Alþýðublaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 26. aprfl 1986 • RITSTJQRNARGREIN- Byggðastofnun til Akureyrar A undanfömum árum hefur mikiö veriö rætt um nauðsyn þess aö dreifa opinberum stofn- unum meira um landið en gert hefurveriö. Af eðlilegum ástæðum amast landsbyggðin við þeirri þróun að allt stjórnvald safnist á höfuð- borgarsvæðið. Til Reykjavíkur þurfa utanbæj- armenn að sækja alla opinbera fyrirgreiöslu, oft með ærnum tilkostnaði. Margir landshlutar eiga nú undir högg að sækja í atvinnumálum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar verið óeðlilega mikil þensla og nauðsynlegt jafnvægi á milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar farið úr skorðum. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp um staðsetningu opinberra valdastofnana ut- an Reykjavíkur. Að undanförnu hefursámöguleiki verið kann- aður hvort ekki gæti verið heppilegt að flytja Byggðastofnun til Akureyrar. í fljótu bragði virðist ekkert mæla því í mót. Með nútíma sam- göngum og samskiptakerfi getur Byggða- stofnun sinnt hlutverki sínu jafnvel á Akureyri og í Reykjavík. Þegar þetta mál var rætt í stjórn Byggðastofn- unar var tekin sú merkilega ákvörðun að óska eftir því við Hagvang hf. að fyrirtækið gerði könnun á hagkvæmni þessarar breytingar. Það er undarleg árátta í þessu þjóðfélagi að geta aldrei treyst á heilbrigða skynsemi, og taka ákvarðanir samkvæmt henni. Mönnum þykir nauðsynlegt að kosta til stórfé til að fá fram niðurstöður, sem voru Ijósar fyrirfram. Og auðvitað varð niðurstaða Hagvangs sú, að engar verulegar hindranir væru í vegi fyrir því að Byggðastofnun yrði flutt til Akureyrar. Nú er að sjáhvort stjórn stofnunarinnartreystirfrem- uráþessarniðurstöðuren eigin skoðanir. Það væri merkilegt framtak og væntanlega upphaf meiri valddreifingar í landinu að koma Byggða- stofnun til Akureyrar. Síðustu dagar á Alþingi Alþingi hefur nú lokið störfum. Starfstími þessa þings var skemmri en verið hefur um margra ára skeið. Störf síðustu daga þingsins voru með eindæmum. Mikilvæg frumvörp voru afgreidd á mettíma, umræður voru í lágmarki og sum málanna hvergi nærri nógu vel skoðuð. Starfshættiraf þessu tagi eru ekki sómasam- legir. Svipuð afgreiðsla þekkist frá fyrri þing- um, sem nú keyrði um þverbak. Hraðinn var svo mikill, að ekki var hirt um að leita umsagnar hagsmunaaðila um hin veigamestu mál og þau fengu hvergi nærri nóga umfjöllum. Sem dæmi má nefna frumvarp ríkisstjórnar- innar um Húsnæðisstofnun. Alþýðuflokks- menn bentu á, að mikilvæga þætti vantaði í frumvarpið. Á það var ekki hlustað, og þegar hefur komið í Ijós, að allur frágangur laganna eru ein allsherjar mistök. — í gegnum þingið voru keyrð lög um skattaheimildir til handa landbúnaðarráðherra til að leggja jöfnunar- gjald á innfluttar kartöflur. Samþykkt þeirra laga er hneyksli. Samþykktar voru breytingar á lögum um Búnaðarmálasjóð, þar sem stór- felldir skattar voru lagðir á bændur þegjandi og hljóðalaust. Og þannig mætti lengi telja. A næstunni munu Koma í Ijós margvíslegir annmarkar éþeim lögum, sem þreyttir og syfj- aðirþingmenn voru neyddirtil að afgreiðaáör- fáum dögum. — Vinnubrögð af þessu tagi eru ekki til þess fallin að auka virðingu þingsins. Þau eru í raun til skammar. Kartöflur 1 verður það að teljast alvarlegt brot af hálfu þingmeirihlutans á nýgerðu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins og ríkis- stjórnarinnar um niðurfærslu verðlags og skatta á almenning. Þegar af þeirri ástæðu varar minni hl. alþingismenn alvar- lega við því að ganga svo hrotta- lega í berhögg við hagsmuni al- mennings sem samþykkt þessa frumvarps vissulega væri. 2. Frumvarpið felur í sér allt að 200% gjald á tollverð á innflutt- um kartöflum. Miðað við með- alinnflutning síðustu fjögurra ára getur falist í umræddri heim- ild um 200—300 milljóna kr. skattur á neytendur af innflutt- um kartöflum. Við það bætast síðan álögur á innfluttar vörur unnar úr kartöflum. Um leið gerir þessi skattheimta innlend- um framleiðendum kleift að hækka verð til neytenda. f heild getur þessi skattheimta falið í sér álögur á neytendur sem eru ekki undir einum milljarði króna. 