Alþýðublaðið - 28.05.1986, Side 7

Alþýðublaðið - 28.05.1986, Side 7
Miðvikudagur 28. maí 1986 7 Almenn læknisþjónusta í Reykjavík: „Reykvíkingar búa við hreint öryggisleysi" — segirSkúli Johnsen, borgarlæknir. — Einn læknir á vakt fyrir 100 þúsund íbúa. — Heimilislæknar nær tvöfalt fleiri á landsbyggðinni. — Reykvlkingar þurfa að nota dýra sérfræðiþjónustu. Heimilislæknar í Reykjavík þurfa að sinna allt að því tvöfalt fleira fólki en starfsbræður þeirra úti á landi. Fyrir 23 árum var gerð sérstök samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem þessi mál öll voru talin vera í ólestri, og nefnd skipuð til að gera tillögur um úr- bætur. Nefndin skilaði skýrslu 1968, en síðan hefur ekkert gerst. Skúli Johnsen borgarlæknir sagði í samtali við Alþýðublaðið fyrir nokkrum dögum, að tiltekn- um þáttum almennrar læknisþjón- ustu væri mun verr sinnt í Reykja- vik, en almennt væri á landsbyggð- inni. Einkum lýtur þetta að aðgangi fólks að heimilislækni sínum og vaktþjónustu, utan venjulegs vinnutima heimilislækna. „Hér er látið nægja að einn læknir hafi allt að 2.500 manns á sinni könnu, en til samanburðar voru 1.365 einstaklinga um hvern heimilislækni á landsbyggðinni að meðaltali fyrir fimm árum. Þessi tala hefur þó lækkað síðan, þannig að nú er samanburðurinn enn óhag- stæðari" sagði Skúli. Hann sagði ennfremur að um há- marksfjölda sjúklinga sem hver læknir mætti taka að sér giltu samningar milli lækna og sjúkra- samlags, þannig að þetta ástand væri samþykkt af sjúkrasamlaginu, sem þó ætti að reyna að gera hag- stæða samninga fyrir hönd með- lima sinna. Skúli sagði að þessi mikli fjöldi sjúklinga leiddi til þess að heimilis- læknar í Reykjavík væru mjög upp- teknir menn og hefðu lítinn sem engan tíma til að fara í sjúkravitjan- ir og gætu ekki svarað í símann nema klukkutíma á degi hverjum. „Ef við tökum vaktþjónustunaþ sagði Skúli, „þá er hér einn læknir á vakt fyrir 100 þúsund manns á tímabilinu frá klukkan fimm á dag- inn til átta á morgnana. Af skiljan- legum ástæðum er þetta sífellt um- kvörtunarefni þeirra sem þurfa að nota þessa þjónustu og ég -hef oft sagt að þetta sé hreint öryggisleysi" Skúli gat þess ennfremur að fyrir utan þessa vaktþjónustu væri slysa- deildin sá eini vettvangur sem fólk gæti snúið sér til að kvöld- og næt- urlagi. Skúli sagði fólk á landsbyggðinni hafa mun greiðari aðgang að heim- ilislæknum sínum og læknar þar hefðu mun betri tíma til að sinna hverjum sjúklingi, auk þess sem menn hefðu aðgang að sínum lækni símleiðis allan sólarhringinn ef á þyrfti að halda. „Á meðan hér er einn læknir á vakt fyrir 100 þúsund íbúa, er einn læknir fyrir hverja 1365 íbúa úti á landi“ sagði hann. „Reykvíkingar hafa hins vegar mjög góða sérfræðiþjónustuþ isagði Skúli, „og þeir nota hana auð- vitað meira og minna í staðinn" Hann bætti við að sérfræðiþjónust- an væri dýrari en almenna læknis- þjónustan, bæði fyrir þá einstakl- inga sem notuðu hana, en þó eink- um fyrir opinbera aðila. LIFANDI MIÐBÆR - LISTALÍF -góð vöm gegn verðhækkunum COSTA bel S0L PLAY AMAR Beint flug í sólina: 5. júní, 26. júní, 17. júlí, 7. ágúst, 28. ágúst, 18. sept, 2. okt. - 3ja vikna ferðir. Nú bjóöum við dvöl í stórglæsilegum íbúöum Playamar, alveg við ströndina, steinsnar frá mið- borg Torremolinos stærsti hótelgarður á Costa del Sol. 3 sundlaugar, stórar grasflatir, barnaleik- svæði, tennis, minigolf, veitingastaðir, kjörbúðir. Þetta er staðurinn fyrir þá sem vilja það besta. Verðið er samt ótrúlega hagstætt, vegna þess að við þurfum ekki að leggja mörg þúsund króna auglýsingakostnað á hvern farþega. Islenskir fararstjórar, fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Einnig beint flug í sólina til : Benedorm, Mallorca, Costa Brava. Við gefum barnafjölskyldum frítt far fyrir 36 börn í ferðirn- ar 5. og 26. júní til kynningar á hinni undursamlegu fjöl- skylduparadís, PLAYAMAR. 4' i' Ifrvív i iiti iynr 36 bör — FIUGFERÐIR mmm mtm ■ mmm ■ ■ ■ rnrnm Vesturgötu 17 símar 10661,15331.22100.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.