Alþýðublaðið - 06.05.1986, Side 2
2
Þriðjudagur 6. maí 1986
'RITSTJÓRNARGREIN-
Málefni aldraðra og
forgangsverkefnin
Það hefur komið skýrt í Ijós að undanförnu, að
margt aldrað fólk á íslandi býr við bág kjör. Þar
kemur margt til; húsnæðisskortur, slök fjár-
hagsleg afkoma, ónóg félagsleg þjónusta, ör-
yggisleysi og einmanaleiki. — Verst virðist
ástandið vera í höfuðborginni.
Alþýðuflokkurinn hefur ítrekað vakið athygli á
vanda hinna öldruðu í þjóðfélaginu. Fyrir
nokkru hafði Jóhanna Sigurðardóttir forystu
um flutning átillögu til þingsályktunar um um-
bætur í málefnum aldraðra. Þessi tillaga var
samþykkt á þingi 22. apríl sl.
Samkvæmt tillögunni er ríkisstjórninni falið
að hlutast til um, að í áætlanagerð um málefni
aldraðra fyrir landið í heild, samkvæmt ákvæð-
um laga um málefni aldraðra, verði lögð til
grundvallar úttekt á fjárhagslegri og félags-
legri stöðu aldraðra. Þessi úttekt á að ná til
húsnæðis- og vistunarmála, félagslegrar
stöðu, framfærslukostnaðar og fjárhagslegrar
afkomu og atvinnu með tilliti til hlutastarfa.
Þaðersamstarfsnefnd um málefni aldraðra, í
samráði við Tryggingastofnun ríkisins, sem á
að vinna að þessari úttekt. Á grundvelli hennar
á að leggja fram heildaráætlun um skipulegt
átak og forgangsverkefni í hagsmunamálum
aldraðra á næstu árum, sem tryggi betur en nú
er öryggi og fjárhagsafkomu aldraðra, svo og
húsnæðisaðstöðu og atvinnu við hæfi.
Mikil breyting hefur orðið á allri þjóðfélags-
gerðinni á undanförnum árum, svosem at-
vinnuháttum, samfara síauknum kröfum um
endurmenntun f atvinnulífinu, erfiðleikum í
framfærslu heimilanna, aukinni atvinnuþátt-
töku kvenna og kröfunni um jafnrétti kynjanna
svo eitthvað sé nefnt. Þessi þróun hefur á
margvíslegan hátt breytt stöðu aldraðra í þjóð-
félaginu.
Vmsir þættir í þjóðfélagsgerð liðinna ára,
sem áðurveittu öldruðum stuðning og öryggi
og gáfu lífinu gildi á elliárum, hafa því breyst.
Þótt annað hafi komið í staðinn og ýmislegt
áunnist, er margt sem bendir til þess að örygg-
isleysi aldraðraáýmsum sviðum í þjóðfélaginu
hafi vaxið og uppbyggingin í málefnum aldr-
aðra, sem samþykkt voru á Alþingi 1982.
Þótt ýmis mikilvæg ákvæði sé að finna í þess-
ari löggjöf, verður ekki sagt að hún hafi enn
markað í framkvæmd þáttaskil ( málefnum
aldraðra, þar eð ýmis mikilvæg ákvæði lag-
anna hafa ekki komið til framkvæmda.
Sú úttekt, sem fyrrnefnd þingsályktunartil-
laga gerir ráð fyrir er mjög tímabær og nauð-
synleg. Hérálandi skortirallarupplýsingarum
margvíslega þætti öldrunarmála, og hefur það
t.d. komið skýrt í Ijós við samanburð á kjörum
aldraðrahérog í hinum norrænu löndunum. Út-
tekt af þessu tagi gerir það auðveldara að velja
forgangsverkefni, sem er nauðsynlegt því af
nógu er að taka.
Ræstingarfólk
Óskum eftir að ráða ræstingarfólk til starfa hjá fyrirtækinu.
Nánari upplýsingar gefur ræstingarstjóri i Sambandshúsinu
við Sölvhólsgötu frá kl. 13.00 til 16.00 mánudag og þriðjudag.
