Alþýðublaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 1
Nútíminn hý:
Óformlegt
gjaldþrot
— Framsóknarflokkurinn tekur á sig yfir 40
milljónir
Hiö nýfrjálsa útvarp:
Engar sendingar
á næstu grösum
— Fæstum virðist liggja neitt á að hefja send-
ingar. Útvarpsfélagið síðsumars. Engin ákvörð-
un hjá ísfilm
Framsóknarflokkurinn tekur að
sér að greiða skuldir Nútímans hf.
og félagið verður lagt niður. Endan-
leg ákvörðun verður tekin um þetta
á framhaidsaðalfundi félagsins
hinn 10. mars nk. þar eð aðalfund-
urinn sem haldinn var í fyrrakvöld
var ekki nægilega fjölsóttur.
Það var Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra og formaður
Framsóknarflokksins, sem bar
fram hina formlegu tillögu á aðal-
fundi Nútímans hf. í gærkvöldi um
að félagið verði lagt niður. Hann
lofaði því jafnframt að Framsókn-
arflokkurinn tæki að sér að greiða
skuldirnar þannig að komist yrði
hjá því að félagið yrði tekið til
Til þess að viðhalda óbreyttum
kaupmætti síðasta árs, þarf að
dómi ASÍ og VSÍ að koma til 7%
launahækkun um miðjan febrúar
og síðan ríflega 6% til viðbótar í
áföngum á árinu, eða alls hátt i
gjaldþrotaskipta.
Ekki reyndist unnt að afgreiða
tillöguna á fundinum og var honum
því frestað til 10. mars. Á fundinum
kom fram að skuldir Nútímans
væru liðlega 40 milljónir umfram
eignir. Kunnugir segja þó að þessi
tala eigi trúlega eftir að hækka, því
hæpið sé að reikna með því að allar
útistandandi skuldir fáist greiddar.
Það virðist kannski kaldhæðni
örlaganna að stór hluti af skuldum
Nútímans umfram eignir, stafar af
því að þessar skuldir hafa eins og
aðrar hlaðið mjög utan á sig vegna
hávaxtastefnu þeirrar sem rekin
hefur verið af ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar.
14% launahækkun. Þá er miðað
við 9% verðbólgu á árinu í sam-
ræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnar-
innar.
Alþýðublaðið hefur heimildir
fyrir því að um þessar tölur sé ekki
Enn virðist ætla að verða nokkur
bið á því að hinar nýju og frjálsu út-
varpsstöðvar taki til starfa, þótt
ekkert sé lengur að vanbúnaði af
hálfu yfirvalda að veita leyfi til
slíkrar starfsemi. Almennt er engu
líkara en sá óskaplegi áhugi sem
ríkti fyrir ári síðan, meðan útvarps-
lögin nýju voru enn til umfjöllunar
á þingi hafi eitthvað rénað.
íslenska útvarpsfélagið, er sú
eina hinna væntanlegu útvarps-
stöðva sem þegar hefur gengið frá
ráðningu útvarpsstjóra. Einar Sig-
urðsson, fréttamaður á sjónvarpinu
mun taka við því starfi og sagði
hann í samtali við Alþýðublaðið í
gær, að hann reiknaði ekki með því
að sú stöð myndi hefja sendingar
fyrr en í sumar eða síðsumars.
Einar sagðist ekki hafa áhuga á
að „hlaupa af stað með útsendingar
úr bílskúrnum“, heldur væri ætlun-
in að gera vel, senda út vandaða
dagskrá og þá væri betra að ætla sér
nokkurn tíma til undirbúnings.
Á dagskrá þessarar stöðvar verða
fréttir og fréttatengt efni og að sögn
Einars verður lögð talsverð áhersla
á staðbundnar fréttir af Reykjavík-
ursvæðinu.
