Alþýðublaðið - 06.05.1986, Síða 3
Þriðjudagur 6. maí 1986
3
Kórrétt trú og
kvennakukl
eftir Bryndísi Schram
Þjóðleikhúsið:
í deiglunni eftir Arthur Miller.
Þýðing: Jakob Benediktsson.
Leikmynd og búningar:
Baltazar.
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Leikstjóri: Gísli Alfreðsson.
Leikgestir hlýddu þögulir og
hrifnir á máttug orð skáldsins og
tóku leikstjóra og leikendum ágæta
vel að unnu verki. „í deiglunni“ er
gleðilegt merki þess að þjóðleik-
húsið þekki sinn vitjunartíma, skilji
þá ábyrgð sem því er á herðar lögð;
við væntum þess að fram verði
haldið á sömu braut, og snilldar-
verk flutt íslenzkum leikgestum á
komandi árum.
Þannig hljóða niðurlagsorð
Ásgeirs Hjartarsonar í umsögn
hans um fyrri uppfærslu Þjóðleik-
hússins á „Deiglu“ Millers — fyrir
rúmum 30 árum. Þá var verkið nýtt
af nálinni. Þá var þetta fagmann-
lega verk Millers fyrst og fremst
skilið sem vægðarlaus afhjúpun á
pólitískum galdraofsóknum
McGarthy—tímabilsins á upphafs-
árum kalda stríðsins. Sjálfur hafði
Miller verið í hópi þeirra
bandarísku menntamanna, sem
urðu fyrir meinbægni óamerísku
nefndarinnar, þótt margir hafi orð-
ið harðar úti í þeim hremmingum
en hann. Þá mátti skilja skjót við-
brögð Þjóðleikhússins að koma
þessu samtímaverki á fjalirnar sem
sannindamerki um að leikhúsið
þekkti sinn vitjunartíma — fyndi til
í stormum sinna tíða.
Síðan eru liðnir heilir þrír áratug-
ir. Hvað hefur breytzt? Hefur leik-
húsið „haldið áfram á sömu
braut?“ — eins og Ásgeir óskaði sér
árið 1955? Því geta leikhúsgestir
svarað, hver fyrir sig. Hefur það
opnað okkur sýn inn í ástríðu-
þrunginn og gróskumikinn heim
leikritunar í löndum Mið- og Suð-
ur-Ameríku, þar sem þjóðfélags-
hættir og mannlíf er í heitri deiglu?
Höfum við fengið fyrir þess til-
verknað að kynnast mannlegri
þjáningu og reisn af verkum and-
ófsmanna og flóttamanna úr hinu
sovéska gúlagi og leppríkjum þess?
Hvað með leikbókmenntir úr suð-
urpottum mannlegra átaka eins og
t.d. frá Suður-Afríku, Indlandi,
Arabaheiminum eða úr hinni
Svörtu Afríku, t.d. frá Senegal? Er
þetta ekki íslenzkum leikhúsgestum
mestan part lokuð bók? Samt eru
fjölmörg dæmi um viðleitni
evrópskra leikhúsa til að skyggnast
undir yfirborð þessara framand-
legu þjóðfélaga.
Hvað hefur breytzt? Þótt heim-
urinn hafi endasteypzt á þessum 30
árum er eins og ekkert hafi breytzt
í hinu virðulega þjóðleikhúsi.
Nema að við freistumst til að skilja
verk Millers dálítið öðrum skilningi
en forðum; McGarthy er týndur og
tröllum gefinn. En það er ekkert lát
á trúarlegu og pólitísku ofstæki.
Dauðásveitirnar hafa hlaðið upp
valköstum nótt sem nýtan dag — í
Afganistan, E1 Salvador, Chile og
Argentínu, í Víetnam og
Kampútseu, í Úganda og Erítrep, í
Líbanon, íran og írak, í Suður-
Afríku — já og í flestum hinna ný-
frjálsu ríkja svörtu Afríku, þar sem
innlend bófafélög hafa setzt á
valdastóla fyrri nýlendudrottnara
og stunda fjöldamorð og pyndingar
á svörtum meðbræðrum sínum í
sannkölluðu ógnaræði. Og meðal
þriðjungs jarðarbúa sem væntu
endurlausnar í nafni sósíalismans,
ræður tröllheimsk kreddan ríkjum
— og atvinnuleysinu er forðað með
því að fjölga í leynilögreglunni.
Doðrantar Amnesty Internation-
al um mannréttindabrot, fjölda-
morð, skoðanakúgun og pyndingar
meðal meirihluta þjóða heimsins
sanna okkur að McGarthy—isminn
var eins og hver annar sunnudaga-
skóli hjá þeim ósköpum.