(Ekki í síma).
SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA
STARFSMANNAHALD
LINDARGÖTU 9A
Svæöisstjórn málefna
fatlaðra Reykjavík
Lausar stöður
Auglýstar eru til umsóknar eftirtaldar stöður starfs-
manna á nýju sambýli fyrir fatlað fólk í Reykjavik.
1. Þroskaþjálfi. Fullt starf.
2. Meðferðarfulltrúi. Fullt starf.
3. Meðferðarfulltrúi. Hlutastarf.
Ráðgert er að heimilið taki til starfa þann 1. júlí n.k.
Unnið er á vöktum.
Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist fyrir 15. maí n.k.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra
Hátúni 10
105 Reykjavík
Deildarstjóri byggingarvöru
Verslunardeild Sambandsins óskar að ráða deildarstjóra til
að veita forstööu byggingarvöruheildsölu Sambandsins.
Deildin hefur með höndum innkaup og sölu á öllum almenn-
um byggingarvörum frá erlendum framleiðendum.
Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf
sendist til starfsmannastjóra Sambandsins er veitir nánari
upplýsingar, ásamt aðstoðarframkvæmdastjóra Verslunar-
deildar.
Umsóknarfrestur er til 12. mai n.k.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA
STARFSMANNAHALD
LINDARGÖTU 9A
Minning:
Sigurður G. Pétursson
netagerðarmeistari Hafnarfirði
Traustur liðsmaður jafnaöar-
stefnunnar, Sigurður G. Péturs-
son,erfallinnfrá. Meðhonumer
hniginn i valinn einn af máttar-
stólpum Alþýðuflokksins i
Hafnarfirði um langt árabil, því
Sigurður vann Alþýðuflokknum
og hugsjónum hans vel alla tið
og lét aldrei deigan siga, jafnvel
þótt aldurinn færðist yfir og
þrekiö minnkaði hin síðari ár.
Hann hélt ævinlega ótrauður
strikinu í baráttunni fyrir jöfnum
rétti allra manna, fyrir frelsi
þeirratil orðaog athafnaog síð-
ast en ekki síst fyrir bræðralagi
manna og þjóða í milli.
Jafnaðarmenn í Hafnarfirði
horfa um öxl og rifja upp liðna
tlð, þegar Sigurður og hans
samtímamenn létu svo réeki-
legatil sln taka I hafnfirsku bæj-
arllfi. Þá var oft llf I tuskunum.
Og þótt háttur Sigurðar hefði
ekki verið sá að hrópa á torgum
og fara geyst, þá var þrautseigj-
an og seiglan sllk, að aldrei var
verki úr hendi sleppt fyrr en því
var lokið.
Hann stundaði sjóinn um
langt skeið og var oftsinnis full-
trúi sjómanna á framboðslista
Alþýðuflokksins I Hafnarfirði.
Þegar I land kom starfaði hann
sem netagerðarmaður — hans
starfsvettvangur var tengdur
sjávarútvegi.
Sigurður G. Pétursson var
fylginn sér á sinn rólynda hátt
og undir hæglátu yfirborðinu
gneistaði af hugsjónamannin-
um.
Hafnarfjarðarbær verður fátæk-
ari án Sigurðar G. Péturssonar.
Jafnaðarmenn horfa á bak heil-
um og sönnum félaga. Skarð
Sigurðar l röðum okkar Alþýðu-
flokksmannaverðurvandfyllt —
raunar seint eða aldrei fylit.
Reynsla og þekking Sigurðar G.
Péturssonar liggur ekki á lausu.
Einn af þeim mörgu ágætu
jafnaðarmönnum er áttu hlut-
deild ( að breyta þjóðfélaginu i
anda jafnaðarstefnunnar hér á
landi var Sigurður G. Pétursson.
