Alþýðublaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. janúar 1986 3 Hjalti Pálsson, Grindavík f. 12.12. 1966 d. 14.01. 1986. Að morgni 15. þessa mánaðar, hringdi síminn hjá mér, og sagt var til nafns og sagt Hjalti minn litli er dáinn. Fleiri orð urðu það ekki, hvorki frá bróður mínum, sem hringdi, né mér. Ég settist inn í stofu beið eftir því að jafna mig þar til ég gæti sagt fjölskyldu minni frá þessum sorgartíðindum. Ég get ekki látið hjá líða, að kveðja góðan og elskulegan vin með örfáum orð- um. Það getur verið erfitt að skilja hvað það er sem ræður gangi lífsins, hvað það er sem leyfir sumum að njóta langra lífdaga, en svifta aðra lífinu í blóma lífsins þegar ekkert er eins fjarri þeim sem næst standa, en hugsunin um dauðann. Það bjóst enginn við því, að ekki yrði aftur snúið úr þeirri för sem lagt var upp i til björgunaræfinga, en svo barst hin sorglega frétt til foreldra og systkina, ömmu og afa. Dauðinn hjó þarna stórt skarð úr hópnum LAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Deildarmeinatæknir 1100% starf við Heilsuvernd- arstöð Reykjavlkur. Upplýsingar gefur fram- kvæmdastjóri heilsugæslustöðva í sfma22400, kl. 9—10 alla virka daga. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16:00 mánu- daginn 3. febrúar 1986. Um áramótin tóku ný útvarpslög gildi. Einkaréttur Ríkisútvarpsins veröur afnuminn og aðrir aöilar munu fá tímabundið leyfi til útvarps fyrir afmörkuð svæði. Ríkisútvarpið væntir þess að nýjar útvarpsstöðvar veiti holla samkeppni og kosti jafnan kapps um að hafa margþætt og vandað efni í dagskrám sínum, sem stuðli að aukinni fjölbreytni í útvarpsmálum lands- manna. Þeim, sem hyggja nú á útvarpsrekstur, skal bent á, að í 16. gr. nýrra útvarpslaga er svofellt ákvæði: „Heimilt er Ríkisútvarpinu að leigja öðrum aðilum afnot af tækjabúnaði sínum til útsendingar.“ [ dreifikerfi Ríkisútvarpsins, sem nær um land allt, felast nokkrir nýtingarmöguleikar sem gætu komið öðrum aðilum að gagni. Ríkisútvarpið vill hér með vekja athygli á þessu ákvæði útvarpslaganna og er, eftir því sem aðstæður leyfa, reiðubúið að fylgja því eftir, þegar í Ijós kemur hver áhugi er á samstarfi og hverjar þarfir annarra eru fyrir leiguafnot af útsendingarbúnaði Ríkisútvarpsins. Tekið skal fram, að þetta á aðeins við um útsendingu efnis en ekki dagskrárgerð. Þeir sem áhuga hafa á könnun þessa máls sendi skriflegar umsóknir til skrifstofu útvarpsstjóra, Ríkis- útvarpinu, pósthólf 120, Skúlagötu 4, Reykjavík fyrir 10. febrúar 1986. RÍKISÚTVARPIÐ UTVARP ALLRA ÍANDS- MANNA sem er með eindæmum samhentur. Allir sem til þekkja vita hversu hjartahlýjar og samhentar þessar fjölskyldur eru. Sjósókn og björg- unarstörf hafa sterk ítök í hugum margra sem sjóinn stunda. Það er oft lagt í tvísýnu að þarflitlu í aug- um okkar sem heima sitjum. Sjó- menn eru alltaf reiðubúnir að freista gæfunnar þó oft skelli hurð nærri hælum. Þá kemur oft í hugann, getum við bjargað félögum okkar. Hjalti okkar var í því háska undirbúnings- starfi er hann kvaddi þennan heim. Það var eðli hans, hjálpsemi, vin- festa og hjartahlýja. Hjalti var sjó- maður, enda alinn upp við sjó og sjómennsku. Ég hef það eftir mönnum sem kynntust Hjalta sem sjómanni að sem slíkur hefði hann verið dugandi og góður drengur um borð og það efa ég ekki. Áhugamál átti Hjalti mörg, svo sem tölvu- fræði og stóðu þar honum ekki margir snúning og ljósmyndari góður því kynntist ég, en hann var ljósmyndarinn í afmælinu mínu fyrir rúmu ári síðan og talið víst að hann ljósmyndaði næsta afmæli. En enginn veit um ævilokin, ég gamall en hann aðeins nítján ára, sárt er til þess að hugsa. En ekki ef- ast ég um að Hjalti okkar er í góð- um höndum og við vitum að á þess- um fáu árum sem honum voru gefin tókst honum að ná fram ástúð og vináttu í hugum ættingja sinna og vina. Og aðeins eru þær góðar minningarnar um hann. Það lýsir honum best. Við væntum góðra endurfunda. Fjölskyldan Arnarhrauni 32, Hafn- arfirði. Flottrœfilsháttur 1 trúar á Alþingi, starfsmenn ríkis- banka og fleiri slíkir steðja í sæti sín á SAGA CLASS eða FIRST CLASS og njóta þar unaðsstunda. Venjulegir skattgreiðendur og laun- þegar, sem reyna að kaupa ódýra farseðla, sitja í óæðri sætum. Þó ferðast hinir fyrir skattpeningana þeirra. Ríkið og ríkisstofnanir virðast ekki þurfa að spara í ferðakostnaði. Væri svo gerðu þær samninga við flugfélögin um afslátt af farmiðum og þar með yrðu þjónar fólksins, sem sjálfir