Alþýðublaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 5. nóvember 1985 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavik Sími: (91) 81866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Friðrik Þór Guömundsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siöumúla 12 Askriftarsíminn er 81866 Hér er til umræðu frv. til l. um kjaradóm í verkfallsdeilu Flug- freyjufélags íslands og Flugleiða hf. Það sérstæða við þetta er að tek- ið er til umræðu hér frv. sem þm. hafa alls engin tök haft á að kynna sér. Svo mikið liggur á að koma lög- um yfir flugfreyjur, eina af hefð- bundnu kvennastar'fsgreinunum í landinu. Ég hlýt að vara við því, herra for- seti, ef afgreiða á þetta frv. með þeim hraða hér á Alþingi að þm. hafi ekki tök á að kynna sér alla málsmeðferð í þessu máli heldur verði að styðjast við þá mynd sem dregin hefur verið upp í fjölmiðlum um kjör flugfreyja og þeirra mál. Þegar þm. taka afstöðu til þessa máls er ljóst að þeir verða að hafa réttar forsendur að byggja á. Ég tel mig þekkja þó nokkuð til kjara flugfreyja. Engu að siður tel ég mig þurfa góðan tíma til að kynna mér, ýmisiegt sem fram hefur kontið undanfarið varðandi þeirra mál og hlýt því að draga þá ályktun að þm. þurfi slíkt hið sama. Það verður ekki hjá því komist þegar það er yfirvofandi að með lögum eigi að setja kjaradeilu flug- freyja í gerðardóm að ræða hér mjög ítarlega stöðuna í þeirri kjara- deilu. Ekki síst er nauðsynlegt að ræða ítarlega þetta ntál í ljósi þeirr- ar myndar sem fjölmiðlar hafa dregið upp af kjaradeilunni. Það hlýtur að vera nauðsynlegt, þegar málið hefur með þessum hætti komið til kasta Alþingis að þing- menn glöggvi sig ítarlega á stöðunni áður en þeir taka afstöðu til ntáls- ins. Með endemum Fréttaflutningurinn í þessari kjaradeiiu er nteð endemum. Það er forkastanlegt að gefa þá mynd af launakjörum flugfreyja að hér sé um að ræða hálaunastétt sem vaði uppi með himinháar kröfur. Sann- leikurinn er sá að þegar litið er á vinnutíma flugfreyja, þau kjör og þær aðstæður sem þær búa við, er fjarri því að hér sé um stétt að ræða sem gerir ósanngjarnar kröfur. Þegar allar staðreyndir málsins eru skoðaðar er um að ræða hefð- bundna kvennastarfsgrein sem býr við lök kjör og vanmat á störfum sínum. Nú vill svo til að ég þekki nokkuð til launabaráttu flugfreyja þar sem ég átti á árunum 1963—1970 um skeið sæti í stjórn Flugfreyjufélags Islands og var um tíma formaður þess. Ég þekki þvi af eigin raun þá óbilgirni sem Flugleiðir hafa sýnt í kjarabaráttu flugfreyja. Á þeim ár- um töldu Flugleiðamenn sig geta skammtað flugfreyjum lúsarlaun, látið þær búa við nánast vinnu- þrældóm og óhóflegan vinnutíma, allt í skjóli þess að hér væri um eft- irsóknarvert starf að ræða. Ekkert hefur breyst í því efni. Á „Fréttaflutningur af þessari kjara- deilu er með endemum. Það er forkastanlegt að gefa þá mynd af launakjörum flug- freyja, að hér sé um að rœða há- launastétt, sem vaði uppi með himinhá- ar kröfur.t( Jóhanna Sigurðardóttir um flugfreyjudeiluna: „Starfshópur, sem Flugleiðamenn töldu sig geta písk- að út að eigin vild Alþýðublaðið hefur undanfarna daga birt álit og dreifibréf meirihluta þingflokks Alþýðuflokksins vegna umrœðna um flugfreyjumálið á Al- þingi. Jóhanna Sigurðardóttir var á öndverðum meiði við meirihluta þingflokksins, var andvíg frumvarpinu um stöðvun verkfalls flugfreyja og gerði grein fyrir afstöðu sinni í ítarlegu máli. Hennar sjónarmið hafa ekki komið fram í blaðinu. í rœðum Jóhönnu komu fram fjölmargar upplýsingar, sem ekki hafa áður verið birtar. Hún gagnrýndi m.a. þátt fjölmiðla í deilunni, svo og stjórnarmenn Flugleiða, sem hún taldi að hefðu farið