Alþýðublaðið - 28.05.1986, Page 4

Alþýðublaðið - 28.05.1986, Page 4
4 Miövikudagur 28. maí 1986 RÁS A GENGUR VEL Á RÁS—A hefur nú veriö út- varpað í nokkra daga og tekist vel. Þetta er útvarp Alþýðuflokksins, sem veröur í gangi út þennan mán- uð. Útvarpsstöðin er til húsa í Hamraborg í Kópavogi og starfar að rekstrinum hópur manna í sjálf- boðavinnu. Sent er út á FM bylgju 103. Útvarpað hefur verið léttri og ljúfri tónlist mestan hluta dagsins og eftir að sjónvarpsdagskrá lýkur á kvöldin. Birgir Dýrfjörð, sem gegnir starfi útvarpsstjóra, tjáði Al- þýðublaðinu, að öllum framboðs- listum á höfuðborgarsvæðinu hefðu nú verið boðin afnot af stöð- inni í eina og hálfa klukkustund hverjum lista. Þegar hefðu nokkrir listanna þegið þetta boð. Þá hefur ungu skólafólki verið boðið að gera eigin dagskrár, og eru nú í vinnslu nokkrar dagskrár í framhaldsskólum í borginni. Hafn- firðingar hafa verið með fasta þætti, og í þessari viku bætast Garðbæingar, Kópavogsbúar og Reykvíkingar í hópinn. Stöðin hefur fengið talsvert af auglýsingum, enda heyrast útsend- ingar hennar vel um allt höfuðborg- arsvæðið og einnig í Keflavík. Landsbanki Islands Skákmót Afmælisskákmót Landsbankans verður haldið sunnudaginn 1. júní í afgreiðslusal Aðalbanka Lands- bankans, Austurstræti í tilefni 100 ára afmælis Landsbanka íslands 1986. Mótið verður hraðmót, 12 keppendur tefla allir við alla, og eru tímamörk 10 mínútur hvors kepp- anda á skák. Til mótsins hefur þess- um skákmönnum verið boðið: Friðriki Ólafssyni, Inga R. Jó- hannssyni, Guðmundi Pálmasyni og Ingvari Ásmundssyni. Þessir menn voru í fylkingarbrjósti ís- lenskra skákmanna árin 1955— 1960 og þótti því við hæfi að gefa þeim allra yngstu og efnilegustu kost á að reyna krafta sína við þessa frægu meistara. Úr röðum yngstu meistaranna munu tefla: Hannes Hlífar Stefánsson 13 ára, Þröstur Árnason 13 ára, Héðinn Stein- grímsson 11 ára og Sigurður Daði Sigfússon 14 ára. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þessir drengir þegar get- ið sér frægðarorð fyrir skákafrek sín. Á Skákþingi Reykjavíkur 1986 varð Þröstur Árnason skákmeistari Reykjavíkur, aðeins 13 ára gamall, og náði síðan ásamt jafnaldra sín- um, Hannesi Hlífari, góðum ár- angri á alþjóðlega skákmótinu í Reykjavík sem haldið var í febrúar sl. Frá Landsbanka íslandseru þess- ir keppendur: Hilmar Viggósson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Sól- mundur Kristjánsson og Vilhjálm- ur Þór Pálsson. Afmælismótið mun fara fram í afgreiðslusal Landsbankans, Austurstræti 11 og verður opið hús þennan dag, þann- ig að áhorfendur geta fylgst með gangi skákanna. Góð verðlaun eru í boði, að heildarupphæð kr. 100.000,00. Mótið hefst klukkan 14 og stend- ur væntanlega fram til klukkan 18 eða 19. Það er ölium opið og að- gangur er ókeypis. Verðlaunaafhending verður í lok mótsins. Skákstjóri verður Ólafur S. Ásgrímsson. Fréttatilkynning frá Landsbank- anum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.