Alþýðublaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 4
alþýðu-
n fT'jT'm
Miðvikudagur 16. október 1985
Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavik
Sími: (91) 81866, 81976
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Daníelsson
Framkvaemdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Áskriftarsíminn
er 81866
Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík:
Skrípaleikur íhaldsins getur
reynst þjóðinni dýrkeyptur
Fáránleg stólaskipti í ónýtri ríkisstjórn leysa engan vanda
Framhaldsaðaifundur Félags
ungra jafnaðarmanna i Reykjavík
var haldinn í félagsmiðstöð jafnað-
armanna sl. laugardag. Fyrir fund-
inum lágu margar ályktanir og tii-
lögur og urðu um þær miklar um-
ræður. Alþýðublaðið gerir hér grein
fyrir helstu samþykktum fundar-
ins.
Stjórnmálaályktun
Aðalfundur Félags ungra jafnað-
armanna í Reykjavík, haldinn 12.
október 1985, krefst þess að ríkis-
stjórn Steingríms Hermannssonar
segi þegar í stað af sér. Fádæma
auðvirðilegur skrípaleikur for-
manns og ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins undanfarna daga og vik-
ur felur í sér hreinskilnislega viður-
kenningu á því að ríkisstjórnin sé
búin að vera, getulaus vegna inn-
byrðis sundrungar. Stólaskipti ráð-
herra Sjálfstæðisflokksins þjóna
engum tilgangi öðrum en að hræra
upp í einkavandamálum flokksins,
en geta reynst þjóðinni afar dýr-
keypt. Ráðherrum flokksins er fyr-
irvaralaust skipað í málaflokka,
sem þeir viðurkenna fullum hálsi
að hafa ekkert vit á. Afleiðingarnar
eru þegar farnar að segja til sín í
hefndaraðgerðum fráfarandi fjár-
málaráðherra, sem kappkostar nú
að koma höggi á formann flokks
síns.
Afleit var stjórnin fyrir, en nú
sest í fjármálaráðuneytið gallharð-
ur frjálshyggjumaður, sem alinn
hefur verið upp sameiginlega af
Svo er komið, að
það er ungu fólki
ofviða að eignast
húsnœði — þótt
vinnuþrœlkun
myrkranna á milli
komi til.
flokkseigendafélagi Sjálfstæðis-
flokksins og Vinnuveitendasam-
bandi íslands. Verðandi fjármála-
ráðherra hyggur á stórkostlegan
niðurskurð og beinir augum sínum
fyrst og fremst að því velferðar-
kerfi, sem jafnaðarmenn hafa átt
drýgstan þátt í að byggja upp. Augu
hans beinast að heilbrigðis- og
tryggingamálunum, að því kerfi fé-
lagslegrar samhjálpar, sem tryggja
á afkomuöryggi þeirra sem standa
höllum fæti í þjóðfélaginu.
Þáttur Framsóknarflokksins í
hringavitleysu þessari er sérlega
ámælisverður; ríkisstjórnin á að
heita undir forsæti og verkstjórn
þessa flokks, en hann hélt að sér
höndum á meðan óbreyttur þing-
maður úr Sjálfstæðisflokknum
skipaði nýja stjórn! Framsóknar-
flokkurinn undirstrikaði rétt einu
sinni, að honum er það ekkert til-
tökumál hvernig ríkisstjórnin er á
hverjum tíma skipuð, svo lengi sem
hann er sjálfur innanborðs. Félagið
hvetur kjósendur eindregið til þess
að binda í næstu alþingiskosning-
um enda á oddastöðu arkítekta
Framsóknaráratugsins, sem nú hef-
ur staðið yfir í rúm 14 ár.
Fundurinn dregur í efa að ríkis-
stjórnin verði á nokkurn hátt hæf-
ari til að takast á við þann vanda
sem hvarvetna blasir við — fremur
má búast við því að stefni senn frek-
ar í óefni. Helmingaskiptastjórnir
Sjálfstæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins munu aldrei skila ár-
angri, til þess eru þessir flokkar um
of flæktir í hagsmunagæslu fyrir
forréttindastéttirnar og auðhring-
ana í landinu.
Hin „nýja“ ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar tekur nú við þrotabúi rík-
isstjórnar Steingríms Hermanns-
sonar. Hún þarf að glíma við hrika-
lega uppsöfnun erlendra skulda,
hraðvaxandi hallarekstur ríkissjóðs
og stórkostlegan yfirdrátt í Seðla-
bankanum. Þverbrestirnir í þjóðfé-
laginu af völdum sérhagsmuna-
stefnu ríkisstjórnarinnar blasa
hvarvetna við: Greiðsiubyrði hús-
næðislána umfram laun leiðir af sér
eignaupptöku fjölda heimila og
bitnar fyrst og fremst á unga fólk-
inu, sem verður að eyða bestu árum
ævi sinnar í þrælkun — í skugga
nauðungaruppboða, okurvaxta,
ránskjaravísitölu og verðfalls eigna.