Eins og Alþýðublaðið skýrði frá í
gær, verða viðræður milli laun-
þegasamtakanna og SÍS væntan-
lega teknar upp aftur í næstu viku,
en þær hafa legið niðri frá því í sept-
ágreiningur milli samninganefnda
Alþýðusambandsins og Vinnuveit-
endasambandsins. Þau sex prósent
sem rætt er um í þessu sambandi að
komi til framkvæmda síðar á árinu
eiga að skiptast þannig að laun
hækki um 2% í maí, aftur um 2%
í júní og loks enn um 2% í nóv-
ember. Samtals myndu þessar
hækkanir þýða ríhega 13.5%
ember í haust. Þótt af samstarfi
þessara aðila verði, eru þó nánast
ekki taldar neinar líkur til að út-
sendingar þeirrar stöðvar, eða
stöðva, hefjist fyrr en seinnipartinn
í sumar eða í haust.
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV
og einn af aðstandendum Fréttaút-
varpsins, sem sendi út í viku tíma í
BSRB—verkfállinu haustið 1984,
sagði í gær að ekki lægi fyrir nein
ákvörðun um það hvort Fréttaút-
varpið hæfi sendingar að nýju.
Hann sagði þó að þeir þyrftu ekki
langan tíma til undirbúnings. „Ef
við tækjum ákvörðun kl. 9 að
morgni um að fara af stað, gætum
við byrjað að senda kl. tólf á há-
degi“, sagði hann.
Rolf Johansen hefur haft á orði
að hefja sjónvarpsútsendingar, en
áhugi hans mun þó heldur hafa
dvínað að undanförnu. Alþýðu-
blaðið náði þó ekki sambandi við
hann í gær til að bera undir hann þá
stöðu sem nú er komin upp í þess-
um málum.
Af öllum þeim aðilum, sem nú
hyggja á rekstur útvarps eða sjón-
varpsstöðva, samkvæmt nýju út-
varpslögunum, er það þó ísfilm
á árinu
launahækkanir á árinu.
Þegar talað er um að þessar
hækkanir nægi til þess að tryggja
að kaupmáttur yrði sá sami í ár og
var í fyrra, er gengið út frá því að
gengi verði haldið stöðugu og ríkis-
stjórnin geri þær ráðstafanir sem
aðilar vinnumarkaðarins hafa farið
fram á þannig að verðbólga fari
Framh. á bls. 2
sem mesta athygli og deilur hefur
vakið, en meðal hluthafa í því fyrir-
tæki eru SÍS, Reykjavíkurborg, út-
gáfufélag Morgunblaðsins og ýmsir
fleiri.
Hjörleifur Kvaran, fram-
, Framh. á bls. 2
Kennarar fá
launahækkun
Kennarar innan Kennarasam-
bands íslands fá nú loksins hina
langþráðu launahækkun, sem
þeir hafa barist fyrir að undan-
förnu Þorsteinn Pálsson, fjár-
málaráðherra tilkynnti í gær að
hann hefði ákveðið að kennarar
fái framvegis greitt eftir launa-
töxtum Hins íslenska kennara-
félags, en það félag er innan
BHM.
Fram til þessa hefur munað
5% á töxtum þessara tveggja
kennarafélaga við kennslu á
grunnskólastigi, þar eð kennar-
ar í KÍ fengu greitt eftir kjara-
samningum BSRB. í fyrradag
lýsti fjármálaráðherra því yfir
að hann viðurkenndi Bandalag
kennarafélaga, sem bæði kenn-
arafélögin eiga aðild að, sem
samningsaðila um kaup og kjör
félagsmanna sinna, kom þessi
yfirlýsing í kjölfar þess að HÍK
lýsti því yfir að það myndi fela
bandalagi Kennarafélaga samn-
ingsumboð sitt.
Af hálfu Kennarasambands-
ins hefur því hins vegar verið lýst
yfir að þetta fyrirkomulag sé að-
eins til bráðabirgða. í framtíð-
inni komi ekki til greina neitt
minna en fullkominn samnings-
og verkfallsréttur.
