Alþýðublaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 1
alþýðu IH FT' TT» mé Þriöjudagur 6. maí 1986 85. tbl. 67. árg. Skipaskoðun: Athugasemd við þriðja hvert öryggisatriði Keflavík: „Verður ekki þolað“ — að togarinn hverfi úr byggðarlaginu, segir Karl Steinar Guðnason. „Höfum ekkert gjafafé hér lengurf segir Guðmundur Malmquist hjá Byggðastofnun. Nærri þriðja hvert atriði sem skoðað var í skyndiskoðun Sigl- ingamálastofnunar á fiskiskipum sunnan- og vestanlands, reyndist í ólagi. Tafarlausrar lagfæringar var þó aðeins krafist í 6 tilvikum. Skyndiskoðun þessi fór fram dagana 15.—18. apríl og voru könnuð öryggisatriði í 86 skipum. í sex þessara skipa var öryggisbúnaði svo ábótavant að krafist var tafar- lausra úrbóta og fengu þau skip ekki að halda áfram veiðum fyrr en lagfæringar höfðu verið gerðar. Öryggisatriðin sem skoðuð voru, voru alls 621 að tölu og í alls 186 til- vikum, (30°/o) reyndist eitthvað at- hugavert við öryggisbúnáðinn. Sig- urður Þórarinsson hjá Siglinga- málastofnun, sagði í samtali við Al- þýðublaðið í gær að í mörgum til- vikum hefði verið um smáatriði að ræða og yfirleitt ekkert mjög alvar- legs eðlis, enda hefði ekki þruft meira til en að björgunarhringur væri illa merktur til að athugasemd hefði verið gerð. í þeim tilvikum sem skip fengu að halda áfram veiðum, var þeim gert að bæta úr, því sem athugavert var talið, hið allra fyrsta og verður eftir því gengið að svo sé gert. Af einstökum atriðum sem at- hugasemdir voru gerðar við, má ^ nefna legufæri, björgunarvesti og bjarghringi, lokunarbúnað lesta, brunadælur, slöngur og stúta. Siglingamálastofnun hyggst halda áfram skyndiskoðunum af þessu tagi, en Sigurður Þórarins- son, kvað ekki ákveðið hvaða landshlutar yrðu teknir fyrir næst, en sennilega yrðu það Vestfirðir og Norðurland. Þess má að lokum geta að örygg- isbúnaður skipa er skoðaður reglu- lega einu sinni á ári. Greiðslubyrði þeirra sem kaupa fasteignir eða hafa keypt á undan- förnum árum og greitt að hluta með óverðtryggðum skuldabréfum með 20% vöxtum, svo sem algengt hefur verið, eykst verulega við lækkun verðbólgunnar. Samkvæmt upplýs- ingum sem fram koma í nýju frétta- bréfi Fasteignamats ríkisins, gæti greiðslubyrðin aukist samanlagt i um 100 til 130 milljónir. í frétta- „Það verður ekki þolað, að þessi togari fari úr byggðarlaginu“, sagði Karl Steinar Guðnason, alþingis- maður og formaður verkalýðsfé- lagsins í Keflavík, í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Skuldir frysti- hússins í Keflavík, sem jafnframt gerir út togarann, munu nú nema um 300 milljónum króna og hefur fyrirtækið sótt um lánveitingu frá Byggðastofnun til að geta greitt út gjaldfallið orlof ásamt fleiri lausa- skuldum. Karl Steinar sagði að um 150 myndu verða atvinnulausir ef þessi starfsemi legðist niður, en það lægi fyrir að ef ekki yrði þegar í stað brugðist hart við, væri ekki um annað að gera en selja togarann. „Það er nöturlegt að svona skuli komið á þeim stað sem fyrir 15 ár- um var helsti vaxtarbroddur ís- lenskrar útgerðar", sagði hann. Karl Steinar sagði ennfremur að 1978 hefðu