Galdraofsóknirnar í Salem, í
Massachusetts, á Nýja Englandi á
ofanverðri 17. öld, sem Miller verð-
ur að yrkisefni fyrir meira en 30 ár-
um, eru dæmisaga. En jafnvel þótt
þessi Ibsen Ameríku kunni vel til
verks — og það kann hann vissu-
lega, verður þessi dæmisaga hans
föl og hljóð í samanburði við öll
þau ósköp sem yfir hafa dunið á
okkar tíð. Kannske aðrir miðlar,
eins og t.d. kvikmyndin, komi því
betur til skila? Kvikmyndin er mið-
ill okkar aldar. Og þó, og þó. Þegar
við skyggnumst inn í myrkviði
mannshugans, þar sem öll fólska
mannskepnunnar á upptök sín, vit-
um við, að ekkert hefur breytzt —
nema að tækni og afköst illvirkj-
anna eru meiri en nokkru sinni fyrr.
F.n hinn andlegi fordæðuskapur er
óbreyttur — hann er samur við sig
hjá Ríkarði III, Adolf Hitler, JóseD
Stalín, Idi Amin og Bókasa þullu-
kolli eða hvað þau nú öll heita þessi
óargadýr í mannsmynd.
Kannske það hafi nú ekki svo
mikið breytzt eftir allt saman, —
allavega ekki í þjóðleikhúsinu. Enn
mátti sjá á sviðinu suma leikarana
sem höfðu haldið uppi fyrstu upp-
færslunni undir stjórn Lárusar
Pálssonar fyrir 30 árum, bara í öðr-
um hlutverkum. Valur Gíslason , 84
ára eins og persónan sem hann lék
og í fullu fjöri, og Rúrik og Baldvin
Halldórsson. Meðal leikhúsgesta
mátti sjá Þóru Friðriksdóttur, sem
fyrir 30 árum fékk að spreyta sig á
hinni Iostafullu Abigael, örlaga-
kvendinu sem spann mönnum
grimmileg örlög í Salem á 17. öld.
Hvernig skyldi henni hafa verið
innanbrjóst að sjá nú unga stúlku
takast á við sama hlutverk 30 árum
síðar?
Hafi hið pólitíska tilefni verksins
í huga höfundar þokast fjær með
tímanum væri nærtækara að leggja
nú meiri áherzlu á þær mannlegu
ástríður sem eru kveikja sögunnar
og áhrifavaldar. Hér sjáum við fyrir
okkur hinn sígilda „franska“ ástar-
þríhyrning; eiginkonan Elísabet,
bóndinn Proctor og lostakvendið
Abigael. Tvær konur keppa um ást-
ir sama mannsins og skirrast einskis
í þeirri baráttu. Lærdómsmenn
guðrækninnar hafa löngum verið
eins og hver önnur ginningarfífl og
leiksoppar í höndum slíkra kvenna.
Þá erum við komin nær hinu gríska
drama, að vísu gegnum aðferða-
fræði Ibsens. Ætli þetta sé ekki
brúklegri skilningur fyrir samtím-
ann?
Hvað er svo að segja unt upp-
færsluna sjálfa undir stjórn þjóð-
leikhússtjóra? Þeir sem mundu
fyrri sýninguna — og þeir voru
nokkrir á frumsýningu — vildu
ekki skipta. Af sýningunni verður
ekki ráðið að leikstjóri vilji leggja
annan og nútímalegri skilning í
verkið en áður. Það er ekki hvað sízt
leikgerð Baltazars, sem er fyrirferð-
armikil og sagnfræðileg í smáatrið-
um, sem gefur sýningunni nú annan
búning. Hafi hins vegar átt að gera
ástardramað að þungamiðju, hefði
það staðið og fallið með leikkon-
unni í hlutverki Abigaels; hún hefði
orðið að tjá kvenlega munúð og
blygðunarlausa óskammfeilni
hinnar eftirsóknarverðu konu betur
en hér er gert.
Aðrir burðarásar verksins sam-
kvæmt þessum skilningi eru
Proctorhjónin, bóndinn og hin tor-
tryggna kona hans. Hákon Waage
og Edda Þórarinsdóttir fara með
þessi hlutverk, hvort urn sig með
ágætum. Með þessu hlutverki hefur
Hákon Waage fengið umbun erfiðis
síns. Hann er bóndi frá hvirfli til
ilja, þéttur á velli og þéttur í lund,
karlmannlegur, æðrulaus, fátalað-
ur en ódeigur, þegar á reynir. Leikur
Hákons var ekki hnökralaus en
hann var sannur. Ég hef trú á að
hlutverkið vaxi í höndum hans, fái
sýningin að þroskast.
Edda Þórarinsdóttir vann líka
leiksigur í hlutverki Elísabetar. Hún
er látlaus og sönn, stillileg en ein-
beitt. Ef til vill kemur bæld þjáning
Elísabetar ekki nægilega vel til skila
í upphafi, en þeim mun betur nær
Edda að túlka óbugandi stolt hinn-
ar trygglyndu húsfreyju þegar á
leikinn líður.
Sérstök ástæða er til að geta
óðrar frammistöðu Sigurðar
kúlasonar í hlutverki hins lærða
en hrekklausa prests, sem að lokum
stendur ráðþrota frammi fyrir af-
leiðingum kennisetninga lærdóms-
mannanna.
