Alþýðublaðið - 30.04.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.04.1986, Blaðsíða 1
alþýðu Miðvikudagur 30. apríl 1986 82. tbl. 67. árg. Metin á 35, en seld fyrir 25 ísbjarnarhúsin á Seltjarnarnesi seldust fyrir 10 milljónum lægra verð en gert var ráð fyrir við sam- einingu Isbjarnarins og BÚR á sín- um tíma. Að sögn fjármálastjóra Granda hf. sem formlega séð var seljandi húsanna, bitnar þessi mis- munur þó ekki á því fyrirtæki held- ur minnkar eignarhlutur ísbjarnar- ins í Granda hf. sem þessari upp- hæð nemur. Það virðist því vera að koma á daginn, sem ýmsir spáðu á sínum tíma, að eignir ísbjarnarins væru í mörgum tilvikum of hátt metnar við sameiningu þessara tveggja fyr- irtækja. Það var Seltjarnarnes- kaupstaður sem keypti ísbjarnar- húsin á Nesinu og söluverðið var 25 milljónir króna, en þessi hús voru metin á 35 milljónir við sameining- una. Þegar húsin voru metin var, að sögn Jóns Rúnars Kristjónssonar, fjármálastjóra Granda hf. notað fasteignamat frá 1985, framreiknað til september 1985. Jón Rúnar sagði hins vegar að við sameininguna hefði verið gengið þannig frá þess- um málum að endanlegt verðmæti þessara eigna réðist af söluverði þeirra, þannig að mismunurinn á upphaflegu mati og raunverulegu söluvirði, kæmi ekki til með að bitna á fyrirtækinu, heldur minnk- aði eignarhlutur Isbjarnarmanna í Granda hf. sem þessu næmi. Kaupverðið, 25 milljónir króna greiðast á 19 árum með aðeins 2% vöxtum umfram verðtryggingu, en slík vaxtakjör eru mun hagstæðari en bjóðast á almennum markaði um þessar mundir. Má í því sam- bandi nefna að ríkissjóður býður nú skuldabréf til sölu á almennum markaði með allt að 9% raunvöxt- um. Atvinnuleysi Kvótinn búinn. Ólafsvikingar sjá nú fram á at- vinnuleysi i kjölfar þess að flestir bátar þar eru búnir að fiska upp í þorskkvóta sína fyrir allt árið. Að sögn Bárðar Jenssonar, formanns verkalýðsfélagsins á staðnum var atvinnuleysi óvenjumikið í Ólafsvík á síðasta ári eða samtals yfir 2.200 vinnudagar, sem fólk hafði ekki vinnu. Bárður sagði þetta atvinnuleysi fyrst og fremst hafa bitnað á um 300 manna hópi sjómanna og verkafólks, sem samsvarar þvi að nálægt tug manns hefði gengið at- vinnulaus í Ólafsvík allt árið í fyrra. Eins og m.a. kom fram í sjón- varpsfréttum í fyrrakvöld, ríkir mikil gremja meðal sjómanna og verkafólks í Ólafsvík, vegna þeirra afleiðinga sem kvótakerfið hefur á atvinnulífið þar og sagði Bárður að mönnum þætti hart að horfa upp á dæmi þess að menn fengju kvóta sem þeir gætu ekki nýtt en græddu hundruð þúsunda ef ekki milljónir árlega á því að selja kvóta. „Þeir menn sem ekki geta nýtt kvóta sína eiga að leggja þá inn og svo á að veita viðbótarkvóta þang- að sem þörfin er mestþ sagði Bárð- ur og bætti því við að Ólafsvíkingai hefðu einungis sjávarútveginn og afurðir hans fyrir sig að leggja. Framh. á bls. 2 Tívolí Eden—Borg í Hveragerði opnaði hlið sín að nýju á sumardaginn fyrsta. Þrátt fyrir rigningarsuddann sunn- anlands var fjöldi fólks á svœðinu og einkanlega virtist yngri kynslóðin skemmta sér hið besta þrátt fyrir veður- skilyrðin. — Og það er auðvitað alltaf gaman að skella sér í einn hressilegan kappakstur. Bílainnflutningur tvöfaldaðist í mars Reiknað á föstu gengi er verð- mæti bílainnflutningsins á fyrsta fjórðaparti þessa árs 45% meiri en á samsvarandi fjóröaparti sl. árs. Þrátt fyrir þessa gífurlegu aukn- ingu, varð vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um rúmlega 400 mill- jónir króna. Vöruskiptajöfnuðurinn varð þó óhagstæður í mars, ef sá mánuður er reiknaður sérstaklega, en í þeim mánuði varð einmitt öll aukning bílainnflutningsins. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um 11% minna en á sama tíma í fyrra, ef reiknað er á föstu gengi. Helstu or- sakir þessa eru taldar þær að mun minna var nú flutt inn af rekstrar- vörum íslenska járnblendifélagsins en í fyrra og rekstrarvöruinnflutn- ingur álverksmiðjunnar var nú að- eins fjórðungur af því sem á sama tíma í fyrra. Þá var heldur ekki um nein skipakaup að ræða nú, ólíkt því sem var í fyrra. Flugvélakaup reiknast aftur á móti hafa verið útgjaldasöm í ár, vegna kaupa Flugleiða á hljóðdeyf- um vegna Ameríkuflugsins. í frétt frá Hagstofunni eru allir þessir liðir sagðir mjög breytilegir milli ára, en séu þeir frá dregnir, er almennur vöruinnflutningur engu að síður um 2% minni á fyrstu þremur mán- uðum þessa árs en var á sama tíma í fyrra. Ætla má að bílainnflutningur verði óvenjumikill á þessu ári, og voru þegar fyrir tollalækkanir fluttir inn nokkru fleiri bílar en á sama tíma í fyrra, en í mars, eftir að tollalækkanirnar höfðu gengið í gildi, tvöfaldaðist þessi innflutn- ingur miðað við mars í fyrra og þó heldur ríflega. í marsmánuði voru fluttir inn 1.264 bílar, en á sama tíma í fyrra voru þeir 603. Dagskrá 1. maí í Reykjavík 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, gengst 1. maí—nefnd Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, B.S.R.B. og I.N.S.Í. fyr- ir aðgerðum, sem hér segir: Kl. 13.30 verður safnast saman á Hlemmtorgi og gengið þaðan kl. 14.00, undir kröfum dagsins, á Lækjartorg, þar sem haldinn verð- ur útifundur. Fundurinn hefst kl. 14.30. Ræðumenn verða: Af hálfu A.S.Í.: Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir. Af hálfu B.S.R.B.: Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Ávarp flytur: Linda Ósk Sigurðar- dóttir. Fundarstjóri verður Ragna Berg- mann, Verkakvennafélaginu Fram- sókn. 1. maí-kaffi í Nausti Alþýðuflokkurinn verður með 1. maí kaffi í Veitingahúsinu Nausti á milli klukkan 15 og 18 fimmtudaginn 1. maí. Þar flytja ávörp þau Bjarni P. Magnússon og Bryndís Schram, sem skipa fyrsta og annað sœtið á fram- boðslistanum í Reykjavík. Haukur Morthens kemur fram og skemmtir gestum. 1, maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og INSI: „Við stefnum að stórauknum kaupmætti í áföngum“ Fátœkt er enn algeng á íslenskum Á 1. mai, baráttudegi verkafólks um allan heim, lítum við frá fortíð til framtíðar, skoðum hvað áunn- ist hefur á liðnum misserum og minnumst hugsjóna verkafólks um frelsi, jafnrétti og bræðralag allra manna. Nú sem fyrr er brýnt að íslenskt launafólk hyggi vel að launakjörum sínum og réttindum og búi sig undir að rétta sinn hlut eftir áralanga kjaraskerðingu at- vinnurekenda og stjórnvalda. I síðustu kjarasamningum tókst að vinna varnarsigur gegn atvinnurekenda- og ríkisvaldi. Frumkvæði verkalýðshreyfingar- innar í samningunum skilaði verkafólki þó ekki nema litlum hluta þess kaupmáttartaps, sem launafólk hefur orðið fyrir á sið- ustu árum. Við fögnum nýrri hús- næðislöggjöf. Við fögnum einnig fengnum réttindum fiskvinnslu- fólks. En við minnum á að öll bar- áttan um endurheimt fyrri kaup- máttar er eftir. Við