verið starfrækt 5 frysti- hús í Keflavík, en nú væri þetta eitt bréfinu er því haldið fram að verð- gildi bréfa af þessari gerð sem gefin hafa verið út undanfarin ár muni nú vaxa um samtals á bilinu 350— 550 milljónir króna. í fasteignaviðskiptum hafa þessi skuldabréf hingað til yfirleitt verið metin á 65—70% af nafnverði þeirra og á verðbréfamarkaði hefur sölugengi þeirra verið enn lægra og Framh. á bls. 2 eftir. Þá hefði samtals nærri 5000 tonna afli horfið af Suðurnesjun- um gegnum kvótasölur og með skipum sem hefðu verið seld annað. Um skuldastöðu fyrirtækisins, sagði Karl Steinar að það skuldaði nú milli 12 og 13 milljónir í orlof sem þyrfti að greiðast út í þessum mánuði. Guðmundur Malmquist hjá Byggðastofnun sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að þar lægi fyr- ir umsókn um lán til að borga orlof og lausaskuldir. Hann sagði að vandamál fiskvinnslunnar yrðu rædd á fundi hjá stofnuninni í dag, en hvað vanda þessa ákveðna fyrir- tækis áhrærði, kvaðst hann ekki reiðubúinn að tjá sig. Guðmundur sagði þó augljóst að fyrirtækið væri illa statt fjárhags- lega, reikningar þess hefðu borist Byggðastofnun í síðustu viku og stofnunin myndi þurfa nokkurn tíma til að yfirfara þá. „En við höfum ekkert gjafafé hér lengur eins og var á árum áður“, sagði Guðmundur. „Þetta er allt erlent lánsfé sem verður að endur- greiða" • Sigurbrosið fraus á vörum margra íslendinga semfyrir söngvakeppnina höfðu verið býsna sigurvissir, en aðrir fylltust ákveðinni hrakfaragleði og sögðu það nú hafa komið í Ijós sem hefðu haldið fram frá upphafi, að við hefðum átt að senda Vögguvísu í keppnina. Icy—tríóið fékk aðeins 19 stig og hafnaði i 16. sœti. Samkvœmt úrslitun- um má nú telja sannað að í Frakklandi, Austurríki, ísrael og á Kýpur, séu samin verri lög en hér, og má það verða landanum nokkur huggun. Þess má geta að vísindaleg rannsókn Alþýðublaðsins á stigagjöfinni, leiddi íljós að íslenska dómnefndin stóð sig nánast engu skár en söngsveit- in. Miðað við fjölda frávika, hafnaði íslenska dómnefndin í 14. —16. sœti með samtals 35 frávikfrá ”réttri“ stigagjöf. Ásamt okkur voru það Tyrkir og Belgar sem deildu 14.—16. sœtinu, þannig að þegar öll kurl eru komin tilgrafar, þá stóð íslenska dómnefndin sigjafn vel (eða illa) og sú belgíska, þannig að við lentum eiginlega ísama sœti og sigurvegararnir, ogþað getur nú ekki talist svo afleitt. Óverðtryggð skuldabréf: Hækka um 20—40% — vegna lœkkandi verðbólgu. Greiðslubyrði kaupenda eykst samanlagt um 130 milljónir af þessum sökum. Forheimskun Um kvótakerfi og duttlungar skrifstofuherra heillar þjóðar eða frystur? stewífeöM ■■ —-— ■nslakastafiskinum í Véstmannneyjnr ""m'í"i’m Grandfiröingareru “ dæmdirtilað drepast. með liiguni Arrii Emilfson ,, | ............................. ... ■ •••.r;"7- ekkiíilað^. E.r hráefnis' $ yeröi aiLiíflgg f^£ll m , fiskviniislu annamfl FEKMtrlSKUR ER þjóða hlutverk okkaj —i. ■ ítóraukinn lutningur á erskum fiski .ftlAO IM IM n.O* — FULLUNNIN VARA (^maútnuimngiu-fráKyjui'il hfinutrfcí: !l W& Verulegur samclráttui hiávinnslustöðvummi Helstu trúarbrögð, sem