Alþýðublaðið - 17.04.1986, Síða 1

Alþýðublaðið - 17.04.1986, Síða 1
alþýðu- Fimmtudagur 17. apríl 1986 74. tbl. 67. árg. Ný skýrsla: Orkueeta minni en talið var Fátækt vegna skattsvika? Jóhanna Sigurðardóttir tengdi saman upplýsingar um skattsvik og nýjar upplýsingar um fjölda at- vinnurekenda sem samkvæmt skattaframtölum sínum eru undir fátæktarmörkum, í umræðum á Alþingi í fyrradag. Tilefni umræð- unnar var fyrirspurn Jóhönnu um skattsvik og svar Þorsteins Pálsson- ar fjármálaráðherra við henni. I maí 1984 var samþykkt á AI- þingi þingsályktunartillaga AI- þýðuflokksins, þar sem ríkisstjórn- inni var falið að koma á fót starfs- hópi til að kanna umfang skatt- svika, hvort rekja mætti þau til ákveðinna starfsgreina og hvert væri umfang söluskattssvika. í samþykkt þingsins var gert ráð fyrir að starfshópurinn ,skilaði niður- stöðum sínum í febrúar í fyrra, en af því varð ekki. Jóhanna Sigurðar- dóttir lagði því fram fyrirspurn til fjármálaráðherra, um það hvað liði störfum starfshópsins. í svari fjármálaráðherra á AI- þingi í fyrradag kom fram að nefndin hefur lokið starfi sínu og má búast við að skýrsla hennar verði kynnt fjölmiðlum í lok vik- unnar. Þorsteinn Pálsson rakti í svari sínu nokkrar af niðurstöðum nefndarinnar, en þar kemur fram að nefndin telur að árlega tapi ríkis- sjóður einum milljarði vegna sölu- skattssvika. Alls telur nefndin að svartamarkaðsveltan í samfélaginu nemi á bilinu 5—7 milljörðum ár- lega. í niðurstöðum nefndarinnar kemur einnig fram að „dulin at- vinnustarfsemi" eigi sér einkum stað í byggingariðnaði, persónu- legri þjónustustarfsemi af ýmsu tagi, iðnaði, verslun og veitinga- og hótelrekstri. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart, enda getur sjálfsagt annar hver íslendingur til- greint einhvern bvgeingarverktaka. Framh. á bls. 2. A-listiim á Skaganum Nú hefur verið birtur listi Al- þýðuflokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar á Akranesi í vor. List- inn var endanlega ákveðinn á fjöl- mennum fundi í Alþýðuflokksfé- laginu hinn 12. apríl sl. og lítyr þannig út: 1. Gísli S. Einarsson verkstjóri 2. Ingvar Ingvarsson yfirkennari 3. Bragi Níelsson Iæknir 4. Sigríður Óladóttir húsmóðir 5. Kjartan Guðmundsson aðaltrúnaðarmaður 6. Haukur Ármannsson kaupm. 7. Arnfríður Valdimarsdóttir verkamaður 8. Sigurjón Hannesson trésmíðameistari 9. EIí Halldórsson, bifreiðastj 10. Steinunn Jónsdóttir forstöðumaður 11. Kristín Knútsdóttir nemi 12. Sveinn Rafn Ingason rennismiður 13. Ástríður Andrésdóttir húsmóðir 14. Guðmundur Garðarsson Ijósmyndari 15. Þráinn Sigurðsson kennari 16. Kristín Ólafsdóttir ljósmóðir 17. Rannveig Edda Hálfdánar- dóttir skrifstofumaður 18. Sveinn Kr. Guðmundsson fv. bankaútibússtjóri. Orkugeta íslenskra virkjana er á bilinu 5—7,3% minni en talið hefur verið, samkvæmt nýrri skýrslu sem nú hefur verið lögð fram. Við mat starfshópsins að baki skýrslunni er meira tillit tekið til óvissu um rennsli fallvatna, en áður hefur ver- ið. Einnig hefur verið tekið meira tillit til sveiflna í veðurfari en gert hefur verið við samsvarandi áætl- anagerð fram að þessu. Starfshópur skipaður sérfræð- ingum frá Landsvirkjun, Orku- stofnun og Rafmagnsveitum ríkis- ins hefur síðan í árslok 1982 unnið að því að endurskoða þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að meta orkugetu vatnsorkuvera, rekstur þeirra og tímasetningu nýrra virkjana. Niðurstöður þessa starfs liggja nú fyrir í þremur ítar- legum skýrslum. Gerðar eru tillög- ur um það hvernig taka skuli tillit til ýmissa óvissuþátta á þessum svið- um og verður því ekki lengur um að ræða neina sérstaka öryggisorku eins og Landsvirkjun hefur miðað við í sínunr áætlununr að undan- förnu. Mikilvægustu breytingarnar í til- Iögum starfshópsins eru þær, að aðferðir sem taka tillit til