rangt með stað- reyndir og verið hlutdrœgir. I dag og síðar í þessari viku, birtum við kafla úr rœðu Jóhönnu. þeim tíma var vinnutími flugfreyja mjög lahgur og máttu þær í mörg ár búa við 22 tíma vakttíma á sólar- hring meðan flugáhafnir að öðru leyti bjuggu við 17 tíma vakttíma. Launakjör þeirra að öðru leyti voru einnig þá sambærileg við það sem lægst gerðist í þjóðfélaginu. Hægt að reka þær Hér var um hefðbundna kvenna- starfsgrein að ræða sem Flugleiða- menn töldu sig geta pískað út að eigin vild. Eftir langa og harða baráttu í mörg ár á þeim tíma náðist loks að fá það leiðrétt að vakttími flugfreyja var færður til samræmis við það sem gerðist hjá flugáhöfn- um almennt. Sú barátta var ekki átakalaus og flugfreyjur unnu þá undir þeirri svipu — eins og þær gera reyndar enn þann dag í dag — að það væri bara hægt að reka þær ef þær hlýddu ekki því að nóg væri framboðið til flugfreyjustarfa. Það væri freistandi, að rekja hér lið fyrir lið kjarabaráttu flugfreyja frá upphafi, þær vinnuaðstæður sem þær hafa gegnum árin þurft að búa við, það mikla vinnuálag, sem ég tel erfitt að ímynda mér að jafn- ist almennt á við vinnuálag hjá stéttum í landi, þá miklu pressu sem þær búa við í sínum vinnutíma og uppskera síðan léleg iaunakjör. Ég skal þó ekki á þessu stigi málsins fara út í þau mál, aðeins rekja tvö nýleg dæmi. Ætluðu að spara Það er ekki Iangt síðan flugfreyj- ur bjuggu við það að Flugleiðir ætl- uðu að spara í rekstri með því að hafa færri flugfreyjur um borð í DC-8 en gerist í nokkru áætlunar- fiugi annars staðar. í stað sex flug- freyja í DC-8, 249 sæta vél þar sem nauðsynlegt var að hafa sex flug- freyjur, ætluðu þeir sér að spara með því að taka af eina flugfreyju og hafa aðeins fimm. Vitaskuld mótmæltu flugfreyjur þessu og undir verkfallshótun frá þeim var skipuð nefnd til að útkljá deiluna. Flugleiðamenn töldu það ekkert mál að á löngum sem stuttum flug- leiðum gætu fimm flugfreyjur ann- ast 249 farþega. Þeir nefndarmenn, sem skipaðir voru til að útkljá deiluna, töldu sig víst þurfa að sannfærast um það að flugfreyjur byggju við mikið vinnu- Fyrsta grein álag þvi að í tvær vikur samfleytt ferðuðust nefndarmenn á öllum áætlunarleiðum flugfélagsins til að kynna sér starfsaðstöðu flugfreyja. Nýjustu aðferðinni, sem farið er að nota hjá atvinnurekendum til að kanna hvort hægt sé að kreista meiri vinnu út úr hefðbundnum kvennastarfsgreinum, var vitaskuld beitt. Við þekkjum aðferðirnar sem farið er að nota á Sóknarkonurnar á spítölunum, þ.e. að hlaupa á eftir þeim með skeiðklukku, athuga hvað þær eru lengi að skúra, búa um rúmin hjá sjúklingunum o.s.frv. Sama aðferðin var notuð við flug- freyjurnar. Nefndarmenn hlupu á „Hér var um hefðbundna k vennastarfsgrein að rœða, sem Flug- leiðamenn töldu sig geta pískað út að eigin vild.“ eftir þeim um alla vél með skeið- klukkuna, mældu hvað þær voru lengi að hlaupa með matarbakk- ann, hve langan tíma tæki að renna í gegnum flugvélina með áfengis- vagninn, að gefa flugmönnunum, sem í makindum sátu, kaffið sitt o.s.frv. Það væri fróðlegt að fá upplýs- ingar um það hvort nefndarmenn hefðu mælt í kílómetrum hlaup flugfreyja um vélina á leiðinni Reykjavík—New York t.d. eða Reykjavík—Kaupmannahöfn. Þeir eru örugglega ófáir kílómetrarnir sem liggja að baki eftir eina flug- ferð. En eftir skeiðklukkuaðferðina var samþykkt að bæta við einni flugfreyju eins og gengur og gerist hjá öðrum áætlunarflugfélögum. Lækkaöar í launum Eina aðferð í viðbót má nefna sem Flugleiðir beittu til að spara. Ég held að ég fari rétt með að það hafi verið á árinu 1980 sem flug- freyjum var boðið upp á hlutastarf. Ef fyrstu flugfreyjur, eða yfirflug- freyjur um borð, tóku því boði að taka hlutastarf voru þær Iækkaðar í launum þó að þær eftir sem áður gætu gegnt starfi fyrstu flugfreyju. Launakjör, sem þær höfðu áunnið sér með starfsaldri og starfi fyrstu flugfreyju, voru af þeim tekin, en öruggt er að karlmenn hefðu ekki látið bjóða sér slíkt. 