarmanna Alþýðuflokksins f sveitarstjórnar- málum Iaugardaginn16.nóvember nk. Ráðstefnan verður haldin í félagsheimili Kópa- vogs (2. hæð). Hún hefst kl. 10 að morgni og lýkur kl. 4 sfðdegis. Dagskrá ráðstefnunnar er undir- búningur að sveitarstjórnarkosningum f júnf 1986. Dagskrá verður nánar auglýst sfðar. Stjórnin. Mótaðu stefnuna með okkur Fiskveiðistjórnun Kvótakerfi eða aðrir valkostir. Starfshópur um sjávarút- vegsmál heldur fund um fiskveiðistjórnun miðvikudag- inn 16. okt. kl. 17 i félagsmiðstöð jafnaöarmanna, Hverfisgötu 8—10. Allt áhugafólk velkomið. Drápuhlíðarstöðin fékk græna ljósið en reksturinn verður með hefðbundnum hætti!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.