Alþýðublaðið - 30.04.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.04.1986, Blaðsíða 4
alþýðu- blaðið Miðvikudagur 30. apríl 1986 Alþýöublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllll.Illllllllllll Sagnfræði, mýtur og nútíma veruleiki Margir sagnfræðingar standa enn í þeirri trú að endursköpun sög- unnar sé þeirra verk. Áður mótaðist söguskoðun manna aðallega af lestri skólabóka, sem voru byggðar á túlkun sagnfræðinga. Nú á dög- um eru það fjölmiðlar og þó eink- um sjónvarpið sem móta söguskoð- un manna. Það er ekki eingöngu nútímasaga sem er sögð í sjónvarpinu, oft í beinum útsendingum, heldur hefur sjónvarpið í vaxandi mæli tekið við því hlutverki að varpa ljósi á sögu- lega viðburði. Sjónvarpsupptökur verða í framtíðinni einhverjar þýð- ingarmestu heimildir sagnfræðing- anna, en þeir sem stunda sagn- fræðirannsóknir hafa samt sjaldn- ast myndbönd til umráða og rann- sóknir þeirra skila sér því ekki til komandi kynslóða gegnum þann miðil. Kvikmyndir og þættir fyrir sjón- varp snúast að langmestu leyti um minnisstæða atburði úr lífi stjórn- málamanna og annarra ráðamanna og er þá talið mest um vert að ná myndum á „rétta“ augnablikinu eins og t. d. þegar árásin var gerð á Ronald Reagan fyrir nokkrum ár- um og myndavélin var til vitnis um það sem gerðist frá sekúndu til sekúndu. Útvarpið átti á sínum tíma stóran þátt í að skapa „goðsagnir" kring- um einstakar persónur, með frá- sögnum af helstu afrekum þeirra krydduðum sögum úr einkalífinu. Slík sköpun goðsagna veldur því að það eitt sem þykir í frásögur fær- andi er valið úr, en hið mannlega er látið liggja milli hluta. Konungar og mikil- menni Sagnfræði hefur lengst af snúist um frásagnir af konungum og mik- ilmennum, hetjum alls konar. Ein og ein kona hefur fengið að fljóta með í það safn. Áhuginn á lífi al- þýðufólks er tiltölulega nýtilkom- inn, en því efni er erfitt að gera skil á viðunandi hátt í stuttum sjón- varpsþáttum. Sagnfræðingar beina athygli sinni að félags- og efnahags- legri þróun á vissum tímaskeiðum, en flestir líta svo á að einstakir, áhrifamiklir menn hafi ráðið gangi sögunnar og að sagan verði best skilin með því að kynna sér æviferil þeirra og störf fremur en líf allrar alþýðu. Sjónvarpið stuðlar á margan hátt' ,að því að viðhalda goðsagnamynd- un og efla hana. Leikið er á strengi þjóðernishyggju langt út fyrir öll velsæmismörk þegar íþróttir eru annars vegar, sem best sannast á slagorðum danskra knattspyrnu- manna sem segjast vera með „bestu liðum í heimi“, þótt ekki hafi það sannast á leikvellinum. Hver áhrif þessi „ný-nationaIismi“ hefur í sköpun almenningsálits gagnvart þeim sem minna mega sín eða eru af öðru þjóðerni geta sagnfræðingar rannsakað eftir svo sem 100 ár. En eins og er stuðlar hann að auknum samkeppnisanda, á kostnað um- burðarlyndis og samstöðu. Pólitískt aðhald Ef sögulegir atburðir eru „dramatiseraðir" um of í sjón- varpsþáttum verða viðbrögð sjón- varpsneytenda oft hörð og það veit- ir aðhald sem er gott svo langt sem það nær. En það skapar einnig hættuna á því að frumlegir eða um- deildir þættir verði ekki teknir til sýningar af ótta við að styggja ein- hvern. í reynd er það pólitískt valið útvarpsráð sem velur þann meðal- veg sem farinn er og slíkt aðhald getur auðveldlega snúist upp í að verða skerðing á tjáningarfrelsi. Goðsagnir eru fyrirferðarmiklar í sjónvarpinu, einkum þó í auglýs- ingum, en gagnrýnin umfjöllun af skomum skammti, e. t. v. vegna pólitísks aðhalds og málamiðlunar. Starfsmenn útvarps og sjónvarps þurfa að vinna við sömu skilyrði og