Þeir plægðu akurinn og lögðu
grunninn að því velferðarþjóðfé-
lagi sem hér rlkir, þrátt fyrir
óstjórn andfélagslegra afla á
síðari árum. Almenningi hættir
til að gleyma þeirri staðreynd,
að almannatryggingakerfið,
vökulögin, félagslegar umbæt-
ur af fjölmörgu tagi, almenn
mannréttindi og fleiri umbóta-
mál, eru þættir f samfélagi okk-
ar sem urðu ekki til af sjálfu sér.
Langt í frá. Þessi framfaramál
og fjölmörg önnur urðu að veru-
leika fyrir linnulausa baráttu
margra; jafnaðarmanna, hug-
sjónamanna á borð við Sigurð
G. Pétursson. Af þeirra störfum
má margt læra. Þeim má margt
þakka.
Við Alþýðuflokksmenn í
Hafnarfirði þökkum af heilum
og einlægum hug Sigurði G.
Péturssyni samfylgdina og
samstarfið i gegnum tfðina.
Eiginkonu hans, Guðrúnu H.
Áhugamenn um málefni þróun-
arlanda hafa ákveðið að stofna
með sér félag. Stofnfundurinn
verður í dag klukkan 17:15 í
Norræna liúsinu. — Gerð hafa ver-
ið drög að lögum fyrir félagið, og
þar er því gefið nafnið BRU.
I 2. grein laganna segir, að til-
Sveinsdóttur, börnum og öðrum
vandamönnum sendum við hug-
heilar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigurðar
G. Péturssonar netagerðar-
meistara.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Skuldabréf 1
jafnvel stundum farið undir 50%.
Ef kaupendur og seljendur meta
þessi bréf á sama hátt og verið hef-
ur, má reikna með því að gangverð
þeirra í fasteignaviðskiptum fari
upp í 85—90% af nafnverði.
Um það bil fimmta hver íbúð sem
seld er í Reykjavík, er seld skuldlaus
með óverðtryggðum kjörum. Lítið
eitt færri íbúðir eru seldar án þess
að nokkurt óverðtryggt lán komi
þar við sögu. Af þessu sést að
óverðtryggð Ián eru talsvert algeng í
þessum viðskiptum. Það er líka
augljóst af þessu að lækkandi verð-
bólga mun hafa mjög mismunandi
áhrif á greiðslubyrði einstakra hópa
fasteignakaupenda.
Nú er áætlað að heildareftir-
stöðvar allra óverðtryggðra lána
sem gefin hafa verið út á fasteigna-
markaðnum undanfarin ár, séu ríf-
lega tveir milljarðar króna og gætu
vextir og afborganir af þeim á þessu
ári numið alls um 1200 milljónum
króna.
gangur félagsins sé að auka skilning
íslensku þjóðarinnar á málefnum
þróunarríkja og kynna menningu,
sögu og lífshætti fólks þar. Félagið
á einnig að stuðla að auknum
stuðningi íslendinga við þróunar-
samvinnu og neyðarhjálp.
í frétt um stofnun félagsins segir,
að íslendingar hafi meiri tengsl við
þróunarlönd en margan gruni. Álit-
legur hópur hafi unnið við leiðsögn
í fiskveiðum, við hjúkrun, rekstur
samvinnufélaga og margt fleira.
Skiptinemar færi nýja reynslu heim
og menningar- og viðskiptasam-
bönd færist í vöxt.
Síðan segir: „I mörg ár hefur
staðið til að þeir sem búa yfir
reynslu af þessu tagi eða láti sig
málefni þróunarlanda einhverju
varða bindist samtökum til að afla
og miðla fróðleik og efla samskipt-
in við hinar fjölbreytilegu þjóðir
þriðja heimsins"
í mars s.l. var haldinn undirbún-
ingsfundur, og kom þar fram mikill
áhugi á þessu máli.
Frá menntamálaráðuneytinu
Lausar stöður
Við Menntaskólann að Laugarvatni eru lausar kennara-
stöður í ensku og stærðfræði.
Umsóknarfrestur til 28. maí.
Nýi hjúkrunarskólinn auglýsir eftir námsstjóra. Upplýs-
ingar á skrifstofu skólans I slma 681040.
Umsóknarfrestur til 1. júní.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið.
Félag stofnað um
málefni þróunarlanda