Alþýðublaðið - 02.11.1985, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 02.11.1985, Qupperneq 4
alþýðti- Laugardagur 2. nóvember 1985 : Alþýðublaöið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 81866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaóaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 81866 Úr einu Stórar íbúðir lækka son) og erlend (frá Ungverjalandi, Austurríki, Þýskalandi, Frakklandi, og Ítalíu). Páll Eyjólfsson lærði á gítar hjá Eyþóri Þorlákssyni og stundaði síðan framhaldsnátn hjá meistara José Luis Conzales á Spáni. Kol- beinn lærði flautuleik m.a. hjá Manuelu Wiesler, í Basel og New York. Þeir félagar hafa spilað saman í rúmt ár og hyggjast halda því áfram enda eru gítarinn og flautan líkt og sköpuð hvort fyrir annað og fyrir löngu tímabært að þau fái að hljóma saman á tónleikum hérlend is. í annað Margt bendir til þess að jafnað- arverð fasteigna verði í ár hið lægsta frá árinu 1978 miðað við fast vérðlag. Ætla mætti að hér væri á ferðinni gleðifregn fyrir hina mörgu sem nú leitast við að kaupa sér nýjar íbúðir, en svo er þó ekki al- farið, því það eru einkum stærri ibúðir og húseignir sem lækkað hafa. Vegna mikillar eftirspurnar og lítils framboðs hefur fasteignaverð lítilla íbúða haldið sínu verðgildi að mestu. Talsverður skortur er á tveggja og þriggja herbergja íbúð- um, sem ungt fólk sækir eðlilega mest í. Hversu litlar íbúðir eru hlutfalls- lega mjög dýrar má rekja til skorts á lánsfjármagni og lítilla breytinga að vænta. Útborgunarhlutfall hef- ur farið hækkandi á ný, þannig að allt hjálpast til við að gera ungu fólki erfitt fyrir að eignast þak yfir höfuðið. Ríkisvaldið á mesta sök- ina með húsnæðisstefnuleysi sínu og ránskjörum, en einnig eiga sveit- arfélögin sinn þátt í þessu, t.d. í Reykjavíkurborg, þar sem meiri- hluti sjálfstæðismanna miðar allt við stór sérbýlishús. Og skipulag lánamála er almennt þannig að auðveldara er að fá lán til kaupa á nýju húsnæði en eldra. Viðtöl hafnfirskra bæjar- fulltrúa Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hef- ur ákveðið að taka upp að nýju sér- staka viðtalstíma, þar sem bæjar- fulltrúar verða til viðtals. Hverju sinni eru tveir bæjarfulltrúar til staðar í fundarherbergi á 2. hæð ráðhússins, Strandgötu 6. Þeir bæjarbúar, sem áhuga hafa á að ræða um málefni bæjarfélags- ins eða koma á framfæri hugðar- efnum sínum, eru hvattir til að not- færa sér þessa viðtalstíma. Viðtalstímarnir verða fram til áramóta annan hvern fimmtudag frá kl. 17:00 til 19:00. Viðtalstímarnir verða næst 14. og 28. nóvember og 12. desember. Listakonur í Gerðubergi Sunnudaginn 3. nóvember verð- ur opnuð í Gerðubergi sýning á myndverkum í eigu Reykjavíkur- borgar eftir konur. Alls eru í eigu Reykjavíkurborgar um 90 verk eftir konur og hefur því verið ákveðið að hafa sýninguna í tveim hlutum. Fyrri hluti sýningarinnar opnar eins og fyrr sagði sunnudaginn 3. nóvember og verða sýnd þau verk sem Reykjavíkurborg á eftir lista- konur sem nú eru látnar. Má þar nefna Barböru Árnason, Eyborgu Guðmundsdóttur, Gerði Helga- dóttur, Gunnfríði Jónsdóttur, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristínu Jónsdóttur, Maríu H. O Iafsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Ragnheiði Jónsdóttur Ream og Vigdísi Kristjánsdóttur. Sýning þessi er gott tækifæri til þess að skoða verk þessara ágætu listakvenna á einum stað því almennt prýða þau veggi á hinum ýmsu stofnunum Reykja- víkurborgar. Sýningin stendur til sunnudagsins 1. desember og er að- gangur ókeypis. Seinni hluti sýning- arinnar verður síðan í janúar. Flauta og gítar í Gerðu- bergi Kolbeinn Bjarnason flautuleik-' ari og Páll Eyjólfsson gítarleikari munu koma fram á næstu sunnu- dagstónleikum í menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Þeir munu leika gömul verk og ný. Þau elstu eru samin við upphaf 18. aldar, það yngsta var samið í febrúar 1985. Þetta eru þó allt afskaplega hefð- bundin verk, innlend (eftir Atla Heimi Sveinsson og Eyþór Þorláks- Nú í ár hefur Húsnæðisstofnun reynt með ýmsu móti^ að koma þeim til aðstoðar sem hafa átt í verulegum örðugleikum með greiðslu húsnæðislána. Nefna má viðbótarlán, sérstaka þjónustu ráðgjafa og greiðslujöfnun skulda. í beinu framhaldi af þessari starfsemi allri mun stofnunin nú efla mjög fræðslu- og upplýsingastarf til að aukin þekking forði fólki frá að leiðast út í slíkar ógöngur. ííj- RÁDGIAFARSIDÐ VSX 1 ILS.Vr DISSIDINl IN..\K hefur verið komið á fót og forstöðumaður hennar er Grétar J. Guðmundsson, verkfræðingur. Stöðin mun annast beina ráðgjöf til einstaklinga sem til hennar leita, áður en þeir ráðast í að eignast húsnæði. Hún mun aðstoða þá við gerð áætlana um fjármögnun og gefa þeim góð ráð í hvívetna þannig að fullrar forsjár megi gæta í framkvæmdum. Þá mun Ráðgjafarstöðin taka saman og gefa út fræðsluefni um t.d. greiðslubyrði og gjaldþol. Einnig um tæknileg efni og ráð til sparnaðar í byggingu húsnæðis og búnaði þess.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.