Alþýðublaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. febrúar 1986 3 Landssamband iðnaðarmanna um Þróunarfé- lagið: Vill ekki draga úr framlögum Vegna tilmæla Félags íslenskra iðnrekenda til sjóða iðnaðarins og bankaráðs Iðnaðarbanka íslands hf., vill framkvæmdastjórn Lands- sambands iðnaðarmanna taka fram eftirfarandi: Landssamband iðnaðarmanna — samtök atvinnurekenda í löggilt- um iðngreinum — harmar þau upp- þot, sem orðið hafa innan Þróunar- félagsins í framhaldi af stofnun þess og tekur undir þau sjónarmið, að félagið þarf að geta starfað án óeðlilegra afskipta ríkisvaldsins, ef sá árangur á að nást, sem að var stefnt. Um ráðningu framkvæmda- stjóra félagsins er ljóst, að meiri- hluti löglegrar stjórnar þess stóð að henni, og verða ekki aðrir sakaðir um þá ráðstöfun, hvað sem kann að vera hæft í ásökunum um utanað- komandi þrýsting. Stjórn Landssambands iðnaðar- manna var á sínum tíma í nokkrum vafa um að rétt væri að leggja fram svo há framlög frá sjóðum iðnaðar- ins og Iðnaðarbankanum, sem raun varð á. Um þetta var þó tekin ákvörðun og loforð hafa verið gefin um hlutafjárframlög. Stjórnin telur ekki sæmandi að slík loforð verði afturkölluð eða úr þeim dregið, vegna ágreinings um menn í stöðu framkvæmdastjóra. Landssam- band iðnaðarmanna Iætur í ljós þá von, að þær hugsjónir, sem stóðu að baki stofnun Þróunarfélagsins megi rætast og samstaða og friður verði í störfum þess. Björgólfur Kristjánsson: Nokkur orð til for- manns Félagsmálaráðs Núverandi formaður Félags- málaráðs Reykjavíkurborgar, Ingi- björg Þórunn Rafnar, hefur tekið upp nýja siði gagnvart fólki, sem við hana á erindi stöðu hennar vegna sem formanns. Þannig er mál með vexti, að fólk, sem leitar til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar af ýmsum ástæðum, oft félagslegum sem von- legt er, er oftar en ekki vísað af full- trúum þessarar stofnunar til for- mannsins, IÞR, með erindi sín, sem starfsmenn stofnunarinnar telja sig vanhæfa til að leysa. Þeir vísa oftar en ekki á skrifstofu í Austurstræti, en þar hafa forverar Ingibjargar Þórunnar í sama starfi, haft aðset- ur og gefist vel. Forveri Ingibjargar Þórunnar var Markús Örn Antonsson, gegn mað- ur og grandvar í sínu starfi. Hann hafði aðsetur í miðborginni og ákveðinn viðtalstíma til að sinna er- indum fólks af ýmsum toga. Nú he-fur sá háttur verið aflagður með tilkomu hins nýja formanns. Óvíst er hvort hér er um að ræða geðþóttaákvörðun formannsins, eða beina skipun frá borgarstjóra, Davíð Oddssyni, en það breytir ekki því, að hér er það hrokinn sem för- inni ræður, og má ekki líða mikið lengur. Hér með er skorað á formanninn að söðla um og taka upp mann- eskjuleg samskipti við skjólstæð- inga sína og aðra þá, sem erindi við hana eiga. Margt af þessu fólki er gamalt og farið, og á þess engan kost að sækja áheyrn formanns langa leið, eða til bústáðar hennar í Fossvegi. — Björgólfur Kristjánsson. Vígbúnaðarkapphlaupið 4 öll af sóti og ryki þyrlast út í geim- inn frá brennandi borgum. Sótið myndi byrgja fyrir sól á stórum svæðum og síðan dreifast með vindum þar til öll jörðin væri móðu hulin. Talið er að hitastigið gæti lækkað um allt að 30° frá meðal- hita hvers staðar og það tæki a.m.k. eitt ár að komast í samt lag. Tæpast er hægt að gera sér í hug- arlund hverjar afleiðingarnar yrðu. Hitabeltisskógar myndu eyðast og mest af þeim dýrum, plöntum og örverum sem einungis þrífast við góð skilyrði. Úrfelli myndi minnka að mun og jarðvatnið væri mengað af geislun. Jafnvel dýr og plöntur sem lifa í sjó gætu ekki komist af án sólarljóssins. Varnaráætlanir Þegar Bandaríkjamenn höfðu sannað „yfirburði" sína með því að beita kjarnorkuvopnum í styrjöld fengu Rússneskir kjar'neðlisfræð- ingar nógu að sinna. Þeir fram- leiddu svo sínar eigin . vítisvélar á mettíma. Næsta tromp Bandaríkja- manna var vetnissprengjan, en bor- ið saman við hana eru sprengjurnar sem varpað var á Japan hreinustu barnaleikföng. En ekki leið á löngu þar til Rússar höfðu einnig fram- leitt vetnissprengju. Þar með var eins konar jafnvægi náð, en keppn- in um yfirburði heldur áfram. Nú er áherslan Iögð á að koma upp varn- arkerfi, nógu öflugu til að skapa fullkomið öryggi gegn hvers konar hugsanlegum árásum. Nýjustu og fullkomnustu eld- flaugar komast út úr gufuhvolfinu á u.