Alþýðublaðið - 13.05.1986, Síða 3

Alþýðublaðið - 13.05.1986, Síða 3
Þriðjudagur 13. maí 1986 3 Ráðstefna Framkvœmdanefndar um launamál kvenna: Móta sameiginlegar kröfur, sem snerta konur sérstaklega Fyrir nokkru var haldin ráð- stefna á vegum Framkvæmda- nefndar um launamál kvenna þar sem fjallað var um réttindamál kvenna á launamarkaði. Á ráðstefnuna mættu 90 konur úr stjórnum og samninganefndum verkalýðs- og stéttarfélaga víðsveg- ar að af landinu. Aðalframsögumaður var Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur A.S.Í. og bar hún saman ýmis réttindamál sem snerta konur sérstaklega. Gerði hún samanburð á réttindum kvenna milli heildarsamtaka og félaga í sjúkdóms- og slysatilfellum, fæð- ingarorlofi, mati á starfsreynslu við heimilisstörf, rétti foreldra vegna veikinda barna og orlofsrétti. Aðrir framsögumenn voru Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, Starfs- mannafélaginu Sókn, Auðna Ágústsdóttir, BHMR, Hrafnhildur Sigurðardóttir, S.Í.B. og Ragnhild- ur Guðmundsdóttir, BSRB. Niðurstöður ráðstefnunnar voru m.a.: 1. Nauðsynlegt er að konur í stétt- arfélögunum hittist og beri sam- an bækur sínar. Ennfremur er mikilvægt að halda námskeið fyrir konur um kjarasamninga til að gera þær hæfari til að taka þátt í því starfi. Konur í samn- inganefndum þurfa að hafa bak- hjarl sem veiti stuðning meðan á samningum stendur. Konur eiga að krefjast breyttra og bættra vinnubragða við samningagerð. Ákveðið var að Framkvæmda- nefnd um launamál kvenna hafi forgang um að koma á starfs- hópi kvenna úr stjórnum og samninganefndum fyrir næsta haust, í því skyni að móta sam- eiginlegar kröfur sem snerta konur sérstaklega. 2. Rætt var um hvaða atriði beri að leggja áherslu á er varða launa- og réttindamál kvenna. Konur töldu mikilvægast að hækka dagvinnulaunin. Launa- misrétti karla og kvenna felur í sér vanmat á störfum kvenna. Hækkun dagvinnulauna myndi verða til þess að ýmis fríðindi Samtök kvenna á vinnumarkaði hafa sent útvarpsstjóra bréf, þar sem þau mótmæla fréttaflutningi hljóðvarps og sjónvarps af aðgerð- um samtakanna 1. maí sl. — Bréfið fer orðrétt hér á eftir: Samtök kvenna á vinnumarkaði mótmæla harðlega fréttaflutningi ríkisútvarpsins, hljóðvarps og sjón- varps, af aðgerðum í Reykjavík þann 1. maí sl. Þann dag efndu Samtök kvenna á vinnumarkaði til kröfugöngu og sem karlar hafa fengið sérstak- lega myndu minnka, sem leiddi af sér meiri launajöfnuð. Enn- fremur yrði það til þess að konur bæru meiri virðingu fyrir störf- um sínum. Konur eru ekki í sjálfboðavinnu. Nauðsynlegt er að kvennastörf verði endurmet- in, slík samþykkt hefur komið fram í Borgarstjórn Reykjavík- ur, þeirri samþykkt þarf að fylgja fast eftir. Gömul krafa kvenna um næg og góð dagvistarheimili fyrir öll börn, samfelldan skóladag og skólamáltíðir er enn i fullu gildi. útifundar sem beindust fyrst og fremst gegn síðustu kjarasamning- um. Fréttatilkynningum og ávarpi dagsins hafði verið komið til frétta- stofa ríkisfjölmiðla tímanlega fyrir þann 1. maí, enda var ávarpsins get- ið í hljóðvarpi. í kvöldfréttum hljóðvarps þann 1. maí var einungis sagt að tveir fundir hefðu verið haldnir í Reykja- vík, þar sem konur voru ræðumenn og fundarstjórar. Einnig var sagt að litlu færra hefði verið á fundi Sam- taka kvenna á vinnumarkaði en á Lækjartorgi, síðan var rætt um veðrið í Reykjavík. Síðari hluti fréttarinnar var hins vegar lestur á völdum köflum úr ræðu Ásmundar Stefánssonar, sem hann hafði flutt í Borgarnesi þennan sama dag. Búið var að útvarpa fundinum á Lækjartorgi í hljóðvarpi, þannig að ef til vill var óþarft að tíunda í frétt- um innihald í ræðum sem þar voru fluttar. Hins vegar teljum við eðli- Iegt að gerð hefði verið ítarleg grein fyrir því hvers vegna tveir fundir voru haldnir í Reykjavík, ekki síst í Ijósi þess að meirihluti fólks sem sótti útifundi þennan dag valdi að koma á fund þar sem síðustu kjara- samningum var mótmælt og lýst var vantrausti á forystu heildarsam- taka verkafólks. Einnig teljum við eðlilega fréttamennsku að gerð hefði verið grein fyrir innihaldi í ræðum og ávörpum sem þar voru flutt. í fréttum sjónvarps þann 2. maí voru aðgerðum verkafólks 1. maí nær engin skil gerð. Sjónvarpið hafði greinilega ekki Iagt sig eftir að fá fréttir utan af landi um fundi og aðgerðir á 1. maí. Örstutt frétt um aðgerðir í Reykjavík gaf enga mynd af þeim ágreiningi sem er innan verkalýðshreyfingarinnar um síð- ustu samninga, né heldur af fund- um sem haldnir voru. Örstutt mynd var sýnd af kröfugöngunni og þess getið að Samtök kvenna á vinnu- markaði hefðu gengið þar aftast. Samtök