hafa aðlað sig og flutt sig i hærra veldi, að láta sér nægja sæti almúgans. Það er óþolandi fyrir venjulegt vinnandi fólk, að þurfa að fylgjast með því hvernig starfsmenn þess hjá hinu opinbera fara með þá fjár- muni, sem þeim hefur verið treyst fyrir. Og raunverulega er núverandi farrýmisskipting hjá Flugleiðum á Evrópuleiðum í andstöðu við ríkj- andi hefð hins stéttlausa þjóð- félags. Skiptingin er hins vegar í stíl við þá efnalegu stéttaskiptingu, sem nú á sér stað á íslandi. — Flott- ræfilsháttur hins opinbera á þessu sviði, sem og öðrum, er ólíðandi, þegar ekki eru til peningar í heil- brigðiskerfið og menntakerfið. En flottræfilshátturinn kemur fram í ýmsum fleiri myndum, og mætti raunar skrifa um hann heila bók. Bílafríðindi ráðherra og bankastjóra, laxveiðiferðir og risna. — Þjóðin á að gera kröfu um að þessu linni. Þeir menn, sem segja alþýðu þessa lands að herða sultar- ólarnar, eiga að víkja úr störfum sínum, ef þeir geta ekki farið eftir þeim ráðum, sem þeir gefa öðrum. ; Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Við erum að leita að hjartahlýrri og ákveðinni konu eða fjölskyldu, sem vill taka að sér að styrkja og styðja unga stúlku og væntanlegt barn hennar. Ef þú ert aflögufær og hefur áhuga hringdu þá í slma 621611 kl. 13—15 næstu virka daga — helst sem fyrst. Bókavarðarstaða í Norræna Húsinu í Reykjavík Staða bókavarðar (yfirbókavarðar) I Norræna Húsinu I' Reykjavlkerlaustil umsóknarog verðurhún veitt frá15. jún( 1986. Auk faglegra bókavaröarstarfa ber bókavörð- ur ábyrgð á störfum annarra starfsmanna bókasafns Norræna Hússins. Staöan felur auk þess I sér að að- stoða forstjóra við skipulagningu á dagskrám og starf- semi hússins. Bókasafn Norræna Hússins er norrænt bókasafn og hefur auk bóka og tlmarita tónlistar- og grafikdeild. Bókasafniö veitir ýmiss konar aðstoð og upplýsingar I sambandi við kennslu og félagsstörf. Óskað ereftirvelmenntuðum bókasafnsfræðingi sem einnig hefur reynslu af ábyrgöarstörfum. Viðkomandi þarf að hafa á valdi slnu a.m.k. eitt norrænt tungumál auk Islensku. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu og áhuga á norrænni samvinnu. Laun yfirbókavarðar greiðast samkvæmt Islenskum opinberum launataxta. Umsókn berist forstjóra Nor- ræna Hússins fyrir 15. febrúar 1986. NORRÆNA HÚSID Tilkynning frá Fiskveiðasjóði íslands Umsóknir um lán á árinu 1986 og endurnýjun eldri um- sókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði íslands á ár- inu 1986 hefur eftirfarandi verið ákveðið: 2. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði. Engin lán verða veitt til byggingarframkvæmda nema hugsanleg viðbótarlán vegna bygginga, sem áður hafa verið veitt lánsloforö til, eða um sé að ræðasérstakaraðstæðurað mati sjóðsstjórnar. Eft- ir þvl sem fjármagn sjóðsins þar með taliö hagræð- ingarfé hrekkur til verður lánað til véla, tækja og breytinga, sem hafa I för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 2. Vegna endurbóta á fiskiskipum. Eftir þvl sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endur- bóta, ef taliö er nauðsynlegt og hagkvæmt. Fram- kvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fisk- veiöasjóðs liggur fyrir. 3. Vegna nýsmíði og innflutnings á fiskiskipum. Hugsanlega verða einhver lán veitt til nýsmlði og innflutningsáfiskiskipum, þóeingöngu ef skipmeð sambærilega aflamöguleika er úrelt, selt úr landi eða strikað út af skipaskrá af öðrum ástæðum. Gert er ráð fyrir, að lánshlutfall verði 65% vegna nýsmlði innanlands, en 60% vegna nýsmlði erlendis eða inn- flutnings. Engin lán verða veitt vegna nýsmfði eða innflutnings opinna báta. Gert er ráð fyrir að ekki verði heimilaðar erlendar lántökur umfram lánveit- ingar Fiskveiðasjóðs. 4. Endurnýjun umsókna. Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að end- urnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til. 5. Umsóknarfrestur. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar 1986. 6. Almennt. Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þarergetið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tek- in til greina (eyðublöö fást á skrifstofu Fiskveiða- sjóðs Islands, Austurstræti 19, Reykjavlk, svo og I ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykjavlkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1986 nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavlk, 23. janúar 1986. FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.