Alþýðublaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 1
alþýðu blaöiö Áhugamenn um úrbœtur í húsnœðismálum: Loforðin svikin — fjáröflunin hefur þyngt greiðslubyrðina! Þriðjudagur 26. nóvember 1985 225. tbl. 66. árg. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, sagði í sjónvarpinu s.l. föstu- dag að rangt væri að loforð ríkis- stjórnarinnar frá því í vor um að Unga fólkið og húsnæðismálin: STUÐNINGUR VIÐ STÓREIGNASKATT Séreignastefnan vinsæl. Skert lán til þeirra sem byggja óvenju stórt. Hærri lán til fyrstu íbúðakaupa. Greiðsluáætlanir hafa ekki staðist. Lækkun vaxtakostnaðar brýnasta verkefnið. Sjálfstæðisflokkurinn og nauðungaruppboðin Helgarútgáfa Dagblaðsins-Vísis nú var sérstaklega einkennandi fyr- ir tvennt; Annars vegar mikinn fjölda af nauðungaruppboðsauglýsingum. Alls 84 eignir auglýstar undir ham- arinn: 23 í Reykjavík, 21 í Kópa- vogi, 10 í Hafnarfirði og Garðabæ, 27 í Keflavík, Njarðvik og Grinda- vík og 3 á Seltjarnarnesi og Kjós. Allt eru þetta eignir, hvers eigendur eru komnir á síðasta sjens og fara þær undir hamarinn í þessari viku ef skuldararnir hafa þá ekki gert ráðstafanir. Og 3 þessara uppboða skyldu fara fram í gær, í dag eiga 28 að koma til framkvæmda, á morg- un 34, á fimmtudaginn 14 og svo 13 á föstudaginn. Hitt einkennið á Helgarútgáfu Dagblaðsins-Vísis var ógrynni af auglýsingum þar sem metnaðar- fullir sjálfstæðismenn í Reykjavík auglýsa eigið ágæti og nauðsyn þess að einmitt þeir skipi öruggt sæti á borgarstjórnarlista Sjálfstæðis- flokksins. Fyrir hverjar tvær nauð- ungaruppboðsauglýsingar Borgar- fógetaembættisins var éin auglýs- ing frá brosandi sjálfstæðismanni. „Litlar borgir þurfa stórt hjarta“ segir þetta fólk, „veitum athafna- manni brautargengi“ og svo fram- vegis. Fara þessi tvö einkenni ekki sér- lega vel saman? Til að undirstrika skyldleikann var síðan í blaðinu heljarstór mynd af einum fram- bjóðandanum í prófkjörinu — Haraldur Blöndal heitir hann og kallaður Faraldur Skandal — í upp- boðshaldarastellingum! Sá var að vísu að bjóða upp bækur, en hann kann á þessu tökin.. Niðurstöður í könnun Húsnæð- isstofnunar, félagsmálaráðuneytis- ins og Félagsvísindadeildar Háskól- ans um húsnæðismál unga fólksins liggja fyrir, en könnun þessi var framkvæmd nú í sumar. Niðurstöð- urnar eru fyrir margar sakir merki- legar. Könnunin náði til 1000 manna úrtaks 18—29 ára fólks á þéttbýlisstöðum landsins og feng- ust svör hjá 668 einstaklingum. í þessum aldurshópi er um 20% þjóðarinnar. Meðal þess sem fram kom er eft- irfarandi: Við 29 ára aldur hafa 82% íslendinga eignast eigið hús- næði. Hvað allan hópinn varðar hins vegar kom í ljós að 43% voru hjá foreldrum, um 20% leigja, en ríflega 35% eru komin í eigið hús- næði. Hvað leigjendur varðar má heita athyglisvert að meðalleigan á landinu öllu reynist aðeins 6 þús- und krónur á mánuði, sem er mun lægra en heyrist í almennri um- ræðu; aðeins 10% leigjenda segjast greiða yfir 10 þúsund á mánuði. Langflestir þeirra sem eiga hafa keypt notað eða 63%, en um fjórð- ungur keypti nýtt — annað hvort fullgert eða ófullgert, en aðeins - tæplega 10% byggðu sjálfir.