Alþýðublaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 1
alþýðu irihT' mj Laugardagur 26. apríl 1986 80. tbl. 67. árg. Launamunurinn 60% — í dagvinnu. Niðurstöður nefndar sem fjár- málaráðherra skipaði í fyrra. Lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna traustari Verulegur tnunur er á dagvinnu- tekjum háskólamenntaðra starfs- manna ríkisins og þeirra sem vinna hjá einkafyrirtækjum og hafa sam- bærilega menntun. Þessi munur fer í mörgum tilvikum upp í 50—60% segir m.a. í niðurstöðum nefndar sem fjármálaráðherra skipaði í fyrra til að kanna þennan launa- mun. Nefndin telur þó fremur erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir mismun dagvinnulaunanna sjálfra. Að því er fram kemur í niður- stöðum nefndarinnar er mismunur á heildartekjum mun minni, eða á bilinu 10—25% í flestum tilvikum og virðist trúlega að þetta stafi að hluta af meiri yfirvinnu opinberra starfsmanna, eneinniger vitað að ýmsar aðferðir eru viðhafðar hjá hinum ýmsu opinberu stofnunum til að bæta mönnum ’ upp lága launataxta, má þar nefna fasta, en óunna yfirvinnu o.s.frv. Nefndin telur opinbera starfs- menn hins vegar njóta mun betri líf- eyrisréttinda, en háskólamenntað fólk á einkamarkaði og varð sam- komulag í nefndinni um að meta þessi lífeyrisréttindi á 9% í tekjum. Þegar tekið hafði verið tillit til þessa töldust laun ríkisstarfsmanna farin að slaga hátt upp í laun á einkamarkaði en þó í flestum tilvik- um nokkru lægri. í niðurstöðum nefndarinnar kemur lika fram að um tveir af hverjum þremur ríkisstarfsmönn- um BHM vinna í starfsgreinum sem ekki eiga sér neinar hliðstæður á einkamarkaði og því ekki hægt að finna neinar beinar viðmiðanir fyr- ir þessa hópa að því er launakjör varðar. Hér er um að ræða starfs- fólk í mennta- og heilbrigðiskerf- unum og starfsmenn kirkjunnar svo og ýmissa fræðastofnana. Kartöflulögin: Skatturinn nemur heilum milljarði — og helsti rökstuðn- ingurinn hrein ósann- indi, segir í minnihluta áliti Jóns Baldvins Hannibalssonar Undir lok þess þings sem lauk störfum á síðasta vetrardag, var samþykkt lagafrumvarp frá land- búnaðarráðherra um allt að 200% álögur á innfluttar kartöflur. Ýmsir málsinetandi aðilar urðu til að mót- mæla þessari lagasetningu all- harkalega, m.a. frá neytendasam- tökunum, sem töldu að lögin myndu leiða til stórhækkaðs vöru- verðs til neytenda, koma í veg fyrir samkeppni og draga úr viðleitni framleiðenda til að iaga sig að markaðsaðstæðurn og beita hag- kvæmni við framleiðsluna. Að lokinni umfjöllun um máiið í landbúnaðarnefnd, lagði Jón Baldvin Hannibalsson, fram sér- stakt minnihlutaálit, þar sem hann vekur athygli á ýmsum ágöllum frumvarpsins. í áliti Jóns Baldvins segir m.a.: 1. Þetta frumvarp, ef að lögum verður, getur falið í sér auknar álögur á neytendur sem eru ekki undir 1000 milljónum króna. Verði frumvarpið að lögum Framh. á bls. 2 Blómaskálinn rifinn Blómaskálinn íKópavogihefur um áratugaskeið komiðmikið viðsögu bœjarfélagsins, verið ein af þeim stofnun- um, sem tengst hafa nafni Kópavogs og verið hluti af því. Þórður á Sœbóli var maður, sem allir þekktu og rak Blómaskálann um langt árabil. En nú er hún Snorrabúð stekkur. Blómaskálinn var rifinn í vikunni og heyrir nú sögunni til. Litlu íbúðirnar eru 40% dýrari — Fasteignaverð í Reykjavík nú 20% lœgra, reiknað á föstu verðlagi, en það var fyrir tveim- ur arum. A síðasta ársfjórðungi ársins 1985 þurfti að greiða allt að 40% hærra verð fyrir hvern fermetra í litlum íbúðum en hinum stærri. Eins til tveggja herbergja íbúðir kostuðu á þessu tímabili að meðal- tali ríflega hálfa aðra milljón og meðalverð á hvern fermetra var rúmlega 29 þúsund. íbúðir sem voru stærri en fjögurra herbergja kostuðu hins vegar að meðaltali tvær og hálfa milljón og þar voru að meðaltali greiddar rúmlega 29 þúsund krónur fyrir hvern fer- metra. Þetta kemur m.a. fram í aprílút- gáfu Markaðsfrétta, sem gefnar eru út af Fasteignamati ríkisins. Þar kemur einnig í ljós að söluverð íbúða, reiknað á föstu verðlagi var í árslok hið lægsta síðan í ársbyrjun 1984. Verð íbúða hafði lækkað um ríflega 20% frá því í desember 1984. að vísu hækkaði íbúðaverð, reiknað á föstu verðlagi á árinu 1984 um ná- lægt 10%, þannig að íbúðaverð í lok síðasta árs var um 10% lægra en fyrir tveimur árum. Þessir útreikningar eru byggðir á sölu ríflega 320 íbúða sem seldust í Reykjavík á fjórða ársfjórðungi 1985. Þegar tölur þær