kvenna á vinnumarkaði benda á að sú ritskoðun sem fram fer í ríkisfjölmiðlunum, aðallega í formi þess að þegja um hluti, er sýnu verri en opinber ritskoðun, og leiðir til þess að hver og einn frétta- maður er sífellt að ritskoða sjálfan sig. Eina leiðin til að ná athygli ríkis- fjölmiðla virðist vera að halda söngvakeppni eða rallyakstur, að ógleymdum erlendum boltaleikj- um. Samtök kvenna á vinnumark- aði sjá sér þó ekki fært að vinna að baráttumálum sínum á þann hátt og fordæma harðlega það fréttamat sem birtist í þessari afstöðu forvíg- ismanna ríkisfjölmiðlanna. Ritari Utanríkisráðuneytið óskar að ráða starfsmann til að annast telex- og telefaxþjónustu í ráðuneytinu. Til greina kemur að skipta starfinu þannig að um tvö hálfs dags störf verði að ræða. Launakjör eru samkvæmt launakerfi ríkisins. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 105 Reykjavík, fyrir 21. þ.m. Utanríkisráðuneytið, 9. maí 1986. Sérleyfisleiðir lausar til umsóknar Sérleyf isleiöi r Reykjavík—Grímsnes—Laugar- vatn — Laugardalur— Geysir—Gullfoss—Reykja- vík—Hveragerði—Selfoss—Þorlákshöfn eru lausar til umsóknar. Umsóknir skulu sendar Umferðamáladeild Vatns- mýrarvegi 10, Reykjavik, fyrir 20. maí 1986. Umferðamáladeild. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina janúar og febrúar er 15. maí n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns rikissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytiö. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir apríl mánuð er 15. maí. Berþáaðskilaskattinum til innheimtumannarík- issjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þririti. Fjármálaráðuneytið. Samtök kvenna á vinnumarkaði: Mótmæla ritskoðun Ríkisútvarpsins Auglýsing um aðaiskoðun bifreiða, bifhjóla og léttra bifhjóla í Seltjarnarneskaupstað og Kjósar-, Kjalarnes- og Mosfellshreppum 1986. Skoðun fer fram sem hér segir: Seltjarnarnes: Þriöjudagur 20. mal Miðvikudagur 21. maí Fimmtudagur 22. mai Skoðun fer fram við félagsheimilið á Seltjarnarnesi. Kjósar-, Kjalarnes- og Mosfellshreppar: Mánudagur 26. mai Þriöjudagur 27. mai Miðvikudagur 28. maí Fimmtudagur 29. maí Skoðun fer fram við Hlégarö I Mosfellshreppi. Skoðað verður frá kl. 8.00—12.00 og 13.00—16.00, alla' framantalda daga á báðum skoðunarstöðunum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvl að bifreiðagjöld séu greidd, að vátrygging fyrir hverja bifreið sé I gildi og að bifreiðin hafi verið Ijósa- stillt eftir 1. ágúst sl. Athygli skal vakin á þvi að skrán- ingarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma ökutæki sinu til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðarlögum og ökutækið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi, Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu 7. mai 1986 Einar Ingimundarson (P Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd bygg- ingardeildar, óskar eftir tilboðum I fullnaðar frágang á Granda- og Selásskóla. Innifalið i útboði þessu er málun, dúkalögn, allar inn- réttingar, léttir innveggir, hreinlætistæki, raflagnir, loft- ræsilögn o.fl. Byggingarstig er frá húsunum tilbúnum undir tréverk I fullgerð hús. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað fimmtudaginn 22. mal n.k. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Námsstyrkur við Kielarháskóla Borgarstjórnin I Kiel veitir Islenskum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar ( borg næsta vetur, að upphæð 870 þýsk mörk á mánuði 110 mánuði, frá 1. okt. 1986 til 31. júll 1987, auk þess sem kennslugjöld eru gef- in eftir. Um styrk þennan geta sótt stúdentar, sem hafa stund- að háskólanám I a.m.k. tvö ár. Umsækjendur verða að hafa góða kunnáttu I þýsku. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla íslands eigi slðar en 15. júní 1986. Umsóknum skulu fylgja náms- vottorð, ásamt vottorðum a.m.k. tveggja manna um námsástundun og námsárangurog eins manns, sem er persónulega kunnugur umsækjanda. Umsókn og með- mæli skulu vera á þýsku. tJRARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur rlkisins óska eftir tilboðum I eftirfar- andi: RARIK—86008: 75 stk. 25 kVA einfasa stauradreifi- spennar. Opnunardagur: Þriðjudagur 10. júnl 1986, kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna rlkis- ins, Laugavegi 118,105 Reykjavlk, fyrir opnunartlma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna rlkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavlk, frá og með mánudegi 12. mal 1986 og kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavlk 7. mal 1986 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.