Alþýðublaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. nóvember 1985 3; Danmörk: Ibúðabiðraðirnar lengjast — Þörfin fyrir leiguhúsnœði fer ört vaxandi, en ríkisstjórn Schluters hyggst draga úr íbúðabyggingum Kaupmannahöfn í október 1985: Meðan biðraðirnar eftir íbúðarhús- næði vaxa i sífellu vinnur ríkis- stjórn Schluters markvisst að því að skera niður félagslegar íbúðabygg- ingar, segir danska blaðið Aktuelt í grein sem birtist í blaðinu í síðustu viku. Þeirri skoðun vex nú fylgi að ríkisstjórnin ætli að skera þennan þátt húsnæðismála niður við trog. Það virðist því vera ýmislegt sam- eiginlegt með dönskum og íslensk- um hægrimönnum. Bygging Ieigu- íbúða hefur aldrei átt upp á pall- borðið hjá íslenskum sjálfstæðis- mönnum og um þessar mundir gera þeir að því er virðist flest sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að byggingar búseturéttar- íbúða geti hafist. Danska þingið hóf í síðustu viku umfjöllun um ríkisstjórnarfrum- varp til laga um byggingu íbúðar- húsnæðis í Danmörku. í frumvarpi þessu er m.a. gert ráð fyrir að fé- lagslegar ibúðabyggingar verði skornar niður úr um 9000 á þessu ári í um 7500 á árinu 1986. í frum- varpinu er ennfremur að finna heimild til ríkisstjórnarinnar til að lækka þessa tölu enn frekar. Það vakti verulega athygli í þing- inu þegar byggingaráðherrann, Niels Bollman, upplýsti að rikis- stjórnin hefði jafnvel í hyggju að fresta hluta þeirra íbúðabygginga sem fyrirhugaðar voru á þessu ári til næsta árs og með tilliti til þess hefði ríkisstjórnin farið sér hægt við að gefa út leyfi til nýbygginga það sem af er árinu. Allmargir þingmenn mótmæltu þessum ummælum ráðherrans kröftuglega og lýstu þeirri skoðun sinni að ríkisstjórnin hefði ekki vald til að brjóta gegn þeirri ákvörðun þingsins að byggðar skyldu 9000 leiguíbúðir á þessu ári. Grunur vaknaði í apríl Morten Koch, forstjóri fyrirtæk- isins Arbejderbo, sem byggir og rekur verulegan hluta leigubúða í landinu, segir vissar grunsemdir hafa vaknað þegar í apríl á þessu árj, um að ríkisstjórnin hygðist taka fram niðurskurðarhnífinn. Arbejderbo hefur fram að þessu fengið byggingarleyfi fyrir 17-1800 leiguíbúðum á ári en í ár kemur þessi tala til með að lækka verulega. Arbejderbo fékk byggingarleyfi í upphafi ársins í samræmi við það sem gerst hafði árin á undan. Þegar Þegar hægri bylgjan Tveir af þingmönnum danskra jafnaðarmanna, þeir Erling Olsen fyrrverandi húsnæðismálaráðherra og Robert Pedersen hafa gefið út bók, sem heitir, „Þegar hægri bylgjan dvínar“ (Nar Höjre Bölgen Ebber Ud). Bókin kom út 29. október hjá útgáfufyrirtækinu Chr. Erichsen, en þann dag voru einmitt liðin þrjú ár frá því að ríkisstjórn Schluters tók við völdum. Bókin er einskonar afmæliskveðja til dönsku ríkisstjórnarinnar. Höfundarnir eru kunnir stjórn- málamenn og hagfræðingar og hafa staðið framarlega í dönsku stjórnmálalífi um langa hríð. Fyrir um það bil tveimur árum kom út bók eftir Robert Pedersen um utan- ríkisstefnu danskra jafnaðar- manna, „Fra Neutralitet til Engage- dvínar ment“. í þessari nýju bók draga höfund- arnir hreint enga dul á það hvar þeir standa í stjórnmálum, en reyna að meta þróunina síðastliðin þrjú ár í ljósi þeirra erfiðleika, sem við hefur verið að etja í dönsku efnahagslífi. Þeir viðurkenna berum orðum að, ef stjórn jafnaðarmanna, hefði tek- ið við stjórnartaumum fyrir þremur árum hefði hún einnig orðið að beita sér fyrir ýmsum óvinsælum aðgerðum. Anker Jörgensen, fyrrum forsæt- isráðherra skrifar umsögn á bókar- kápu, þar sem segir meðal annars, að bókin sé mjög persónulegt fram- lag til hinnar pólitísku umræðu og skrifleg aðvörun til ríkisstjórnar Schluters. Til Sölu Tilboð óskast í eftirtaldar bif reiðir, bifreiðar vegna Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar og Reykjavík- urhafnar. 1. Volvo vörubifreið 22 tonna árgerð 1974. 