sem birtar eru í fréttabréfinu eru skoðaðar, kemur í ljós að minnstu íbúðirnar, 1—2 herbergja, eru að meðaltali 54,2 fermetrar, þriggja herbergja íbúðir sem seldar voru á tímabilinu reyndust að meðaltali 75,3 fermetr- ar, fjögurra herbergja íbúðir 99,8 fermetrar og stærri íbúðir voru að meðaltali 120,9 fermetrar. Söluverð íbúða breyttist mjög lít- ið á því tímabili sem hér er um að ræða. Hlutfall útborgunar af heild- arverði íbúða hækkaði hins vegar nokkuð á síðastliðnu ári og virðist þvi viðleitni fasteignasala til að stuðla að lækkun útborgunar ekki hafa borið árangur, þrátt fyrir marg ítrekaðar yfirlýsingar. A-lista fundur í Múlakaffi í dag, laugardag, klukkan níu fyrir hádegi, heldur A-listinn í Reykjavík fund í Múlakaffi við Hallarmúla. Þangað kemur Bryndís Schram og ræðir við gesti í morgunkaffinu. Fundir af þessu tagi verða haldnir víða um borgina á næstunni. Umsögn Endurskoðunar hf um fjárhagsstöðu Arnarflugs: Hlutafj áraukning og flugvélasala réttir ekki af eignarfjárstöðuna Miklar umrœður hafa orðið um Arnarflugsmálið að undanförnu. Margt hefur verið sagt um stöðu fyrirtœk- isins, skuldirþess og afkomumöguleika ínáinniframtíð. Endurskoðunarfyrirtœkið Endurskoðun hf. tók saman umsögn ífebrúar sl. um skýrslu stjórnar Arnarflugs hf. dags. 18. febrúar varðandi fjárhagsstöðu félagsins. Þess má vœnta að skýrslan gefi nokkuð hlutlœga mynd af stöðu félagsins, og birtist hún hér í heild. Þessi skýrsla hefur ekki áður verið birt: og rekstraráætlanir. Fyrirhugað er að leggja skýrsluna fyrir hluthafa- fund félagsins 25. þ.m. í bréfi þessu munum við fjalla um þá þætti skýrslunnar er varða fjárhagslega stöðu félagsins, sbr. 27. gr. laga nr. 32/1978 um hlutafé- lög. 1. Helstu forsendur stjórn- ar um mat á fjárhagsstöðu Ársreikningur félagsins fyrir árið Stjórn Arnarflugs hf., 18. febrúar 1986. Lágmúla 7, 105 Reykjavík. Efni: Umsögn endurskoöenda um skýrslu stjórnar Arnarflugs hf. dags. 18. febrúar 1986 varðandi fjárhagsstöðu félagsins. Skýrsla stjórnar félagsins sem dagsett er í dag hefur að geyma ýmsar upplýsingar um fjárhags- stöðu félagsins, áform um fjárhags- lega endurskipulagningu þess svo 1985 liggur ekki fyrir, en gert er ráð fyrir að það verði síðari hluta mars- mánaðar. Mat stjórnarinnar á fjár- hagsstöðunni er meðal annars byggt á reikningsskilum félagsins miðað við 30. september 1985 og áætlun um afkomuna til ársloka 1985. Samkvæmt efnahagsreikningi 30. september sl. var eiginfjárstaða félagsins neikvæð um 117,2 millj. kr. Aætlað er að tap félagsins frá 1. október til 31. desember 1985 hafi numið um 31 millj. kr. í skýrslu stjórnar er gerð grein fyrir þeim atriðum sem að hennar mati hafa áhrif til hækkunar á áætlaðri bókfærðri eiginfjárstöðu félagsins, en þau eru aðallega eftir- farandi: — Vöruflutningaflugvélin TF—VLJ hefur að undanförnu verið á söluskrá og er þaö mat stjórnar að söluverð hennar verði að lágmarki 53 millj. kr. Bókfært verð vélarinnar nemur um 27 millj. kr. og er því sölu- hagnaður talinn nema að lág- marki 26 millj. kr. sem bætir bókfærða eiginfjárstöðu sem því nemur. — Félagið gerði í febrúar 1984 kaupleigusamning við erlendan aðila um leigu á flugvélinni TF—VLT scm er að gerðinni Boeing 737—205C Verði öllum skilyrðum samningsins full- nægt hefur félagið rétt til kaupa á flugvélinni á verði sem er veru- lega lægra en markaðsverð samskonar flugvéla í dag. — Kostnaður við öflun viðskipta- sambanda og annar sambæri- legur stofnkostnaður er leiðir af rekstri félagsins hefur ekki verið eignfærður í efnahagsreikningi. 2. Umsögn um fjárhagsstöðuna Þegar litið er til reikningsskila fé- lagsins 30. september sl. og áætlun- ar um afkomu þess til ársloka 1985 má gera ráð fyrir að skuldir félags- ins umfram eignir hafi numið um 160 millj. kr. í árslok 1985 og er þá miðað við bókfært verð eigna. Varðandi reikningsskilin 30. september sl. og fjárhagsstöðu fé- lagsins á þeim tíma þykir rétt að undirstrika nokkur atriði: — Heildarvelta félagsins á árinu 1985 hækkaði verulega frá ár- inu áður, einkum vegna aukn- ingar á erlendum leiguverkefn- um. Þessi leiguverkefni voru í hámarki á tímabilinu júní til september sl. Við gerð reikn- ingsskilanna var leitast við að ná fram upplýsingum um til- tekna gjaldaliði sem tengjast rekstrarkostnaði leiguverkefna sem endanleg gögn lágu ekki fyrir um þegar reikningsskilin Framh. á bls. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.