búum enn við ófullkomna kauptryggingu, þrátt fyrir ákvæðin í nýgerðum samn- ingum. Við minnum á að iækkun verð- bólgu er ein meginforsenda kjara- samninganna. Mikilvægasta verkefni okkar nú er því að verð- lagsforsendur þeirra standist. Við skorum því á hvern einasta félags- manna verkalýðsfélaganna að halda vöku sinni, fylgjast með verðlagi á vöru og þjónustu, svo ekki verði svikist aftan að neyt- endum með of háu verðlagi. Ein- ungis með samstilltu átaki allra launamanna er unnt að tryggja umsamin laun fólks. Nýgerðir samningar breyttu litlu um, að laun hér á landi eru smánarlega lág. Við það verður ekki unað. Þess vegna eru kröfur okkar ákveðnar og ótvíræðar: Við stefnum að stórauknum kaupmætti í áföngum. Við stefnum að öruggri kaup- tryggingu allra launa. heimilum Við viljum hækka Iægstu laun sérstaklega, umfram önnur laun í komandi samningum. Um þá kröfu verður verkalýðshreyfingin að sameinast í næstu samningum. Þannig má koma öllum launum í landinu yfir fátæktarmörk. Það er hrikaleg staðreynd á ár- inu 1986 — mitt í allri velferð ís- lensks þjóðfélags — skuli koma í ijós, að fátækt er enn algeng á ís- lenskum heimilum. Fátæktin er bein afleiðing kaupráns iiðinna ára. Við þessu þjóðfélagsböli verður að snúast af hörku. Við gerum þá siðferðilegu kröfu til þessa þjóðfélags, að enginn þurfi að búa við niðurlægingu fátæktar og ölmusugjafa. Tryggja ber fjár- hagslega stöðu þeirra, sem höllum fæti standa, sérstaklega ber að hyggja að barnmörgum fjölskyld- um, einstæðum foreldrum og sjúklingum. Þá ber samtökum verkafólks að gæta hagsmuna þeirra, sem ekki hafa afl til að láta að sér kveða við samningaborðið og í fjölmiðlum. Sérstök ástæða er til að minna á aldraða. í Reykjavík eru þrettán hundrað aldraðir á biðlista eftir hentugu húsnæði. Á sjötta hundrað eru á sérstökum neyðarlista borgarstjórnar. Þenn- an smánarblett verður að þvo af íslensku þjóðféiagi. Vegna misgengis launa og láns- kjara á síðustu árum eru nú fjöl- margar fjölskyldur að missa íbúð- ir sínar á nauðungaruppboðum. Við krefjumst þess að uppboðin verði stöðvuð þegar í stað. Við krefjumst þess að auknu fé verði varið til íbúða á félags- legum grunni. Við krefjumst öryggis til handa leigjendum. Við styðjum alla viðleitni til að lækka húsnæðiskostnað. Um þessar mundir horfir ófrið- lega í alþjóðamálum. Enn hefur herveldi farið með vopnum á hendur smáþjóð til að leysa við- kvæm pólitísk deilumál. Við for- dæmum öll grimmdarverk gegn saklausu fólki um allan heim á degi hverjum, hvort sem þau eru framin í Libýu, Suður-Afríku, Mið-Ameríku eða Afghanistan. Viðkvæm deilumál verða aldrei leyst með hervaldi. Það leiðir ekki til annars en fleiri og grimmilegri ógnarverka og ofbeldis. Við Islendingar viljum eiga frumkvæði að friði. Við eigum að banna um alla framtíð geymslu á atómvopnum á íslensku land- og hafsvæði. Við eigum að beita okkur fyrir því að Norðurlönd verði kjarnorkuvopnalaust svæði og ísland herlaust land utan hern- aðarbandalaga. Einungis þannig getur smáþjóð sýnt hervæddum þjóðum gott fordæmi. Verkalýðshreyfingin þarf nú að leggja aukna áherslu á félagsleg réttindi verkafólks í flóknu tækni- væddu samfélagi. Gegn allt of löngum vinnudegi og vinnu- þrælkun margra stétta teflir hreyf- ingin fram hugmyndum um styttri vinnudag, auknar tómstundir og Framh. á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.