lögleidd hafa verið á íslandi eftir kristin- dómi virðist vera kvótakerfið í fisk- veiðum. Alræði þess og takmark- anir eru heldur verri, en andlegra hugmyndakerfa trúar eða póli- tískra skoðana, vegna þess að að- gangur er heftur og takmarkaður í helstu lífsbjörg þjóðarinnar. Þess lífsviðurværis, sem haldið hefur landinu í byggð í tæplega 1100 ár, og haldið lífi í þjóðinni, fiskimiðin í kring um landið. Dugandi menn til sjós og lands eru háðir duttlungum og sérvisku skrifstofuherra hins opinbera og hálfopinbera kerfis. Furðulegustu viðskipti eiga sér stað til lífsviður- væris, sala á pappírsfiski, akstur með fisk landshornanna á milli o.m.fl., sem fæstum okkar gæti dottið í hug þó hugmyndarík vær- um. Páfinn situr í Reykjavík og ákveðin nefnd vinnur að útbreiðslu og útfærslu kvótadómsins. Ekkert atriði er það flókið eða fáránlegt að ekki megi búa til nýtt eyðublað eða nýja reglu. Skriffinnskan á sér eng- in takmörk. Æðstu prestarnir rikja á Skúla- götunni og fáum dirfist að vefengja spágildi þeirra og vísindi. Slíkt er óráðlegt fyrir prestlinga, hvað varð- ar metorð og jafnvel atvinnu. Kall- að er eftir niðurstöðum úr rann- sóknum á ákveðnum tímum árlega. Þeir sem að öllu réttu ættu einungis að vera í ráðgjafarhlutverki eru meira og minna gerðir ábyrgir fyrir sínum niðurstöðum og komnir í þjónustuhlutverk við stjórnvöld að búa til tölur. Sú var tíðin að helsta þjónustuhlut- verk stofnunarinnar var fiskileit og aðstoð við fiskveiðiflotann. Eftir að niðurstöður rannsókna liggja fyrir eru framkallaðar tölur, sem öðlast nánast helgi og óvefengjanleika eftir að búið er að prenta þær og birta alþjóð. Þessi mikilvægasta rannsóknar- stofnun landsmanna er sett í alveg ómögulega aðstöðu með þessu móti. Ofuráhersla er lögð á stofn- stærðarákvarðanir, en aðrar ekki síðri rannsóknir á almennum lífs- skilyrðum og lífríkinu almennt í kring um landið verða oft út undan. Stofnunin á að hafa algjört frjálsræði til hvers kyns rannsókna og ekki einungis hagnýtra fyrir flota eða stjórnvöld, heldur einnig til fróðleiks fyrir þjóðina og arftaka þessa lands. Einu má gilda, hversu ráðamenn sækjast eftir tölum um stofnstærðir fyrir framtíðarspár og til að skipta afla á skip. Oftast er í slíkum tölum farið langt frá spágildi gagna. Allt er gert til að koma tölu á fiska í sjó. Því miður verður að viðurkennast að þetta er stofnuninni að nokkru leyti sjálfri að kenna hvernig komið er. Hversu miklu dýrmætari og upp- byggilegri, einnig fyrir stofnstærð- arákvarðanirnar, væru ekki margar aðrar rannsóknir er afhjúpuðu leyndardóma og öfluðu fróðleiks um hið gróskumikla líf, sem dafnar hér umhverfis ísland og tengist lífs- björg þjóðarinnar beint eða óbeint. Við eigum þessari auðlind það mikið að þakka að við ættum að leyfa okkur ýmislegt í þessum efn- um. Stefnubreyting í þessu færði einnig fiskifræðingana okkar aftur til fyrri vegs og virðingar með þjóð- inni. Við eigum líka góða veðurfræð- inga, en ekki eru þeir notaðir á þennan hátt. Ekki eru spár þeirra alltaf réttar eða nánast helgidómur. Er auðveldara að spá fyrir um fiski- gengd eða stærð