Alþýðublaðið - 27.05.1986, Page 2
2
Þriðjudagur 27. maí 1986
rRlTSTJÓRNARGREIN
Líkur á 2 fulltrúum
Alþýðuflokksins aukast
UVbirti skoðanakönnun f gær um fylgi fram-
boðslistanna við borgarstjórnarkosningarnar í
Reykjavík. Þar kemur fram, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur öruggan meirihluta, eða nær
60 af hundraði.
Alþýðuflokkurinn hefur aukið fylgi sitt úr 7.9
prósentum í apríl í 9.2%, en fylgi hans var ekki
nema 2.9% í janúar. í borgarstjórnarkosning-
um áundanförnum árum hefurflokkurinn feng-
ið nokkru meira fylgi en skoðanakannanir
spáðu honum.
Það er því ekki óraunsætt mat, að með öflugu
starfi síðustu dagana fyrir kosningar, geti Al-
þýðuflokkurinn gert sér vonir um að fá kjörna
tvo borgarfulltrúa. Að því verður unniö með
oddi og egg.
Víða úti á landi er Alþýðuflokkurinn í mikilli
sókn. Þettasýnaskoðanakannanirog ummæli
mannaúröllum flokkum. Þannig sýnirnýskoð-
anakönnun DAGS á Akureyri verulega fylgis-
aukningu flokksins þar. Samkvæmt henni hef-
urflokkurinn þegartryggt sértvo bæjarfulltrúa
í stað eins. Skoðanakönnun bæjarblaðsins á
Akranesi sýnir ennfremur mikla fylgisaukn-
ingu; fjölgun úr einum I þrjá bæjarfulltrúa.
A Suðurnesjum, Hafnarfirði og Kópavogi er
sóknin þung og öflug. Svipaða sögu er að
segjafrá mörgum stöðum á landinu. En eins og
oft áður virðist róðurinn einna þyngstur í
Reykjavik. Ástæðan er vafalitið sú sem fram
kemur í skoðanakönnun Félagsvísindastofn-
unar Háskólans, að um það bil helmingur Al-
þýðuflokksmanna, sem kjósa flokkinn í þing-
kosningum, ætlaað kjósaSjálfstæðisflokkinn
í borgarstjórn.
Hað er þessi hópur kjósenda Alþýðuflokksins
í Alþingiskosningum, sem getur ráðið úrslitum
um það hvort flokkurinn fær einn eða tvo full-
trúa í borgarstjórn. Þessir kjósendur ráða því
hvort fylgi flokksins í Reykjavík verður áber-
andi minna eða í samræmi við fyigi flokksins í
þéttbýli utan Reykjavíkur.
Það má telja fullvíst, að þessir kjósendur Al-
þýðuflokksins í þingkosningum, vilji tryggja
meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Alþýðublaðið vill hins vegar benda á það að
samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti
Sjálfstæðisflokksins svo mikill, að baráttan
mun liklega snúast um það hvort Alþýðuflokk-
urinn fær tvo fulltrúa eða Sjálfstæðisflokkur-
inn tíu.
I bæjarfélögum víða um land virðist áhugi
kjósenda fara vaxandi á því, að áhrifa jafnaðar-
stefnunnar gæti meira en verið hefur í stjórn
bæjarmála. Ekki er síður mikilvægt að þessi
áhrif aukist í stjórnun Reykjavíkurborgar. Það
sýna og sanna fjölmörg dæmi.
Atkvæðadreifing á milli mihnihlutaflokkanna
er slík, að mikill fjöldi atkvæða ónýtist, hefur
ekki áhrif til fjölgunarfulltrúa. Það væri hörmu-
leg niðurstaða fyrir baráttumenn jafnaðar-
stefnunnar ef aðeins skorti nokkra tugi at-
kvæða til þess að Alþýðuflokkurinn fengi tvo
menn kjörnaí borgarstjórn. — Það máekki ger-
ast, og því skorar Alþýðublaðið á alla stuðn-
ingsmenn jafnaðatstefnunnar að leggjast á
eitt um að tryggja flokknum tvo fulltrúa í borg-
arstjórn.
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar stöður
Við Menntaskólann á Egilsstööum er laus staða
frönskukennara.
Myndlista- og handíðaskóla íslands vantar kennara f
hálfa stöðu við textíldeild.
Umsóknarfrestur til 16. júni.
Umsóknarfrestur um kennarastöður við Fjölbrautar-
skólann á Sauðárkróki í dönsku, stærðfræöi og eðlis-
fræði, félagsfræði og sögu rennur út 1. júnf.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið.
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavikurborgar fyrir hönd Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í lagn-
ingu 132 kv. jarðstrengs.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi
3, Reykjavík.
Tilboðin verðaopnuð á sama staö þriöjudaginn 10. júni
n.k. kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Alþýðuflokkskonur
Árleg norræna námsvika jafnaðarkvenna verður að
þessu sinni haldin dagana 10.—16. ágúst n.k. í Stokk-
hólmi.
