Alþýðublaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 4
 Alþýöublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 81866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) 1 alþýéu- Áskriftarsíminn ■nmmM Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir er 81866 Laugardagur 25. janúar 1986 Setning og umbrot: Aiprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Deilt um einkaleyfi á AIDS—blóðprófum Stig Freland telur ósæmilegt að AIDS—rannsóknir skuli vekja deilur um frœgð og frama. Bandaríkjamenn og Frakkar deila um uppfinningaréttinn á AIDS—rannsóknum á blóði. Inn- an skamms verður málið væntan- lega tekið fyrir hjá dómstólum sem skera úr um það hver skuli eiga heiðurinn og njóta ávaxtanna af þessari merku uppfinningu. Eins og er hefur Robert Gallo— rannsóknastofnunin í Bandaríkj- unum einkaleyfi á uppfinningunni, en Pasteur—stofnunin franska tel- ur að uppfinningin sé byggð á rann- sóknum þaðan. Báðar þessar stofn- anir sóttu um einkaleyfið svo að segja samtímis. Þeirri bandarísku var veitt leyfið, en Frakkarnir fengu afsvar. Einkaleyfi á AIDS—blóðprófun- um hefur mikinn efnahagslegan ávinning í för með sér. Gallo— rannsóknastofnunin hefur nú þeg- ar hagnast á þeim svo milljónum dollara skiptir og allar líkur benda til að það verði drjúg tekjulind í framtíðinni. Nú þegar er það skylda í mörgum löndum að rann- saka blóð allra blóðgjafa og búast má við mikilli aukningu slíkra rannsókna. Pasteur—stofnunin telur sig eiga rétt á sneið af þeirri köku, vegna uppfinninga sem stuðluðu að lausn gátunnar og jafnvel er gefið í skyn að Gallo—stofnunin hafi notað sumar af niðurstöðum hennar i leyfisleysi. Á þeim forsendum krefst stofnunin þess að fá hluta af þeim ágóða sem nú þegar hefur runnið til Gallo—stofnunarinnar. Það yrði til mikilla hagsbóta fyrir Pasteur—stofnunina, gæti numið allt að tveggja ára fjárþörf fyrir- tækisins. Stig Froland, aðstoðaryfirlæknir norska ríkisspítalans var spurður álits á því hver hefði á réttu að standa í þessari deilu. Hann kvað það sjaldgæft að einhver ein rann- sóknarstofnun ætti allan heiðurinn af merkum uppfinningum sem þessari. Yfirleitt væri unnið að þeim á mörgum stöðum samtímis og ekki auðvelt að meta framlag einstakra stofnana. í þessu tilviki taldi hann að báðir aðilar hefðu lagt nokkuð af mörkum til endan- legrar niðurstöðu. Amerikumennirnir urðu fyrstir til að „framleiða“ vírusinn í það miklum mæli að unnt væri að gera tilraunir með hann, en uppfinning- in byggðist að nokkru leyti á rann- sóknum Pasteur—stofnunarinnar. Stig Froland telur það óheppilegt og mjög ósmekklegt að deilur skuli hafa risið vegna þessarar uppfinn- ingar, deildur sem fyrst og fremst snúast um fé og frama. Vegna þessara deilna hefur ekki orðið samkomulag um nafnið á AIDS—veirunni. Frakkar nefna hana LAV—veiruna, en Banda- ríkjamenn hafa gefið henni nafnið HTLV—3. í Noregi gengur hún undir nafninum HTLV—3/LAV veiran. Sígaunabörn til sölu Mörg þúsund börnum og ungl- ingum hefur verið rænt frá Júgó- slaviu á undanförnum árum. Börn- unum er smyglaö úr landi og þau seld velstæðum, barnlausum fjöl- skyldum á Ítalíu. Unglingsstúlkur eru seldar „hvítri þrælasölu“ til Arabalandanna eða þær eru látnar stunda vændi í borgum Ítalíu, en ungir piltar eru seldir sem þrælar í venjulegri merkingu þess orðs. Þrælasalan er talin hafa aðsetur i Napólí. Italska og Júgóslavneska lögregl- an hafa haft samvinnu um að upp- ræta þennan atvinnuveg, sem lengi hefur leikið grunur á að ætti sér stað. En engar sannanir hafa fengist fyrr en nú nýlega, að tíu smábörn fundust í langferðabíl í Trieste á leið til Ítalíu. ÖIl skilríki voru fölsuð og rannsókn málsins leiddi til hand- töku nokkurra þrælasala. Lögregla og yfirvöld þessara landa hafa um alllangt skeið haft veður af því að verslun sem þessi ætti sér stað, en sannanir hefur skort og nokkur misbrestur er á því að mannshvörf séu tilkynnt til yfir- valda. Skýringin á því er að hluta til sú, að því er talið er, að foreldrar og þá einkum einstæðar mæður selji þrælasölunum börn sín fyrir álit- lega upphæð. Tölurnar sem nefnd- ar eru i því sambandi eru frá kr. 5.000 og allt upp í kr. 500.000 fyrir stúlkur sem ætlað er að stunda vændi. Talið er að a.m.k. 10.000 börn og unglingar hafi gengið kaupum og sölum á þennan hátt á sl. 5 árum. Um Austurríki Júgóslavnesk ^yfirvöld telja að- flest börnin komi frá sígaunafjöl- skyldum í suðurhluta Júgóslavíu. Grunur leikur á að Albanir eigi ein- hvern þátt í versluninni, a.m.fe. er einn af þeim sem þegar hafa náðst frá Albaníu. En foringi hópsins, Framh. á bls. 3 Molar Ekki aldeilis skorið við nögl! Viðskiptamál heitir fjölrit eitt sem út kemur annað slagið og er gefið út af Verslunarráði íslands. I nýjasta tölublað þessa ritlings skrifar Ragnar Halldórsson, for- stjóri ÍSALs, forystugrein upp á u.