ASI02 VSI sammála:
Nær 14% launahækkun
— þarf til að halda óbreyttum kaupmœtti
síðasta árs á samningstímabilinu
Frjálshyggjugaurarnir, sem
Páll Pétursson starfar hjá
Stöku sinnum verður vart við
umtalsvert samviskubit í hugum
framsóknarmanna vegna sam-
starfsins við „frjálshyggjuoflin“ í
Sjálfstæðisflokknum. Þá er Ijóst,
að framsó knarmenn reikna með
því, að kosningar geti orðið hve-
nær sem er. Sjálfstæðisflokkur-
inn muni rjúfa stjórnarsamstarf-
ið, þegar honum þykir henta.
I núverandi ríkisstjórn hefur
Framsókn orðið að kyngja mörg-
um af grundvallaratriðum I upp-
runalegri stefnu flokksins, og
virðast nokkrir þingmenn þegar
hafa fengið magafylli, og má í því
sambandi nefna Harald Ólafsson.
Hann hefur verið stóryrtur í garð
frjálshyggjuaflanna. Sama er að
segja um Pál Pétursson, þing-
flokksformann.
í grein í Tímanum í gær sendir
Páll Pétursson samstarfsmölinun-
um í ríkisstjórn föst skot. Hann
segir á einum stað: „Til þess að
stuðla að jöfnun lífsaðstöðu þýðir
ekki að láta markaðslögmálin
ráða alfarið. Við þurfum í hverju
tilfelli að stýra peningunum þann-
ig að þeir séu manneskjunni und-
irgefnir og vinni fyrir fjöldanní'
Síðan segir hinn orðhvati þing-
flokksformaður: „Frjálshyggjan"
setur hins vegar markaðslögmálin
í öndvegi og með því fara pening-
arnir fyrr en varir að stýra mann-
eskjunni, enda er „frjálshyggjan“
aðeins markaðstrú og mann-
fjandsamleg í eðli sínu og þess
vegna hlýtur samstarf okkar
framsóknarmanna við frjáls-
hyggjugaurana ætíð að vera örð-
ugleikum bundið, jafnvel þótt
einungis sé tekist á við tímabund-
in verkefni“
Helstu talsmenn nýfrjálshyggj-
unnar í Sjálfstæðisflokknum
hafa verið yngri mennirnir í liði
formannsins. Þeir eru að mati
Páls Péturssonar frjálshyggju-
gaurar. Og Páll telur samstarfið
við þá erfiðleikum bundið. En
hvað er hann sjálfur búinn að
kokgleypa mikið af því agni, sem
frjálshyggjan hefur rennt fyrir
hann? Páll hefur verið með til-
burði til að skyrpa því út úr sér, en
ávallt endað með því að hanga á
króknum.
Nú er ljóst, að Páli Péturssyni
þykir farið að hitna i kolunum.
Sama daginn og grein hans birtist
fjallar leiðari Tímans um sam-
starfsörðugleika Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks. Þar segir m.a.:
„Það hefur komið í ljós, að
Friðrik Sophusson, varaformað-
ur Sjálfctæðisflokksins, er mjög
ósæll með stjórnarsamvinnu
Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins. Hann er ekki
einn um það meðal flokksbræðra
sinna. Rétt er að viðurkenna, að
svipaðra skoðana gætir einnig
innan Framsóknarflokksins;1
Síðan segir: „Þeir sjálfstæðis-
menn og framsóknarmenn, sem
eru óánægðir með núverandi
stjórnarsamstarf, þurfa ekki að
óttast, að það vari til eilífðar, þótt
vonandi náist tilætlaður árangur
áður en því lýkur. Þegar því Iýkur
geta baráttuglaðir Sjálfstæðis-
flokksmenn og Framsóknar-
flokksmenn fagnað því, að þeir
muni mætast aftur sem höfuð-
andstæðingar"
Það er greinilegt að framsókn-
armenn vilja fara að marka sér
stöðu í íslenskum stjórnmálum,
telja það vænlegt til árangurs í
kosningum, sem virðast skammt
undan. En það verður geymt en
ekki gleymt hvernig Framsókn
hefur gengið á mála hjá nýfrjáls-
hyggunni og látið gömlu baráttu-
málin lönd og leið. Þeir munu
uppskera samkvæmt því.