2. Scanía vörubifreið 22 tonna árgerð 1971. 3. Mercedes benz 609 sendibifreið árgerð 1974. 4. Mercedes benz 608 vörubifreið með 6 manna húsi árgerð 1972. 5. Volkswagen sendibifreiö (rúgbrauð) árgerð 1978. 6. Volkswagen sendibifreið (rúgbrauð) árgerð 1978. 7. Hino vörubifreið með 6 manna húsi árgerð 1980. 8. Hinó vörubifreið með 6 manna húsi árgerð 1980. 9. Leyland vörubifreið með 6 manna húsi árgerð 1978. Bifreiðarnar verðatil sýnis í porti Vélamiðstöðvar Skúlatúni 1, mánudaginn 4. nóv. og þriðjudaginn 5. nóv. nk. kl. 08—16. Tilboðin verða opnuð á skrif- stofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík miðviku- daginn 6. nóv. nk. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Ríkisstjórn'Schluters hyggst draga úr íbúðabyggingum á sama tíma og þörfin fer ört vaxandi. síðan tók að draga úr afgreiðslu- hraðanum hjá dönsku Húsnæðis- stofnuninni, átti fyrirtækið enn eft- ir að fá leyfi fyrir u.þ.b. 1000 íbúð- um miðað við að heildarfjöldi ný- bygginga yrði svipaður og áður. Þegar fyrirtækið hafði samband við Húsnæðisstofnunina, var því aftur á móti tjáð að Arbejderbo gæti ekki vænst þess að fá bygging- arleyfi fyrir nema í hæsta lagi rúm- lega 300 íbúðum til viðbótar. Fjármagnið til viðgerða Þessi afstaða stofnunarinnar var rökstudd með því að af fjárhags- áætlun til bygginga leiguíbúða ætti að taka sem svaraði verðmæti þriðjahlutans, eða 3000 íbúða til viðgerða og endurbóta á eldra hús- næði. Þessar 3000 íbúðir yrðu því ekki byggðar í ár. Morten Kock, telur þessa þróun mjög alvarlega, þar eð hún leiðir óhjákvæmilega til þess að biðraðir sveitarfélaganna eftir íbúðarhús- næði vaxi verulega. Þörfin vex Morten Koch segir það ekkert vafamál að bak við óskir sveitarfé- laganna um fleiri leiguíbúðir, liggi þörf fyrir fleiri bústaði. I því sam- bandi bendir hann á að sveitarfé- lögin leggi sjálf fram verulegar fjár- hæðir til bygginganna og því sé eng- in ástæða til að ætla að þau hvetji til bygginga sem ekki séu full not fyrir. Hann telur þó rétt að sá mögu- leiki sé fyrir hendi I nýju lögunum að fresta byggingu íbúða milli ára í vissum tilvikum, en þó að því til- skildu að möguleikinn sé ekki not- aður til vísvitandi niðurskurðar. I flestum borgum Danmerkur vex þörfin fyrir leiguíbúðir nú hröðum skrefum. Astæðurnar fyrir þessu eru m.a. fjölgun hjónaskiln- aða, svo og tiltölulega stórir ár- gangar ungs fólks sem um þessar mundir eru að flytja úr heimahús- um og þurfa að fá íbúðir. Við þetta bætist svo flóttamannastraumur- inn til Danmerkur sem vex með ári hverju. Það sem af er þessu ári, hef- ur danska Flóttamannahjálpin út- vegað um 1200 flóttamönnum íbúðir. Hér er um að ræða flótta- fólk sem fékk landvistarleyfi í Dan- mörku í fyrra. I ár er hins vegar reiknað með að kringum 7.000 manns fái landvist- arleyfi og öllu þessu fólki þarf að útvega íbúðarhúsnæði á næstu mánuðum. Þess er þvi að vænta að biðraðirnar framan við leiguíbúðamiðlanirnar lengist enn til muna á næstunni. Happdrætti Alþýðuflokksins 1.-12. vinningur: Fullkomin SHARP VC-481 myndbandstæki frá Hljómbæ aö verömæti 43.900.- hvert Heildarverðmæti vinninga kr. 526.800.- Fjöldi miöa 20.000. Míðaverð kr. 150.- Upplýsingar um vinninga í síma 29244. Vinninga skal vitja innan eins árs. Dregið 10. des. '85. SHARP m wm Alþýðuflokkurinn efnir nú til happdrœttis. Dregið verður 10. desember n.k. og eru vinningar 10 myndbandstœki af gerðinni Sharp VC-481. Heildarverðmœti vinninga er rösk- lega 526 þúsund krónur, og er fjöldi miða 20 þúsund. Alþýðuflokkurinn er nú að treysta innviði sína, auka út- gáfu- og frœðslustarf og virkja félaga sína til starfa. Tilgang- urinn með happdrœttinu er auðvitað sá, að afla fjár til þess- ara verka. Fyrirfram eru fœrðar þakkir öllum þeim, sem taka þátt í þessu happdrœtti, og styðja um leið baráttu jafnaðarmanna fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.