þ.b. þriðjung af heildarlesmál- inu sem í blaði þessu er að finna. Þykir Ragnari mikið koma til þess hversu hagstæð íslensku námslánin séu þeim er þau taka, þar eð þau séu einungis verð- tryggð, en hins vegar með öllu vaxtalaus. Ragnar bendir á að þeir sem ekki þurfi á námslánum að halda, geti sem best lagt þau í banka eða verðbréfaviðskipti og hagnast vel á viðskiptunum. Það má reyndar lesa út úr grein Ragnars að honum þyki eiginlega nóg um hversu vel íslenska ríkið styðji við bakið á námsmönnum, því hann segir víðast í heiminum sé „talið rétt, að þjóðin standi með sköttum undir kostnaði við nám fram að háskólastigi“. (Leturbr. Mola). „Við íslendingar höfum hins vegar gengið Iengra en margar þjóðir", segir Ragnar, „og kostum alla háskólakennslu með sköttum". Hann bætir því svo við að við skerum ekki framlög til menntamála við nögl. í þeim löndum þar sem há- skólanám er ekki kostað af al- mannafé, verða þeir sem hyggja á háskólanám að hafa efni á því, eða með öðrum orðum að vera komnir af ríkum foreldrum. Það er reyndar ekkert nýtt að fulltrú- um íslensku auðstéttarinnar finn- ist að háskólanám eigi að vera for- réttindi. • Mikill mannfjöldi í Reykjavík Nú hefur Hagstofan sent frá sér skýrslugerð um mannfjöldann í Reykjavík og hvað sem annars má segja um allan þennan mann- fjölda sem höfuðborgina byggir, þá er óhætt að fullyrða að hann er mikill, a.m.k. ef miðað er við aðra kaupstaði landsins. Og jafnvel þótt farið sé til útlanda í saman- burðarleit, er sjálfsagt fáheyrt að höfuðborgir, að úthverfum með- töldum, telji helming íbúa lands- ins. í Reykjavíkurborg sjálfri bjuggu 1. des. sl. rétt tæplega 90 þúsund manns og munu trúlega ekki áður hafa verið fleiri. Af íbú- unum eru 29% 18 ára og yngri, 60% á aldrinum 19—66 ára, en 11% eru komin á ellilífeyrisaldur- inn. Þessi aldursskipting er ann- ars töluvert mikið mismunandi milli hverfa og virðist jafnvel í sumum tilvikum mega tala um ellihverfi og barnahverfi í því sam- bandi. Hæst hlutfall barna og unglinga mun vera í Seljahverfi. Þar eru 45% allra íbúanna 18 ára og yngri. í sama hverfi er hins veg- ar ekki nema 1 hundraðshluti allra íbúa yfir ellimörkunum. Gamla fólkið býr í gamla bænum, en hæst hlutfall hefur hverfi það sem kallast á Hagstofumáli „hverfi 2.2“ en á máli Reykvík- inga myndi kannski mega kalla Norðurmýrina og nágrenni. í þessum bæjarhluta er því sem næst fjórði hver íbúi orðinn 67 ára eða eldri. Börn og unglingar eru hér mun færri eða samtals 18%. Þess má geta til samanburðar að í heildina tekið eru 29% Reyk- víkinga á aldrinum frá fæðingu til 18 ára. 60% eru 19—66 ára að aldri, en 67 ára eða eldri eru 11% borgarbúa. • '' Byggingabólgan í rénun? Hagstofan hefur líka nýverið sent frá sér útreikninga á vísitölu bygg- ingarkostnaðar, miðað við verð- lag í byrjun janúar. Hækkunin frá því í byrjun desember, nemur ekki nema 1,01 prósenti, sem okkur ís- lendingum þykir nú víst ekki mik- ið, enda höfum við átt öðruvísi tölum að venjast. Þessi hækkun svarar ekki til nema 12,8% verðbólgu á ári í byggingabransanum. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því miður. Á síðustu tólf mánuðum hefur byggingavísitalan nefnilega hækkað um ríflega 30% og ef að vanda lætur, mun þessi vísitala taka kipp bráðlega eins og allar aðrar vísitölur eru vanar að gera, hvað sem líður loforðum og heit- strengingum stjórnvalda. Við íslendingar erum fyrir löngu farnir að líta á vísitölurnar okkar eins og hver önnur náttúru- öfl, enda hvarflar það ekki að nokkrum manni að reyna að taka þær úr sambandi við eitt eða neitt, — nema launin okkar! HUGMYN DA- Framkvæmdamenn og hugmyndasmiðir hittast lönaðarráöuneytið hefur ákveðiö að gangast fyrir hugmyndastefnu ef næg þátttaka fæst. Fyrirhugað er að sýna á hugmyndastefnunni upp- finningar og framleiðsluhæfar hugmyndir, sem til- búnar eru til markaðsfærslu af hálfu höfunda. Sýningunni er fyrst og fremst ætlað að miðla fram- leiðsluhugmyndum til þeirra sem hafa hug á að fram- leiða, fjármagna eða setja á markað nýjungar í iðn- aði en einnig er henni ætlað að veita upplýsingar um þjónustu og fyrirgreiðslu opinberra aðila við ný- sköpun í atvinnulífinu. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í hugmynda- stefnunni er bent á að snúa sértil Iðnaðarráðuneytis- ins er veitir allar nánari upplýsingar. Þátttökutilkynn- ingum ber að skila til Iðnaðarráðuneytisins fyrir 10. febrúar nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í ráðuneytinu. Þátttökugjald verður auglýst síðar. IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.