Alþýðublaðið - 28.05.1986, Side 1

Alþýðublaðið - 28.05.1986, Side 1
Miðvikudagur 28. maí 1986 gg tb( @7 árg. 42 Þúsund eintök Þetta kosningablað Alþýðublaðsins er gef ið út í 42 þúsund eintökum og er dreift í hvert einasta hús í Reykjavík. I blaðinu er margvíslegt efni um borgarmálin í Reykjavík og borgarmálastefnuskráin er prentuð í heild. — Blaðinu verður einnig dreift á vinnustaði. Hannes Hólmsteinn Gissurarson: „Hafskipsmenn bara óneppnir Gjaldþrot er tilfærsla á fjár- magni með friðsamlegum hætti! í síöasta hefti Stefnis, tímariti Sambands ungra sjálfstæðis- manna, er grein eftir einn helsta hugmyndafræðing Sjálfstæðis- flokksins í nýfrjálshyggjunni, Hannes Hólmstein Gissurarson. Þar fjallar hann um Hafskipsmál- ið. Fyrirsögn greinarinnar er: „Hvaða ályktanir ber að draga af gjaldþroti Hafskips og vandræðum Utvegsbankans?“ — Hér er vægi- lega til orða tekið. í greininni segir Hannes Hólm- steinn á einum stað: „Hér hlýt ég síðan að herða á einu: stjórnendur gjaldþrota fyrirtækis hafa ekki allt- af tekið rangar ákvarðanir af van- gá, vanþekkingu eða heimsku. Stundum hafa þeir verið óheppn- ir . . . Stjórnendur eða eigendur gjaldþrota fyrirtækis eru stundum fórnarlömb utanaðkomandi að- stæðna, sem þeir hafa ekki séð fyrir eða valdið neinu um. Ég hef til dæmis grun um það, án þess að ég þekki málavöxtu nákvæmlega að stjórnendur Hafskips hafi veriö óheppnir, þótt þeir hafi ugglaust líka verið ógætnir." Síðar segir Hannes Hólmsteinn: „Ef menn taka réttar ákvarðanir, þá græða þeir. Ef þeir taka rangar ákvarðanir, þá tapa þeir. Ef þeir taka hvað eftir annað rangar ákvarðanir, þá verða þeir gjald- þrota. Kerfi gróða og taps á frjáls- um markaði flytur þannig fjár- magn með friðsamlegum hætti frá óhagsýnu fólki til hagsýns. Mér líst voru u miklu verr á hitt ráðið, sem reynt hefur verið í ríkjum sameignar- sinna: að skjóta þá eða fangelsa sem taka rangar ákvarðanir. Er gjaldþrot þrátt fyrir allt ekki mildi- legra lokaúrræði en manndráp? Skiptaráðandinn er, sýnist mér, ólíkt mannúðlegri en böðullinn." Þessar hugleiðingar Hannesar Hólmsteins eru æði sérkennilegar í ljósi síðustu atburða í Hafskips- málinu. Að hans mati voru Haf- skipsmenn bara óheppnir. Með gjaldþroti félagsins er bara verið að færa fjármagn til með friðsamleg- um hætti! í kenningum Hannesar Hólmsteins eru aðeins til tvær lausnir: að taka fyrirtæki til gjald- þrotaskipta eða skjóta menn og fangelsa. Nú hafa nokkrir forystumenn Hafskips verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald, sem auðvitað eru hörmu- leg endalok á þessu máli. Sam- kvæmt kenningum Hannesar Hólmsteins búa íslendingar í ríki sameignarsinna. — Þessi barnalega grein nýfrjáls- hyggjupostulans sýnir betur en flest annað rökleysu og fáránlegan hug- myndagrundvöll nýfrjálshyggjunn- ar. Þegar þú greiðir meö tékka, fyrir vöru eöa veitta þjónustu, og sýnir Bankakortið þitt, jafngildir þaö ábyrgðarskírteini frá viöskiptabankanum eöa spari- sjóönum þínum, sem ábyrgist innstæöu tékkans aö ákveðinni hámarksupphæö og tryggir þannig viötakandanum innlausn hans. Viöskiptin eiga sér þannig staö aö um leið og þú afhendir tékkann, sýniröu Bankakortiö og viðtakandinn skráir númer kortsins á hann. Þannig er Bankakortiö þitt tákn um trausta viöskiptahætti. Hafðu Bankakortið því ávallt handbært. Bankakortið - nauðsyniegt í nútímaviðskiptum Samvinnubankinn, Útvegsbankinn, Alþýöubankinn, Búnaöarbankinn, Landsbankinn, Verzlunarbankinn og Sparisjóðirnir. ffl

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.