kennarar, sem fyrir nokkrum árum þurftu að búa við ásakanir um „innrætingu", einkum í sögu- kennslu sem sumum þótti hneigjast hættulega mikið á vinstri væng stjórnmálanna. I Danmörku tvinnaðist sú um- ræða saman við ásakanir verkalýðs- hreyfingarinnar (1975) um að sögu hreyfingarinnar væri að engu getið í skólabókum. Deila þessi leiddi síðan til þess að vakað var yfir gerð skólabóka og hin borgaralegu stjórnvöld landsins ákváðu að fylgja skyldi „danskri hefð“ í sögu- lærdómi, eða með öðrum orðum: gömlu goðsagnirnar skyldi innleiða á ný, en fjarlægja þær bækur sem höfðu að geyma gagnrýna umfjöll- un eða vörpuðu fram áður óþekkt- um spurningum. Gömlu góðu bæk- urnar um konunga, hetjur og stríð voru hafnar til vegs á nýjan leik. Einkaleyfi á sagnfræði Það eru ekki lengur sagnfræð- ingar sem ráða ferðinni í túlkun og skráningu sögunnar. Það eru frétta- og fjölmiðlamenn og þó einkum framleiðendur sem ráða mestu um það hvaða mynd er dregin af liðn- um atburðum í fjölmiðlum. Og þá er hætt við að mest áhersla sé lögð á áhrifamátt frásagnarinnar, en minna fengist um sögulegt sann- leiksgildi. Einnig er líklegt að reynt sé að nýta til hins ýtrasta möguleika þess miðils sem unnið er með, draga fram og skerpa spennandi atvik, fremur en að grafast fyrir um raun- verulegar ástæður atburðanna og sýna fleiri en eina hlið á málinu. Sjónvarpið og einnig myndsegul- böndin eru á góðri leið með að leysa sagnfræðibækur af hólmi. Það er freistandi fyrir framleiðendur að prjóna áfram við gömlu goðsagn- irnar sem þeir lærðu í skóla, og það er næstum ógerlegt fyrir sagnfræð- inga að leiðrétta slíkar falsanir eftir á. Á myndböndum er heimur goð- sagnanna voldugri en nokkurs stað- ar annars staðar og dregin upp ýkt mynd af hetjum og þorpurum. Slík útmálun tengist oft kynþáttum eða stjórnmálastefnum og stuðlar að fordómum og fjandsamlegri af- stöðu. Myndir eru áhrifameiri en ritað mál og myndir eru aðalheimildir um sögu okkar tíma. Þar til fyrir 20 árum voru það aðallega myndir í dagblöðum. Þegar fram líða stund- ir verður sjónvarpsefni í auknum mæli notað sem frumheimild, þótt það sé engan veginn hlutlaust í eðli sínu. Oft er það einungis lýsing eins fréttamanns á tilteknu ástandi og tilviljun sem ræður hvernig um- fjöllun það fær. Fjölmiðlafræði Sagnfræðingar af gamla skólan- um telja enn að ritað mál sé betri heimild en myndir. Þess vegna er texti lagður til grundvallar þegar samtímaatburðir eru rannsakaðir, en lítið fengist um myndir. Þeir gera enga tilraun til að skýra og bera saman myndir þótt öllum sé ljóst að unga kynslóðin hefur vanist „myndlestri" frá því í bernsku og hefur mikið af hugmyndum sínum og vitneskju þaðan. Það er einungis rökrétt framhald af þessari þróun að nota myndefni til kennslu í skólum í ríkari mæli en gert hefur verið til þessa. En það þarf lika að leiðbeina börnum og unglingum í þeim frumskógi alls kyns mynda og auglýsinga sem þau hrærast í. Sá heimur er ruglingsleg- ur og villandi oft og tíðum og erfitt að gera mun á skáldskap og veru- leika. Margir villast, missa fótfest- una og geta ekki notfært sér þann fróðleik sem myndmálið býður upp á. Það gefst heldur enginn tími til yfirvegunar því að nýjar og nýjar myndar birtast og gripa athyglina án þess nokkuð hafi verið skilið til fulls. Myndmál þarf að taka til ræki- legrar umfjöllunar í skólunum. Sennilega væri best að það yrði sér stök námsgrein og börnum og unglingum kennt að nýta það til fróðleiks og taka með hæfilegum fyrirvara auglýsingaskrum og pólitískan áróður, en áhrifamáttur myndarinnar er þeim aðilum löngu