Gagnvart hripleku skattsvikakerfi
hefur ríkisstjórnin ekkert gert,
heldur fremur ýtt undir ranglæti og
spillingu í þeim efnum. Sukkið í
milliliðakerfi landbúnaðarins hef-
ur aldrei verið meira, neytendum og
bændum til óbætanlegs tjóns. í
sjávarútvegsmálum hefur forstokk-
að ríkisforsjárkerfi festst i sessi.
Hvers kyns fjárplógsstarfsemi
blómstrar í verslun og viðskiptum.
Fundurinn vœntir
þess fastlega, að
vinnuveitendur um
land allt fylgi þessu
fordœmiþegar í stað
og virði þannig
gildandi
kjarasamninga.
Helmingaskiptastjórn Sjálfstæð-
isflokksins og Framsóknarflokks-
ins hefur sagt launþegahreyfing-
unni stríð á hendur. Átt hefur sér
stað látlaus tekjutilfærsla frá
launafólki til forréttindastéttanna
og stórfyrirtækjanna. Kaupmáttur
launa hefur verið færður áratugi
aftur í tímann. Og það er einkum
unga fólkið sem verður fyrir barð-
inu á hinu vaxandi misrétti; fær að
taka á sig afleiðingar hinnar
skammsýnu og óskynsömu stjórn-
arstefnu íhaldsaflanna.
Félag ungra jafnaðarmanna í
Reykjavík ítrekar, að fáránleg stóla-
skipti í ónýtri ríkisstjórn mun eng-
an vanda leysa. Hið eina rétta í stöð-
unni er, að ríkisstjórnin segi tafar-
laust af sér og að efnt verði til kosn-
inga, þannig að við geti tekið ríkis-
stjórn, sem í aðgerðum sínum þygg-
ir á hugsjónum jafnaðarstefnunnar
um frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Húsnæðismál
Aðalfundur FUJ í Reykjavík,
haldinn hinn 12. október 1985,
krefst þess, að þegar í stað verði á
raunhæfan hátt brugðist við því
hörmungarástandi sem ríkir í hús-
næðismálum landsmanna. Svo er
komið að það er ungu fólki ofviða
að eignast húsnæði — þó vinnu-
þrælkun myrkranna á milli komi
til.
Niðurrif húsnæðismálakerfisins
hófst á valdatíma ríkisstjórnar
Sjálfstæðismanna, Framsóknar-
manna og Alþýðubandalagsmanna
1980—1983, þegar framlög til bygg-
ingarsjóða ríkisins og verkamanna
voru stórskert. Núverandi ríkis-
stjórn hefur á hinn bóginn aukið
vandann til muna og breytt eðli
hans, því um leið og kaupmáttur
launa hefur verið stórlega skertur,
hafa tekið við okurvextir og ráns-
kjör. Árangurinn er augljós: Nauð-
ungaruppboðum fer sífjölgandi og
árangur erfiðisins lendir í höndum
gróðaafla neðanjarðarhagkerfis-
ins.
Fundurinn krefst þess að Fram-
sóknarmenn standi við stuðning
sinn við tillögur Alþýðuflokksins
um stighækkandi stóreignaskatt af
hinum skattsvikna verðbólgu-
gróða. Stóreignaskattinn skal nota
til að endurreisa húsnæðiskerfið.
Minnir fundurinn á ítrekuð lof-
orð stjórnarflokkanna fyrir og eftir
síðustu kosningar um að húsnæðis-
lán nemi að minnsta kosti 80% af
staðalverði íbúða og biður fólk að
íhuga hversu þessi loforð hafa verið
svikin; húsnæðislánin hafa aldrei
verið lægri að raungildi.
Fundurinn hafnar einhliða sér-
eignarhyggju íhaldsins og áréttar að
unga fólkið í landinu verður að fá
að velja á milli mismunandi val-
kosta í húsnæðismálunum.
Skattamál
Aðalfundur FUJ í Reykjavík, 12.
október 1985, leggur áherslu á þá
kröfu Alþýðuflokksins, sem hann
hefur oftsinnis flutt frumvörp um á
Alþingi, að tekjuskattur á almenn-
um launatekjum verði felldur nið-
ur. Þeim tekjumissi ríkisins má
mæta á ýmsan hátt, meðal annars
með niðurskurði ríkisútgjalda og
sölu ríkisfyrirtækja, þar sem það
Með núverandi
kvótakerfi stefnir
SÍS að því að fá
umráðarétt yfir
skiptingu fiski-
kvótans.
styðst við hagkvæmisrök. Einkum
bendir fundurinn á ýmis sjálvirk út-
gjöld ríkisins til „velferðarkerfis
fyrirtækjanna".
