Alþýðublaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 28. maí 1986 11 Meö sjómanns- blóö í æðum eftir Bryndísi Schram, sem skipar 2. sætið á A-listanum í Reykjavík Sú var tíðin að höfuðborgin okkar var stærsta verstöð landsins. En í þeim efnum má Reykjavík muna sinn fífil fegri. Sjómenn og fisk- vinnslufólk eru minnihlutahópur meða) starfandi Reykvíkinga. Samt lifir lengi í gömlum glæð- um. Sjómannsblóð rennur í æðum okkar flestra. Þess vegna leita margir til sjávarins í tómstundum; í leit að hugarró eða bara til að fá út- rás arfgengu sjómannseðli. Borgarstjórn hefur alls ekki tekið nægilegt tillit til þessara erfðaeig- inda margra Reykvíkinga. Þá er ég fyrst og fremst að hugsa um að- stöðu fyrir trillukarla og skemmti- bátaeigendur. Þess vegna bið ég alla alvörusjó- menn og sjómennskugutlara að kynna sér tillögur okkar jafnaðar- manna í hafnarmálum. Vil viljum t. d. að borgin hafi forgöngu um að koma á fót uppboðsmarkaði á sjávar- og landbúnaðarvörum, sem enn eru frjálsar undan ein- okunarkerfi söluhringja, að komið verði upp sérstökum markaðshúsum eða yfirbyggð- um markaðstorgum, þar sem á boðstólum verði í smásölu jafnt fiskur sem afurðir garðyrkju- bænda, að fyrsta markaðstorgið af þessu tagi verði í tengslum við fiski- bátaaðstöðu í vesturhöfninni. Haldið þið, að það verði handa- gangur í öskjunni þegar reykvískar húsmæður flykkjast aftur niður að höfn til að kaupa ferskan fisk, sem hefur verið landað beint upp úr bát í morgunsárið! Og ekki sakar að geta sótt sér ferskan jarðargróða af svignandi markaðstorgum garðyrkjubænda — þeirra sem enn ganga lausbeizl- aðir frá Framsókn og geta um frjálst höfuð strokið. En við viljum líka, að«gerðar verði endurbætur á að- stöðu trillubáta austan Ægis- garðs og að haldið verði áfram gerð skemmtibátahafnar í Elliðaár- vogi. Það þarf að vinna að því í sam- vinnu við fleiri sveitarfélög og áhugamannafélög, að skemmti- bátaeigendur fái sjósetningarað- stöðu á nokkrum stöðum, á strand- lengjunni frá Reykjavík suður um til Stokkseyrar. Gleymum því ekki að Reykjavík er hafnarborg. Gleymum ekki held- ur uppruna okkar. Og fyrir alla muni, gleymum ekki sjálfum okk- ur. Sjómannsblóðið rennur enn í æðum okkar. Það má fyrir enga muni storkna eins'og í venjulegum meginlandslandkröbbum. — Bryndís. 1 ■ flMUNMIMMrai BEINT SUMARIBUÐIRNAR okkar viö hiö undurfagraGARDAVATNá ÍTALÍU eru í algjörum sérflokki og staðsetning þeirra í bænum DESENZANO á besta staö viö suðurenda vatns- ins skapa óteljandi skemmtilega möguleika. VERÐ FRA KR. 28.200. — 3 VIKUR Ef þú vilt mikla og stórkostlega náttúrufegurð í skjóli ítölsku Alpanna og útsýni út yfir stærsta og fegursta stöðuvatn italíu, kyrrð og ró og alveg örugga sólardaga, þá er þetta staðurinn fyrir þig. Boðið er upp á skoðunarferðir, t.d. til VERONA, skoðun listaverka FLORENS- BORGAR og FENEYJA eða ferð til INNSBRUCK í AUSTURRÍKI og svo mætti lengi telja. Möguleikarnir eru of margir til þess að telja þá upp hér. Fyrir þá sem vilja líf og fjör, er allt mögulegt til skemmtunar á næsta leiti svo sem CANEVA-vatnsleikvöllurirtn og GARDALAND einn stærsti skemmtigarður ÍTALÍU í sannkölluðum DISNEY-land TÍVOLÍ stíl, einnig SAFARI-garður með villtum dýrum o.m.m.fl. Öll aðstaðatilsunds, sólbaða og seglbrettasiglinga er hin ákjósanlegasta. Góðir og ódýrir veitingastaðir eru á hverju strái og að sjálfsögðu diskótek. I GARDAVATNSFERÐIR OKKAR HEFJAST: 10. júní 1. júlí 22. júlí 12.ágúst 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur Af þeim mörgu fallegu stöðum sem, ÍTALÍA hefur upp á að bjóða er GARDAVATN í algjörum sérflokki. Þetta stærsta og fegursta vatn ÍTALÍU, 370 km 2 er meira en fjórum sinnum stærra en Þingvallavatn. Öllum verður ógleymanleg skemmtisigling með við- komu á fjölda staða meðfram ströndinni eða stórkostleg bílferð eftir hinni víð- frægu GARDESANA útsýnishring- braut sem opnuð var 1931 umhverfis vatnið. Þess má geta að GARDAVATN hefur orðið íslenskum skáldum yrkis- efni, eins og Jóhanni Sigurjónssyni og Gísla Ásmundssyni. FERÐASKRIFSTOFAN SIMI 2 97 40 OG 62 17 40 yiiyTerra LAUGAVEGI 28 101 REYKJAVIK STAÐFESTINGARGJALD MA AÐ SJALFSOGÐU GREIÐA MEÐ VISA EÐA EURO.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.