þ.b. fimm mínútum. Þar skiptast þær í margar smærri árásareld- flaugar á leið sinni að skotmarki. Þær geta einnig flutt með sér allt að 100.000 gervi-árásarflaugum til að rugla varnarkerfi andstæðingsins. Þess vegna er nauðsynlegt að finna og eyðileggja árásareldflaug- ar á fyrstu fimm mínútunum eftir að þeim er skotið á loft og það er aðeins út frá hitabreytingum sem hægt er að finna þær á löngu færi. Hugmyndin er að finna árásar- eldflaugar með sterkum lasergeisl- um. Geislarnir eru sendir frá jörðu og speglast tvívegis af speglum sem þar er komið fyrir — síðari „speg- illinn“ þarf að vera útbúinn infra- rauðum sjónauka til að finna flaug- arnar. En augljósir veikleikar eru á sjálfri hugmyndinni. Það væri nóg að fjölga árásarflaugunum svo mjög að varnarkerfið réði ekki við allan þann fjölda. Einnig væri hægt að nota öflugri eldflaugar, sem kæmust á loft á enn styttri tíma en nú er hægt og í þriðja lagi væri hægt að senda á loft gerviflaugar sem beitu og loks væri ekkert auð- veldara en að eyðileggja geimskipin sem allt varnarkerfið byggist á. Frá hagrænu sjónarmiði séð þarf varnarkerfi að vera ódýrara en árás- arkerfi, en ógrynni af fjármunum er nú varið til varnar- eða „stjörnu- stríðsáætlana“ Bandaríkjamanna, án þess að nokkrir fjármunir hafi sparast við annan herbúnað. Þar við bætist að miklar efasemdir eru um að hægt sé að framleiða tölvu- búnað sem gæti stýrt þessu um- fangsmikla kerfi af öryggi. Varnarbúnaður sem þessi er ekki líklegur til að draga úr vopnafram- Ieiðslu — þvert á móti er líklegt að hann ýti undir framleiðslu á fleiri, stærri og flóknari vopnum en þeim sem nú eru til. Samt hafa leiðtogar stórveldanna orðið sammála um að enginn getur sigrað í kjarnorkustríði. (Byggt á grein eftir Dr. Scient Henning Knutsen, verkfrœðihá- skólanum í Stavanger.) Hún gleypir gamalt malbik og skilar nýju Danir hafa löngum verið glúrnir. Danska Malbikunarfélagið hefur nýlega fest kaup á þessu 30 metra langafer- líki, sem er œtlað að rifa upp og gleypa i sig alla malbikaða vegi og svœði, sem ekki eru lengur notuð eða þarf að endurnýja. Vélin brœðir malbikið upp, hreinsar það og spýtir svo úr sér nýju og góðu malbiki, leggur vegi, bílastœði og jafnvel flugbrautir. Með þessu tœki œtla Danir ekki eingöngu að spara malbikskostnað, heldur vernda umhverfið. Malbik, sem hef- ur grafist undir jarðveg, getur valdið mengun á dýrmœtu grunnvatni landsins, og það vilja danskir koma í veg fyrir. — Vélin kostaði um 60 milljónir íslenskra króna. Fjárþörf sjóð- anna óbærileg — á næstu árum miðað við þann vaxtamun sem gert er ráð fyrir í 70%—hugmyndunum, segir Landssamband lífeyrissjóða Ekki eru allir á cinu máli uni ágæti þcirra hugmynda sem fram liafa komiö að undanförnu um aö styrkja húsnæðislánakerfiö meö því að skylda lífeyrissjóðina til aö leggja 70% af ráðstöfunarfé sínu í það. Þannig hefur stjóm Lands- sambands lífeyrissjóða harðlcga mótmælt þessum hugmyndum í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnarinnar nýlega. Ályktunin fer hér á eftir: Stjórn Landssambands lífeyris- sjóða mótmælir harðlega hug- myndum um að svipta lífeyrissjóð- ina 70% af ráðstöfunarfé sínu. Á undangengnum árum hefur árlega tekist samkomulag við ríkisvaldið; um frjáls kaup lífeyrissjóðanna á skuldabréfum byggingasjóðs fyrir 40% af ráðstöfunarfé sjóðanna. Lagalega er vafasamt að hægt sé að skylda lifeyrissjóðina til þess að af- henda syo stóran hluta eigna sinna til langs