kunnur sem að slíku standa, þótt uppalendur og skólayfirvöld virðist ekki hafa áttað sig á því. Molar Greiddi vel fyrir Þessi frásögn er úr Víkurfréttum í Keflavík: í miðri síðustu viku var karl- manninum sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í Keflavík fyrir kynferðisafbrot, sleppt úr haldi áður en gæsluvarðhald hans var hálfnað. Lá þá fyrir fullnægjandi játning að dómi lögreglunnar. Maður þessi hefur aldrei leitað eftir stúlkum, heldur spurðist það út að hann greiddi vel fyrir veitta þjónustu og komu stúlkurnar því sjálfar í heimsókn og gældu við hann og veittu honum fullnægju með höndunum. Líkur báðum Oft höfum við hér í Molana klippt frá þeim ágætu húmorist- um sem ráða blaðinu Eystrahorni og við höldum okkur enn við sama heygarðshornið: Það voru fleiri en ungmeyjarn- ar sem hrifust af þeim félögum Bubba og Megasi. Prestur nokkur sem verið hafði á tónleikum þarna á Höfn arkaði inn á rakara- stofu daginn eftir og bað um klippingu eins og Bubbi væri með. Hann fékk hana, en ekki nóg með það, eftir klippinguna kom í Ijós að hann hafði eyru eins og Megas . . . • Varasamur auka- vinningur Og enn úr Eystrahorni: Mikil herferð gegn reykingum gengur nú yfir. Hefur veggspjöld- um verið dreift í skóla og nemend- ur tekið þau með sér heim til að foreldrarnir fái nasaþef af þeim vinningum sem standa til boða í reykingahappdrættinu. Meðal aðalvinninga er öndunarvél, ferð í kransæðaskurðaðgerð til London o. fl. Þetta reykingahappdrætti hefur haft mikil áhrif á kennara Heppuskóla, eru þeir flestir hætt- ir eða hafa stórlega minnkað reyk- ingar sínar. Ástæðan er ekki hversu aðalvinningarnir eru frá- hrindandi heldur er einn auka- vinningurinn sagður hafa orðið til þess, en hann er getuleysi . . . Skotpeningar fyrir hunda? Hundahald Skagamanna er víst orðið töluvert vandamál, ef marka má frásögn Skagablaðsins nýlega: Svo rammt er nú farið að kveða að óþægindum af völdum Iausra hunda, t. d. við Garðabraut og Bárugötu, að heitið hefur verið 500 króna verðlaunum hverjum þeim sem nær að fanga lausan hund og kemur honum til hunda- eftirlitsmanns, Valdimars Þor- valdssonar. Að sögn lögreglu hefur mikið borið á kvörtunum frá íbúum vegna ágangs hunda undanfarnar vikur og eru margar kærur á leið- inni. Þegar hundar eru gripnir lausir eru eigendur þeirra beittir sektum og þurfa að leysa þá út. Við ítrekun brota eru sektir hækkaðar og geta numið allt að tvöföldu leyfisgjaldi fyrir hund- ana. í stuttu spjalli við Skagablaðið sagðist Valdimar hafa hug á því að efna til fundar með hundaeigend- um um eitt og annað er varðaði hundahald, t. d. innheimtu gjalda o. fl. • Hraustmenni á Skaganum Eftirfarandi frásögn er líka úr Skagablaðinu: Menn grípa til ótrúlegustu uppátækja þegar mikið stendur til og um klukkan eitt aðfaranótt föstudagsins var lögreglan kvödd niður á bryggju eftir að sjónar- vottar höfðu séð mann stinga sér í sjóinn. Óttuðust þeir um mann- inn og höfðu því samband við lög- regluna. Þegar verðir laganna komu nið- ur á bryggju var sundkappinn ekkert á þeim buxunum að stíga á land á ný og bar því við að ekki væsti um sig. Eftir nokkrar fortöl- ur tókst þó að koma vitinu fyrir hann og særa hann upp úr Atlantshafinu enda hitastig sjávar ekki sérlega heppilegt til baða á þessum tima árs. Eftir að kappinn var kominn á land var hann drifinn upp á lög- reglustöð, þar sem hann var settur í heita sturtu og fékk kaffi að drekka. Fötin voru síðan þurrkuð og hélt maðurinn heim nokkru síðar og virtist ekki hafa orðið meint af volkinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.