óvissu í rennsli fallvatna, verði innbyggðar í reiknilíkön, en rennsli skiptir meg- inmáli við raforkuvinnslu vatns- orkuvera. Með þessum aðferðum er tekið tillit til þeirra sveiflna sem eru í veðurfari og þar með rennsli og áhrif þeirra á orkuframleiðslu. Byggt er á gögnum um veðurfar og rennsli eftir 1950, en slíkar sveiflur hafa einnig verið áætlaðar út frá skoðun veðurgagna síðustu 110 ára eða svo. Á þessu 110 ára tímabili koma tímaskeið með kaldari veðr- áttu (1870—1920) og hlýrri (1920 —1950) en sjást eftir 1950. Þá er lagt til að teknar verði upp aðferðir sem taki mið af áhrifum hitafars á raforkunotkun, en almenn raforku- notkun vex um 2,5 prósent ef hiti lækkar um eina gráðu. Ráðist var í þetta umfangsmikla starf í framhaldi af þeim umræðum sem urðu vegna orkuskortsins 1979—1982, þegar jafnframt var mikið rætt um rekstur raforkukerf- isins í heild. Orkuskorturinn stafaði annars vegar af því, að rennsli í ám var óvenju lítið á þessu tímabili og hins vegar af því, að virkjanir voru fullnýttar. Auk margs konar athugana og rannsókna, sem gerðar hafa verið innanlands í tengslum við vinnu starfshópsins hefur verið leitað fanga víða erlendis, ef vera kynni að reynsla annarra þjóða gagnaðist okkur í þessum efnum. í ljós kom þó að víðast eru aðstæður svo ólík- ar því sem hér gerist, að saman- burður er erfiðleikum háður. Sú þjóð, sem býr þó að sumu leyti við sambærileg skilyrði og við eru Ný- Sjálendingar. Raforkukerfið þar byggist að stórum hluta á vatnsafls- stöðvum og þar sem landið er ey- land, er þar ekki fremur en hér um að ræða tengingu orkukerfisins við önnur lönd. Fram kom við þennan samanburð, að Ný-Sjálendingar miða tímasetningu nýrra virkjana við það, að geta kerfisins sé a. m. k. 7 prósentum hærri en orkuspá. Kjararannsóknanefnd: Vinnutími lengist Vinnutími Islendinga lengdist á síðasta ári, að því er fram kemur í nýjasta fréttabréfi kjararannsókna- nefndar, en það er nýkomið út. Samkvæmt niðurstöðum frétta- bréfsins lengdist vinnutími meðal aðildarfélaga ASÍ að meðaltali um tæplega 1%. Frá fjórða ársfjórðungi 1984 til jafnlengdar á síðasta ári er áætlað að kauptaxtar þeirra starfsstétta sem upplýsingar fréttabréfsins ná til, hafi hækkað um ríflega 36%. Hreint tímakaup hækkaði hins veg- ar meira eða um rétt tæplega 40%, samkvæmt úrtaksathugun. Sam- kvæmt þessu er hækkunin tvö og hálft prósent umfram taxta og virð- ist því sem yfirborganir hafi aukist á þessu tímabili. Þessar hækkanir eru þó mjög misjafnar milli stétta. Mest er hækkunin umfram taxta hjá iðnað- armönnum og verkamönnum, ríf- lega 4%, en mun minni hjá verka- konum, en þar nemur hækkunin umfram hækkun taxtakaups ekki nema rumum tveimur prósentum. Samkvæmt niðurstöðum frétta- bréfsins hafa karlmenn í afgreiðslu- störfum hins vegar ekki haldið í við kauptaxta og munar þar hátt í 5 prósentum. Hreint tímakaup kvenna í afgreiðslustörfum hefur einnig hækkað minna en sem nem- ur taxtahækkunum og munar þar tveimur prósentum. Yfirborganir afgreiðslufólks hafa því minnkað verulega að því er virðist. Ef litið er á vikukaup nokkurra starfsstétta og hækkanir þess milli ára samkvæmt niðurstöðum frétta- bréfsins, kemur í Ijós að hækkanir eru töluVert mismunandi, eða frá tæpum 39% upp í tæp 47%. Sam- kvæmt þessum tölum hefur viku- kaup verkakvenna hækkað mest, eða úr rétt rúmum 5.000 krónum í ríflega 7.500. Þessi hækkun er tæp- lega 47%. Nokkru minni varð hækkun vikukaups hjá verka- mönnum, en auk þeirra hækkuðu iðnaðarmenn, konur í afgreiðslu- störfum og karlar á skrifstofum um meira en 40%. Karlmenn við af- greiðslustörf og konur á skrifstof- um hækkuðu hins vegar minna eða um 36 og 39%. Vegið meðaltal af vikukaupi þessara stétta sýnir hækkun úr 6.000 krónum í 9.500 eða um tæp 44%. Vinna úr 130 þús. fermetrum af skinnum Iðnaðardeild