Erlingi Gíslasyni tókst vel að
koma til skila málfærslukúnst og
pólitískri undirhyggju hins þraut-
þjálfaða rannsóknardómara
Danforths. Og Gunnar Eyjólfsson
vekur með okkur hæfilega andúð á
lítilsigldum og ágjörnum prelátan-
um Samúel Harris presti í Salem.
Af aukahlutverkum ber sérstak-
lega að geta Herdisar Þorvaldsdótt-
ur í hlutverki hinnar skapstyrku
öðlingskonu Rebekku og Steinunn-
ar Jóhannesdóttur í hlutverki hinn-
ar þeldökku Tíbúbú, sem átti sinn
þátt í ærslakukli ungkvennanna
með því að syngja þeim bernsku-
söngva sína frá Barbados. Guðrún
S. Gísladóttir skilaði hlutverki
þjónustustúlkunnar Mary Warren
óaðfinnanlega. Sömuleiðis vakti
það leikhúsgestum gleði að heyra
Val Gíslason enn í fullu fjöri í hlut-
verki hins þrasgjarna bónda Giles
Corey.
Veikleiki sýningarinnar er m.a. sá
að ungu stúlkurnar búa ekki yfir
þeim kynngimagnaða kynþokka,
sem villir og tryllir og ærir af vegi
hina sjálfskipuðu typtunarmeistara
siðavendninnar. Sérstaklega skortir
mikið á að Abigael komi fyrir sjón-
ir sem það örlagakvendi sem skapar
mönnum örlög með blóðhita sínum
og blygðunarleysi. Hópsenan, þeg-
ar kvensurnar eiga að sefjast upp í
skjálfandi trúartitring, og ofsókn-
arkrampa varð of bragðdauf og
tepruleg. Þetta er mannmörg sýn-
ing og kannske ekki við því að búast
að hægt sé að manna hvert hlutverk
svo að hvergi hallist á. Þó þykist
maður sjá leikkonur sem hafa til að
bera þann þroska, þokka og fítons-
kraft sem til þarf.
Þýðing Jakobs Benediktssonar
og lýsing Ásmundar Karlssonar var
hvort tveggja óaðfinnanlegt.
En hvernig væri að.Ieita næst á
fjarlægari sögusvið?
Reykjavík 28. apríl
Forheimskun 1
framleiðslan batnaði. Einnig hefur
manneklan við fullvinnslu í húsun-
um stöðugt aukist. Frystihúsin víð-
ast hvar tóku því þátt í þessu og
þetta kom sér víðast vel.
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Þegar gámafiskurinn fór af stað í
Vestmannaeyjum, helgasta vígi
S.H., töldu þeir sig hlunnfarna af
þessu framhjáhlaupi ísfisksins. Sjó-
menn og útgerðarmenn eru nánast
sakaðir um landráð i erindi for-
stjóra S.H., sem birtist fyrir
skömmu i sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins. Láir honum þó enginn
fyrir að vilja fá hráefni í verksmiðj-
ur fyrirtækisins hérlendis og er-
lendis. Hráefnið er bara mun dýr-
mætara en opinberlega hefur verið
staðfest. Það láir heldur enginn sjó-
mönnum og útgerðarmönnum að
leita hæsta verðs fyrir sína vöru.
Hvað er eðlilegra?
Ljóst er að núverandi verðlags-
kerfi er að riðlast og stutt í opinber-
an eða formlegan uppboðsmarkað.
Nánast einungis tæknileg útfærsla.
Einnig hefur alltaf verið ljóst að
verð á frystum fiski hafa alltaf verið
mun lægra en á ferskum fiski.
Páfinn situr á friðarstóli meðan
trúarfylkingar eru farnar að mynd-
ast um ferskan fisk og fullvinnslu
hins vegar. Kvótadómurinn er far-
inn að þrengja að hjá báðum aðil-
um.
Til sátta verða trúlega seld synda-
aflausnarbréf (veiðileyfi) eða út-
hlutað. Slæmt að páfinn skuli að-
eins sjá tvö sölusamtök fyrir þessar
afurðir í landinu, en þannig getur
það verið um rétttrúaða.
Við hin skulum halda í vonina
um siðabótamennina og að þessum
trúarkreddum ljúki eftir framleng-
ingu páfadómsins og það hvernig
staðið er að málum í dag verði okk-
ur víti til varnaðar í framtíðinni.
Á meðan syndir fiskurinn í sjón-
um í stórum og smáum torfum eða
göngum óbundinn stund og stað
okkar mannanna og hinar líffræði-
legu forsendur munu ákvarða stærð
árganga og stofna ásamt lífsskilyrð-
unum rétt eins og í samfélögum
okkar mannanna, en hins vegar er
óljóst og ósannað hvort hægt sé að
byggja upp fiskistofna til þess að
gefa hámarksafrakstur með tak-
mörkun á veiði, þegar stofnstærð
ákvarðast oft af jafn tilviljunar-
kenndri nýliðun (fæðingartölu) og
gildir um suma fiskistofna í sjó.
D.O.C.
/
lÉtmiinBBinifÉuiEfeunK
Laugavegur 103 105 Reykjavík Sími 26055