Þriðj- ungur eigenda áttu íbúð áður. Um 92% svarenda segjast vera mjög, fremur eða sæmilega ánægðir með húsnæði sitt, en þegar spurt var um galla nefndu flestir að húsnæðið væri of lítið. Tæplega 93% svarenda töldu það mjög eða fremur þýðingarmikið að fjölskyldan eigi sjálf þá íbúð sem Framh. á bls. 2 komið yrði til móts við húsnæðis- kaupendur siðustu ára hefðu verið svikin. Áhugamenn um úrbætur í hús- næðismálum segja þetta ekki rétt hjá fjármálaráðherra. Áhuga- mennirnir benda á að í greinargerð með frumvarpinu um fjáröflun til húsnæðismála hafi verið talað um nauðsyn þess, „að enn frekar verði komið til móts við þá húsbyggjend- ur og íbúðakaupendur sem orðið hafa fyrir skakkaföllum vegna efnahagsáfalla síðustu ára“. í verk- efnaskrá ríkisstjórnarinnar segir og, að „mörg viðfangsefni séu óleyst í húsnæðismálum ekki síst vegna þess vanda sem skapast hefur vegna misgengis launa og láns- kjara“. Frumvarpið var lagt fram eftir að byrjunaraðgerðir ríkis- Framh. á bls. 2 Kaupum 92% innlent segir Valur Valsson bankastjóri Iðnaðarbank- ans í tilefni fréttar um húsgagnakaup aðalbank- ans. „Það er rétt að við tndumýjuðum þriðju hæðina hjá okkur og var það gert í apríl—maí og er þannig löngu um garð gengið. Varðandi húsgögnin þá er þess að geta að við stöndum í ýmsum innrétt- ingum og framkvæmdum á hverju ári og fylgjumst með því að hve mikiu lcyti við kaupum innlent og erlent. Aðeins 8% af okkar innkaupum á húsgögnum cr erlent og af okkar innréttingum er inn- lend framleiðsla þannig 92%“. Þetta sagði Valur Valsson bankastjóri Iðnaðarbankans er Alþýðublaðið ræddi við hann í tilefni fréttar blaðsins s.l. laugardag, þar sem haft var eftir heim- ildum að við endurnýjun bankans á bankastjórahæð i hússins við Lækjar- götu hefðu innflutt húsgögn verið keypt — í stað þess að styðja við hinn innlenda húsgagnaiðnað. Valur sagði að í þessu tilfelli hefði meirihluti húsgagnanna verið innlendur og væri rétt að hafa ofangreint hlutfall í huga. Sagði Valur að innlendur hús- gagnaiðnaður annaði ekki nema hluta af markaðinum svo ekkert væri óeðli- legt við að flutt væri inn. „Þegar litið er á þetta hlutfall hjá okkur, 92% innlent á móti 8% erlendu,: þá hygg ég að húsgagnaframleiðendur hér ættu að geta unað vel við ef þetta hlutfall væri ríkjandi almennt i land- inu“ sagði Valur. Aðspurður um mögu- legar ástæður gremjunnar sagði Valur: „Ég geri ráð fyrir að þetta séu menn sem vilja ekki vita sannleikann. Ég get ekki skilið það öðruvisi" sagði Valur. Jón Baldvin Hannibalsson: „Það að fækka Fyrir nokkru var rædd á Alþingi tillaga, sem fjallar um það, að um leið og þingmenn taka við ráðherra- embætti, láti þeir af störfum þingmanns. Jón Baldvin Hannibalsson tók þátt í þessari umræðu, og kom m.a. fram hjá honum, að hann er ekki andvígur hugmyndum um fækkun þingmanna. En í ræðu sinni sagði Jón: væri skynsamlegt þingmönnum Sú tillaga sem hér er flutt um breytingu á stjórnarskrá lýðveldis- ins er um margt athyglisverð. Tillag- an er um það að þegar þingmenn taki við ráðherraembætti láti þeir jafnframt af störfum þingmanns og varamenn taki við. Einkum er vísað til fordæmis Norðmanna þar sem þessi háttur er á hafður. Hugmyndin er ekki ný af nálinni. Það sakar ekki að geta þess að hún var verulega til umræðu í störfum stjórnarskrárnefndar meðan hún starfaði dyggilega undir for- mennsku hæstv. fyrrv. forsrh. Gunnars Thoroddsen. Við fulltrúar Alþýðuflokksins í þeirri nefnd lýst- um þar áhuga á þessari till. þó við hefðum jafnframt gert grein fyrir því að hún væri kannske ekki svo auðveld í framkvæmd ein sér. Ég vek athygli á því að þingmanna- fjöldi á Islandi er býsna hár sem hlutfall af íbúatölu. Sjálfsagt mundi Bandaríkja- mönnum ofbjóða nokkuð ef þing- mannafjöldi þar yrði 60 þúsund og fara að þykja nóg um. Ráðherra- fjöldi á Islandi er sömuleiðis ört vaxandi og er nú kóminn upp í töl- una 10. Þess eru dæmi að stöfnuð hafi verið ný ráðuneyti um mála- flokka sem áður voru bréfhausar í öðrum ráðuneytum og allt tilheyrir þetta Parkinssonlögmálinu. Fækkun