tima, sérstaklega þegar lit- ið er til vaxandi lífeyrisgreiðsla sjóðanna. í hugmyndunum er lántakendum lofað 3,5% vöxtum en sjóðirnir eiga að fá sömu vexti og gilda á spariskírteinum ríkissjóðs, núna 9%. Ekki er ljóst hver á að borga vaxtamun upp á 5.5% á ALLAR lánveitingar til húsnæðismála. Þá hafa lífeyrissjóðirnir enga trygg- ingu fyrir því að ríkið lækki ekki vextina á sínum lánum, þegar því sýnist svo. Þessi vaxtamunur sem og styttri lánstími á lánum lífeyrissjóða til byggingasjóðanna mun gera fjár- þörf byggingasjóðanna óbærilega á næstu árum og vekur upp spurning- ar um getu þeirra til þess að endur- greiða lán sín til lífeyrissjóðanna þegar sjóðirnir þurfa á því að halda til lífeyrisgreiðslna. Hingað til hafa lífeyrissjóðirnir ætíð lánað bygg- ingarsjóðunum miklu meira en þeir hafa greitt til baka. Stjórn Landssambands lífeyris- sjóða vill benda á þá uppsöfnun fjármagns, sem þegar er orðin hjá byggingarsjóðunum, og minnir á hugmyndir manna um minnkandi umsvif hins opinbera. Ljóst að þessi ráðstöfun mun enn auka á miðstýringu fjármagns. Stjórnin vill vekja athygli á að verðfall hefur orðið á eldra hús- næði, sem virðist benda til þess að of mikið hafi verið byggt á undan- gengnum árum. Þær ráðstafanir, sem stefnt er að i hugmyndunum, niðurgreiddir vextir og stýring fjár- magns i íbúðarbyggingar mun stuðla að miklum byggingum en draga fé frá atvinnuvegunum. Við- leitni stjórnvalda til þess að draga úr erlendum skuldum þjóðarinnar mun verða erfiðara viðureignar, ef af þessu verður. Lífeyrissjóðir hafá að undan- förnu keypt skuldabréf á frjálsum I dcscnibcrmánuöi sl. voru flutt- ar út vörur fyrir 3.955 millj. kr. en inn fyrir 3.317 millj. kr. fob. Vöru- skiptajöfnuöurinn var því hagstæð- ur um 638 millj. kr„ en var óhag- stæður um 71 millj. kr. i desember 1984. Þessi hagstæði vöruskipta- jöfnuður í desember 1985, stafar fyrst og fremst af miklum útflutn- ingi sjávarafurða. Allt árið 1985 voru fluttar út vör- ur fyrir 33.750 millj. kr. en inn fyrir 33.767 millj. kr. fob. Vöruskipta- jöfnuðurinn árið 1985 var því óhagstæður um 17 millj. kr. en árið 1984 var 480 millj. kr. halli á vöru- skiptunum við útlönd, reiknað á sambærilegu gengi. Á föstu gengi var útflutnings- verðmætið árið 1985 12% meira en á árinu 1984. Þar af var verðmæti sjávarafurða 24% meira, verðmæti kísiljárns 6% minna, og verðmæti verðbréfamarkaði til þess að bæta ávöxtun sjóðanna og gera þá betur færa um að greiða góðan lífeyri. Þessi viðleitni, sem óneitanlega hef- ur lækkað vexti á þeini markaði, mun hverfa ef sjóðirnir verða skyld- aðir til þess að afhenda ríkisvaldinu 70% af ráðstöfunarfé sinu. Vill stjórnin undirstrika að þessi við- skipti hafa fyrst og fremst beint fjármagninu til uppbyggingu at- vinnuveganna, með kröfu um arð- senti. Mikilvægt er að fjármagn líf- eyrissjóðanna renni til arðsamra fjárfestinga þannig að þeir geti greitt tryggan Iífeyri í framtíðinni. útflutts áls 24% minna en á árinu 1984. Loks var annar vöruútflutn- ingur en hér hefur verið talinn 10% meiri að verðmæti árið 1985 en á ár- inu 1984. Verðmæti vöruinnflutnings, reiknað á föstu gengi, var 10% meira á árinu 1985 en á árinu 1984. Við samanburð af þessu tagi þarf að hafa i huga, að innflutningur skipa og flugvéla, innflutningur til stóriðju og virkjana og olíuinn- flutningur er yfirleitt mjög breyti- legur frá einu ári til annars. Samtals var þessi innflutningur 9,5% meiri á föstu gengi á árinu 1985 en árið áður. Séu þessir liðir frátaldir reyn- ist annar innflutningur (um 75% af innflutningnum á þessu ári) hafa aukist um svipað hlutfall og heild- arinnflutningur og því orðið 10% meiri á föstu gengi á árinu 1985 en á árinu 1984. Vöruskiptin hag- stæö í desember — Vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd var þó óhagstœður allt árið í fyrra um 17 milljónir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.