3. Sérstök ástæða er til að vekja athygli þingheims á ruddalegum vinnubrögðum þeirra sérhags- munaseggja sem farið hafa offari í þessu máli. Þó að hér sé verið að leggja allt að 1000 milljóna kr. aukaskatt á neyt- endur fylgja nákvæmlega engir Bingó til styrktar starfinu í Lyngási Kiwanisklúbburinn Elliði heldur Fjölskyldu-Bingó í Broadway sunnudaginn 27. apríl kl. 15.00, húsið opnar kl. 14.00. Bingóið er haldið til að afla fjár til styrktarverkefnis sem klúbbur- inn hefur tekið að sér. Að þessu sinni ætlar Elliði að styrkja Lyngás, sem er heimili fyrir vangefin börn, heimilið er rekið af Styrktarfélagi vangefinna. Aðal fjáröflunarleið styrktarsjóðs okkar hefur í gegnum árin verið jólatréssala við Fáks- heimilið. Ágóða af Bingóinu verður varið til tækjakaupa fyrir Lyngás. Aðalvinningar verða ferðavinning- ar fyrir tvo til Biersdorf með Flug- leiðum auk fjölmargra annarra góðra vinninga. Verðmæti vinninga er 250 þús. kr. Við félagarnir í Kiwanisklúbbn- um Elliða vonumst til að borgarbú- ar fjölmenni á Bingóið, svo að styrkur okkar við Lyngás verði sem stærstur. útreikningar til þess að réttlæta þessa skattheimtu. Með því að kalla skattinn jöfnunargjald er gefið í skyn að verð á kartöflum og vörum úr þeim sé niðurgreitt erlendis. Það eru hrein ósann- indi. Engar niðurgreiðslur eiga sér stað, hvorki í löndum Efna- hagsbandalagsins né í Norður- Ameríku á þessum vörum. Helsti rökstuðningurinn fyrir málinu reynist þannig vera hrein ósannindi. 4. Reynt er að réttlæta þessa hrika- legu skattheimtu með því að tvær kartöfluverksmiðjur hér á landi séu ekki samkeppnisfærar miðað við það hráefnisverð sem eigendur þeirra, kartöflubænd- ur, hafa látið verksmiðjurnar borga. Verðkönnun Verðlags- stofnunar á frönskum kartöfl- um sýnir að eigendur fyrirtækj- anna hafa selt sjálfum sér kartöflur á verði sem er langt yf- ir heimsmarkaðsverði. Síðan er ætlast til þess að Alþingi jafni tvö- til þrefaldan mun á útsölu- verði með gífurlegum álögum á innflutta samkeppnisvöru. 5. Hér er verið að takast á um grundvallarsjónarmið: Er það hlutverk Alþingis að leysa- fjár- festingarmistök einkaaðila á kostnað skattgreiðenda? Aukabúnaður fyrir einmenningstölvur 23. apríl 1986. í framhaldi af útboði á einmenningstölvum, sem fram fór 1984, óskar einmenningstölvunefnd rík- isins eftir upplýsingum um búnað sem á boðstól- um er og getur aukið fjölhæfni og vinnslugetu IBM einmenningstölva og samlíkra tölva. Þar á meðal: Diskar, segulbandastöðvar, minnis- stækkanir, hliðargjörvar, fjölnotaspjöld með tengibúnaði s.s. einrása (serial port), fjölrása hliðum (parallel port), og klukku. Ennfremur er óskað eftir upplýsingum um prent- ara: nálaprentara, leturhjólsprentara og hljóðláta hágæðaprentara. Nánari upplýsingar veita Bjarni Júliusson, Fjár- laga- og hagsýslustofnun og Jón Þór Þórhalls- son, SKÝRR. Upplýsingarnar óskast sendar til: Einmennings- tölvunefndarríkisins, Fjárlaga-og hagsýslustofn- un, Arnarhvoli. Utboð Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum I Efnisvinnslu á Suöurlandi 1986. (Magn 54.500 m3). Verki skal lokiö fyrir 1. október 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sel- fossi og I Reykjavlk (aöalgjaldkera) f rá og meö 28. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stööum fyrir kl. 14:00 þann 12. mal 1986. Vegamálastjóri. VEGAGERÐIN Útboð — prentun Námsgagnastofnun óskar eftir tilboöi I prentun og heftingu æfingabóka I skrift. Um erað ræða6 hefti, 32 bls. hvert 110.000 eintakaupp- lagi og 1 hefti I 5.000 eintaka upplagi, samtals 65.000 eintök. Tilboðum skal skila fyrir kl. 11 fyrir hádegi fimmtudag- inn 15. mal n.k. á skrifstofu vora I Tjarnargötu 10, Reykjavík, þar sem þau verða þá opnuð. Útboðsgögn og nánari upplýsingar veitir Bogi Indriða- son, deildarstjóri útgáfudeildar. NÁMSGAGNASTOFNUN Tjarnargötu 10, Reykjavík, sími 28088. ^SRARIK ■k. ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Rafmagnsveitur rlkisins auglýsa laust til umsóknar starf tæknifulltrúa á svæðisskrifstofu Rafmagnsveitn- anna á Hvolsvelli. Óskað er eftir rafmagnstæknifræð- ingi eða manni með sambærilega menntun. Starfið felst m.a. I hönnun, áætlanagerð, eftirliti, uppbyggingu og rekstri rafveitukerfis. Nánari upplýsingar um starfið gefur rafveitustjóri Raf- magnsveitnanna á Hvolsvelli. Umsóknirergreini menntun aldurog fyrri störf sendist starfsmannadeild fyrir 15. maí 1986. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavlk

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.