fiskistofna en t.d. veður? Eftir að talan er fundin skráir reikningsfærslumaðurinn hana hjá sér og úthlutar hverju tonni niður á smæstu kænu. Hann sér um að reikningarnir stemmi debet/kredit. Öllu er stjórnað og stýrt. Miðstýrt. Allri gagnrýni er svarað tatolog- iskt (hundalógík) t.d. er til annað betra kerfi.Við útdeilum aðeins því sem er til skiptanna. Á þessum mál- um verður að hafa sterka stjórn. Færustu sérfræðingar meta stofn- ana. Efist þér um þeirra vinnu- brögð eða færni? Sérfræðingar okkar eru virtir um allan heim. Engu er líkara en landhelgisút- færsluáróður okkar sé farinn að bitna á okkur sjálfum. fyrri ráð- herrar trúðu þó ekki öllu sem fiski- fræðingar sögðu eða tóku jafn bók- staflega og núverandi. Kvótadómurinn er dæmi um það hvernig kænn stjórnmálamaður eða bókstafstrúarmaður aflar póli- tík sinni vísindagildis og notar vís- indamenn meðvitað eða ómeðvitað til að gera sig rökheldan. Af eðlis- ávísun er hann staðfastur og veit að það er metið í pólitík. Vísinda- mennirnir uppveðrast og flengjast um hinn úfna sjó í kring um ísland hring eftir hring til að mæla og meta stofnana rétt eins og fiskarnir væru beljur á beit. Sjómenn og útgerðarmenn fundu sumir hverjir illilega fyrir tekjuskerðingu við lögfestingu fagnaðarboðorðsins. Til að reyna að bæta sér upp sárasta tekjumiss- inn tóku þessir menn til við aðferð- ir, sem voru þeim að góðu þekktar þ.e. selja ferskan fisk á vanrækta hefðbundna ferskfiskmarkaði í Evrópu og sumir komu sér upp frystitækjum um borð. Þetta gekk upp. Bretar höfðu að mestu náð sér andlega eftir síðasta þorskastríð og ferski fiskurinn frá íslandi, með haus og sporði, var fullgild mark- aðsvara og mjög eftirsóttur. Það eftirsóttur að verstu hrakspár um offramboð á ferskum fiski hafa ekki ræst. Farið var að flytja ferska fiskinn í gámum og við það náðist meiri hagkvæmni og flutningar frá landinu urðu smám saman örari og öruggari. Gámafiskurinn gaf sjó- mönnum meira í sinn hlut heldur en heimalandanir. Aðrir þurftu ekki endilega að fá meira í sinn hlut. Kostnaður við freðfiskútflutning er oftast mun meiri en við freðfisk- útflutning. í sumum tilvikum helm- ingi meiri t.d. koli. Fréttamenn hafa þó ætíð gert sem mest úr erlendu verðunum og haldið þeim að al- menningi. Eru þau stundum borin saman við uppgefin verðlagsráðs- verð eða skilaverð freðfisks. í báð- um tilvikum mjög villandi viðmið- anir gámafisknum í vil. Allt of oft vill gleymast að af gámafisknum þarf að borga umboðslaun til upp- boðshaldara, toll, útflutningsgjöld, fragt, tryggingar, bankakostnað, umboðslaun til útflytjanda og síð- an að fá kassana aftur heim. En samt skilar þetta peningum fljótt og oftast meiri verðmætum en heimalandanir með verðfellingu vegna ferskfisksmats. Gámafiskurinn kom frystihús- unum yfirleitt vel og tók af þeim aflatoppa og minna bar á frádæm- ingum af skemmdu hráefni yfir sumartímann í húsunum vegna ónógrar samræmingar í veiðum og vinnslu. Það vandamál hvarf nán- ast. Togarafiskurinn í húsunum varð almennt ferskari, freðfisk- Framh. á bls. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.