Alþýðublaðið - 28.05.1986, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 28.05.1986, Qupperneq 2
2 '+V;i i » t Met í skattheimtu Magnús H. Magnússon, fyrr- málaráóherra, sendi ritsljóra um alþingismaður og félags- Alþýðublaðsins eftirfarandi FAGMENNIRNIR VERSLA HJA OKKUR Því að reynslan sannar ad hjá okkur er yfirleitt til mesta úrval af vörum til hita- og vatnslagna. BURSTAFELL byggingavöruverslun Bíldshöfða 14 simi 38840 bréf og grein. Þessi grein á jafnt erindi til Reykvikinga og Vest- mannaeyinga og birtist hér óstytt: Kæri Árni. Mér biöskrar það að íhaldið skuli, næstum án andsvara, komast upp með það í Reykja- vík að fimbulfamba um útsvars- lækkanir. Ég hef svarað þessu einu sinni áður í Brautinni og geri það aftur með meðf. grein. Það er spurning hvort ekki sé tímabært að Alþýðublaðið geri það miðað við aðstæður í Reykjavík. Lifðu heill, Magnús. • Núverandi bæjarstjórnarmeiri- hluti er af og til að stæra sig af því (að hætti borgarstjórans í Reykja- vík) að hafa stórlækkað álögur á bæjarbúa frá því sem var á síðasta kjörtímabili. Þetta er argasta öfugmæli. í ár hafa öll fyrri met verið slegin i út- svarsálagningu. Það skiptir ekki meginmáli, hvorki fyrir bæjarsjóð né gjaldend- ur, hve hátt útsvarið er af tekjum liðins tíma. Það skiptir hins vegar öllu máli hve hátt hlútfallið er af tekjum greiðsluárs. Verðbólgan á árunum 1980—82 var að jafnaði 60% á ári. 11,55% útsvar, eins og þá var lagt á, jafn- gilti 7,2% af tekjum greiðsluársins. Núverandi 10,2% útsvar jafngildir hins vegar 9,4% tekna ársins í ár utsvarið er í ár 9,4% af tekjum, en var að jafnaði 7,2% í tíð fyrrver- andi meirihluta. Hefur m.ö.o. hækkað um 30.6%. Það tók launþega að meðaltali 15,8 virka daga (5 daga vinnuvika) að vinna fyrir útsvarinu sínu 1980 —82 en nú tekur það sama Iaun- þega 20,7 virka daga. Samt talar meirihlutinn (og borg- arstjórinn í Reykjavík) um lækkun útsvara. Dómgreind kjósenda er ekki metin á marga fiska á þeim bæjum. Við þetta bætist svo, að á sama tímabili, 1980—1986 hefur kaup- máttur taxta launþega rýrnað um 30%. Á því græðir bæjarsjóður því mikill hluti gjalda hans er tengdur launum í einhverri mynd. Þessi hrikalega kaupmáttarrýrnun gerir launþegum hins vegar mun erfiðara en ella að standa undir stórhækk- uðu útsvari. Sumir halda því fram, að tals- verðum hluta kjaraskerðingarinnar hafi verið mætt með launaskriði. Því er til að svara, að launaskriðið er fyrst og fremst í verslun og þjón- ustu og fyrst og fremst á Reykjavík- ursvæðinu. Það hefur að mestu far- ið hjá garði Vestmannaeyinga. Við höfum stórlækkað fasteigna- gjöldin, segir meirihlutinn. Við höfum ekki notað 25% álag eins og áður var gert. Það er rétt svo langt sem það nær og verðbólgan hefur minni áhrif til lækkunar fasteignagjalda en út- svara því fasteignagjöldin greiðast á skemmri tíma, fyrrihluta árs. Eigi að síður eru fasteignagjöldin nú, í 8% verðbólgu, svo til upp á krónu jafnhá í reynd og þau voru Eftir Magnús H. Magnússon, fyrrum félagsmála- ráðherra áður með 25% álagi í 60% verð- bólgu. í síðasta Fylki segir Arnar Sigur- mundsson, að heildartekjur bæjar- sjóðs og stofnana bæjarins hafi hækkað úr 98,0 millj. kr. árið 1982 í 312,5 millj. árið 1985 eða um 219%. Á sama tíma hækkaði kaup launþega um 135%. Þarf nokkuð frekar vitnanna við um stórkostlega hækkun bæjar- gjalda. Mm. JOFUR H NÝBÝLAVECI 2 • SÍMI 42600 STAÐGREIÐSLUVERÐ: 105 S 120 L 120 LS 130 L 130 R kr. 127.400,- kr. 146.500,- kr. 163.700,- kr. 190.800,- kr. 201.300,-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.