Aðalfundur FUJ í Reykjavík vill
stórauka skattaeftirlit og fella niður
undanþágur frá söluskatti. Þannig
má lækka söluskattsprósentuna
með verulegri lækkun verðlags í
kjölfarið þar sem söluskatturinn er
fyrir, en gera ráðstafanir til að
styrkja barnamargar fjölskyldur,
einstæða foreldra og öryrkja vegna
mögulegrar hækkunar á nauð-
synjavöru og nota til þess auknar
tekjur af skilvirkari söluskattsinn-
heimtu.
Fundurinn telur að tekjum af
stighækkandi stóreignaskatti á hina
efnameiri í þjóðfélaginu megi verja
til að stórbæta hið ónýta húsnæðis-
kerfi, sem fullnægir engan veginn
þörfum unga fólksins, sem er að
reyna að koma þaki yfir höfuðið.
Launahækkun
Aðalfundur Félags ungra jafnað-
armanna í Reykjavík, haldinn 12.
október 1985, fagnar launaflokka-
hækkun ríkisstarfsmanna, sem
Sláturkostnaður
er alltof hár og
telur síðustu
hœkkun hans
móðgun og aðför að
neytendum.
metin er til þriggja prósenta launa-
hækkunar.
Ríkisstjórnin hefur með þessu
undirstrikað, að henni hefur ekki
tekist að ábyrgjast fyrir sitt leyti
verðlagsforsendur kjarasamninga
aðila vinnumarkaðarins frá því í
sumar.
Fundurinn væntir þess fastlega,
að vinnuveitendur um land allt fylgi
þessu fordæmi þegar í stað og virði
þannig gildandi kjarasamninga.
Sjávarútvegsmál
Aðalfundur Félags ungra jafnað-
armanna í Reykjavík, haldinn 12.
október 1985, varar við þeirri þróun
í sjávarútvegsmálum, að SÍS-veldið
er i síauknum mæli að ná tökum á
helstu atvinnugrein þjóðarinnar.
Með skipulögðum hætti er Sam-
bandið að leggja undir sig atvinnu-
tækin í þessum atvinnuvegi.
Með núverandi kvótakerfi stefnir
SÍS að því að fá umráðarétt yfir
skiptingu fiskikvótans innan fisk-
veiðilögsögunnar.
Þessa þróun verður að stöðva áð-
ur en eins fer fyrir sjávarútvegnum
og landbúnaðinum.
Landbúnaðarmál
Aðalfundur FUJ í Reykjavík 12.
október 1985 telur að kvótakerfi
landbúnaðarins sé ill nauðsyn.
Hinsvegar er framkvæmdin víða
ónýt eins og vill ævinlega verða þeg-
ar stjórnmáladeild SÍS á í hlut.
Tími er til kominn að hefjast handa
við endurskipulagningu landbún-
aðarins. Hætta að ausa fjármagni í
hinn hefðbundna búskap — sauð-
fjár og kúa. Hætta að horfa fram-
hjá hinum svokallaða frístunda-
búskap. Hætta að styðja sauðfjár-
búskap þar sem hann hentar ekki,
svo sem eins og viða á Suðurlandi,
þar sem tíðkast að reka .sauðfé
löngu fyrir slátrun af ofbeittum af-
réttum á nýræktir til fitunar. Aðal-
fundur FUJ í Reykjavík telur tíma
Hin svokallaða
frjálshyggja náði
talsverðum áhrifum
á tímabili, en er nú
á undanhaldi. Þann
flótta verður
að reka.
til kominn að forsvarsmenn land-
búnaðarins fari að starfa í takt við
daginn í dag, heldur en að ríghalda
í vinnubrögð gærdagsins.
Aðalfundur FUJ í Reykjavík tel-
ur að sláturkostnaður sé allt of hár
og telur síðustu hækkun hans
móðgun við bændur og aðför að
neytendum. Nær væri að greiða
bændum meira fyrir afurðir sínar
heldur en að ausa frekari fjármun-
um í milliliðina. Aðalfundur FUJ í
Reykjavík vill að gerð verði opinber
rannsókn á hinum mikla kostnaði
milliliða landbúnaðarins í ljósi þess
að sífellt fá bændur minna í sinn
hlut á sama tíma og verð til neyt-
enda fer hlutfallslega hækkandi.
Aðalfundur FUJ í Reykjavík lýsir
yfir eindregnum stuðningi við þá
sjálfsögðu kröfu Landssambands
sauðfjárbænda að stjórn búvöru-
deildar SÍS verði tekin úr höndum
forstjóraveldis þess og að skipuð
verði stjórn kjörin af bændum
sjálfum, sem fái viðhlítandi völd.
Því miður er það
staðreynd, að á
fjölmörgum sviðum
hefur jafnréttis-
baráttan ekki
einasta borið lítinn
árangur, heldur
orðið afturför.
—.......... ..
Aóalfundur FUJ í Reykjavík vill
að markaðssókn fyrir landbúnað-
arvörur í útlöndum, m.a. í Ame-
ríku, verði hraðað og til hennar
vandað.
Aðalfundur FUJ í Reykjavík var-
ar við þeirri geysilegu landeyðingu
sem á sér stað á afréttum landsins
Framh. á bls. 3