4—5 ár tók það flugfreyjur að fá leiðréttingu á þessu. Kjaradeilan nú Víkjum að kjaradeilunni nú. Ég sagði hér í upphafi míns máls að það væri brýn nauðsyn fyrir þm. að fá rétta mynd af launakjörum flug- freyja áður en þeir taka afstöðu til þess frumvarps sem nú liggur fyrir því fréttaflutningurinn er með ein- dæmum. Hver eru hin raunverulegu launa- kjör sem flugfreyjur búa við? Byrj- um á vinnutíma flugfreyja, en eins og ég áður gat um hafa Flugleiða- menn látið það frá sér fara að með- alvinnutími flugfreyja á mánuði séu 84 stundir. Hér er auðvitað miðað við mjög villandi forsendur hjá Flugleiðum því vakttími samkvæmt samning- um við flugfreyjur getur verið allt að 175 stundir á mánuði. Mestan hluta ársins vinna bæði fyrstu og aðrar flugfreyjur að fullu þennan hámarksvakttíma og flugfreyjur eru kringum 150—160 yfir vetrar- mánuðina. Helmingurinn af flug- freyjunum, sem eru 300 talsins yfir sumarið, eru sumarflugfreyjur. Ef tekið er meðaltal af vinnutíma flugfreyja sem vinna yfir sumar- mánuðina má vel vera að hægt sé að finna út lægri vakttíma en þann að flugfreyjur vinni fullar 175 stundir. Ef það er rétt að þetta séu 84 vinnu- tímar á mánuði, ef tekið er meðaltal af vinnutíma allra flugfreyja, 300 talsins, yfir sumarið, þá sýnir það kannske best að rekstri fyrirtækisins erábótavant ef meðalvakttími er yfir sumarmánuðina 84 tímar og Flugleiðir nýta sér ekki að fullu þann umsamda hámarksvakttíma sem er í samningum. Villandi upplýsingar Ég tel að það sé mjög óeðlilegt að miða meðaltöl við flugfreyjur sem starfa kannske 2—3 mánuði yfir sumarið.- Það hlýtur að þurfa, ef raunhæfur samanburður á að fást, að taka vinnutíma þeirra flugfreyja sem hafa þetta að föstu starfi allt árið. Og það er eftir öðru í þeirri villandi mynd sem gefin hefur verið upp af kjörum flugfreyja að Sig- urður Helgason, nýkjörinn for- stjóri Flugleiða, skuli einnig láta frá sér fara mjög villandi upplýsingar í þessu máli. Samkvæmt því sem mér er tjáð var haft eftir Sigurði Helgasyni í ríkisfjölmiðlum að meðallaun flug- freyja væru 29 þús. kr. Þar tekur Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, meðaltalið af launum flug- freyja sem starfa allt árið því að þá hentar það honum betur. Vitanlega yrði sú upphæð miklu lægri ef tekið væri meðaltal af öllum flugfreyjum yfir sumarmánuðina þar sem stærsti hópurinn er á lægstu laun- unum. En þegar Flugleiðum hentar, t.d. að því er vakttímann varðar, er tekið meðaltalið af vinnutíma allra flugfreyja, þ.e. flugfreyja sem eru fastráðnar og þeirra sem eru laus- ráðnar yfir sumarið. Sem sagt: æðsta yfirmanni Flugleiða hentar að gera þann samanburð að taka meðaltal af launum fastráðinna flugfreyja sem hafa lengstan starfs- aldur, þ.e. þeirra sem starfa yfir vetrarmánuðina og allt árið, en þeg- ar gera á lítið úr vinnutíma flug- freyja er tekið meðaltal af vinnu- tíma bæði lausráðinna flugfreyja yfir sumarmánuðina og þeirra sem eru fastráðnar. Ég ítreka enn og aftur að ef gera á einhvern samanburð á kjörum flugfreyja og meta kjör þeirra hlýt- ur að vera eðlilegt að taka mið af kjörum, aðstæðum og vinnutíma þeirra sem hafa þetta að föstu starfi. „Það væri fróð- legt að fá upplýs- ingar um það hvort nefndarmenn hefðu mœlt í kílómetrum hlaup flugfreyja um vélina á leiðinni Reykjavík-New York, eða Reykja- vík-Kaupmanna- höfn.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.