Yfirskrift námsvikunnar er „Vinnuskilyrði kvenna"
Samband Alþýðuflokkskvenna auglýsir hér með eftir
umsóknum um námsvikuna og er umsóknarfrestur til
1. júni n.k.
S.A. getur sent 2 þátttakendur og fá þeir frlar feröir og
uppihald námsvikuna, en ergert að greiða 1.500 kr. þátt-
tökugjald.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Alþýðu-
f lokksins eða hjá formanni S.A. Jónu Ósk Guðjónsdótt-
ur sími 54132 eða 50499 og gefur hún jafnframt allar
nánari upplýsingar.
Bfllinn í lagi
— beltin spennt
börnin í aftursæti.
GÓÐAFERÐ!
Hjólreiðakeppni grunnskóla:
4000 börn byrjuðu
96 komust í úrslit
Eins og undanfarin ár efndi Um-
ferðarráð, í samvinnu við Lögregiu
og Menntamálaráðuneytið, til
spurningakeppni um umferðarmál
meðal 12 ára nemenda í grunnskól-
um landsins.
í spurningakeppninni reynir á
kunnáttu og þekkingu á umferðar-
reglum og merkjum. Um 4.000
börn hófu keppnina sem fram fór í
apríl. Þeir nemendur sem stóðu sig
best öðluðust rétt til þátttöku í und-
anúrslitum hjólreiðakeppni sem er
tvíþætt, annars vegar góðakstur og
hins vegar hjólreiðaþrautir. Undan-
úrslitin fóru fram 3. maí í Reykja-
vík, og á Akureyri 10. maí. Alls
mættu 96 börn til leiks. Keppninni
er þannig háttað að allir byrja með
260 stig. Stigum fækkar eftir því
sem villur eru gerðar.
Eftirtaldir nemendur urðu í efstu
sætunum:
Á Akureyri:
1. Sigurður Ólason, Lundarskóla
Akureyri með 255 stig. 2. Kristinn
Reynir Jónsson, Síðuskóla Ak. með
250 stig. 3. Ingi Þór Rúnarsson,
Barnask. Sauðárkróks með 245
stig. 4. Ásta Hilmarsdóttir, Glerár-
skóla Akureyri með 238 stig.
í Reykjavík:
1. Sigurbjörn Narfason, Digranes-
skóla Kóp. með 248 stig. 2. Björn
Kjartansson, Flúðaskóla Árnes-
sýslu með 245 stig. 3.—4. Guð-
mundur Pálsson, Varmárskóla
Mosfells. með 242 stig. 3.—4.
Sverrir B. Sverrisson, Varmárskóla
með 242 stig. 5. Birgitta Róberts-
dóttir, Holtaskóla Kefl. með 240
stig. 6. Þormar Jón Ómarsson,
Stóru-Vogaskóla, Vatnsl. með 239
stig. 7. Hafþór Árnason, Álftamýr-
arskóla, Reykjavík með 238 stig. 8.
Magnús Þ. Árnason, Melaskóla,
Reykjavík með 237 stig. 9. Ingólfur
Már Ingólfsson, Garðaskóla
Garðabæ með 236 stig. 10.—11.
Aðalsteinn Erlendsson, Grunnsk.
Njarðv. með 235 stig. 10.—11.
Davíð B. Ólafsson, Vesturbæjarsk.
Rvík. með 235 stig. 12.—13. Guð-
mundur Ingi Skúlason, Snæ-
landssk. Kóp. með 234 stig.
12.—13. Ágústa Arnardóttir, Víði-
staðaskóla Hafn. með 234 stig.
Þessi 17 ungmenni unnu sér rétt
til þátttöku í úrslitakeppni sem
verður í haust. Þar verður keppt um
vegleg verðlaun. Allir sem tóku þátt
í keppninni fá senda viðurkenningu
fyrir aðild sína í mótinu.
DV 1
sem birst hafa að undanförnu
benda til að svo gæti farið.
Ef aðeins eru teknir þeir sem af-
stöðu tóku í könnun DV eru niður-
stöðurnar þær að Sjálfstæðis-
flokkurinn fengi 10 borgarstjórn-
arfulltrúa, Alþýðubandalag 3 og
Alþýðuflokkur og kvennalisti 1
fulltrúa hvor. Samkvæmt könnun-
inni skortir enn nokkuð á að annar
maður á lista Alþýðuflokksins nái
kjöri, en ljóst virðist þó að það er
ekki fjarlægur draumur að Al-
þýðuflokkurinn hafi tvo fulltrúa í
borgarstjórn á næsta kjörtímabili.
ÍNGAR
Þegar bílar mætast erekki nóg
aö annar víki vel út á vegarbrún
og hægi ferö. Sá sem á móti
kemur verður aö gera slíkt hiö
sama en notfæra sér ekki til-
litssemi hins og grjótberja
hann. Hæfilegur hraöi þegar
mæst er telst u.þ.b. 50 km.