Sambandsins áætl- ar að á þessu ári verði unnið úr 400 þúsund ferfetum af skinnum, eða um 130 þúsund fermetrum, sem að mestu leyti fer til útflutnings. Iðnaðardeildin bendir á að hálf- unnið lambsskinn, sem áður var al- geng útflutningsvara, hefur fimm- faldast að verðmæti þegar það fer fullsútað í tískufatnað til útflutn- ings. Þessi verðmætisaukning skili sér nánast öll til þjóðarbúsins, þar sem erlendur kostnaður sé sáralítill. Krafan um stöðvunkjarnorku vopnatilrauna fær nýtt gildi Það var heldur óþægileg til- finning að sitja fyrir framan sjón- varpið í fyrrakvöld og horfa á fjóra spaka menn velta því fyrir sér hverjar afleiðingar átökin í Líbýju gætu haft fyrir heims- byggðina. — Menn spyrja: Hverj- ir geta átt von á því að verða sprengdir í loft upp fyrir tilverkn- að hryðjuverkamanna. Gerist það í flugvél, í flugstöð, við sendiráð eða bara úti á götu? Menn ræða einnig stigmögnun átakanna. Hverjir blandast inn í þau? Verður kjarnorkuvopnum beitt og þá hvar? Verða afleiðing- arnar svipaðar og í kvikmyndinni Þræðir? Hverjir eiga kjarnorku- vopn og geta beitt þeim? Þessi umræða veldur ótta og öryggisleysi. Almenningur finnur greinilega fyrir því hve lítið má út- af bera. Fólk á miðjum aldri minnist Kúbudeilunnar, þegar heimurinn stóð á öndinni í marga daga með hótun um þriðju heim- styrjöldina yfir höfði sér. Menn vita, að lítill neisti getur oft orðið að stóru báli. Fréttirnar af árásinni á Líbýu sönnuðu það enn einu sinni, að það eru sjaldnast mennirnir, sem ákvarðanir taka um stríðsrekstur, er þurfa að þola þjáningu og ást- vinamissi. Það eru almennir borg- arar, sem alltaf verða verst úti. En deyjandi börn og limlest lík virð- ast Iítil áhrif hafa á forystumenn þjóða, sem stýra herjum eða hryðjuverkamönnum. Þeir, sem horfðu á sjónvarpið í fyrrakvöld og fylgjast með frétt- um af átökum Bandaríkjanna og Líbýumanna, hafa margir horft út um gluggann á iðandi líf frið- samrar þjóðar, eða hlustað eftir andardrætti barna sinna og spurt sjálfa sig: Hver er framtíð okkar allra, sem eigum svo mikið undir geðþóttaákvörðunum ráðamanna stórveldanna. Þessi umræða leiðir svo hugann að öðru og alvarlegra máli, þ.e. kjarnorkuvopnakapphlaupinu. Þegar átök af þessu tagi verða vaknar alltaf sú spurning, hvort þjóðirnar, sem takast á, eigi kjarnorkuvopn. Við vitum að vopnabúr Bandaríkjanna er fullt af slíkum vopnum. En hafa Líbýumenn komið séruppkjarn- orkuvopnum. Er hugsanlégt að hryðjuverkamenn geti beitt slík- um vopnum í baráttunni við and- stæðingana? Krafan um tafarlausa stöðvun kjarnorkuvopnatilrauna hlýtur að vera háværari eftir þessi átök. Ef stórveldin ætla að koma i veg fyrir það, að kjarnorkuvopn verði „almenningseign" verða þau að samþykkja bann við tilraunum með kjarnorkuvopn og síðan að knýja fram alheims—afvopnun. Menn skyldu hafa það hugfast, að stórveldin hafa með sér þegj- andi samkomulag í kjarnorku- vopnakapphlaupinu, og líkurnar á því að þau hefji viljandi kjarn- orkustríð eru ekki miklar. En þau geta ekki haft áhrif á ýmsa öfga- hópa og ofstækisfulla þjóðarleið- toga, sem kynnu að eiga kjarn- orkuvopn og nota þau. Sannleikurinn er sá, að stór- veldin eru að missa öll tök á víg- búnaði í heiminum. Þau hafa ver- ið svo upptekin af þráteflinu um yfirburði í vopnaleiknum, að þau hafa ekki fylgst með né komið í veg fyrir kjarnorkuvopnaeign margra þjóða, sem gætu hleypt af stað styrjöld. Þjóðir heims verða að kalla stórveldin til ábyrgðar á lifi og limum íbúa heimsbyggðarinnar. Valdastreita þeirra er fyrirlitleg og tekur ekkert tillit til áframhald- andi lífs á jörðinni. Þeim er meira í mun að ná völdum og halda vöidum svo framkvæma megi „patent“ lausnir þeirra á framtíð- arríkinu, sem ekkert verður, ef vit og skynsemi fer ekki að ráða ferð- inni.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.