þingmanna Ef þessi tiilaga sem hefur margt til síns ágætis, yrði framkvæmd þyrfti það helst að gerast í tengslum við þær breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins að þingmönnum yrði fækkað, en það teldi ég mjög skyn- samlega tillögu út af fyrir sig. Þannig að ef við gæfum okkur t.d. að þingmannatala yrði á bilinu 25—30 væri um leið eðlilegra að þessi skipan væri tekin upp, þ.e. að þeir sem yrðu þá handhafar fram- kvæmdavalds í umboði þings gegn.du ekki störfum þingmanna því þessi tillaga hefur þann ókost að ef hún yrði framkvæmd við óbreyttar aðstæður mundi þing- mönnum hér bráðlega fjölga, sennilega í 73, og er nóg komið. Minni ég á t.d. tillögur okkar hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur á sín- um tíma þegar breytingar á stjórn- arskrá voru síðast á döfinni. Þá lýstum við okkur andvíga fjölgun þm. og töldum að unnt væri að ná sömu leiðréttingu á misvægi at- kvæðisréttar án fjölgunar þm., og vísuðum í því efni til till. sem full- trúar Alþfl. í stjórnarskrárnefnd höfðu lagt fram á sinni tíð. Störf þingnefnda Kannske er rétt að nefna annað mál. Ef menn vildu fækka þm. á ís- landi, og nota um leið tækifærið til að draga skarpari skil milli löggjaf- arvalds og framkvæmdavalds, þyrftu líka að koma til ýmsar aðrar breytingar. Ég hef í huga tillögur sem hafa verið fluttar af jafnaðar- mönnum í báðum flokkum um þá breytingu á starfskipan þingsins að þingnefndir starfi árið um kring og að þingnefndir fái aukið valdsvið til eftirlits með störfum framkvæmda- valdsins. Stjórnlagaþing Við höfum séð það á afgreiðslu stjórnarskrármálsins, sem margir gagnrýna, að það virðist vefjast ákaflega mikið fyrir hv. þm. að komast að skynsamlegri niður- stöðu um breytingar á þeim leik- reglum sem eiga að ráða vali þm. Það sjónarmið hefur sennilega vax- andi fylgi nú um stundir að í raun og veru sé ekki æskilegt að þm. setji sjálfir þær leikreglur sem ráða vali þeirra. Þess vegna hafa verið uppi hug- myndir um að stjórnarskrármálið eigi að færa í annan farveg með því að efna til sérstaks stjórnlagaþings sem kosið væri til með sérstökum hætti, gjarnan skv. ákvæðinu einn maður, eitt atkvæði. Síðan yrði það stjórnlagaþings að kveða á um þær leikreglur sem framvegis yrði fylgt við val þm. og þá einnig um fjölda þm. eins og þessi tillaga víkur að. Þannig að mér finnst fyrir mitt leyti að margt gott sé að segja um þessa tillögu en ég er hræddur um að örlög hennar verði svipuð og annarra tillagna um breytingu á stjórnarskrá að seint verði sam- staða um hana milli þingflokka og að því aðeins komi breytingarnar, sem lagt er til að gera, að gagni að þær yrðu liður í róttækri endur- skoðun á stjórnarskipuninni og kosningalögunum sem miðuðu að því í fyrsta lagi að fækka þing- mönnum, í annan stað að bæta starfsaðstöðu þingmanna til þess að framfylgja hlutverki sínu sem eftirlitsaðili með framkvæmda- valdinu, svo sem eins og fælist í auknu valdsviði þingnefnda og því að þær störfuðu allt árið sem og hinu að samstaða næðist um að taka þann beiska kaleik frá þm. sjálfum að þeir kveði á um leikregl- ur við val þm., þ.e. kosningalög, og að efnt yrði til sérstaks stjórnlaga- þings til að ljúka því verki sem reyndar var nokkuð á veg komið í tið stjórnarskrárnefndar Gunnars Thoroddsens, sem ég minni reyndar á að lagði fyrir hv. Alþingi frv. til endurskoðunar á stjórnar- skránni þó að, meðal annarra, flokksbræður hans mættu ekki á heilum sér taka að taka efnislega af- stöðu til þess af ástæðum sem mér eru kannske ekki endilega best kunnugar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.